Vísir - 09.08.1913, Síða 4

Vísir - 09.08.1913, Síða 4
V I S I R að vita, hvað orðið hefði af betl- aranum frá gærdeginum; lienni var sagt, að gamli maðurinn hefði farið til Andrievku. Marfa hjelt þá a|^tað til Andri- evku. Því nær sern hún kom þorpinu, því órólegri varð hún. »Jeg ætla að taka liann heim til mín, og við reynum svo bæði að friðþægja fyrir synd okkar. Að mínsta kosti getur hann þá dáið á heimili sínu og hjá syni sínum,« liugsaði hún með sjer. »Þegar hún kom að húsi dóttur sinnar, sá hún, að þar var margt fólk saman komið. Sumir stóðu í forstofunni, aðrir úti á hlaði. Öli- um. var þá orðið kunnugt, að hinn ríki Kornei Vassiiiev, sem fyrir 40 árum síðan, var talað um í allri sveitinni, var dáinn sem vesalings betlari á heimili dóttur sinnar. Stórstofan var líka full af fólki. — Þegar Marfa kom inn, var rýmt til fyrir henni og augu hennar litu tú Kornei’s, sem búið varaðleggja í kistuna. En við kistuna sat Filip Konomitch og las bænir yfir lík- inu . . . Nú var of seint að fyriigefa eða að biðja fyririrgefningar. Stranga svipmikla andlitið á gamla mann- inum sagði ekkert til um það, hvort hann hefði fyrirgefið eða ekki. Endir. CymMína Mn fagra. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ■---- Frh. XXV. Cymbelína sat hjá föður sín- um, þegar stúlkan kom að segja henni, að Bellmaire jarl væri kominn. Yfirforinginn var hressari í dag. Honum hafði farið dag- batandi frá því, er hann heyrði að Cymbelína hafði lofað að ganga að eiga Bellmaire jarl. Pað var eins og nýtt líf færðisti í þessa hrygðarmynd, þegar honum fanst heitasta draumþrá sín vera að rætast, metnaðar- girnd sín loksins fá fylstu saðn- ingu. »Jeg á að lifa það, að sjá hana aðalsfrú, húsmóður á jarls- setrinu!« muldraði hann fyrir munni sjer hundrað sinnum á dag. Við og við var sem hann raknaði úr roti, hann rjetti Cymbe- línu höndina, snerti hana ein- hverstaðar, eins og hann væri að sannfæra sjálfan sig um, að þetta væri ekki alt draumórar og ímyndun. Og þá hvíslaði Cymbelína að honum sefandi huggunarorðum og svæfði hann aftur eíns og barn. En — henni sjálfri varð ekki svefnsamt. Þarna sat Jiún hreyf- ingarlaus og horfði hugsandi í gaupnir sjer, eins og öll ánægja og lífsgleðin væri horfin henni að fullu og öllu, eins og vonir hennar væru dánar, og beið þess, er koma átti í þögulli hug- raun, auðmýkt og undirgeíni utan við sig og einmana. Þegar hún heyrði nafn jarls- ins, roðnaði hún ofurlítið, en bliknaði aftur sainstundis. Hún bjóst við honum í dag. Hún hafði búið sig undir komu hans og hún hafði ásett sjer, að koma fram og taka kveðju hans svo blíðlega, sem henni væri unt, — eins og tilvonandi kona hans. En er hún heyrði nafn hans, var setn hryllingur færi um hana alla. Hún stóð upp mjög hægt og laut niður að föður sínum í rúminu. »Pabbi, Bellmaire jarl er kom- i n n!« »Bel!maire jarl?« spurði yfir- foringinn ákafur. »Gott að hann kemur. L-áttu hann koma inn!« »Ertu viss um að þú sjert svo hress, að þú gelir tekið við honum?« sagði Cymbelína, og þakkaði guði þó f huganum fyrir það, að hún skyldi sleppa hjá því, að vera ein hjá jarli. »Já, já, — jeg er miklu betri! Jeg er ágætur í dag!