Vísir - 18.03.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1913, Blaðsíða 1
562 2 * Ostar bestir ug ódýrastir i verslun Einars Árnasonar. PHT ; símtalsliljóðaukinn — er nauðsyn- I legur hverjum símanotanda. Fæst að- ; eins hjá 01.0. Eyjólfssyni, Austurstr.3. j Kemur venjul.út alla daga nema laugard. Afgr.í Hafnarstræti 20. kl. ll-3og4-8. Þriðjud. 18. mars 1913. HáflóðkI.l,53‘árd.og kl.2,30‘síðd. Háfjara hjerumbil ó st. 12‘síðar. Aftnœli: Sveinn Hallgrímsson, banka- gjaldkeri. A morgun: Póstáætlun: Ingólfur fer til Garðs. Veðrátta í dag. Loftvog X -4-1 < Vindhraði Veðurlag Vestme. 746,8 0,3 A 7 Hálfsk. Rvík. 746,3 4,3 A 5 Skýað ísaf. 750,3 2,3 A 5 Alsk. Akureyri 750,0 9,5 0 Hálfsk. Grímsst. 713,0 10,5 SA 2 Skýað Seyðisf. 752,0 8,5 0 Heiðsk. Þórshöfn 749,3 2 4 NV 4 Snjór 8l/2. Meðlimir fjölmenni. Líkkisturnar oötu 6,—Sími 93.—HELQI og EINAR. Ur bænum Botnía. Auk þeirra farþega, er Vísir nefndi, komu með henni: Pjet- ur Brynjólfsson ljósmyndari, Ólafur Davíðsson úr Hafnarfirði, Isebarn ketkaupmaður frá Þýskalandi, erhjer var í haust. N. C. Nilsen, fiski- kaupmaður danskur, er lijer hefur áður verið, svo og 3 Bretar og 2 Frakkar. Tofte, bankastjóri sá hinn danski, er hjer var, og sagt er, að verði hjer framvegis. Fiskiskipin. Þilskipin úr Reykja- vík eru nú sem óðast að koma inn eftir 3—4 vikna útivist. Hafa þau hrept veður mikil og ógæftir; feng- ið Því lítinn afla, sum nær engan. í fyrradag kornu inn: Ása, eign Duusverslunar, með 2500 fiskjar. ' Esther, eign p. j. Thorst. með 2500. Milly, eign Duusverslunar, hafði aflað lítið, ca. 600—700. Mannskaði: Á föstudagsmorg- uninn, um kl. 4, tók út tvo menn af fiskiskipinu Milly. Skipið hafði nýbeitt fyrir annað skip, kom þá stórsjór á skipið flatt, og tók út 2 menn, sem voru að hagræða segli. Ofsaveður var af útsuðri. Mennirnir voru: Jóhannes Kristj- ánsson frá Sölfhól, kvæntur maður og Ijet eftir 4 börn, en hitt var unglingspiltur 17 ára, að nafni Jón P. Sigurðsson hjer úr bæ. Á Dagsbrúnar-fundi síðastlið- inn sunnudag var tekin til umræðu samþykt kaupmanna, sem auglýst var í »Vísi«, og þar tekin sú ákvörðun, að leita samkomulags við vinnuveitendur; vildi fjelagið ganga að kjörum þeirra að öðru en því, að lengja vinnutímann, vildi telja eftirvinnu eftir kl. 6 síðd. 25§blöð frál7. mars kosta áafgr,50 aura. Skrifstoía í Hafnarstræti 20. Venju- I Langbesti augl.staður í bænum. Augl. Send út iim land 60 au,—Einst. blöð 3 au. lega opin kl. 2—4. Sími 400. ! sje skilað fyrir kl.3 daginn fytir birtingu. Thorvaldsensfjelagið. Af því að leikið verður í kveld, 18. mars, er síðasta vetrarfundi frestað til þriðjudags I. apríl, Stjórnin. Póstafgreiðslan í Hafnarfirði er veitt Friðrik Klemenzsyni kennara þar frá 1. apr, nk. Fjalla-Eyvindur í Amerfku. Það leikrit hefur nú verið leikið í Winnipeg, hvað eftir annað seint í febrúar. Er látið allvel yfir leikn- um og leikendum yfir höfuð og lokið miklu lofsorði á leik Guðrún- ar Indriðadóttur, sem blaðið Lögb. telur að haldi leiknum uppi. • eru undrandi yfir því, hve ótrúlega ódýr öll nauð- synjavara er í Versl.Hermes,Njálsg.26. Jrí úUöndum. Franska herskipið Justice rakst 6. þ. m. á hræ orustuskipssins Liberté\ er fórst í fyrra á höfninni í Toulon. Skemdist skipið mjög neðansjávar, og varð þegarað setj- ast upp tii aðgerðar. Af stríðinu er lítið að segja, gengur þar mjög í þófi. Þó er það víst, að Grikkir hafa tekið Janina, eftir mikla orustu. Var skotið einn daginn á borgina 30,000 skotum, er eyðilögðu 6 tyrknesk virki. Skömmu síðar var borgin tekin. Grikkir bjeldu áfram og settust um virkin við St. Niku- las og tóku á þeirri leið allmarga fanga. Adríanópel er nú með öllu um- kringd af stórskotaliði. En þar hef- ur gengið hin ógurlegasta ótíð og stórhríðar, og er sagt að snjórinn hafi víða verið 2 metra djúpur, og hefur sú ótíð valdíð miklu manntjóni í borginni og enn meira í umsátursliðinu. Tyrkir hafa dálítið náð sjer niðri. Hafði tyrkneska her- skipinu »Hamidije« heppnast að sökkva 3 grískum flutningsskipum, af 24, er urðu á leið þess og fluttu her frá Serbíu. 300 ára afrr.æli Roma- nov-settarinnar. 