Vísir - 08.01.1914, Blaðsíða 2
V I S I R
Oft er þörf en nú er nauðsyn,
að spara peninga sína.
Verslunin ,Asbyrgi‘, Hverflsgötu 33,
selur vörur sínar með sama verði og fyrir jólin,
t d. sjerlega gott verð á kaffi og sykri,
kakaó pd. 85 aura
súkkulaði — 75—100 —
kex, sætt — 30 aura
margarine, 4 tegundir, á 40—55 aura.
ostar, 4 fegundir, o. fl. o. fl.
i
versluninni „ÁSBYRQI“ H rerfssgötu 33.
Palladómar.
---- Frh.
Þá hefur hann og sem slíkur lát-
ið til sín taka samgöngumál vor,
og má undir þá grein telja ritsíma.-
málið, jafnt og það hefur fjármálin
varðað. Bankamálin hefur hann
höndum farið, og nægir þar til að
nefna afskifti hans af »bankafargan-
inu* þjóðræmda.
Naumast þarf að nefna tillögur
hans um sjermála-stjórnarbót vora.
Þeir menn eru ekki fjarsýnir eða
fljótskyggnir á þann hiut, er ekki
kunna þar á deili, nje vita það, að
Landvarnarstefnan er knjerunnur
stjórnarbótar þeirrar, er Benedikt
sýslumaður Sveinsson krafðist fyllst
og fastást, með afbrigðum nokkur-
um, sumum minni háttar þó. O
lyginni mundi það Iíkjast, ef sagt
væri, að hann hafi í boði sínu átt
sofandahlut að sambandsmálinu
og kosningasnerrunni um það 1908.
Þá skal þess getið, að ekki hefur
hann lagst undir höfuð, að átelja
landsstjórnina, er honum hafa þótt
nauður til reka. Mætti allmargt þar
til telja, en því skal nú sleppk Þó
má nefna það eitt, að statt hef-
ur honum verið til frímerkjahirðing-
ar stjórnarráðsins.
Villugjarnt mun varla þurfa að
vera á flokksferli B. Sv. í stjórnmál-
unum. Hann hefur frá öndverðu
verið Landvarnarmaður og sem slik-
ur hvarf hann inn í Sambands-
flokkinn 1909. Mun hann í engu
hafa þar frá hörfað innan þess flokks,
ef ágreindi. Kom það og nokkuð
bert fram á þingi 1911, og verður
að þvf vikið. B. Sv. hefur ekki
heldur ieitað sjer bjargvistar hjá
öðrum flokkum, síðan Sambands-
flokkurinn riðlaðist. Þó var það
stundum haft orð á því á síðasta
þingi, aö einhver samdráttarveisa
væri með honum og forystumanni
Heimastjórnarflokksins, L. H. B.
Sumir nefndu það pólitískt tilhuga
líf. Sje það rjettar að orði kveðið
en hitt, þá myndi það allnærri sanni,
að ekki væri það tilhugalíf ofur-
ástum stungið. Og ekki hafa blöð-
inn enn þá nennt að tjá oss »opin-
berun« þeirra í millum. Hitt er
jafnsalt fyrir því, að vel mátti B. Sv.,
svo sem aðrir sjálfsfæðismenn á síð-
asta þingi, vinna saman við Heima-
stjórnarmenn um sum þau efni, er
mikilsverð þykja..
Nú hefur nokkur grein verið ger
fyrir stjórnmálastefnu B. Sv. og
flokksfestu. Er þá ekki ólíklegt,
að nokkuð megi af því ráða, hvert
verið hafi veganestið, er hann hafi
haft í þingmal sínum. Og er þá
á hann að minnast sem þingmann.
