Vísir - 09.08.1913, Síða 2

Vísir - 09.08.1913, Síða 2
V I S 1 R Mekka, Mekka er ekki aðeins herfrægur staður í heimi Múhameðstrúarmanna, staðurinn, sem Islam (d: Múham- eðstrú) breiddist út frá, sem spá- maðurinn fæddist í, — en borgin er aðalhelgidómur Múhameðstrúar- manna, — þangað hefur bænum og pílagrímsgöngum verið beint öldum saman. Öll frásögn gamla tostamentisins, eins og hún birtist umsnúin í kóraninum, trúarbók Is- lams, og helgisagnirnar allar eiga að hafa gerst í Mekka. t>ar hittust þau Adam og Eva. Þar er Eva grafin og guð útvaldi sjálfur staðinn fyrir Kaaba (o: stór- an, svartan loftstein), sem alt af er talinn heilagur. Og helgur er steinn sá, er Abraham sat á,er hann ljet reisa hús yfir Kaaba-steininn. — Ekki er það íbúafjöldinn í Mekka, sem gerir stað þennan frægan;þeir eru ekki full 60 þús. En það er fjöldi sá af pílagrímum, sem árlega vitja borgarinnar úr ölium löndum Múhameðstrúarmanna. Tala þeirra var árið 1907, eftir því sem tyrk- neskar skýrslur bera með sjer, full 281 þús. manns. Koma þeirra sýnir vöxt og við- gang Múhameðstrúar og heimför þeirra er æsingaþrunginn vitnisburð- ur ofsatrúarmanna um veg og veldi trúar sinnar. Þegar vjer lítum á borgina Mekka, er svo að sjá sem orð spámanns- ins hafi ræst: »Þessvegna gerðuin vjer þig að miðstöð þjóðanna, að þú skyldir bera herminum viíni.« Forna, heiðna musterið er oröið að helgidómi »hinna sanntrúuðu« og síðasti áfangi pílagríma úr öll- uni heimsálfum, — helgidómur fyrir fjórða hlut mannkynsins. Frá Sierra Leone í Afríku til Kanton í Kína, frá Tobolsk í Síberíu til Kapstað- arins syðst í Afríku breiða trúmenn- irnir út bæna-ábreiður sínar og snúa sjer í áttina til Mekka, þeir láta hús sín, jafnvel útihúsin líka, og grafir hinna framliðnu allar snúa í áttina þangað. Úr háa lofti sjeð, myndu baugar sjást með Mekka sem sameiginleg- um miðdepli, — baugar, er mynd- uöust af röð lifandi manna, erallir snjeru andlitinu að Mekka, og röð kirkjugarða, þar sem hvert einasta leiði snýr að hinni heilögu borg. Nýlega er komin út bók eftir Augustus Ralli er nefnist »Kristnir menn í Mekka*. Þar er sagt frá þeim, er annaðhvort í dularbúningi eða með því, að kasfa trúnni um stundarsakir.komust til þessarar helgu borgar. Þeir sluppu lifandi út úr Ijdnagröf Islams með lífið í lúkun- um í föruneyti kynlegustu samferða- manna með ærnum þrautum og oft og einatt aðeins af beinni til- viljun. — Nú verður Kedjar-járn- brautin senn farin og eftir því sem veldi Tyrkja smátt og smátt líður undir lok, verður bannið hafið upp gegn því, að aðrir en Múhameðs- trúarmenn geti farið þangað. Mekka er persónugerfing ogfull- komnun á trúarlífi og þrá Islams. Múhameðstrúin tengir saman alt hið ósamkynja og ósamstæða í lífi borg- arbúa. Og þar mætist á hinn bóg- inn hjátrú og bábiljur allra landa. — Mekka er ós eða afrensli Islams. fiSS -SSl Ósiðsemin er þar mögnuð að allra dómi, ekki aðeins opinberlega á götunum, heldur og í musterum hinnar heilögu borgar. Þar blómg- ast þrælaverslun, þar eru pílagrím- ar fjeflettir, þar eru duglaus og sið spilt yfirvöld. — — — — Kafli þessi um Mekka er dreginn saman úr ritgerð eftir krist- inn gyðing, all nafnkunnan, Samuel R. Zwemer, sem jeg hef lesið með mikilli ánægju. H. Schlesch. H. Schlesch er ungur vísinda- maður, fæddur á Indlandi, af forn um frakkneskum aðalsættum. Faðir hans var lengi trúboðsprestur á lndlandi og er nú umsjónarmaður kristniboðsins danska á Indlandi, en búsettur í Kaupmannahöfn. H. Schlesch hefur