Vísir - 01.04.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 01.04.1913, Blaðsíða 1
571 11 bestir 05' ódýrastir í verslun Einars Árnasonar. símtalshijóðaukinn — er nauðsyn- legur hyerjnm simanotanda. Fæst að- eins hjá Ol. Q. Eyjólfssyni, Austurstr.3. Kemur venjul.út alla daga nema laugard. Afgr.í Hafnarstræti 20. kl. íl-3og4-8. 25 blöð frál7. mars kosta á afgr.50 aura. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. Venju- Send út um land 60 au.— Einst. blöð 3 au. lega opin kl. 2—4. Sími 400*' Langbesti augl.staður í bænum. Aupl. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyiir birtingu. Þriðjud. 1. aprí! 1913. Háflóðkl.2,l‘árd. og kl. 2,28‘síðd. Háfjara hjeruntbil 6 st. 12‘síðar. Afmæli: Frú Karolína íslefsdóttir. Stefán Pálsson skipstjóri. Sv. Henningsen, verslunarm. Á. morgun: Póstáætlun: Hafnarfjarðarpósíur kentur og fer. Alftanesspóstur kemur og fer. Kjósarpóstur kemur. Veðrátta í dag. Loftvog a E < Vindhraðil bJ3 =3 )0 <v > Vestme. 747,7 2,0 SSA 3 Hálfsk Rvík. 746,7 0,8 A 2 Snjór Isaf. 748,3 0,4 0 Ljettsk Akureyri 749,0 0,5 S 3 Skýað Grímsst. 715,5 0,4 S 1 Ljettsk Seyðisf. 750,1 0,1 0 Ljettsk Þórshöfn 754,9 1 2,2 0 Hálfsk. 8V2. Meðlimir fjölmenni. viðurkenau, ódýru,íást ávalt tilbúnar á Hvertis- götu 6.—Sími 93.—HELGl og EINAR. J Ur bænum Communication postale, áætl- unin frakkneska, er nýkontin út og nær yfir mánuðina apríl—ágúst. Kverið er næsta handhægt og þarít þeim, sem skilja frakkneska tungu, enda hefur því verið vel fagnað af þeim undanfariö og svo mun verða í þetta skifti, því að það er enn vel úr garði gert. Póstávísanir tii Þýskalands. Klukkan 8 í rnorgun hækkaði póst- stjórnin hjer Murkið í ávísunum til Þýskalands úr 89.25 upp í 89.40 aur. eða um 0,15 aur. Stendur þessi hækkun 'eflaust nokkurn tíma. TII útlanda eru um þessar mund- ir æði tíðar ferðir aukaskipa, sem flytja póst. í gær fór liuropt ti! Longhope og kl. 6—7 í kveld fer Malmanger til Cardiff. Botnvörpuskip frakknesk komu í gær Notre dame de Lourdes með 25 þús. fiskjar að fá sjer salt, Maríe Marguente með 50 þús., að fá kol, og Liberté með 45 þús. að fá kol. / Hákon, fiskiskúta, kom inn í gær með 7V2 þús. f nótt kom Esther, fiskiskip, með 8 V2 Þl>s. og í morgun Ljuðrún Sofía með 4 þús. Meiri þjófnaður. Asunnudags- kveldið hafði Þorvaldur lögreglu- þjónn upp á 40 peningabuddum, er stúlka sú, sem áður hafði játað á s'g að hafa stolið 5 buddum, hafði enn í fórum sínnm. Herbergi, sem enginn bjó í var við hliðina á því, er stúilca þessi var í. Það hafði verið ólæst á milli. Stúlka, sem bjó með þess- ari, gaf Þorvaldi bendingu um að rannsaka þetta herbergi, og varð það með þeim árangri, er að ofan greinir. Aliar peningabuddur voru tómar að peningum, en allskonar seðlar í mörgum þeirra, svo að sennilega komast suniar til eigend- anna. Þetla gerðist tveim nóttum eftir að stúlkan var yfirheyrð áður, og hefur hún ekki liaft meiri rænu en svo á, að koma þýfinu undan, enda er ætlað, að liún sje ekki með öll- um mjalla. , í nn , sökum þess að fjöldi af glímumönnum vill eigi vera með. Nánar síðar. . STJÓRNIN. álverkasýnin V Ásgr. Jónssonar Jl verður opinn í síðasta sinn á morgun. Dansskemtun verður haldin í Iðnaðarmannafjelaginu næsik. Eaugar- dag 5. þ. m., kl. 9 sfðd. Aðgöngumiðar fási hjá Magnúsi Benjamínssyni, Veiiusundi 3. m\M\ JSasa* \ M. Sl Hornafjarðarós. Guðmundur Jónsson á Hoffelli í Hornafirði er nýkominn að austan. Hann segir að ósinn hafi eigi fyllstsv o í vetur, að víst sje að hann sje teftur til skipagöngu. í einu rokinu sýndist brjóta á einum stað í ósnum og bjuggust menn þá við að hann myndi má- ske teppast. Hafnsögumaðurinn segir að varla