« Cymbelína kinkaði kolli til stúlkunnar og bað hana bjóða jarlinum inn. Þegar hann kom inn, stóð Cymbelína upp á móti horium og rjetti honum höndina, en nið- urlút var hún. En þegar hann ' þrýsti hönd hennar mjög fast, leit hún framan í hann. Honum var ískalt á hendinni. Henni brá við, er hún leit framan í hann, og henni varð enn þá órórra innan rifja. Það var ekki af því, að hann var fölur og flóttalegur, en það var eittþvað annað í svip hans, eitthvað^dulrænt og óhreint, sem fylti hana ótta og — jafn- vel viðbjóði. Það var líkast því, sem hann hefði getið sjer til álrrifa þeirra, er hann hgfði á hana; hann roðnaði og leit á hana hálfvegis bænaraugum. En þar var eng- in bænheyrslu von. Hún sleppti þegjandi hönd haifis, kippti sinni hönd snöggt að sjer og gekk hratt umhverfis höfðalagið og j ljet rúmið vera á milii þeirra. Yfirforinginn tókst á loft í rúm- inu, þótt veikur væri, er hann kom auga á jarlinn og rjetti honum höndina með veikum burðum. »Jæja, Bellmaire jarl, — -drengur minn, hvernig er heilsan? Enn er jeg við rúmið, eins og þú sjerð, en það verður nú ekki lengi. Nei, það veit sá heilagi Georg! Senn fer jeg á fætur og tek til starfa. Vel gert af þjer að koma og vitja mín! En það hefur nú ekki verið aðal- erindið, — nei, öðru nær! Uss, jeg held jeg kannist við það, — jeg var líka ungur hjerna á ár- unum!« »Ó, já, en satt að segja langaði mig til að sjá ykkur bæði,« sagði jarl og brosti til Cymbe- tínu, en hún Ijest ekki taka eftir því. »Sannleikurinn er sá, að jeg hef nýungar að segja þjer, og sjúkum mönnum í rúminu er alt af forvitni á frjettum.* ‘ »Já, já, sagði yfirforinginn ákaft. »Hvaða nýungar eru það nú? — Gaman er alt af að vita hvað viðber úti.« »Það eru nýungar, sem snerta vin minn Godfrey Brandon,« svaraði jarl og leit fyrst til Cymbelínu og svo á yfirforingj- ann. Cymbelínu brá ekki eins og hann hafði búist við; hún sat róleg á sínum stað og Ijek við gluggatjaldið. »Púh-úh!« sagði North. Hvern fjandann kom honum við, hvernig þessum Godfrey Brandon leið, þessum klessulitara. »Nú, jæja, hvað er það nú?« »Godfrey Brandon er farinn burtu!« Frh. (Þetta er frásaga Kalíforníumanns, A. W. Quint Avel; — sýnir hún greini- Iega, að trú sjómanna rætist einatt, enda þótt hún sje oft kölluð hjátrú. Frásagan er hjer þýdd úr W. W., merku bresku tímariti og 'er hún marg- staðfest með vitnisburðum og áreið- anlegum skjölum eiðfestum]. Kvöldið 25. ágúst 1912, var jeg úti á eimskipinu »Rosecrans« í Redondo Beach í Kalíforníu. jeg var gestur skipsstjórans, Lucien F. Johnson, yngsta skip- herrans og gáfaðasta og dug- legasta sjómannsins í þjónustu sameinaða steinolíufjelagsins. Hann var fuilar 3 álnir á hæð, 29 ára gamall og sjómaður frá hvirfli til ilja. Þegar við sátum saman í sjer- rými hans í skipinu, varð mjer að orði: »Það leikur orð á því, að þetta sje óhappaskip, er ekki svo, skipsstjóri?