tekið próf í lyfja- fræði og er aðstoðarmaður um tíma í lyfjabúð ísafjarðar. Hann hefur sjerstaklega lagt stund á lindýra- fræði, einkum kufungafræði, hefur feröast víðá um lönd og ritað merk- ar ritgerðir um þau efni í frakknesk, þýsk og etisk náttúrufræðisrit og fengið alhnikið orð á sig. Hann hefur safnað fjölda náttúrugripa af því tagi, og er safn lians sjerstök deild í náítúrugripasafninu í Hull: á Englandi, og ber deildin nafn hans: »ColIection Schlesch*. — Hann hef- ur í hyggju, að safna og ákveða hjer nöfn íslenskra kufunga, eitik- um vatnskufunga, og koma á fót vísi til náttúrugripasafns við ísa- fjarðarskólann, sem og að auðga safnið hjer í Rvík, ef auðið er. — Æskilegt væri, að allir þeir er kuf- unga findu í tjörnum, pollum eða við laugar, hversu smáir sem eru, vildu aðstoða hann með því, að senda honum þá. Kufunga er best að senda í stútvíðu glasi, og heíla á þá »forma!in« blöndu, er fæst hjá hjeraðslæknum og í lyfjabúöutn. Kostnað við sendingu og »formalin blönduna borgar hann. Utanáskrift hans er: Cand. pharm. H. Schlesch, ísa fjarðar apothek. O. G. Vjelþurkaður salt- fiskur, Norðmenn óttast erlenda samkepni. Strtevants-aðferðin. ----- NI. Slík vjel, sem hjer er frá sagt, kostar í London frá verksmiðjunni 11,450 krónur flutt þar á skip, auk gufuketilsins. Vinnukraftur fólks er mjög líttill við vjelarnar, börn og kvennfólk getur Iagt fiskinn á grind- urnar og svo þurkar vjelin hann sjálf. Strutevants-þurkunarvjelin er víða notuð í Bandaríkjunum, í New-Found- landi og Hollendingar nota hana á kanarisku eyjunum. Alstaðar gefst hún vel og Johnsen fiskiveiðaráðu- nautur kveðst hafa vissu fyrir því, innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNO kaupa menn í BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR, Lækjargötu 2. að á Spáni t. d. er vjelþurkaður fiskur með þessari aðferð tekinr: fram yfir sólþurkaðan fisk og hærra verð gefið fyrir hann. Ennfremur segir ráðunauturinn, að vjelþurkun sje tekin upp við öll söltunarhús á Englandi og Skot- landi — »koks«-þurkun í sambandi við loftþurkun þann tíma árs, sem óþerrar eru. Fiskur er þannig þurk- aður allt árið. »Koks«-þurkun er þó seinlegri og miklu dýrari en gufuþurkun. Vjelþurkun á fiski er að mínu áliti, mætli ráðunauturinn, svo mjög að ryðja sjer til rúms, að jeg hygg oss Norðmönnum ekki ráðlegt að verða þar á eftir. Fiskþurkun vor er háð vindi og veðri, en þar verð- um við að gera oss óháða. Hjer er um stórar fjárhæðir að ræða, stór gróða. Og keppinautar vorir eru á verði. T. d. er nú reist gufu- þerrihús í Geestemúnde, sem þurk- ar um 5000 tonn af saltfiski á ári. Verksmiðja þessi auglýsir nú á mörkuðum í Suður-Ameríku, að hún hafi meiri og miklu fyllri tryggingu fyrir góðri verkun og þurkun salt- fisks síns en Norðmenn hafi.- Þessi verksmiðja eða vjélþurkunarhús í Geestemúnde fær meira fyrir saltfisk sinn bæði hjer í Norðuráifu og fyr- ir handan haf en Norðmenn, efúr því senGyfirræðismaður Norðmanna í Hamborg skýrir frá. — Þetta má ekki láta eins og vind um eyrun þjóta. Vjer eigum og hljótum að taka oss þessa aðferð til fyrirmynd- ar. í Cuxhaven hafa líka verið reist vjelþurkunarhús, — þar þurkað viö »ozon«-áhö!d. Full reynsla mun ekki fengin enn um þá aðferð. Þetta er mergurinn málsins úr ummælum ráðunautsins. ÍRADDIR ALMENNlNGS.j Sparisjóðir á Alþing'i 1913, Það er eiginlega undravert og varla annað en tilviljun, hversu hverfandi fá »s/ys« hafa orðið að sparisjóðum hjer á landi, eins og þeim hefur þó