Vísir - 21.01.1914, Síða 1
Vísir erelsta— besta og út-
breiddasta dagblaðið á
íslandi.
’Ols'u
Vísir er blaðið þitt.
Hann áttu að kaupa fyrst og fremst.
Kemur út alla daga. Sími 400. Agr. i Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. 25 blöð (frá 8. jan.) kosta'á 'afgr. 50 au. Send út um land 60 au.—Einst.blöð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstræti 20, (uppi), opin kl. 12—3, Sími 400. Langbestí 'augl.staður i bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 dagín nfyrir birtingu.
Miðv.d. 21. jan. 1914.
Agnesarmessa.
Háflóðkl. 12,44‘árd.og kl. l,30síðd.
Á morgun
Afmœli:
Frú Helga Johnsen.
Frú Ingibjörg Magnúsdóttir.
Carl Olsen kaupmaður.
Póstáœílun:
Ingólfur kemur frá Borgarnesi.
Bíó
Biografteaterlo í
ir fOlO
Reykjavíkur
’}R,ax\x\OY$s-speW.
Sjónleikur í 3 þáttum.
Leikinn af þýskum leikendum
hjá
Vitascope, Berlín.
JtoV\5 setvd\sve\tv
frá
Sendisveinaskrifstofunni.
Simi 444.
Kosnir í bæarstj. í Hafnarf. í
gær: Guðm. Helgason gjaldkeri,
82 atkv.; Ágúst Flygenring kaup-
maður, 61 atkv., og Magnús Jó-
hannesson verslunarm., 27 atkv.
Kjörfund sóttu 140.
ííR BÆNUM
Með Utstein komu frá ísafirði
Guðmundur Hannesson ræðismaður,
Steinunn Jónsdóttir búðarmey og
Magnús Magnússon kaupmaður.
Páli Bergsson kaupmaður, er
hjer dvaldi um eitt skeið og kallaði
sig »Gamla Palla«, kom hingað
með Ceres öðru sinni frá Vestur-
heimi.
Af Alþingistíðindum er nýkom-
iö 11. hefti af n. d. umræðum.
Nær það fram í 42. fund 23. ágúst
(3. umr. fjárlaganna).
Almanak handa íslenskum fiski-
mönnum fyrir 1914 er nýkomið út,
gefið út að tilhlutun Stjórnarráðsins
í samráði við foringjann á varð-
skipínu. Mun það hinn hentugasti
leiðarvísir og ágætt að til þess var
stofnað.
oe^xva
hafa Vestur-íslendingarhluttöku
í Eimskipafjelaginu íslenska?
Því veröur ekki svarað nema á
einn veg — önnur svör reynast
röng. — Þeir vilja koma upp ís-
lensku þjóðinni. Þetta kemur fram
hvarvetna hjá þeim, meöal annars í
hvatningargrein í Lögbergi, er hing-
að kom í gær. Hjer eru kaflar úr
greininni:
»LitIu þjóðinni norður við heim
skaut er orðið það Ijóst, að það er
Lei kfj e!ag Reykjavfku r.
Leikið í kveld, miðvikudag kl. 8 síðdegis.
Ljenharður fógeti.
ST Aðgöngumiða má panta í bókaverslun
ísafo I dar.
Stór hornlóð
á góðum stað er til sölu með gjafverði nú þegar.
D. Östlund.
ekker s-samband við Dani,
sem -iV'jtrWs’ þeim fyrir þrifum,
eða heldur þeim til baka, — þeir
eru farnir að sannfærast um, að ef
þeir hjálpa sjer sjálfir, og verða á-
byrgðarfullir fyrir sínum eigin gerð-
um," að þá megna ekki ófrelsis-
hlekkir Dana eða neinna annara,
að halda þeim til baka. Ljúft og
skylt ætti okkur Vestur-íslending-
um að vera að hjálpa til þess að
slíta einn danskan ófrelsishlekk, eða
að hjálpa bræðrum okkar heima
til þess.-------
Ef um það væri að ræða, að
kaupa íslendinga lausa frá Dönum,
mundi það skapa meiri áhuga á \
meðal okkar. Þessi gufuskipahug- I
mynd ef spor í áttina, ef lukka og j
heilbrigt mannvit er með.
Já, þið svarið, að við höfum Iitla f
tryggingu fyrir að svo verði. Grikk- j:
ir og ítalir höfðu það ekki heldur, F
þegar þeir fóru hjeðan frá Banda-
ríkjum og Canada til þess að berj-
ast fyrir ættlönd sín. Þeir fóru samt.