« Johnson hló. »Jú, heldur hef- ur það nú verið það. En gott, gamalt skip er það nú samt. Jeg skal segja yður ágrip af sögu þess, ef yður langar til að færa eitthvað af því í letur. Hjerna« — hann rjetti mjer Ijósmynd — »er mynd af okkur strönduðum við Gaviota, — það var fyrir fáum mánuðum. En jeg kem nú seinna að því. Skipið var smíðað í Glasgow árið 1883 og Iijet þá Methven Castle. Það sigldi í Donald Currie flotanum milli Southampton og Kapborgar. Á einni af fyrstu ferðum þess var Carey farþegi á því, einn morð- inginn úr Phönix-garðinum, sem var að morði þeirra Cavendish lávarðar og Burke’s skrifara. Á skipinu var einnig maður, er svarið hafði að hefna þessa íll- ræðis. Og er skipið kom í Kap- staðinn, skaut hann Carey til bana, hleypti skoti á hann gegn- um Ioftgluggann á farrýminu, þegar Carey sat að snæðingi.« Johnson skipstjóri sýndi mjer stólinn, sem hann sat á, er hann var skotinn. »Yfirleitt þótti skipið ekki hafa heppni með sjer í þessum suð- urferðum, og nokkrum árum síð- ar keypti Bandaríkjastjórnin það og var það þá nefnt »General Rosecrans« og notað til her- gagna flutninga. í ófriðinum milli Spánverja og Bandamanna var það einusinni að flytja menn og vistir frá San Franciko til Filippíneya, en lenti í stormi, laskaðist, misti mann út og komst við íllan leik til Honolulu. Stjórnin var óánægð með það og seldi það að stríðinu loknu Sameinaða steinolíufjelaginu, sem breytti því í olíuflutningaskip, er sigla skyldi með Kyrrahafsströnd- um og var nafn þess stytt og hjet skipið nú Rosecrans. Þann 12. mars 1912 sigldum við í voðastormi fram hjá Gaviota í Kalíforníu; við áttum að taka þar olíu. Öskurok var alla nótt- ina, brotsjóir gengu yfir skipið og báru alt lauslegt fyrir borð; smíðameistarann og skipsveitinga- manninn tók út. Skipið laut ekki stjórn, rakst á ldappir og 25 feta vítt gat kom á ytraborð þess. Það var sem skorðað í klöpp- unum, steinnybba stóð gegnum það, holskeflur skullu yfir oss og við biðum vorrar síðustu stundar.___________________Nl- Spiirning til Yísis. Getur »Vísir« ekki gefið mjer og öðrum bæarbúum (og Iandsbú- um) upplýsingar urn það, hvaða þingmenn það voru, sem greiddu atkvæði með þvi, að gefa sjálfum sjer frídag 2 ágúst s. 1., eftir að þeir höfðu í tilefni af láti ráðherrafrúar- innar tekið sjer 2 frídaga. Hver þingdagur kostar landið nú eftir launahækkunina, 8—900 krónur og frídagurinn 2. ág. tefur þingið um eina 3 daga, eða kostar landið hátt á þríðja þúsu/id krónur. Þetta er líka þess verra fyrir það, að þingstörfum í þetta sinn gengur afarseint, nú liðnir 39 dagar af þing- tímanum og fjdrlögin og stjórnar- skráin eru ekki enn komin úr nefnd, og voru þó þessi mál sett í nefnd fyrstu daga þingsins. Slíkt er óhæfi- legt sleifarlag. Þingmenn mega búasí við því, að kjósendur taki eftir störfum þeirra og vinnulagi, og muni það þegar þeir í næsta sinni koma og biðja fólkið um að kjósa sig á ný. Kjósandi. Q KAUPSKAPUR Q Góðar skammbyssur eða marg- hleypur óskast keyptar nú þegar. Finnið ritstjórann. Góð taða fæst keypt við Duus- bryggju. Semjið um verðið við Andrjes hjá Bryde. Margar ungar hænur eru til sölu hjá Þórði á Laugarnesi. Sími 193. Hænur, ungahænur og hænu- ungar fást í Hofi. ^ V I N N A Stúlka óskast til að ræsta tvö herbergi. Afgr. v. á. Stúlku vantar 1. okt. til hjálpar í eldhúsinu á Vífilstöðum. Uppl. gefur frk. Steinsen. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phíl. Östlundsprentsm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.