verið leyft að vaða uppi. Stjórnin hefur nú tekið sig til og lagt fyrir þingið lagafrumvarp um ýms skilyrði, sem sparisjóðir eiga að uppfylla; og að settur verði sjerstakur maður, til þess að líta eftir sjóðunum, af því að við svo búið eftirlitsleysi megi ekki sitja lengur. { fljótu bragði virðist þetta frum- varp til bóta frá því sem nú er, en ef rjett er á niálið litið, held jeg að svo sje þó ekki. Það er langt frá að þetta lagaboð sje einhlítt eða til frambúðar. Það er hægur vandi, að uppfylla »á pappírnum« þau skilyrði, sem sett eru og um eftir- litið er það að segja, að ýmislegt getur farið aflaga milli þess, sem sjóöur er skoðaður, þegar einn maður á að athuga þá alla, og þá ekki oftar hvern, en líklega annað hvort ár. það liggur líka í augum uppi, að sparisjóðir, sem jafnframt eru útlánsstofnanir, geta aldrei ver- ið forsvaraniega tryggilegir til þess að geyma og ávaxta fje manna. Mestur hluti þess fjár, sem er í sparisjóðum, eru peningar sem spar- sarnir menn hafa aurað saman með súruni svita. Slíkir menn eiga mik- ið í húfi og eiga heimtingu á, að rjettar þeirra sje gætt. Frumvarpið heimilar jafnvel að helming sparisjóðanna megi lána gegn sjálfskuldarábyrgð. Hvernig eru þau lán veitt? Lánveitingin byggist oft og að jafnaði á kunn- ingsskap Iánbeiðanda við stjórn sjóðsins. Þessu verður ekki mót- mælt og er líka mjög skiljanlegt um flesta sparisjóði, sem eru úti um land, í fámenninu, þar sem hver þekkir annan. Og hvernig getur svo bráðókunnugur eftirlitsmaður dæmt um tryggingar fyrir svona lánum? Hann getur það alls ekki. Auðvitað eru þessi Iög borin fram til þess, að gera sjóðina tryggi- legri, og verða því eflaust til þess, að fólk trúir þeim fyrir meiri fjár- hæðum en áður. Eins og áður seg- ir, hlýtur þó altaf að standa hætta af þessum sjóðum, en lögin gera almenning minna tortrygginn við sjóðina en áður, og fyrir því er frumvarpið talsvert verra en status quo. Hvaða Ieið á þá að fara? Það á að lcgghi niður alla slíka sparisjóði, sem nú eru til í landinu, og banna að stofna nýa. Hvað á að koma í staðinn? Það á að láta stjórnina taka að sjer, að ávaxta sparifje manna í póst- sparisjóðum. Það er tilgangur póstsparisjóða, að stuðla að því, að menn eigi hægan aðgang að koma sparifje sínu fyrir á tryggum stað til ávöxtunar. Englendingar urðu fyrstir til þess, að koma slíkum sjóðum á. Þar í landi hafa þó verið margir spari- sjóðir, og um öld síðan þeim voru sett svipuð lög, sem stjórn vor efn- ir nú til á íslandi. Á Englandi hafa lögin verið marg-endurskoðuð og hert á ýmsum ákvæðum, en reynsl- an hefur engu að síður orðið sú, að sjóðirnir hafa sætt skakkaföllum og týnt mjög tölu. 1863 voru þeir 622, nú eru þeir um 200. Að sama skapi, og talsvert örara, hafa póst- sparisjóðir fjölgað og eflst á Eng- landi. Það eru um 100 ár síðan þeir sjóðir komust á, og nú eru þeir í hverju þorpi, hverri borg og sveit. Fimti hver maður á öllu Englandi á inni í þeim sjóðum. Nýiendur Breta hafa stofnað sams- konar sjóði og þeir breiðast óð- fluga út um allan heinj, í Japan eiga 8 milljónir manna póstspari- bækur. Bandaríki Norður-Ameríku komu þessurn sjóðum á fyrir tveim- ur eða þremur árum. Þeir hafa reynst ágætlega þar, eins og alsstað- ar annarsstaðar. Fyrirkomulag þessara sjóða er það, að peninga má leggja í þá í öllum pósthúsum og þar eru þeir skrifaðir í viðskiftabók eigandans, sem svo getur fengið út úr bókinni í hvaða pósthúsi, sem hann vill.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.