Vísir - 28.12.1913, Qupperneq 1
856
21
4?
\S\Y
Vísir er blaðið þitt.
Hannáttu að kaupa fyrst og fremsi
Kemur út alla daga. Sími 400.
Agr. i Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd.
30 blöð (frá 16. des,) kosta á afgr.
Send út um land 60 au.—Einst.blö
50 au.
öð 3 au.
Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi),
opin kl. 12—3, Sími 400.
Langbestí augl.staður í bænum. Augl.
sje skiiað fyrir kl. 6 daging fyrir birtiugu.
Surtnud. 28. des. 1913.
Háflóð kl. 5,48‘ árd. og 6,10‘ síðd.
Afmœli:
Ungfr. Matthildur GuÖmundsdóttir.
f
A morgun :
Póstáœtlun :
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
RsAl Biografteaterloj ,
DlOj Reykjavíkur |OlO
Barna-ást.
Spaugileg barnamynd.
Póstræningjar.
Amerískur leikur. Aðalhlut-
verkið leikur Miss Dorothy.
Lifandi frjettablað.
Willy sem dyravörður.
Hlægilegt.
í&\M\\x$\^wlesW
í Betel
sunnudaginn 28. des. kl. 6 síðd.
Efni: Hinir tveir vegir. Veg-
urinn til guðs ríkis og vegurinn til
glötunar. Hvernig er hœgt að vita
að maður sje á leiðinni til lífsins?
þarf maður að vera í efa þessu
mikilsvarðandi efni viðvíkjandi.
Allir velkomnir. O. f. Olsen.
Grund-
OUO&Yft arstífl.
í dag kl. 6Vh síðdegis.
Allir velkomnir. D. Östlund.
Borðeyri í gær.
Kirkja brennur.
Á annan dag jóla í messulok
á Undirfelli í Vatnsdal urðu menn
varir þess, að eldur mikill var kom-
inn í kirkjuna. Norðan stórviðri
var á og fuðraði kirkjan fljótt upp.
Messugerð var slitið samstundis;
sló felmtri á fólkið og ruddist það
til dyranna hver sem betur gat.
Komust þó allir út ómeiddir, þar
sem heldur var fátt við messu.
Ekkert varð við eldinn ráðið og
brann kirkjan til ösku á stuttri
stundu. En með naumindum varð
bjargað áhöldum kirkjunnar.
Eldurinn ætla menn að hafi kom-
ið frá ofnpípunni í þakið.
Kirkja þessi var 20 ára gömul,
byggð úr timbri og járnvarin utan,
fremur lítil en nett. Hún var ný-
orðin skuldlaus við bygginguna
og átti dálítinn sjóð. Hún hafði
verið vátryggð (vetrarvátryggingu)
fyrir 4000 kr., en óregla einhver
á iðgjaldagreiðslunni, svo óvíst er
talið, hvort vátryggingarupphæðin
verður borguö út.
íllviðri mikil hafa verið um
norð-vesturland um jólin, svo víða
hefur orðið messufall.
Kvartettinn
’Tóstbræður”
endurtekur samsöng sinn i Baruhúsmu^J^lag^kh^ö^e^h^
Aðgöngumiðar seldir í Báruhúsinu í dag frá kl. 10—12 og 2—6.
þetta er síðasti samsöngur, sem haldinn verðurí Baruhúsinu,
þangað til á árinu 1915.
ísafirði í gær.
Ofsaveður varð hjer í gær
og urðu allmiklar skemmdir af því.
Mótorbát, »Skuld«, úr Hnífsdal rak
á Iand norðan á Eyrina og brotn-
aði hann mikið. Annar mótorbátur,
Freya, sem lá á höfninni rakst á
annan bát og brofnuðu báðir all-
mikið. Maður var í Freyu og reyndi
hann að verja árekstrinum, en lenti
á milli bátanna og marðist allmik-
ið, þó ekki lífshættulega.
íss hefur ekki orðið vart hjer
þrjá síðustu dagana.
Þingmannaefni eru hjer
ekki ráöin. Tilnefndir sjera Sig-
urður í Vigur og Magnús sýslu-
maður, en vissa um hvorugan
hvort býður sig fram.
Stykkishólm í gær.
Veðurtept messufólk.
Á annan jóladag var að morgni
fagurt veður á Skógarströndinni og
sótti þar fjöldi fólks kirkju að Breið-
abólstað til sjera Lárusar Halldórs-
sonar. En er messan var úti, var
skollinn á blindbylur meö aftaka-
stormi, svo jafnvel var íllfært úr
kirkju til bæjar-húsa. Varð allt mess-
ufólkið að gista á prestssetrinu um
nóttina.
Druknun.
