Vísir - 14.09.1913, Qupperneq 2
V í S I R
Á mánudaginn
verðiir mikið af alls konar
af
o.
Kjólataui, Tvisttaui Flóneli, Sirsi og Gardínutauum
m. fl. svo sem Sokkar.^Millipils, Barnahúfur, selt fyrir
e
Ýms TAU seld með 25°|0 afslætti: SJjÖL 20*
og m. rr.. fl. selt með miklum afslætfi.
Allar aðrar Vefnaðarvörur seldar með 10°|0 afslætti.
0*
Htsalan
Vefnaðarvöruverslun, I ngölfshvoli.
FRÁ ÚTLðNDUH. Ijj
Hjónaband og giftingar-
siðir á Indlandi,
Eftir Saint Nihal Singh.
Niðurl.
En hvað er nú um brúðurnar,
sem leika í brúðuleikhúsinu? Þau
eru óborin bundin hvort öðru og
vilji þeirra hefur auövitað og getur
alls ekki hafa komið til greina. Þetta
er auðvitað allt blessað og gott, ef
vel fer. En fari samfarirnar á ann-
an veg, þá eru þau komin í völ-
undarhús það, er ekki verður leið
út úr fundin, — engin smuga til
til þess að smeygja sjer út úr
ógöngunum, eða lyfta af sjer farg-
inu og óþolandi okinu.
Satt er það að vísu að tala hjóna-
banda óborinna barna á Indlandi
er ekki há, en meðal Indverja í heild
sinni er sú skoðun ríkjandi enn,
og talin helg, að það sje synd að
að láta börn vera ógift eftir að þau
eru kominn á 14. árið, ogsjerstak-
leg hrópleg synd og ófyrirgefanleg
ef þau eru orðin 19 ára. Að kven-
fólk sje ógift eftir að það er 12
ára, er bókstaflega talið óhæfa og
hræðilegt. Því fyrri sem stúlkan
giftist, því víðari upp á gátt standa
hlið himnaríkis opin foreldrum henn-
ar. Þetta er beint trúaratriði og
þjóðviljinn fylglr fast fram gifting-
um barna, og feður þeir og mæð-
ur fá hið argasta álas, sem unnt er
að hugsa sjer, ef þær víkja frá þessai
venju.
Þess vegna telja indverskir foreldr-
ar það helgustu skyldu sína að
velja börnum sínum lífsfjelaga og
sjá þau gift, engu síður en að
sjá þeim fyrir fæði og klæðum.
Milljónir foreldra eru í Hindostan,
sem ekki hafa minnstu hugmynd um
að það sje skylda þeirra við afkvæmi
sín að veita þeim undirstöðuatriði
menntunarinnar, kenna þeim að stafa
a. m. k., og eyða ekki einum eyri
til þess, en að finna þar foreldra
er vanrækja að leiða börn sín und-
ir hjónabandsokið, væri örðugra en
að teyma úlfalda í gegnum nálar-
auga.
jRADDlR ALMENNlNGS-g
Saltvinnslurjettur
Páls Torfasonar.
Viltu, »Vísir« sæll, beina eftir-
fylgjandi spurningum »til rjettra hlut-
aðeigenda*? Jeg mun spyrja óþægi-
legar, ef jeg fæ ekki fullnægjandi
svar.
Var h. h. Alþingi, sjerstaklega
þeim háttv. alþ.mönnum, er fluttu
tillögu um að veita herra Páli »50
ára cinkarjett til að vinna salt og
önnur efni (er þorskurinn ekki efni?)
úr sjó,€ kunnugt um:
i Fataverslun
Th. Thorsteinsson
& Co.
Austurstræti 14
byrjar á Yt\\B\)\WðtaC^W\t\ 17. þ. m.
1
1) að sait það er ísland brúkar á
ári er hátt á aðra miljón króna
virði?
2) að málmar og joð, bór, bróm
m. fl. er fást með saltinu eru jafn
mikils virði?
3) að helstu vísindamenn nútímans
hafa bent á, að vinna megi dýr-
asta efni, sem til er — þ. e.
»Radium« úr sjó og að sú
vinnsla ein geti borgað »tífalt«
kostnað við vinnsluna.
Ennfremur:
4) Hefur alþingi af þekkingarleysi
og flaustri, fleygt ársgróða er nem-
ur miljónum króna, í höndur Páls
eða útlendinga þeirra er hafa hann
til sendiferða?
5) Með hverju hefur sá herra unn-
ið sjer inn svo mikla velvild þing-
manna, — að þeir fá honum
gefins rjett, sem er miljóna króna
virði?
6) Hefði ekki verið rjettara að geyma
hinum sítóma Landssjóði eða
öðrum »tómthússfofnunum« ís-
lands dálítið af þessum hvalreka
Páls?
Spurnll.
Auglýsingum
í Vísi sje skilað sem tímanlegast, að
hægt er. Stórum auglýsingum ekki
síðar en kl. 6 daginn fyrir birtingu,
nerna öðruvísi sje um samið.