Vísir - 29.09.1913, Page 1

Vísir - 29.09.1913, Page 1
750 15 Kemur út alla daga. — Sími 400. Afgr.í Hafnarstræti 20, kl. 11-3 og 4-6. 25 blöð(frál8.sept.) kosta á afgr, 50 auraJ Send út um land 60 au.—Einst. blöð 3 au.P Skrifstofa i Hafnarstræti 20. (uppi), opin kl. 12-3. Sími 400. Langbesti augl.staður bænum. Augl. i sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. * OHtflr „fýras,ir \J V UWll Ejnars Arnasonar. Stimpla Og Innslglismerki S útvegar afgr. Vísis. Sýni8horn liggja framml. Mánud. 29. sept. 1913. Mikaelsmessa — Haustvertíð. Háflóð kl.4,33’ árd.og kl.4,15 síðd. Afmœli. Frú Kristfn Árnadóttir Frú Matthildur Einarsdóttir. Frú Ragnheiður Árnadóttir. Frú Ragnheiður Zimsen. Bened. Jónsson, verkfræðingur. Jón Björnsson, kaupmaður. Jón Reykdal, málari. Pjetur M. Sigurðsson, skpistjóri. Sveinbjörn Oddson, prentari. Þorsteinn Sigurðson, prentari. * A morgun: Pðstáœtlun. Póstvagn fer til Ægissíðu. * Keflavíkurpóstur kemur. Veðrátta í dag: Loftvog £ Vindhraöill Veðurlag Vestme. 770,3 5,5 S 1 IHálfsk. Rvík. 769,5 5,2 A 3:Skýað ísaf. 765,8 3,3 0 Skýað Akureyri 767,1 0,0 0 Hálfsk. Grímsst. 733,7 2,5 S 1 Ljettsk. Seyðisf. 770,7 5,1 0 Alsk. Þórshöfn 770,8 8,0 ANA 1 A sk. N—norð- eðanorðan,A—aust-eða ausían,S—suð- eða sunnan, V— v est- eða vestan Vindhæð er talin ístigumþann- ig: 0—Iogn, 1 —andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur, 10—rok,l 1 — ofsaveður, 12—fárviðri. Skáleturstölur í hita merkja frost. fást á afgr. Vísis. Bíó Biografteater |oíX ir (ÍSIO Reykjavíkut 26., 27. 28. og 29. sept. : 2>önv kevsköjBfnajatvs (Paladsteatrets Aabningsprogram.) Sjónleikur í 3 þáttum, eftir Urban Gad Aðalhlutverkið leikur: Frú Asta NielsenGad! B fkklstur fást venjulega tilbúnar B á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og ■ gæði undir dómi almennings. — EflBB Sími 93. — Helgi Helgason. Fallegustu likkisturnar fást hjá mjer—altaf nægar birgð- ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- klæði (einnig ur silki) og lík- kistuskraut. Eyvindur Árnason. 1 iÍFRÁ OTLÖRDOM. Bl Millibilsástand milli lífs og dauða. Merkllegar tllraunlr. Bahmetjeff heitir prófessor við háskólann í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Pýsk blöð skýra frá því, að vísindamaður þessi hafi gert afar markverðar uppgötvan- ir í lífeðlisfræði, er hann ætlar sjáifur að leiði til þess, að unnt verði að endurlífga jafnvel æðri líftegundir, er öll hingað til þekkt Iífsstörf eru hætt hjá. Prófessor Bahmetjeff er sjötug- ur maður, — er upprunalega eðlisfræðingur, en tók svo að kynna sjer og rannsaka líf fiðr- ilda. Hann gerði þá ýmsar at- huganir um líkamshita þeirra, sem er mjög mismunandi og óstöðugur, eins og kunnugt er um allar lægri líftegundir, og mjög háður umhverfi þeirra. Hann fann meðal annars, að bæði fiðrildi og önnur skordýr kom- ast í dauðkynjað ástand eða dá á hitastigunum milli 3° og 10° Celsius, og nefnir hann ástand þetta ólífi (anabiose). Við nánari rannsóknir á ólífis- ástandinu hefur prófessorinn leitt í ljós, að þegar það hefst, hætta öil Iífsstörf: andardráttur, blóðrás. melting, líkamsefnaskifti. Þegar Iífsstörfunum er þannig lokið, er líftegundin samkvæmt gildandi Iífeðlislögmáli dauð, — dauður líkami —. En nú hafa rannsóknir og athuganir Bahme- tjeffs sýnt, að slík Ifftegund er engan veginn dauð og getur lifnað við aftur, ef heppileg skilyrði eru fyrir hendi og rjett er að farið. Nú veltur á því, hvort Bahme- tjeff hefur rjett fyrir sjer í því, að ölium lífsstörfum sje lokið í raun og veru í ólífis-ástandinu. Er þá einkum andardrátturinn athugaður, og um það efni hafa aðrir vísindamenn látið ákveðinn efa í ljós með gildum og góð- um ástæðum. En gagnvart þeim hefur Bahmetjeff sannað með fjölda tilrauna, að í-ólífis-ástand- inu eigi ekki nokkur minnsti vottur af andardrætti sjer stað. Þá var að sannprófa þessar staðreyndir um fiðrildi og skor- dýr á æðri líftegundum. Starfið við Sofíu-háskólann hef- ur gengið seint. Tilraunir hafa til þessa ekki verið gerðar á öðr- um dýrum en leðurblökum, en þau dýr falla í dá á veturna og komast þannig á eðlilegan hátt í ástand, er minnir á og líkist ólífi. Lengra er Bahmetjeff enn ekki kominn. Nú er hann að reyna að ráða þá markverðu gátu, hvort dýr með heitu blóði og óbreytilegum líkamshita (sem ekki falla í dá) verði sett í óiífis- ástand. Bahmetjeff staðhæFir, að breyta megi dýri með heitu blóði í dýr með köldu blóði, og þannig verði gátan ráðin. Áhyggja og von, efi og trú búlgarska vís- indamannsins snýst auðvitað um það, hvort auðið verði að koma mönnum í ólífis-ástand og vekja þá svo upp aftur til fullkomins lífs. Ófriðurinn á Balkanskaga hef- ur tafið fyrir Bahmetjeff í rann- sóknum hans heima í Sofíu. En nú hefur Sjujovsky-háskólinn í Moskva boðið honum til sín til þess að halda fyrirlestra, og hef- ur háskóli þessi fengið honum til umráða efnarannsóknarstofu, sjerstaklega útbúna til þessara rannsókna, og ætlar hann þar að halda áfram þessum stórmerki- legu athugunum. Málóða maður. Oft hefur verið kvartað um, að konur og meyar spilltu skemtun áhorfenda í leikhúsum með því að sitja með nýtísku hattbákn á höfð- inu og skyggja og byrgja fyrir út- sýni á leiksviðið, þeim til meins er aftar sitja, einkum þar sem ekki eru hækkandi bekkir. Og síst er það að ástæðulausu. Þá er annar ósið- ur áheyrenda við sjónleika og sam- söngva tíður, engu betri nema lak- ari sje, en það er mas og skvald- ur þeirra hverir við aðra, svo þeir er næst sitja, heyra illa eða alls ekki hvað sagt er eða sungið á sviðinu. Slíkt verður ekki of oft vítt og hjer segir frá atviki í norsku leikhúsi, er sýnir, að víðar er pottur brotinn í því efni en hjá oss: Ungur maður sat á hljómleik og var að masa í sífellu við unga stúlku, er hjá honum sat. Munnur hans fór aldrei aftur til mikillar gremju þeim er næstir sátu. Hann hjelt bókstaflega fyrirlestur um, hvað hljómlist væri, hvað nú myndi koma næst og sagði smásögur um tón- skáldin á söngskránni o. s. frv., án þess að taka nokkuð tillit til þess er fram fór á söngpallinum. Loks Iagði hann aftur augun, hallaði sjer aftur á bak og mælti í hálfum hljóðum við stúlku sína meðan verið var að leika sorgar- slag Chopins: s>Hefur þú nokkurn tíma reynt að hlusta á hljómlist með augun aftur? Þú trúir því ekki, hvílík nautn það er!