í gærkveldi um fjöruna“bar svo
til hjer, að háseti af skipinu «Varang-
er«, sem lá hjer við bryggjuna, ætl-
aði í Iand. t>að var hátt upp að fara \
á bryggjuna sökum fjörunnar og
ætlaði maðurinn að klifrauppbryggju-
stólpa, en hann var háll og mað-
urinn misli tökin á honum og fjell
í sjóinn, niðamyrkur var á, og
straumurinn bar hann þegar undir
bryggjuna. Fjelagar hans á skipinu
sáu þetta og ætluðu að bjarga hon-
um en gátu ekki fundið hann í
myrkrinu, enda var mjög ílt aðstöðu
því veður var hvast og sjógangur
mikill. Lík hans rak upp í fjöruna
í morgun. Maður þessi hjet Jón
Eiríksson og var kindari á skipinu.
Var hann frá ísafirði og lætur þar
eftir sig konu og börn. Þetta var
fyrsta ferð hans með Varanger
hafði sókst eftir stöðu þessari, þar
sem atvinnan brast heima fyrir.
Á Stykkishólmi hafaannars verið
lík slys hvert árið eftir annað.
1911 fjell maður, Ingimundur Guð-
mundsson að nafni, út af fiskiskipi
sem Vestri var að draga út, hafði
kaöall kastast til og varpað honum
útbyrðis og drukknaði hann þar.
1912 drukknaði þar maöur að
nafni Guðmundur Bæringsson, er
hann var að bjarga kindum af
skerjum, og nú er enn drukknun í
ár.
Kong Helgi fór hjeöan um
hádegi í gær og hefur hann hreppt
íllviðri, því tveim tímum eftir að
hann lagði út, skall á stórhríö með
ofsaroki.
Afli er góður úti við Ólafsvík
og Sand þegar á sjó gefur, en
það er freniur sjaldan. Línuveiðar-
ar halda sig á-miðum úti af Sandi
og fá góðan afla. Eitt botnvörpu-
skip reyndi nýlega í landhelgi úti
fyrir Ólafsvík, en hjeldst ekki við
fyrir íllviðri.
ÚR BÆNOM
Áramótamessur Fríkirkjunnar.
/ Frík. í Reykjavík
Gamlárskvöld kl. 6.
Nýársdag kl. 12.
f Frík. í Hafnarfirði
í dag kl. 12.
Gamlárskvöld kl. 9.
Trúlofuð eru: Grímólfur Ólafs-
son bæarfógetaritari og Stefanía
Friðriksdóttir (alþm. Stefánssonar).
Gefin saman: Jón Þórðarson,
Ráðagerði, og ym. Anna Sigmundar-
dóttir, 23. des.
Magnús Ó. Stephenssen frá
Viðey andaðist 23. þ. m. eftir langan
sjúkleik, 81 árs að aidri.
Fóstbræður syngja í kveld í
Bárubúð.
Leikfjelag Reykjavikur:
í kvöld
(sunnudag) 28. des. kl. 8.
ILjenharður
fógeti.
Kveldskemmtun ætlar Bjarn
Björnsson skopleikari að hafa á
þriðjudagskvöldið. Er það síðasta
skemmtun hans hjer í bæ, meðal
annars af því að húsnæðislaust verð-
ur hjer fyrir hann til opinberra
skemmtana úr nýárinu, þar sem
Báran er þá Ieigð póststjórninni. Á
þessari kveðjuskemmtun ætlar hann
að láta menn heyra allt, sem hann
hefur áður flutt smám saman og
þó nokkuð nýtt í viöbót — heyrst
hefur um nýan verslunarskólabrag —
verður því skemmtunin fjölbreytt-
ari en nokkru sinni áður,
Snorri goði kom í nótt að
vestan. Ætlaði inn á Dýrafjörð á
jóladaginn, en komst ekki sökum
ofviðris. Stjórnpallurinnbrotnaði og
slösuðust þá 3 menn, en eigi stór-
vægilega. Haft er er eftir þeim, að
is sje horfinn frá Vesturlandi.
Ljenkarðnr fógeti".
Eftir
Einar Hjörleifsson.
Einar Hjörleifsson hefur unnið
mikið í þarfir Ieikfjelags Reykjavík-
ur, með því sem hann um undan-
farin ár hefur leiðbeint leikendum
og er það ekki hvað síst vandasamt, ef
allt á að fara vel á leiksviðinu. En
nú hefur hann gjört meira, hann
hefur samið leikrit alíslenskt að efni
og anda og svo vel lagað fyrir
Ieiksvið, að ekki komast þar nálægt
nein íslensk leikrit önnur en »Fjalla-
Eyvindur« og »Bóndinn á Hrauni«.
En þar sem leikrit J. Sigurjóns-
sonar,aö dæmi Ibsens, algjörlega eru
draumar, þar sem ástríöur og skoðanir
leika hið innra í sálu mannsins, og
því oft eru érfið að skilja og erfið að
i sýna, þá er leikrit Einars Hjörleifs^-