6. þ. m. voru 300 ár liðin síðan Romanov- ættin tók við völdum á Rússlandi. Árið 1598 dó hinn síðasti maður af ættlegg Ruriks, er kom Rússa- veldi á fót. Þá var nokkru seinna kosinn til keisara 17 ára unglingur, Micliail Feodorovitsch Romanov, er skyldur var ætt Ruriks, og varð ættfaðir hinnar núverandi keisara- ættar. Óhætt er að segja að iitla gæfu hafi ætt þessi fært Rúslandi til þessa dags, en feykileg hátíða- höld voru um alt ríkið þennan | óag, og fjöldi sökudólga náðaður til hátíðabrigðis. í Danmörk var einnig hátíð haldin, guðsþjónusta í Rússnesku kirkjunni og veisla mikil hjá sendi- herra Russa og hjá kongi Dana önn- ur. | Nýtasti maður þessarar ættar var , Pjetur hinn mikli, þó harðstjóri væri. Stér s!ys. í bænum Gijons á Spáni varð hrottalegt slys fyrir skemstu og fórust þar 200 manna. Þessi ófarnaður vildi þannig til, að sprenging á kletti fór fram áð- ur en skyldi. Var þar feikn af púðri fyrir — 3500 kílógröm, sem kvikuaði í — svo alt fór í loft upp. Björgum miklum og smærra grjóti rigndi yfir höfnina. Eaddir almennings. Ekki er alt gull, sem gióiir. Verkmannafjelagið »Dagsbrún« hjer í bænum hefur verið að bis- ast við verkfall nú að undanförnu. Heimtar að vinnuveitendur hækki kaupið um 5 aura á tímann í dag- launavinnu, en 10 aura í eftirvinnu. Allmargir vinnuveitendur vilja nú slaka nokkuð til og mætast þar með á miðri leið. Vilja borga 5 aurá hækkun á dagkaupinu og 5 aura hækkun í eftirvinnu og 50 aura á 'ímann á helgum dögum. »Dags- brúnarmenn« hjeldu með sjer fund í gærkveldi, og hefi jeg heyrt að þeir muni ekki vilja ganga að þess- um kjörum; sjefstaklega þareð vinnuveitendur vilja lengja vinnu- tímann til kl. 8 á kveldin, það er: ekki borga eftirvinnukaup fyr en eftir þann tíma. Út á þetta hefi jeg ekkert að setja, en það virðist sem karlmennirnir ætli einungis að hugsa um kaup sjálfra sín, en skifta sjer ekkert af því, þótt kvennfólkið með sín afar-ósanngjör.:u daglaun verði alveg útundan með alla launahækk- un. Þetta virðist mjer alveg rangt hjá »Dagsbrún«, því þótt þeir segi að kvennfólkið sje ekki í fjelaginu, þá eiga þó »Dagsbrúnarmenn« dætur og máske lconur líka, er þræla fyrir þessu afarlága kaupi. Og ef vjer karlmennirnir viljum teljast sterkari þáttur mannkynsins, þá er það hreint og beint siðferðis- skylda okkar, að Ieitast við að vernda rjett kvennfólksins í einu og öllu, og þá jafnframt og ekki síst í því, að hjálpa þeim til að ná rjetti sínum hjá vinnuveitend- um, sem allshugar fegnir vilja halda þeim í helgreipum eymdar og áþjánar um ókominn tíma að því er vinnukjör og verkkaup þeirra snertir. Ritað 13. mars 1913. G. Jónsson. Ekki er alt gull, sem glóir. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ■ ----- Irh. »Nei ekki á morgun, það er ómögulegt. Jeg veit heldur ekki hvert fólkið kærír sig nokkuð um að fara hjeðan strax, hjer er nóg að vinna og peningar í aðra hönd.« »Jæja, ef til vill getum við þá dvalið lijer dálítið lengur, það er að segja, ef þjer er það ekki á móti skapi. »Mjer líður alstaðar jafn vel«, svaraði Maya rólega, »en nú ert þú búinn að tala alt of Iengi, þú verð- ur að hvíla þig og reyna að sofa, á morgun — á morgun kemur ungfrú Veronika að heimsækja þig.« Tazoni varð fyrst fölur, sem nár, en síðan rauður, sem blóð. Hann henti ofan af sjer ábreiðunni, stökk á fætur og út í tjalddyrnar, þar stað- næmdist hann og horfði út í kveld- kyrðina. Maya sat áhyggjufull og horfði Á hann og tárin runnu niður kinnar hennar. Smátt og smátt varð henni hug- hægra. Afbrýðissemin rikti ekki leng- ur í huga hennar, en hún var gagn- tekin af meðaumkvun með vesa- lings Tazoni, því hún var nú geng- in úr skugga um, að sorg hans var ólæknandi, og að hanu mundi aldrei líta glaðan dag framar. 15. kapítuli. Sama kveld, sem þessu fór fram, læddist Raymond lávarður út um bakdyr á höllinni, til þess að finna hinn ókunna mann, eins og fyrir hann var lagt. Þó ekki væri kalt í veðri, var hann í skósíðum, þykkum yfirfrakka, með trefil um hálsinn, sem huldi alt niðurandlit hans og hattinn nið- ur í augitm. Þannig klæddur laumaðist hann gegn unt aldingarðinn og inn í skóginn og fann von bráðar hinn tiltekna stað. Klukkan sló tólf. Raymond sá engan mann og settisi á trjábol, sem lá þar og beið átekta, og var hvergi nærri laust við, að hann væri dálítið skelkaður. Hálf klukkustund leið án þess að hann yrði nokkurs vísari. Hann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.