Vísir - 07.12.1913, Qupperneq 1
823
13
Vísir er elsta — besta og út-
breiddasta dagblaðiö á
íslandi.
4
\su
Vísir er blaðið þitt. |
Hannáttuað kaupa fyrst og fremst. §5
5/3
Kemur út alla daga. — Sími 400.
Agr í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd.
25 blöð (frá 25. nóv,) kosta á afgr. 50 au Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi),
Send út um land 60 au.—Einst.blðð 3 au' opin ld. 12—3; Sími 400.
Langbestí augl.staður í bænum. Augl.
sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrir birtingu.
Sunnud. 7. des. 1913.
D; Biografteater jDí/;
DlOj Reykjavíkur |DlO
Árásin við Saussex.
Sjónleikur í 2 þáttum.
Leikinn af amerískum leikendum,
Aðalhlutverkið leikur
Miss Dorothy.
Aukamynd:
Þvoitakonan ástfangna-
Hamslaust gaman.
■ ikkistur fást venjulega tubunar
8 á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
8 gæði undir dómi almennings. —
■m Sími 93. — Helgi Helgason.
NOTIÐ ~
S E N Dl S V E I N
frá Sendisveínaskrifstofunni.
Sfmi 444.
Komið í dag
til Fríkirkjuprestsins með krónuna
eða tíeyringinn til jólaglaðnings
fátækum.
f Betel
(Ingólfsstræti og Spítalastíg).
Sunnudag 7. des. kl. óx/2 siðd.
Efni: Jesús, sem nefndi
sig Krist.
Var hanti sá, er hann sagðist
vera?
Hvað vírðist yður am hann?
Allir velkomnir.
O. J. Olsen.
ÚR BÆNDM
Frá sjera Friðriki Friðrikssyni
barst ritstj. Vísis brjefspjald í gær
svohljóðandi:
Liverpool 22/u 1913.
Kæri vinur.
Engan pistil nú, en bráðum. Heils-
aðu öllum vinum. Allthefurgengið
vel hingað til.
Þinn frændi
Fr. Fr.
Flytur Vísir nú hjermeð öllum
vinum prestins kveðju hans. Munu
allir fagna því, að vel hefur honum
gengið og vænta að svo verði jafnan.
En svo kemur bráðum nánar af
ferðum hans í Vísi.
Verðlaunavísan. Botnar eru nú
á annað hundrað og vanst dóm-
nefnd eigi tími til að dæma í gær.
Bíða úrslitin því til morguns.
Af alþingistíðindunum er ný-
útkómið 8. befti af C deild (umr.
í neðri deild). Er þar síðast 36.
fundur 16. ág. með annari umr.
um fjárlögin.
Leikfjelagið leikur í kveld Trú
og heimili eins og auglýst er hjer
í blaðinu. Nú fer... hver að verða
,Álafoss‘
klæðaverksmiðja.
»
Ódýrust vinna á Islandi.
Fljót afgreiðsla.
Biðjið um verðlista. — Afgreiðsla verksmiðjunnar:
Laugaveg 32 í Reykjavík. Sími nr. 404.
Fyrirlestur í Sílóam við Grundarstfg
í dag kl. 6V2. Efni: Lýsing hins spámannlega orðs.
Nútíð og framtíð. Hvaða viðburðir standa tii ?
Allir velkomnir. D. Östlund.
Jesús Kristur er sannur guð‘
er umialsefni fyrirlesturs er haldinn verður í Landakotskirkju
sunnudaginn 7. desember kl. 6 síðdegis.
Um leið verður levít-guðsþjónusta. Allir velkomnir.
Meulenberg, prestur.
Rússneskar njósnir.
Svíar hafa tekið fastan danskan lautenant og er
hann kærður um að hafa á höndum njósnir við
Boden viggirðingarnar fyrir Rússa.
síðastur að sjá leik þennan, því hann
verður ekki sýndur nema til jdla
og er þá ekki eftir nema 1 eða 2
leikkvöld, er þessu sleppir.
Þjóðvinafjelagsalmanakið fyrir
næsta ár er nú uppselt hjer í bæn-
um og víða um land (uppl. 6000),
svo nú eru allar bœkur fjelagsins
þrotnar þrátt fyrir óvenjustórt upp-
lag.
Skautafjelagið kom upp góðu
svellí á Austurvelli í fyrrakveld og
var það notað þá allvel. í við-
hafnatskyni kostaði fjelagið lúðra-
spil lengi frameftir og varð það
til skemmtunar einnig utanfjelags-
mönnum,er notuðu góðaveðrið til að
standa og ganga umhverfis völlinn
og skoða hvað þar fór fram.
En eins og oft vill verða — að
því er mönnum virðist — þegar
skautafjelagið fer af stað, tók brátt
úr allt frost og er nú svellið á för-
um.