B. Sv. er ekki mælskumaður mikið
framar en í meðallagi. En þann
kost hefur hann fram yfir allmarga
þingmenn, að hann fer á þingi, jafnt
og í blaði sínu, einkar þrifalega og
ræktarlega með móðurmál vort. Hann
er maður þjóðrækinn og þjóðhollur,
vill styðja þjóðsæmd vora og fram-
farir í öllu því, sem gott er og
gagnsamt, og er hann þessu fylgi-
saniur jafnt á þingi sem í blaða-
mennskunni. Ekki heíur B. Sv. gert
sig að forystumanni stórmála eða
stjórnmála á þingi. Hefur þess ekki
heldur viö þurft um flokkana, því
þar hafa aðrir til orðið. En traust-
ur er hann liðsmaðurinn og veitir
flokksmönnum sínum örugt fylgi
eða vörn, eftir því sem við horfir,
öllum metnaðar- og menningarmál
um vorum, og er þar viðkvæmur
fyrir sæmd vorri og einbeittur fyrir
rjetti vortim og gagni. í skattamál-
um vill hann framar meta burðar-
þol þjóðarinnar en tekjugræðgi, og
sú er stefna hans um laun embættis-
manna og eftirlaun. Hann er bann
laga fjandi og fríkirkju vin. Sptr-
lega vill hann að farið sje með
landsfje, en vant er þar við tvennu
að sjá, spirnaðinum annars vegar
og fjárveitinguin til framfaraverkanna
hinsvegar. Ekki vill hanu að lands-
sjórnin leiki lausum hala framar en
lög standa til. Gafst honum á síð-
asta þingi færi á að víta stjórnina
fyrir frímerkjahirðing hennar auk
annars. Þótti hann á þeim vettvangi
ekki skeleggari en í blaði sínu og
mællu þó margir, að ekki væri þar
siglt i fullu trje af hálfu stjórnarinnar.
____________________ Frh.
Ferðir Vigfúsar
Sigurðssonar. j
---- Frh. jj
Þeir gætu líka orðið svo heppn- ;
ir að hitta Eskimóa, sem eru oft
við veiðar inni í firðinum.
Laxá er á stærð við Sogið í Þing-
vallasveit, um 7 rastir á Iengd, en
fellur meí't í þröngu klettagljúfri, |
er hún því ströng og mjög íll yf-
irferðar. Sáu þeir hvergi vað á ;
fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda-
bækur og sögubækur nieð myndum frá
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
lörnm
Ibúðarhús
til söiu á framtíðarstað bæarins, rjett við höfnina.
(Til afnota 14. maí.)
Afgr. v. á.
henni, en ef til vill hægt að ferja
hana á einum eða tveimur stöðum.
Niður við fjarðarbotninn fundu
þeir gömul tjaldstæði eftir Eskimóa,
en engir Eekimóar voru þar. Var
nú auðsjeð, að hvorki varð farið
yfir ána eða fjörðinn nema á ferju.
Snjeru þeir þá aftur til baka til
forðabúrsins við jökulinn og höfðu
verir 38 tíma á ferðinni, án matar
og tjalds og haft þokur og rign-
ingu nærri allan timan.
Þegar þeir höfðu fengið sjer mat
og hvílt sig þarna í 4 klukkutíma,
lögðu þeir aftur til fjelaga sinna
upp á jökulinn. Höfðu þeir skotið
Grána og flutt tjöld og farangur
um hjer um bii 400 stikur. Tóku
þeir Koch og Vigfús sjer nú góð-
an dúr. Að því búnu var lagt af
stað með farangurinn niður af jökl-
inum og var nú tjaldað í fyrsta skifti
á auðri jörð 7. júlí. Um kveldið
þann 9. tóku þeir sig aftur upp
með sleðann og fleira, sem þeir
ætluðu til ferjugerðar, svo þeir gætu
ferjað sig yfir Laxafjörðinn, Vigíús
bar sleðann, seai var um 80 pd.
að þyngd og auk þess smávegis
dót nokkurt, en hver hinna um 45
pd. Niður að Laxafirði kotnu þeir
kl. 3 að morgni þess 11. júlí og
síðar um daginn fóru þeir að út-
búa sleðann sem ferju og kl. 12
um hádegi þann 12. voru þeir
komnir yfir Laxafjörðinn heilu og
höldnu. Mat höfðu þeir haft með
sjer til 5 daga, en nú var eftir um
70 rastir vegar til Pröven, sem er
Eskimóaþorp lítið úti á eyu, 4 rast-
ir frá íandi.
