Vísir - 15.12.1913, Síða 4
V I S 1 R
lega til fara og ekki óþokkalegur,
René rjetti honum nafnspjald sitt.
Maðurinn hr.eigði sig þegjandi.
»Mig langaði að heimsækja
Rubeoli greifa,* sagði René.
Maðurinn pataði eitthvað með
fingrunum út í loftið og svaraði
ekki.
René endurtók orð sín og bað
hann segja sjer hvar greifann væri
að hitta. En maðurinn geröi ekkert
annað en benda og banda út í allar
áttir steinþegjandi.
»Uss, kunnið þjer ekki fingra-
mál, maður!« sagði kerlingin. »Jeg
steingleymdi að segja yður að dyra-
vörðurinn er mállaus! Við tölum
allt af saman með bendingum. En
talið þjer nú ekki meira við hann,
jeg spái að það fari að síga í
hann.«
René bað nú kerlinguna að spyrja
hann meö bendingu, hvar greif-
ann væri að finna; Kerling pataði
eitthvað, en í sömu svifum ýgldist
maðurinn allur í framan, óð að
kerlingu og sparkaöi í hana óþyrmi-
lega, snjeri sjer svo að René og
tautaöi eitthvað alveg óskiljanlegt,
sem mállausum mönnum er títt
og hneigði sig um leið. Tók René
það sem merki þess, að »samtalinu«
væri lokið og hafði sig á brott.
Kerlingu sá hann hvergi. Hún hafði
auðvitað falið sig einhversstaðar í
garðinum.
René sagði föður sínum frá æfin-
ýri þessu og hló dátt að, en her-
toginn lagði fátt til og hvað hjer
Cmyndi ekki allt með feldu.
*Við skulum koma við á kaffi-
stofunni þarnal* sagði René og
benti á stórt kaffihús, þar nokkra
faðma frá, andspænis í götunni.
»Hver veit nema við getum fengið
upplýsingar um fólk þetta.«
Hertoginn fjellst á það og óku
þeir þangað. Frh.
Eftir
H. Rider Haggard.
----- Frh.
Hann starði á hana og í tilliti
hans lá bæði undrun og aðdáun.
»Það veit guð, að jeg gæti mikl-
ast af þjer,« mælti hann, »ef þú
værir hlýðnari en þú ert. Jeg lít
svo á að hugrekki þitt komi þjer
að erfðum frá móður þinni, þótt
hún hefði hvorki líkamaburð þinn
nje fegurð. Og nú ert þú einka
barnið mitt og hatar mig meö allri
harðúð og þótta hjarta þíns, —
þú sem ert einkaerfingi Kleifa-eign-
anna.«
»Og líka að þessari laglegu hús-
eign,« sagði hún og benti á beran
múrinn í turninum. »Heldur þú,
faðir sæll, að slík meðferð, sem jeg
hef sætt af þjer í seinni tíð, sje til
þess fallin að vekja ást og auð-
mýkt? — Hvaða djöfull hefur blás-
iö þjer því í brjóst að haga þjer
gagnvart mjer, éins og þú hefur
gert?«
»Enginn djöfull, stúlka, — ekk-
ert annað en umhyggjan fyrir velferð
þinni og heiðri ættar vorrar, þegar
jeg er horfinn hjeðan, sem ekki
verður langt að bíða. Því saff
mælti þá gamli galdrahundurinn
ykkar, er hann kvað mig standa á
grafar barmi.«
»Er það umhyggja fyrir velferð
minni og heiðri ættar okkar, að
kúga mig til að giftast manni, sem
jeg beinlínis hata? Jeg segi þjer
það satt, lávarður, að það dræpi
°S þá væri úti um Kleifa-
kynið. Langar þig til þess að allar
víðlendurnar og auðæfin þín fari
til þess að bæta garmana á þessum
frakkneska eyðslubelg? Enþig stoö-
ar Iöngunin ekki vitund, því þú
sjerð líklega að mjer dettur ekki í
hug að eiga hann, jeg, sem elska
annan mann, og sá er meira virði
en heill hópur af hans líkum, og
þar á ofan maður, sem áreiðanlega
kemst hærra,' en nokkur Noyónu-
greifi hefur nokkru sinni komist.*
»Uss! Þetta eru bara stelpukeip-
ar. Þú fer með fíflæði, ung og
óreynd, og ekkert annað en hrok-
inn! Jæja, jeg vil ekki hlusta á þetta
slúður og spyr þig nú, hvort þú
vilt sverja það við nafn frelsara þíns
og velferð sálar þinnar, að rjúfa að
fullu og öllu um tíma og eiiífð öll
heit þín við Huga frá Krossi? Því
jeg ætla að Iáta þig lausa, ef þú
gerir það, og mátt þú þá fara hvert
sem þú vilt!« Frh.
