Vísir - 23.08.1913, Blaðsíða 1
25
710
Ostar
bestir og ódýrastir
verslun
Einars Árnasonar.
•\D
m
\ s \ x
m
&
m
Stimpla u6
Innsiglismerki
0O> i'étvetjar afgr.
*-> Vísis.
Sýnishorn
liggjaframmi.
5?
1
Kemur út alla daga. — Sími 400.
Avgr.í Hafnarstræti 20. kl. 11-3 og 4-6.
25 blöð (frá 30. júlí) kosta á afgr,50 aura.
Send út um land 60 au.— Einst blöð 3 au.
Lau gard. 23. ágúst 1913.
Hundadagar enda.
Háflóð kl.8,51’árd. ogkl. 9,12’ síðd.
Afmæli.
Fröken Álfrún Ágústa Hansdóttir
Frú Quðrún Blöndal.
Frú Katrín Einarsdóttir.
Frú Katrín Thorsteinsson.
Frú Ólöf Hjaltesteð.
Frú Ragnheiður Skúladóttir.
Frú Vilborg Runólfsdóttir.
Agúst Thorsleinsson, kauptn.
Quðmundur Einarssott. steinsm.
Jón A. Finnbogason, kaupm.
Þorsteinn Jónsson, póstafgrm.
J
A morgun:
Póstáœtlun. -
Póstvagn kemur frá Þingvöllum.
1' I Biografteater
Reykjavíkur
23., 24. og 25. ág.:
••
&vtaga\)e£\r.
Sjónleikur í 2 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
Hr. Holger Reenberg.
Frú Alfia Zangenberg.
Frú Edith Buemann-Psilander
og Lilian.
líi K Viotnrnor>viðurkendu, ódvru,fást
LíIÍLiLiSLUrnarávait tilbúnkr áHvérfis-
gotu 6.—Simi 93.—HELQI og F.INAR.
Fallegustu líkkisturnar fást 1
hjá mjer—altaf nægar birgð- |
ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- &
klæði (einnig úr silki) og lík- ®
kistuskraut.
Eyvindur Árnason.
UR BÆNUM.
Orekkið Egilsmjöð og Malt-
extrakt frá innlendu ölgerðinni »Agli
Skallagrímssyni«. Ölið mælir með
síer sjálft. Sími 390
Frá bæarstjórnarfundi.
Ár I913,fimtud. 21. ág., var reglu-
|egur fundur haldinn í bæarstjórn-
inni. Fundurinn var settur ld. 520
°g voru þá mættir auk borgarstjóra
þessir fulltrúar: Tr. G., Sv. B., H.
Hafl., {3. porv., J. jenss., G. Lárusd.,
J-, K. Z. og J. Þorl.
%gg>ngarnefndargerðir frá 16. ág.
iesnar. Samþykt var að fresta
ályktun um erindi P. A. Ólafsson-
ar um breytingu á erfðafestulandi
1 þyggingarlóð.
2. Veganefndargerðir frá 18.ág. lesn-
ar upp og samþyktar.
a’ Lesnar fasteignarnefndargjörðir
frá 15. ág.
Þ- Lesnar fasteignarnefndargjörðir
frá 20. ág. og samþyktar með
þeirri breytingu við 8. lið, að
' stað orðanna: »að fráskilinni
20 metra spildu meðfram þjóð-
veginum« komi:j»eftir nánari út-
vísun bæarverkfræðings.
4. Lesið upp brjef Odds Gíslasonar
um dóm í máli Th. Krabbe gegn
hafnarnefnd og bæarstjórn. Jafn-
framt skýrði borgarstjóri frá
því, að hann hefði gert ráð-
stafanir til að áfrýa málinu til
yfirrjettar og fjellsl bæarstjórnin
á þær gerðir.
5. Lagt fram nefndarálit fiskisölu-
uefndar. Eftir langar umræður
var rnálinu frestað til næsta fund-
ar.
6. Samþykt var að gefa Ólafi Jóns
syni, Baldursgötu 3., eftir útsvar
fyrir yfirstandandi ár, að upphæð
16,oo. Sömuleiðis að fella niður
útsvar Bjarna Hannessonar, Grett-
isgötu 50.
7. Samþykt brunabótavirðing á hús-
inu nr. 19 við Njálsgötu, kr. 10633.
Á fund vantaði allan fundinn:
H. J., Kr. Þ., Ar. Sv., L. H. B., P.
G. G. og Kr. M.
Fundi slitið kl. 81/,,.
U. M. F. »Skarphjeðinn«
lieldur hlutaveltu n»stkomandi sunnu-
dag 24. þ. ni. að Kotströnd í Ölfusi.
Hið nýja fundarhús fjelagsins verður
vígt um leið.
Blessaðir fjölmennið!
mm
FBÁ ÚTLÖNDUM.
Rekinn úr þjónustu
»Hins samelnaða gufuskipa-
fjelags.
í *Politiken« 1. ágúst, nr. 213,
er skýrt frá því, að Riddersbog
skipstjóri á »Thy«, skipi »hins
sameinaða,* hafi verið rekinn úr
þjónustu fjelagsins vegna þess,
að hann gerði tilraun til að nauðga
13 ára gömlu stúlkubarni, er
var farþegi á skipi hans frá
Nakskov til Kaupmannahafnar. —
Forstjóri fjelagsins, Cold, fjekk
skipstjóra til þess að játa á sig
ódæðið, er faðir stúlkunnar, dag-
launamaður nokkur, hafði kært
yfir til hans. Vjek hann skip-
stjóra þegar frá; höfðu áður
komið kærur yfir hegðun skip-
stjóra við skipsmeyar á »Thy«.