Þeir vissu ekki að þeir mundu
komast lífs af, eða þeirra litlu þjóð-
um yrði sigurs auðið. Þeir fóru
samt.--------
Af sögunum okkar að dæma, þá
höfum vjer góða og gilda ástæðu
til að halda þvf fram, að forfeður
okkar hefðu skilið miklu betur en
við, hvað það þýddi að fylkja vel
liði og standa saman, og að þeir
hefðu breytt þar eftir betur en við
gerum. Því skyldum við Vestur-
íslendingar ekki reyna einu sinni
að fylkja liði í þarfir föðurlands-
ins.---*---
Hugsum okkur að hinir fátæku
bræður vorir sjeu einlæglega að
berjast við landtöku í landinu, sem
þeir eiga sjálfir, þar sem þeir og
forfeður vorir hafa þulað svo marg-
ar þrautir saman. Það márvitanlega
búast við því, að landtakan verði
þeim nokkuð erfið, og að það sjeu
enn blindsker í vegi sjálfstæðis-
snekkjunnar. En einmitt af því að
okkur er Ijóst, að þeir hafa við
marga erfiðleika að stríða, og að
þeim hefur dálítið miðaö áfram;
einmitt af þeim ástæðum ættum við
að sýna þeim traust í eins ríkum
mæli og okkur er unnt, og jafn-
vel getur vel verið, að með því að
treysta þeim, að við gerum ' eins
mikið gagn, eins og með þeim fjár-
framlögum, sem við erum líklegir
til að gera. Eða meðj öðrum orð-
um: Það traust, sem við sýnum
með fjárframlögum okkar, er lík-
legt til að gera þeim eins mikið
gagn og fjárframlögin sjálf.
Sannarlega ætti að vera meiri
ástæða til að treysta framtíð íslands
nú, heldur en þegar skáldið gaf
þjóðinni þetta hergöngu sigurljóð:
Veit þá engi, að eyan hvíta
á sjer enn vor, ef fólkið þorir
guði treysta, hlekki hrista,
hlýða rjettu, góðs að bíða.
Winnipeg 21. des. 1913.
Aðalsteinn Kristjánsson.
"UnðáYvUasSttY fcaupw
brúkaðar íslenskarsögu-og ljóða-
bækur, ennfremur orðabækur:
ensk-ísl,. ísl.-ensk og dansk-ísl.
Hallgr. Tómasson
Laugavegi 55.
S\nvjY\eúvY.
Kaupmannahöfn í dag.
Prins Aage er kvæniur
ítalskri aðalskonuogmiss-
ir líklega ríkiserfðarjett.
Leiðrjetting. Seinasta orðið í
Palladómum í gær hefur misprent-
ast nefndamála í stað: nefndanna.
Skilinn eftir.
Jónas Guðmundsson, löggilt-
ur gaslagningamaður, Laugavegi
33. Sími 342.
Af Vilhjálmi Stefánssyni, for-
ingjanum í Ieiðangri til norðurhafa,
kostuðum af Kanada, hafa komið
nánari fregnir, en þó í engan stað
fullskýrar. Fyrst var haft eftir
einum ráðherranum í Ottawa, að
engin tilhæfa væri í því, að skipið
Karluk hefði orðið viðskila við
hann með ásettu ráði skipstjórans,
en nú virðist þó svo líta út, sem
ósamlyndi nokkurt hafi átt sjer stað
milli Vilhjálms og annara á skip-
inu, og helst út úr vistakaupum.
Allar eru fregnir þær á huldu, en
vel Iíklegt er, að stjórnin hafi
glöggari frjettir af þessu, en hún
hefur gert uppskátt. Förunautar
Vilhjálms eru sagðir hafa unað því
ílla, að eiga í vændum að lifa á
»selspiki« nyrðra, eins og Vilhjálm-
ur hafði ætlað þeim og keypt að
honum fornspurðum mikinn forða
í Alaska, þar sem vistir eru afar-
dýrar. Mæltur er skipstjórinn á
Karluk, Bartlett sá, er áður fylgdi
Peary í svaðilfarir, undan mótþróa
við Vilhj., og sökinni skellt á »sam-
þykkt* hinna, er til farar voru ráðn-
ir með Viihjáhni, og hafi sumir ekki
viljað hlýta yfirstjórn hans. AHt þetta
segja blöð getgátur og orðróm,
dreginn af því, að Vilhjálmur fór í
land þann 20. september í haust,
að skipið hvarf tveim dögum síðar
og hafði ekki sjest aftur, er hann
sendi skýrslu sína til stjórnarinnar,
dags. 30. október, sex vikum
seinna. Þetta ásamt vissum fregn-
um af því, að einhver snurða var
á sainkomulaginu á norðurleið,
inilli V. St. og förunauta hans, er
sagt að sje undirrót þessa orðróms
um, að skipið hafi svikist frá for-
ingja fararinnar. Hvort nokkuð er
hæft í þessu eða ekki, leiðir tíminn
í ljós,
Um eitt af skipum Vilhjálms
vita menn, hvar niður er komið
og var það heilt og óbrotið,
er síðast frjettist, annað broínaði
í ísnum og varð þar matin-
björg. Karluk og hið fjórða skip
hans vita menn nú ekki um, hvar nið-
ur eru komin, og fá víst enga vit-
neskju um afdrif þeirra, fyr en
1 ísa leysir með vorinu. (»Lögberg«.)