Niðursett
til jóla
í Liverpool.
Melís í tp. og kössum 23 a. pd.
Kaffi, brent, besta teg. 1.20
Jólahveitið 12
Strausykur sk. 22
Kandís í ks 25
Rúsínur 25
og allt eftir þessu.
Komið nú fljótt í
Liverpool.
Fyrir rúmum hálfum mánuði
flæddi út
stór bryffojuíieki
frá »Skjaldborg«. Upplýsingar
um hann óskast gefnar
Cí. Gíslason & IIay.
IWSrFyrir kaupmenn!-*!
er nýkomið mikið af:
Jólatrjesskrauti
Jólatöskur
Gljápappír
Póstkortum
Grímum
Rúsínum
Gráfíkjum
Eidamerosti
Cacao
Te.
Petta er alt selt með lægsta verði.
J. Aall-Hansen,
Þingholtsstræti 28.
Útgefandi
Einar Gunnarsson, cand. phll
Östlundsprentsmiðja.
Mai
Uppboð verður haldið í Bárunni þriðjudaginn 16. þ. m. kl. 4 eftir
hádegi, og verður þar selt: ritvjel, álnavara mislit, speglar af ýmsum
stærðum og gerðum, hárgreiður, höfuðk?imbar úr fílabeini, kvenn- og
karlmanna-stígvjel og^margt fleira
þarflegt og gott fyrir jólin.
Á Laugaveg 5.
Allt niðursett til jóla.
4-»
(0
« Allir vindlar og vindlingar og tóbak.
£ , m
-a Ennfremur sælgæti allskonar. Avextir, nýir, kandiseraðir og
*■
í dósum, átsúkkulaðí, sæigætis kassar (til jólagjafa), svo og CD
CJ
n spil, barnakerti og margt fleira.
CS IA
~ Ekkl má gleyma *
y< (iot\s\xm-$&&fc>xtaS\v\tt o$ ^ 2&ao\tux, í
Komið sem fyrst meöan birgðirnar eru nógar.
^$2ofctv\t\ et m\fe\t
o$ oex
Ilöíuð- 055: andlitsböð
hvergi betri nje ódýrari en hjá mjer.
Stello-cream, þetta marg eftirspurða, sem mýkir og styrkir
húðina, og allir ættu því að nota, fæst að eins hjá mjer.
Kristfn Melnholt, Þingholtsstræti 26.
Sími 436.
UTSALA.
15—20% afsláttur.
Frá 10. des. til jóla verður gefinn 15—20% afsláttur á fötum og
fataefnum frá hinu afarlága verði, sem nú er.
Notið nú tækifærið, því allt á að seljast upp.
Laúgaveg 1.
Jón Hallgrímsson.
Bróderaðar gjafir til jólanna
Blaðabönd,
Skrifmöppur
og fleira, allt ódýrt.
í Þingholtsstræti 33.
Nýkomið:
Epli — Vínber,
Kartöflur — Osfar,
Mais — Bygg.
ífýlenduvörur allskonar
Margarínið ágæta.
Kaffi brennt og malað ódýrast í
Verslu ni n ni
Vesturgötu 39.
f
Jón Arnason.
Sfmi 112.
Mikið urval
af rammalistum kom nú með
»Botnia« til trjesmíðavinnustofunn-
ar, Laugaveg 1. Hvergi eins
ódýrir í bænum! Myndir inn-
rammaðar fljótt og vel.
Komið og þjer munuð sann-
færast.
c
KAUPSKAPUR
Grammofónplötur, alveg ný-
ar, til sölu. Mjög lágt verð. Til-
boð þetta stendur aðeins 4 daga.
Afgr. v. á.
TAPAÐ-FUNDIÐ
Dönsk lestrarbók fundinn.
Laufásv. 43.
Silfurbúið tóbakshorn og forn
yfirfrakki hefur fundist. Eigandinn
vitji muna þessara í bæarfógetaskrif-
stofuna gegn greiðslu áfallins kostn-
aðar.
i