Frh.
Mm
fyrir 100 árum.
(Tekið eftir Aldarhvörfum.)
---- Frh.
Fiskimiðin eru þess kyns, að ef
til vill getur hvergi slík í heimin-
um. Það liggur í augum upþi, að
ef rjett væri að farið, mætti ekki
einungis ausa úr þessum ótæmandi
gullnámum ágætan og óbrigðulan
forða til heimaþarfa, heldur myndu
þær einnig byrgja forðabúr kaup-
manna með vöru, sem útgengileg er til
erlendra verslana. Þessar fiskiveiðar
eru ekki, og geta alls ekki verið,
algerlega vanræktar nú sem stend-
ur; en þeim er ekki sá sómi sýndur,
sem vera skyldi. Það sem aflast
er smáræði. Þóft nóg sje fyrir
framan hendur vorar lifum vjer oft
við sult og seyru. Vjer látum gjöf-
um náttúrunnar burt kastað og verð-
um örbyrgðinni að bráð af því að
vjer erum þrælar ómennskunnar.
Og er ekki þessi sljóleiki eðlileg
afleiðing vanrækslunnar! Hve auð-
velt hefði það verið, með aðstoð
starfsamrar stjórnar, að breyta hon-
um í iðni og starfsemi. Vjer erum
þræ'ar letinnar, af því a? vjer þrælk-
um þeim, er eigi vilja efla starf-
semina. Vjer hljótum að vera upp
á Dani komnir, með því að oss
skortir hin rjettu áhöld til þess að
hagnýta oss auöæfi þm, sem úir
Og grúir af í fjörOum vorum, og
rneð því að vjer höfum engin inn-
lend efni til þess að úa þau til.
Vjer hljótum ávalt að vera háðir
einhveiju útlendu vald', að því er
snertir efni og útbúnað báta vorra,
en hver önnur þjóð mundi hafa
rjett oss hjálparhönd, lánað oss ör-
iáílega og góðfúslega fje til þess
að hrinda fyrirtækinu áleiðis og
og samið viturlegar reg'ur um stjórn-
an þess, er hlytu að ha a tryggt rífle^t
endurgjald. Fáeinum þúsundum
dollara, sem þyrfti til þess að koma
slíku fyrirtæki á fót, yrði ekki betur
varið. Það vairi eigi unnt, að finna
áhrifameira ráð 11 þess að gera
svo mikið góðverk. En vjer höf-
um verið ofurseldir fátækt vorri.
Aldrei getum vjer orðið nokkurra
verulegra umbóta aðnjótandi, ef oss
skortir fje. Jeg fer hjermeðóyggjandi
sannindi og held frarn þeim skoðun-
um, er eigi verða rengdar af neinum
þeim, er kunnugt er um þessa hluti.
Það er óþarfi, að fara fleiri orðum
um hinn óendanlega hagnað, sem
myndi leiða af vel stofnaðri tilraun
til þess,að hagnýtasjersem best björg
þá,er sjórinn veitir oss. En nú skal jeg
í sem fæstum orðum benda á það,
hvernig hagað skyldi umbotum, sem
eru svo nauðsynlegar til þess að
vjer getum lifað og oss liðíð vel.
Nú sem stendur eru fiskiveiðarn-
ar stundaðar á opnuni bátum, eins
og ávallt hefur verið. Ef bátarnir
væru nú stækkaðir og varðir með
hál.þiljum, myndi vera minna í
húfi í vondum veðrum, sem við og
við spilla vertíðinni, og vjer mynd
um að miklu leyti hæ.ta að þurfa
að eyða löngum tima til lí'.ils. Þá
yrði setið lengur, og þá yrði afl-