Vísir - 15.12.1913, Síða 3
V í S 1 R
1 dag:
Háflóö kl. 6,26’ árd. og 6,46’ síðd.
Á morgun:
Afmœli:
Einar Sveinsson, trjesmiður.
Erlendur Sveinsson, klæðskeri.
Guðni Símonarson, gullsmiður.
Pósíáœtlun:
Ingólfur kemur frá Borgarnesi.
Norðan- og Vestan-póstar koma.
Eyðimörkin í Júden.
Eftir F. O. Baldwin.
f suð-austurhluta Gyðingalands
er landsfláki allmikill, um 20 mílur
enskar á breidd og 70 á Iengd
eða þar um bil, og er flæmi þetta
nefnd Júdeq-eyðimörkin. Það
er afarþurr hásljetta með litlum
keilumynduðum hæðum, og er afar-
víða skorin sundur af djúpum gjám
eða jarðsprungum. Eyðimörk þessi
er oft nefnd f biblíunni. Þangað
má heita að aldrei stígi nokkur
niaður fæti sínum og er hún þó
ekki mjög Iangt frá Jerúsalem.
Ástæðan til þess er augljós, því
einmanalegri, eyðilegri og ógeð-
feldari stað er alls ekki unnt að
hugsa Þar á ofan er það talið
áhætta ekki all-lítil að ferðast um
hana fáliðaður, því ræningjar eru
þar víðsvegar á sveimi, háskalegir
^bedúínarc, eins og víðar í óbyggð-
um Austurlanda.
Fyrir nokkru ljetu nokkrir amer-
ískir borgarar í Jerúsalem í Ijós að
þeir hefðu í hyggju að rannsaka
eyðimörk þessa og leita þar sjer-
staklega að jurtum og vita, hvort
ekki fynndust þar einhverjar ókunn-
ar tegundir þeirra. Þeir heyrðu þá,
að svartmunkar nokkrir ætluðu að
halda af stað þangað í vísinda-
rannsóknum. Slógu þeir sjer nú
saman við þá og var það ekki
smáræðis hersing, er hjelt af stað
frá Jerúsalem fám dögum síðarárla
morguns og snjeri áleiðis niður
Kedron-dalinn til eyðimarkarinnar.
Við vorum 18 saman Vesturheims-
menn í þessum hóp, vel ríðandi á
arabískum gæðingum, sterkum og
fótvissum. Tjöld vor og farangur
fluttum við á múlösnum, traustum
og þolnum dýrum, sem sjaldan
hrasa eða gefast upp á óvegum og
•llfærum Gyðingalands, sem óvíða
eru verri yfirferðar um víða veröld.
Við sendum múlasnana og fylgd-
raiiðið á undan að bletti nokkrum
f nánd við Tekoa, fæðingarstað
Amos spámanns, nokkrar mílur í
suðaustur frá Betlehem. Við hjeldum
sjálfir áfram miklu lengra, því okk-
ur langaði til að skoða MarSaba,
gcmalt grískt klaustur, er nú er
notað sem nokkurskonarj fangelsi
handa óhlýðnum og sekum munk-
um. Klaustur þetta er mjög ein-
kennilegt, þar sem ekki er annað
að sjá, en að það beinlínis hangi utan
í þverhníptum hamri yfir gínandi
gjáni. Til þess að komast að því,
er ekki klifrað að því neðan, held
ur klöngrast niður að því ofan.
Húsin eru byggð á misháum fram-
skútandi hamrastöllum og vegg-
þrepum, er byrjað hefur verið á
að neðanverðu og haldið áfram
með upp eftir. Þar eru hellar og
hvelfingar í hamrana, örlitlir blóm-
garðar og aldintrje á stangli í bjarg-
skorunum.
O
O
C3
*o
-4-3 CC
oo
g > J3
«3 •=■ e
c=u _
co >
E
cn
•=>
x
=3
az
•o
>
«o
C3
KO
’>
cð
i? c ^
‘2, rt o
*■ lO co
0. g
z
cn
ce
:0
J. P. T.Brydes verslun.
TJtsala í j árnvörudeildinni,
mjög’ mikið niðursett, t. d.
á plettvörum með 4O°|0
og á leikföngum með
50° o.
cö
E
tm
03
•§
W «
+= bfl
ctí
01
UJ
bD
O
•cð
E
GO
X
E
*o J —
2 — 2 5 3
£ PS a>
>
5 E - g
mi CO
s e 1 o
o l E £ <U o p
3
k3 >'3
z =
- rt Di
*- 'S5 c O
-3 **“
■ Vc
« 3 _ d
— e c 5 s ■§
cö bJO ® B
** C <U t 'O
,DAILY MAIL‘
— vikublað. —
">D\&tesx\asta MaS ta\ms\t\s.