Gárimgarnir segja að gott sje
að eiga skautafjelagið að, er harna
tekur í vetur, og stinga upp á, að
fjárbændur sunnanlands leggi drjúg-
um í sjóð þess, svo það geti haldið
uppi svellgerð og þar með hláku
og hlýindum.
75 þúsund krónur, en ekki 75
þúsund daFir, segir bráðabyrgða-
stjórn eimskipafjelagsins að hafi
komið í loforðum í Winnipeg. Hefur
þetta verið misprentun í Lögbergi.
Sbr. Vísi í gær.
Reknir segja verslunarskólapiltar
að engir hafi verið þar úr skólanum
og ennfremur að enginn hafi sagt
sig úr honum.
Jón forseti seldi afla sinn á
Englandi á föstudaginn fyrir kr.
16725,oo.
Mjólk frá tveimur bæum suður
með sjó, fyrirbauð heilbrigðisfull-
trúi nýlega að seld væri hjer í bæn-
um, sökum fituskorts.
Rjúpur. Allmikið hafa sveita-
menn komið með af rjúpum til bæ-
arins undanfarið. Qangverð á þeim
er nú 30 au. stykkið.
Ófærð er svo mikil nú á Mos-
fellsheiði, að hún er ekki talin hest-
um fær. í gær kom maður með
fult hundrað rjúpur og dró þær á
sleða alla leið.
Haglaust fyrfr sauðfje eráflest-
um bæum í þingvallasveit.
Gefin saman 6. des.: Ólafur
Guðmundson Kárastíg 7. og ym.
Guðrún Sigurðardóttir, sama stað.
Leikfjelag Reykjavíkur:
Sunnndaginn 7. desember 1913
kl. 8V,
Trú og1 Mmili
eftir
Karl Schönherr.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnað-
armannahúsinu.
jfrá
3Æex\ko.
Uppreisiarmenn sigra
hvervetrta.
Borgarastríðið í Mexíkó er í full-
um gangi. Koma þaðan stórtíðindi
svo langt sem blöð ná. Vjer höfum
fregnir til 30. f. m. og skal hjer getið
hins helsta.
Uppreistarmenn tóku borgina Vic-
toria, höfuðborgina í Tamaulipas
20. f. m. Fyrirliði þeirra var Pablo
Oonzales yfirhershöfðingi. Hafa þeir
síðan allt það hjerað í höndum sjer.
Stjórnarmenn vörðust frækilega, bar-
daginn var voðalegur og var barist
sleitulaust í 49 klukkustundir. Voru
götur og garðar alþaktir líkum og^*
særðum mönnum. Mjög er að á- ^
gætum haft, hve vasklega stjórnar-»jj"
menn vörðu hallargarð stjórnarfor-
ingjans þar og kirkju eina, er þeir fcl
síðan leituðu hælis í. Stjórnarmenn
fjellu huudruðum saman og uppreist-^v^
armenn misstu 4 herforingja og 50^s^
til 60 manns í síðustu hríðinni, en
annars er ófrjett um frekara mann-
fall þeirra megin. En þeir höfðu C
algerðan sigur, tóku herfang mikið, ^
fanga marga og fjölda af fallbyssum.
Eignatjón varð tilfinnanlegt í borg-
inni, hús voru|sprengd í loft ogbrennt
og brotið og bramlað hvað sem hönd ^
á festi.
Útlendingar flýðu þegar sem fljót- 5^
ast úr landi, er ófriðurinn skall á r*
fyrir alvöru. Fóru 50 járnbrautar-
lestir með tóma útlendinga til Vera^*
Crus frá Mexíkó-borg. Breskir þegn- —
ar flýðu úr Campeche-olíuhjerað-^j
inu, því hótað hafði verið að skjóta 'ÍT'Í
á olíubirgðir þar víðsvegar. C5
Tveir breskir bryndrekar fengu(^p
þegar skipun um að halda sem
skjótast til Vera Crus. Þýsk herskip
hafa líka verið send til að veita
Þjóðverjum vernd þar í landi, eink-
um þeim, er flýðu frá Victoria. Ann-
ars mynduðu allir erlendir menn í
Mexíkóborg samband með sjer til
varnar, en þar er mesti fjöldi Breta,
Þjóðverja, Frakka, Bandamanna o. fl.
þjóða.
Önnur stórorrustan, einhver hin
mesta, er getur í sögu Mexíkóríkis,
stóð 29.—30. f. m. við Tierra Blanca,
tíu enskum mílum fyrir sunnan
Juarez. Stjórnarliðinu stýrði Orozco
hershöfðingi, en Villa hjet foringi
uppreistarmanna. Her Orozco’s hóf
bardagann, — var hann 10 000
manns alls, — en svo fóru leikar, að
Orozco var hrakinn á flótta, fjellu
yfir 1000 manns af liði hans, en
fjöldi særðist mjög, Uppreistarmenn
misstu yfir 300.
i Nl.