Vísir - 22.09.1913, Síða 2
V 1 S ! R
agfc*a«g»a3w«x«*ia«wat ?-
innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG
kaupa menn í
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYM UNDSSONAR
Lækjargðtu 2.
■AásgidiÉtSSigSg^g:
og einum ráðið að lesa hana, því
hún er þess verð og á brýnt
erindi til fólksins.
Málið er lipurt, viðfeidið og
hreint, — verið getur að stöku
setningar hefðu mátt betur fara,
en stórlýti er þar hvergi að finna.
Sögufólkið er skýrt sýnt og at-
vik öll í sögunni ljós og að
flestu leyti eðlileg. Skemmtileg
aflestrar er sagan með köfium,
helst til mikið kennimannlegt
ræðusnið er á henni sumstaðar,
en alvöruþrungin hreinskilni og
mannúð Iýsir sjer hvervetna, við-
kvæm meðaumkvum með oln-
bogabörnum heimsins, öllum
þeim, er á glapstigu rata, hvort
sem er vegna sjálfskaparvíta eða
erfðrar eymdar, sjest þar mjög
átakanlega.
Sveigt er allmjög að »nýu
guðfræðinni* í sögunni. En ekki
ferst höfundinum það höndu-
Iega. Sjera Björn er engan
veginn sannur fulltrúi eða
rjett mynd »ný-guðfræðinganna«
eins og vjer þekkjum þá, þeir
hafa miklu ákveðnari og veiga-
meiri varnir fyrir málstað sínum
en skáldið lætur hann hafa í
sögunni, — þeim verður alls ekki
slíkt orðfall, er á herðir, sem sjera
Birni, að minnsta kosti sumum
þeirra. Þeir hafa miklu meira að
bjóða en hann. Kennir þarsýni-
lega nokkurar hlutdrægni hjá
höf., er þó virðist vera reynt að
forðast yfirleitt.
Höf. tekur ómjúkum tökum á
ýmsum meingöllum mannfjelags-
ins, þjóðlöstum, kæruleysis brest
um í trúarefnum og syndum
gegn siðgæði, óg ekki að ófyrir-
synju; er þar margt vel sagt og
drengilega og mannúð og kær-
leikur göfugrar sálar andar blíðu
yfir blæðandi undir smælingjanna
í sögunni. Afturhvarf vantrúar-
manns til kristilegrar trúar er
heilsa hans er að þrotum komin
og dauðinn framundan viss, er
þar sýnt. Staðreynd er það, að
slíkt ber oft við, en ekki er það
sterkt sönnunargagn fyrir sigur-
krafti trúarinnar yfir vantrúnni.
Meiri væri sá sigur ef sál van-
trúarmannsins væri ólömuð af
líkamlegum þjáningum og kvíða
fyrir kvölum dauðastríðsins. Trú-
in á ekki og þarf ekki að fá
veiklun líkama og sálar í lið með
sjer til að Ijetta sigurinn. Heil-
brigður, hreinskilinn vilji til að
leita sannleikans og einlæg sam-
viskusemi í rannsókn sálarástands
síns eru öflin, sem beina hraust-
um hug trúarleiðina til guðs.
Jeg endurtek það enn, vel sje
höf. fyrir þessa bók, — hún á
meira erindi að hjarta þjóðarinn-
ar en allur þorri bóka og blaða
frumsaminna og þýddra er út er
gefinn árlega, því hún er göfg-
andi, betrandi og gefur gleðileg-
ar vonir um blessunarrík áhrif
sannmenntaðra kvenna á þjóðlíf
vort í framtíðinni.
Ytri frágangur bókarinnar er
sæmilegur, en pappír hefði mátt
vera betri, því Ijótt er jafnan að
sjá letrið gegnum blöðin í bók- ,
um, sem vandaðar eiga að heita. j
G. G.
tav&sfc\feti\a.
Eftir
H. Rider Haggard.
Sögu-upphaf.
eir vissu ekkert af því á Englandi
og hvergi í Vesturlöndum áður
en orrustan við Crecy var háö, þegar
Játvarður III. sat að völdum. Það
var enginn til að skýra þeim frá
dóuii þeim, er kveðinn var upp yfir
h'.iminum í austri, þaðan sem líí'ið
og Ijósið kemur, dauðinn og ákvarð-
nnir guðanna. Enginn, ekki emn
einasii maöur í öllum mannfjölda
Norðuráifunnar hafði nokkurntíma
svo inenn vissu heyrt talað um fjar-
læga landið Cathay, víölendurnar
miklu með mörgum hundruðum
miljóna íbúa, gulum, kaldúðgum á
svip, landi, er orðiö var ævagamalt
ríki löngu, löngu áður en ríki vor
og keisaradæmi koma til sögunnar.
En ef þeir hefðu mátt sjá þangað,
myndi þeim ekki hafa verið óttalaust
Íí hug. Konungurinn, hertoginn
klerkurinn, kaupmaðurinn, herforing-
inn, borgarinn og veslings vinnu-
maðurinn, öllum mátti þeim skjóta
skelk í bringu, er austrið sendi þeim
gjafir sínar!
Við skulum litast um bak við
þykkva húmtjaldið um þveran heim.
Sjá! Geysistór borg með kynlegum
húsum hálfgröfnum í vetrarsnjóum.