Skipstjóri fór svo út á skip til
að sækja dót sitt, var hann þá
æfareiður og kvaðst skyldi hafa
sökkt skipi og skipsmönnum og
öllum farþegum, hefði liann haft
grun um að þetta ætti að kosta
slíka háðung. Hljóp hann síð-
an fyrir borð, en náðist þó aftur
og var fluttur á land. Hann er
65 ára og hefur verið 35 ár í
þjónustu »hins sámeinaða.«
Aðflutningsbann í Dan-
mörku.
J. C. Christensen hefur tekið
aðflutningsbann áfengra drykkja í
Danmörku á stefnuskrá sína.
Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi),
opin kl. 12-3. Sími 400.
Langbesti augl.staöur i bænum. Augl
sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu.
Steingrímur Thorsteinsson
skáld
var fæddur á Arnarstapa í Snæfellsnessýslu 19. tnaí 1831 og voru
foreldrar hans Bjami amtmaður Thorsteinsson og kona hans Þórunn
Hannesdóttur Finsens Úr lærða skólanum í Reykjavík útskrifaðist
hann 1851 og tók sama ár 1. lærdómspróf við háskólann í Kaup-
mannahöfn, 2. próf 1853 og embættispróf í málfræði og sögu 1863.
Settur kennari var liann við lærða skólann hjer 14. ágúst 1872, en
fastur kennari 10. maf 1874. Hann var settur yfirkennari 16. sept.
1895 ogf jekk það emb. 7. nóv. s. á., en rektor skólans varð hann 14. okt. 1905.
Hann kvongaðist fyr 1858 Lydiu Ethelinde Wilstrup (f. 1851,
d. 1882), og áttu þau eitt barn, Bjarna læknir, sem dó í Kaup-
mannahöfn. Síðan giftist hann Birgittu Guðríði Eiríksdóttur (f. 1855),
er lifir mann sinn. Börn þeirra eru : Þórður Aðalsteinn, landbún-
aðarnemi í Vesturheiini, Steinunn, Ijósmyndari hjá Pjetri hirðljós-
myndara, Haraldur stúdent, Þórunn og Axel búfræðingur.
Starf hans er mikið orðið. Pýtt hefur hann meðal annars á
íslensku: Púsund og eina nótt, alla; Sawitri, Sakuntala (fornindversk
æfintýri); Nal og Damajanti, Undínu eftir De la Motte Fouchéj
Pöglar ástir eftir Musacus; Pílagrím ástarinnar eftir W. Irwing; fjölda
af smásögum í Nýrri sumargjöf, útgefandi Páll Sveinsson; Æfintýri
Andersens; Robinson Crusoe eftir D. Defoe; Lear konung eftir
Shakespeare; Axel eftjr E. Tegnér; Bandingjann í Chillon og
Drauminn eftir Byron; fjölda kvæða Byrons, útgefin í bók sjer;
Dæmisögur Esóps o. fl. höf.; Stolls goðafræði Grikkja og Róm-
verja; fjölda þýðinga á erlendum ljóðum í Svanhvít, Iðunni, Nýjum
Fjelagsritum o. fl. biöðum og tímaritnm. Kenslubækur hefur hano
samið í Dönsku og Pýsku.
Ljóðmæli hans hafa komið út í þrem útgáfum og eru, sem
kunnugt, er þjóðinni hin hjartfólgnustu.
Þegar skáidið andaðist.
Síeingrímur hafði verið vel hress síðustu dagana. Hann hlustaði
oft á samræður á alþingi og gekk á hverjum degi eitthvað út úr bæn-
um sjer til hressingar, en þess á milli var hann sí-vinnandi heima,
skrifaði og las. Hann var annars að semja skólaskýrsluna fyrir síðasta
skólaárið sitt. Hafði hann sagt af sjer embættinu og var þess því vís,
að þetta var síðasta skólaskýrslan hans.
Daginn sem hann andaðist, var hann um tíma á alþingi að lilusta
á umræður urn stjórnarskrármálið og virtist fylgjast allvel með í því
máli. Þingfundi var slitið kl. 3 og fór hann þá heim til sín að borða
miðdegisverð. Eftir mat sat hann klukkutíma við lestur, en kl. 5 fór
hann að heiman til skemtigöngu upp úr bænum.
Vanastur var hann að fara upp í Öskjuhlíð, og átti hann sjer þar
blett, sem honum var mjög hjartfólginn, og segja kunnugir að par hafi
hann ort mörg af sínum fegurstu kvæðum. En nú stefndi skáldið inn
Laugaveg. Kona, sem leit hann þar út um glugga, liafði orð á því hve
hann væri fjörlegur á fæti, »blessað skáldið*. Vístvar líka,að þá kendi hann sjer
ekki nokkurs meins, því hann hafði einmitt stungið upp á því við konu
sína, áður hann fór út, að hún gengi með sjer upp að Árbæ í þessu
góða veðri, en hún gat ekki orðið við því sökum heimilisstarfa. En
svona langt hafði öldungurinn hugsað til að ganga.
Skamt fyrir innan Rauðará varð honum snögglega ílt, gekk hann þá
út af veginum og lagðist á jörðina skamt frá og beið þess að það liði frá.
Þangað kom til hans unglingur, sem bauð honum aðstoð sína, en
rjett í því ók Chr. Zimsen ræðismaður þar framhjá og var á leið niður
í bæinn. Hann sá að skáldið var veikur og bauð honum að sitja í vagn-
inum hjá sjer heim. Þáði hann það og studdi unglingspilturinn hann
upp í vagninn.
Á heimleiðiiini ræddi hann lítið. Talaði þó um að nú væri norð-
anrosinn kominn og þurkurinn.
Þeir óku heim að húsi Steingríms í Thorvaldsensstræti og Zimsen
studdi hann inn í stofu. Honum var þungt í höfði, fór úr jakkanum