Vísir - 01.10.1913, Blaðsíða 3
V Í S I R
sm etvxv
aáW a? bma sem
^omvst a3 fvvtvum Itaupum
sem \»av ^’óvast,
Eftir 1. október
er mig að hitta í Pingholtsslræti 25 (gamla spítalanum) kl, 11—12
árdegis og 7—8 síðdegis.
Hómfríður Árnadóttir, kennslukona.
3. Jlo&&s faxv&ssvmast’óloaY
eru opnaðar á Staðastað og Búðum og
3. Jtofdis taxv&ssvmastöl
í Ölafsvík. Eftir ca. viku verður opnuð
3, Slofdts tatv&ssvmasVó<S
á Sandi. — Aliar f Snæfellsnessýslu,
Reykjavík 30. september 1913.
'Joicfc evo.
SENDILL "^®
óskast nú þegar á landssímastöðina. Umsækjendur
komi sjálfir með eigínhandarumsókn.
Reykjavík 30. september 1913.
Gísli J. Ólafsson.
^a^tva vav^lsfúMip.
Eftir
H. Rider Haggard.
---- Frh.
— — Tíu mínútur liðu, og flótta-
mennirnir í hellinum sáu reykjarský
í lofti yíir þeim, er þau gægðust
út um hellismunnan.
>Þú hefðir átt að lofa mjer að
skjóta, Hugilt sagði Grái-Rikki og
bljes orðunum lágt og hvasst út úr
sjer. »Jeg hefði hæft þessa þrjá að
minnsta kosti, og þaö hefði verið
sæmilegt föruneyíi á leiðinni til
helheims, sem við verðum nú að
fara ein *aman.«
»Nei!« sagði Hugi reiðulega. »Jeg
vil engan myrða, þó að þeir reyni
að niyrða okkur, ogþessasístallra!*
Og hann leit til Rögnu, er starði
út um hellismunnann og studdi
hönd undir kinn.
»Þú ættir að gefast upp, elskan
mín!« sagði hann blíðlega. »Eldur
er verri viðfangs en fjandmenn, og
hann færist óðum nær!«
»Jeg óttast hann síðurU mælti
hún. »Og hjónaband er verra en
bál og fjandmenn til samans — það
er að segja: stundum!*
Hugi og Ríkarður hjeldu nú ráð-
stefnu.
»Hjer bálar allt upp eins og tund-
ur,« mælti hann og benti á þurru
stönglana sem stóðu upp úr sverð-
inuin allsstaðar umhverfis og öll
þau firnindi af brotnum trjám og
kalviði, er áin hafði borið í leysing-
um og um flóð upp að hellinum
og iá í köstum fyrir framan hann.
»Ef eldurinn nær okkur, förumst
við í eldi og reyk eða hvorutveggja.c
»Bara við kæmumst í ána, Rikki?«
Hann hristi öskugráan hausinn.
»Það er enginn vegur, — allt er
gaddfrosið. Og svo er engu verra
að deyja úr hita en kulda. Jökul-
vatn er mjer illa við.«
»Hvað er þá til ráða, Rikki?«
»Þú vilt ekki þiggja eina ráðið
sem dugar — að lofa mjer að
draga upp bogann minn og skjóta
þá. Þessi hái herra hafði fulla ástæðu
til þess að verða smeykur, því ef
þú hefðir ekki hindrað mig, þá sæti
ör mín þversum gegn um barkann
á honum. Hann hafði rjett að mæla,
dauðinn var í nánd við hann.«
»það má ekki verða, Rikki, nema
þeir ráði fyrst á okkur. Hvað er
annað til ráða?«
»Ef til vill færa þeir sig úr stað
undan reyknum þegar hann ber að
þeim, sem brátt mun verða. Þá skul-
um við snúa til árinnar, — það eru
aðeins fimmtíu stikur eða svo. Ragna
er synd eins og selur og þú líka.
Þið hendið ykkur fram af skörinni
í álinn og það er útfall, svo ykkur
ber bak við höfðann og sundið
verður Ijettara yfir um. En jeg verð
eftir og ver bakkann hverjum þeim
er reynir að elfa ykkur og jeg er
ósmeykur um mig. Hvað segið þjer
um þette, ungfrú góð?«
»Það er jafn gott og jafn illtráð
og hvað annað, og var sem henni
stæði á sama um allt. »Við skulum
vera þar sem við erum og gera það
sem unt er að gera, þegar þar að
kemur. Vertu ekki að andvarpa,
Hugi! Jeg læt ekki undan og fer
heim, eins og óþekkur krakki, tii
þess að láta gipta mig. Það varst
þú en ekki jeg, sem slóst örina af
strengnum hans Rikka, og nú skal
jeg bjarga mjer sjálf!«
»Ragna rauðskikkja! — Þarna er
Ragna rauðskikkja lifandi komin!
Þeíta er henni )íkt!« sagði Grái-
Rikki og það birti yfir honum af
aðdáun. »Dauðinn ógnar hvorki
karli nje konu, svona á það að vera.
Hún veit hvað hún syngur sú
litla!«
Eftir þetta varð þögn um stund,
— ekkert heyrðist nema brakið og
snarkið í bálinu, er allt af kom nær
og nær.
Ragna hjelt rauðu skikkjunni fyr-
ir munninn til þessað verjast reykn-
nm, er nú tók að þykkna.
Frh.
gf Húsaleigusamninga'
eyðublöð á 5 au. selurD.Östlund.
Viljirðu fara’ að búa,
veistu hvert er að flúa,
vanti í húsið Bollapar,
Diska og áhöld önnur,
allskonar Glös og Könnur.
Cítrónpressur og Sykurkar.
— Allt er í einu fundið —
ef þú kemur í Sundið,
þar fæsf svo margt með fínni gerð.
Þú verður sælli’ af að sjá það,
en samt er betra að fá það,
fyrir logandi Iítið verð. —
CymMína
hin fagra.
Skáldsaga
eftir Charles Garvice.
----- Frh.
Hann þreif í hurðina; þeytti henn
upp á gátt og rauk út.
Veslings konan ljet fallast niður
á stól og huldi andlitið í höndum
sjer. Hún þóttist sannfærð um að
Slade hefði elt Godfrey og myrt
hann; hún Ias sektarmeðvitundina
út úr öllu látbragði hans. — God-
frey, sem henni var kær orðinn,
eins og hann væri barnið hennar
var myrtur og það hafði maðurinn
heiinar gert! Hvað átti hún að
taka til bragðs? Blóð myrta manns-
ins hrópaði hástöfum á hefnd! Slade
morðinginn slapp laus allra mála
— var auk þess eflaust nú að búa
sig undir eitthvert annað illverkið.
Hún stökk upp í ofurmegni ör-
væntingarinnar og greip hatt sinn
og kápu. Hún ætlaði sjer að veita
honuni eftirför og kæra hann, eða
— þótt hún ef til vill slepti því
að kæra hann, þá ætlaði hún sjer
að koma í veg fyrir það, að hann
drýgði annan glæp til.
Hún hljóp út nábleik og skjálf-
andi, — út á stíginn. Varla hafði
hún lokað hliðinu er hún heyrði