sje hjer um meira að ræða, en einhverja færslu á álnum, sem oft kemur fyrir, en ósinn er ekki enn mældur eftir brimin. ÖHu minna gat það ekki verið. Árangurinn af samskotunum til að gefa sjómönnunum okkar guðs- orðabækur út á skipin var sá að á annan listann kom 0, og á hinir2 kr., frá2 unglingspiltum, annar þeirra, er sagði til nafns, Hallgrímur Egils- son, hagyrðingurinn á Laugarnes- spítala. Hafi þeir báðir þökk fyrir. Hefðu listarnir verið rækilega born- ir um, hefði eins vel gefist 200 kr., en þeir sem leiðir eru á gjafalista- rápinu, beita ekki þeirri aðferð. Samt hafa nú 20 Nýa testamenti verið send út á skipin, þar sem skipstjóra er ljúft við að taka og lofar að geyma til afnota. Sálma- bækur mundu enn þakknæmilegri, og vöknuðu einhverjir við, gætu þeir komið gjöfinni til Hannesar skipstjóra Hafliðasonar eða ritstjóra N. Kbl., og yrði fyrir alt sem inn kæmi keyptar sálmabækur handa skipunum. Eins mætti gefa sálma- bækur, heil og hrein eintök. Nýtt Kjirkjublað. Mmleiki 1 kistilfirði. »Dularful! fyrirbrígðiN Á Hvammi í Þistilfirði hafa gerst þeir atburðir í febrúarmánuði síðasll., er tíðindum þykja sæta og valdið hafa miklurn umræðum meðal manna norður þar. Það bar til þar á bænum, um hábjartan dag, nálægt miðjum febrú- armán., að kastað var til stóru skatthcli og kommóðu, hvað eftir annað, án þess að sjeð yrði að nokkur eða nokkuð kæmi nærri þeim. En siðan tók við hvað af öðru og fór á flugferð, ýmsir hlut- ir, er hjengu uppi eða voru lausir, hjeldu stökkdans, leirílátum var fleygt og grýtt, járnpottar fóru af stað og brotnuðu sumir, og síðast fór svo að helt var úr fötum, tunnum og öðrum ílátum. Af og til heyrðust einnig stóreflis högg barin í þilin og hjer og þar og margt fleira óskiljanlegt. — Alt fór þetta fram að degi til meðan bjart var, stöku sinnum á kveldin, en aldrei á nóttunni. Þegar for að frjettast um þessi nýu Fróðárundur, fóru ýmsir heim að Hvamrni til þess að heyra og sjá aðganginn. Voru þeirra á meðal Snæbjörn verslunarstjóri Arnljóts- son á Þórshöfn og Hjörtur hrepp- stjóri Þorkelsson á Ytra-Álandi. Tóku þeir málið til nákvæmrar r'annsóknar og hittu svo á, að gauragangurinn var þa sem mestur. Varð það að ráði, að Hjörtur varð eftir og dvaldi í Hvammi frá þriðju- dagskveldi 25. febr. til næsta fimtu- dagskvelds. Voru þá stöðug ólæti og þóttist Hjörtur þess fullviss, að Jengin brögð væru í tafli af hálfu »menskra manna, en á hinn bóginn væri honum þetta óskiljan- Iegt.« Sá, sem skrifar þessi tíðindi, merk- ur og áreiðanlegur Norður-þingey- ingur, endar brjefið á þessa leið: »Alt ' sýndist þetta standa í sam- bandi við unglingsstúlku í Hvammi og gáfu aðkomumenn henni því mestan gaum, þó þeir einnig rengdu alla heimamenn í fyrstu. Var stúlk- an síðan látin fara til Þórshafnar og tók þá fyrir reimleikan í Hvammi, er hún var farin þaðan, en einskis hefur orðið vart í Þórshöfn síðan hún fluttist þangað. Viðburðunuin má skifta í þrent: 1. Það, sem menn hafa vissu fyrir að stúlkan geri sjálf (sem þó að eins er tvent), en af ósjálfráðum hvötum, nefnilega í »millibils- ástandi.« 2. Það, sem svo er gert, að leikn- ir loddarar gætu gert með mikl- um útbúnaði, sem ófáanlegur er hjer og við höfum heldur ekki getað fundið nje orðið varir við. 3. Það sem við skiljum ekki, hvernig sje gert, eða á hvern hátt sje hægt að gera. —« (»Norðurland«). Ekki er ait guil, sem gióir. Skáldsaga eftir Charíes Oarvice. ----- Frh. Hann var að vísu undrandi yfir þessum tíðindum, en þó ekki nærri eins og við hefði mátt búast. Hon- um fanst eíns og hann hefði alt- af vitað, að hann var gagnólíkur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.