Roða slær á liana af ískyggilegu
sólsetri, er kvöldgeislarnir brjótast
gegnumsagtenntaskýhvelfingu. Hver-
vetna í musterisgörðum og opnum
torgum ioga stórkostleg bál við
undarlcgt eldsneyti: þúsundir manns-
líka. Drepsótt er drottnandi í þess-
ari borg, drepsótt er þá var ókunn.
Óteljandi skarar dóu og voru dauð-
vona og óteljandi skarar voru enn
á lífi. Austrænu mennirnir þolin-
móðu báru þessa skugga meöbræðra
sinna hljóðir á bálið, — bæði þá
er þeir lröföu unnað og þá er þeir
höfðu hatað. Og að því loknu
sneru þeir að bökkum fljótsins
mikla og biðu þar.
Niður breiðu götuna milli kynlegu
húsanna kom skrúðgöngu lið mikið,
niður að mórauðu fljótinu er hjer
og hvar var ísþakið. Fremst fór
sveit klerka í svörtum búningi. Báru
þeir á stöngum ljósker úr dökkum
pappír, er Ijós voru kveikt í, þótt
sól væri ekki gengin að viði. Næst
þeim kom önnur klerkasveit hvít-
klædd og báru þeir klerkar hvít
Ijósker, er líka logaði á. En enginn
leit við þeim og enginn hlustaði á
sorgarljóð þau er þeir sungu, því
allra augu mændu á þann er milli
flokkanna gekk og förunauta hans tvo.
Annar förunautur hans, er á und-
gekk, var yndisleg kona, lilaðin
skartgripum, hárprúð mjög með
gerfiblótnum stungnum milli lokk-
anna. Hún hafði ber brjóst, en var í
hvítum silkikyrtli. Hún var ímynd
lífsins og elskunnar í allri sinni dýrð
og fegurð, — húu litaðist um með
iokkandi augnaráði og stráðiájörð-
ina krónublöðum dáinna rósa úr
körfu er hún bar.
Hinn förunauturinn, er á eftir
gekk, var ólíkur þessum, — svo
Iangur og mjór, svo kynlaus ásýnd-
ar, að enginn gat sagt hvort það
var karl eða kona. Hárið var úfið
strý, stálgrátt, andlitið öskugrátt,
augnatóftirnar djúpar, ennið elti-
skinnslegt og brúnirnar slúttu fram
loðnar mjög, úískeif í göngulagi
var þessi skepna, og druslur hjengu
um fætur henni'; á fingrunum vorTi
klær, er hún krafsaði með út í Ipftið.
Slík var þessi voða mynd —ímynd
hins nýa dauða í allri sinni skelf-
ingu.
Milli þeirra gekk maður, og var
bil nokkurt milli hans og þeirra,
nakinn að öðru leyti en því, aö
hann var girtur rauðu belti og hafði
yfir sjer rauða kápu, er var fest
saman um hálsmálið og hjekk um
herðar honum og axlir. Við mann
þennan var ekkert óvenjulegt, nema
að svo var sem ofurafl streymdi út
frá honum og glampinn var kyn-
legur í ísköldu augnaráði hans. Hann
var þrekvaxinn, gulur maður, sem
ekki varð getskað á hve gamali væri,
meðfram vegna þess að rauða kápu-
hettan huldi hár hans. Hann virtist
helst vera Iangt frá því að vera ung-
ur, en þó ósnortinn af elii og ár-
um. Hann gekk jöfnum skrefum,
hægt og gætilega, svipbreytingalaus
og gaf engu gaum, leit hvorki til
hægri nje vinstri.
Aðeins endur og sinnum leit
hann allra snöggvast þessum ísköldu
augum á einhvern einstakan í öll-
um mannfjöldanum, er horfði á
hann ganga framhjá og kraup á knje
í hátíðlegri þögn; aldrei leit liann
nema á einn í senn, hvort sem það
var karl, kona eða barn, og á augna-
ráðinu var auðsætt, að því var beint
að þeim einum og engum öðrum.
Og hver sem hann leit þannig á,
stóð jafnskjótt upp, hneigði sig djúpt
og fór burt eins og honum bæri
að framkvæma eitthvað óumflýan-
legt.
Þeir hjeldu áfram niður með fljót-
inu, niður að bryggjunni, .svörtu
prestarnir, hvítu prestarnir, maður-
inn í rauðu kápunni með rós Iífs-
ins á undan sjer og nábleikan dauð-
ann að baki sjer. Þeir gengu gegnum
bálkestina, milli þeirra, og kvöldsólin
varpaði dulrænum.geigvænum bjarma
á þá alla. Frh.
Regluleg útsala
hefst í dag
mánudag 22. sept.
í verslo Verðandi
Hafnarstræti 18
á Nærfötum - Handldæðum -
Sundfötum - Peysum
Rekkjuvoðum - Axlaböndum
Treflum o. s.frv.
Sejttar veÆa 2.6°|0 jtá fvtnu ajav lá^a veii$\.
^appús oo tUjanoavetsWn
V- y.
hefur nú fengið mikið úrvalaf: Skólatöskum, Pennastokkum,
Teikniáhöldum, Verslunarbókum, Skrifbókum, Póstkorta-
albúmum, Vasabókum, Seölaveskjum og allskonar
Skrifpappír o. m. fl.
Mest úrval, — Lægst verð.
*^5etstut\\t\ *}Cmt\át\ssot\,