9
Ke\ms\t\s.
Útbreiddasf allra erlendra blaða á íslandi.
s
ENT beint frá London til áskrifenda hjer.
Tefst ekki hjá milliliðum.
Klaustrið er afar rammgert og
múr mikill gerr umhverfis það.
Ekki er það að óþörfu, að það er
reist þar sem rammbyggt vígi, því
oft hefur það orðið að standast
umsátur og áhlaup,| og fyrr á tím-
um tókst Persum nokkrum sinnum
að ná því og brytjuðu þeir þá alla
t munkana í spað. í miöju klaustr-
, inu er kirkjan og umhverfis hana
' eru herbergi og salir munkanna
höggnir út í bergið. Munkarnir lifa
þar alla daga við föstuhald og
bænagerð, matur þeirra er af skorn-
um skammti, þurl rúgbrauð og
jurtarætur eru aðal fæðutegundir
Deirra. Merkileg sjón var að sjá
hvernig munkuuumnhafði tekist að
laða að sjer villta fugla með blíðu
viðmóti einu og temja þá, svo þeir
óttuðust þá alls ekki, flugu til þeirra,
settust á axlir þeirra og handleggi
og höfuð og átu úr lófa þeirra.
Svo er fyrir mælt í lögum þeirra,
að engin kvennmaður má stígafæti
sínum í nokkurt hús, er heyrir til
klaustrinu.
Þegar við höfðum staðið þarna
við klukkustund eða lengur, hjeld-
um við að leita farangurs okkar.
Þar var um vegleysur að fara og
mjög illt yfirferðar, en við höfðum
tvo Bedúína-fylgdarmenn, er rötuðu
mjög vel og voru hundkunnugir
hverjum bletti eyðimarkarinnar. Þeir }
fóru með okkur ofan afskaplega
brattar hamrahlíðar að farveg ár-
innar Wady-en-Nar, sem við fór-
um með nokkrar mílur. Við fórum
fram hjá tveim Bedúínastöðvum;
voru tjöld þeirra sett niður í röð
umhverfis opið þríhyrnt svæði, —
þar geymdu þeir úlfalda sína og
múlasna sína inni, til þess að varna
því að þeim væri stolið á nætur-
þeli eöa þeir strykju.
Frh.
Kostar í 12 mánuði að með-
töldum burðareyri að eins kr.
4,75
3stan&s-aSate\3statv tekur pöntucuim.
Besta karlmanna- fatasauma- stofa. Nýustu efnin í VÖRUHIJSINU P3 cð = -I-3 z £ P » g a ^ i ^ & 1
U ZD 3 Z c Ja £ ~ co S ~ g — -jg > C4 = »3 3) >í i ec « :o > < t Ullarfót ódýrust í u VÖRUHÚSINU
iFÆÐI -ÞJÓNUSTA!
Kaffi- og matsölu húsið, Ing-
ólfsstræti 4, selur gott fæði og
húsnæði. Einnig heitan mat allan
daginn, ef þess er óskað.
Fæði og húsnæði fæst á Klapp-
arstíg ÍA.
Ágætur miðdegisverður og aðrar
máltíöir fást á Laugavegi 30A.
Þjónusta fæst. Uppl. á Lauga-
vegi 50B.
co
faJD
Jg
*'r—H
c—
co
>-
co
cc
:0
>
Matiir Góður heitur
ITldlUl . maturaf mörg-
um tegundum fæst allan dag-
inn á Laugaveg 23.
K Johnsen.
Violanta,
i
(Framhald af Cymbelínu.)
--- Frh.
»Eflaust. Hann býr þarna í út-
hýsinu við garöinn, í dyravarðar-
húsinu. Hann er líka dyravörður
hjerna, skal jeg nú fræða yður á!
Og yður er best að vera ekkert
fruntalegur við hann eða forvitinn,
því hann hefur stundum fleygt
stærri mönnum en yður á dyr, —
það hef jeg sjeð |með mínum eigin
augum hjerna sitt hvorumegin við
nefiðlc
René brosti, rjetti kerlingu smá-
skildinga nokkra og spurði hana
að nafni.
Kerling blíðkaðist í svip, hneigöi
sig og mælti:
»Jeg heiti maddama Ollivier, —
maddama, munið þjer það! Og nú
skal jeg vísa yður til húsbóndans.
ef þjer endiiega vlljiö!«
Kerling fylgdi René til herbergja
dyravarðar og hringdi þar bjöllu.
Dyravörðurinn kom út. Hann
var rúmlega miðaldra maður, Iag-