« Nú brast þolinmæðin hjá göml- um manni, er sat fyrir framan þau. Hann sneri sjer við og mælti hátt, öllum er á heyrðu til mikillargleði: »Ungi maður, hafið þjer nokkurn tíma reynt að hlusta á hljómlist með munninn aftur? Þjertrúið ekki, hvílík nautn það er — þeim sem nærri yður sitja.« Málóði maðurinn skildi sneiðina og þagnaði. Hjónaband og giftingar- siðir á Indlandi. Eftir Saint Nihal Singh. ----- Frh. Sú er ein athöfnin, að stúlkan heldur á hring eða einhverjum smá- hlut í hnefa sínum. Maðurinn verð- ur »að fara í búrið hennar,« því annars er því trúað að hann verði að lúta henni í hjónabandinu. Þessi leikur endar oft með því, að þau rífa og klóra hvort annað, en við« staddir frændur og vinir henda gaman að og hlæja dátt. Stundum er hringnum varpað í skál fulla af mjólk og keppast brúðhjónin við að veiða hann upp úr. Það sem nær hringnum á undan hinu, á upp frá því að drottna yfir hinu í hjóna- bandinu og er ba'ðum æði mikið kappsmál að sigra í þeim leik, sem gift fólk getur nærri um. Þessar aukaathafnir við hjónavígsl- ur og eftir þær eru mismunandi í hinum ýmsú hjeruðum landsins og hjá ýmsum þjóðflokkum. Mjög kynlegir siðir drottna enn meðal sumra kynslóða. Það er venja meðal Go«í/a-þjóðflokksins á Mið-Indlandi, að brúður og brúðgumi kasta skarni hvort á annað og velta hvort öðru upp úr leðju og for daginn eftir brúðkaupið. Önnur kynkvísl 'þar í Iandi heimtar af brúöhjónunum að þau fari til næsta fljóts til þess að ákalla aguðdóm vatnaniótanna«, Á leiðinni þangað eltir maðurinn konu sína og lúber hana. Á heimleið- inni geldur hún honum í sömu mynt og hrópar á meðan hún læt- ur reyrprikið ganga á honum: »Þú lemur mig það sem eftir er æfinnar, svo það eríiest jeg berji þig í dag!« Þegar nýgiftu hjónin halda heim úr brúðkaupinu, fer brúðurin í rauð- tjaldaðan burðarstól með himni yfir oft með dýrlegum, glæsilegum út- saum. Ef hún er mjög lítil, hvít- voðungur t. d., situr eldri systir hennar eða frænka hjá henni í stóln- um og gætir hennar. Burðar- stólinn bera 4 »kúlíar«, — burðar- karlar á Indlandi eru svo nefudir — og stundum 8 eða 12, ef hún er hágöfug. En brúðgumi ríður við hlið hennar á hestbaki og fylgir skrúðgöngusveit svipuð þeirri. er fylgdi brúðgumanum heim til brúð- arinnar. Er svo haldið þangað er brúðgumi á heima, eu faðir hans stráir við og við peningum (í gulli silfri eða eir, eftir þvf hve ríkur hann er) yfir brúðarstólinn sem merki þess, að tengdadóttirin sje mikils virði og þaðan af talin ein af húsi hans og skylduliði. Aðrir sleppa brúðarstólnum og mágur brúðarinnar ber hana á há- hesti heim til heimilis hennar tilvon- andi. Þegar þangað er komið, hallar hún höfði sínu að tengdaforeldrum sínum, hvoru í sínu Iagi, og gráta þau í nokkrar mínútur. Þegar brúður- in losnar úr þessum tárafaðmlögum, tekur hún við brúðargjöfum^ frá tengdaforeldrum sínum. Frh. I.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.