Vísir - 26.01.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 26.01.1914, Blaðsíða 4
mann hans eða ritara. Hann vildi endilega að jeg bæri upp erindi mitt við sig og kvaðst vera trúnað- armaður ræðismannsins. Jeg gat þó loksins gert þessum asna skiljan- legt — reyndar virtist maðurinn frekar refur en asni og er hvorugt dýrið göfugt! — að jeg yrði að ná fundi ræðismannsins um einka- má! sem frakkneskur þegn. Færði hann þá ræðismanni nafnseðil minn og er jeg hafði beðið fullan fjórð- ung stundar, sem er óþolandi bið frakkneskum aðalsmanni, kom hann loks aftur og kvað ræðismann svo önnum kafinn, að jeg gæti ekki náð tali af honum í dag. Frh. Sestuv \ ‘jUjt. Eítir S. Baudiz. Jón Jónsson frá Sleðbrjót þýddi. ---- Frh. í vestur var siglt í sjö dægur; hafið var úfið og úlfgrátt, úthafs- bylgjurnarlömdugnoðina og freyddu um borðin. Þá kölluðu skipverjar, að nú sæist Iand. Þorbjörn hneigði sig til samþykkis og bauð skipstjóra að stýra nú í suðvestur, því þang- að væri að leita landsins, sem ferð- in væri til ger. Skipstjóri nöldraði í hljóði um, að það væri óðs manns æði, að sigla svona stefnu- laust dag eftir dag. En Sir Dave bauð honum að hlýða gamla mann- inum. Svo sigldu þeir enn sjö daga og ekkert iand sást, Sir Dave leit áhyggjufullur til Þorbjarnar, en hann hneigði sig og þagði, og sagði fyr- ir stjórninni með sömu ró, eins og hann væri að stýra um kunnar slóðir. Enn leið eitt dægur og ann- að til, en þá var þrotin þolinmæði skipverja. Þeir sögðu fullum stöfum, að þeir vildu ekki lengur voga lífi sfnu með því að sigla svona í ókunn höf. Skipstjóri reyndi að sefa skip- verja, en það var aðeins til mála- mynda. Loks tdkst Sir Dave, að koma þeirri sátt á, að þeir skyldu halda sömu stefnu eilt dægur enn. En sæist þá ekki land, skyldi verða snúið á heimleið. — Hið örlaga- þrungna dægur var nú að kveldi komið. Þorbjörn og Sir Dave stóðu saman fram á skipinu og störðu fram undan á hafið. Það hafði ver- Ið svarta þoka. Nú rofnaði þokan og sól skein í heiöi. Og fyrir stafni sást !and með heiðbláum fjöllum og háreistum skógum. «Sjerðu það?« hrópaði Þorbjörn brosandi. «Þarna Iiggur það og brosir við okkur eins og Leifi forð- um. Jeg, afspringur Leifs, stíg þar nú bráðum á land og helga mjer arfleifð mína, sem allan þennan tíma hefur legið ónotuð.« «Jeg sje það,» sagði Sir Dave klökkur. «Jeg heilsa þjer nú draum- landið mitt, sem aldrei hefur úr hug mjer horfið og jeg hefi allt af leit- að að í sömu áttinni, þar sem sól- in hnígur í svalkalt djúpið.« «Þitt Iand! Takmarkið þitt!« hrópaði Þorbjöm. «Hvað þýðir þetta?« «AÖ hjá mjer hefur vakað sama hugsunin og hjá þjer,« sagði Sir Dave rólega. ♦ Hvað annað gat kom- ið mjer til að heimsækjaykkar köldu JLLLS. eyðilegu eyju? Jeg hafði heyrt, að, fslendingar Lefðu fyrir Iöngu fund- ið þetta Iand, sem jeg Ieitaði aö, og því kom jeg tii að reyna að fá ein- hverjar upplýsingar.* ♦ Fjandans útlendingurl« hrópaði Þorbjörn. «Þú ert falskurog undir- ; förull. En hr< saðu ekki happi svona fljótt, Þorbjötn ver eign sína meðan kraftarnir endast." Ogað þeim orð- um mæltum greip hann öxi og reiddi hana yfir höfuð sjer og ætlaði að höggva Sir Dave. Hann brá sjer undan högginn á bak við siglutrjeið og Þorbjörn missti hans. í sama bili kom skipstjóri og nokkrir af skipverjum hlaupandi. Þeir vissu ei hvað gjörst hafði, en sáu þennan villimannlega berserk standa með reidda öxi, búna til höggs við Sir Dave vopnlausan. Einn skipverjinn reiddi því rýting sinn til vamar Sir Dave og hjó aftan í höf- uð Þorbirni. Var það högg svo mik- ið, að Þorbjörn fjell á þiljurnar og lá sem dauður væri. ♦ Þrælmenni! Hvaðhefurðugjört?« hrópaöi Sir Dave og kastaði sjer niður við hlið Þorbjarnar og lagði höfuð hans á hnje sjer. Eitt auga- bragð opnaði Þorbjörn augun, dró þungt andann, eins og sá sem vaknar af föstum svefni. »Nú er allt á enda! Líklega best að svo sje. Fyrirgefðu mjer. Jeg missti vald á sjálfum mjer. Reistu mig upp, svo jeg geti horft fram- undan — nei! Jeg sje ekkert; það er þoka fyrir augum mjer.« Hann hnje máttvana í faðm Sir Daves, sem ætlaði hann dauðan vera. En alt í einu lauk hann aftur upp augunum, lagði munninn fast aö eyra Sir Daves, og með síðasta lífs- afli gat hann hvíslað þessum orð- um; »Landið þarna fram undan! Landiö mitt. Það er þín eign. Heyr- iröu það! Þorbjörn gefur þjer það. Þú ert erfingi minn. Hetju líkaminn titraði af krampa- dráttum. Höfuðið hnje niður. Hann var dáinn. Sir Daves sat um stund. Hugur hans var svo fanginn af þessum atburð, að hann gætti þess ekki að skipstjóri hafði snúið við skipinu og stefndi heim á leið. Hann spratt upp og hrópaði: »Ertu örvita? Ætlarðu að snúa við, þegar við höfum náð takmark- inu? Landið liggur fram undan oss.« »Hvaða land?« spurði skipstjóri rólegur. »Jeg sje ekkert land.« Sir Dave snjeri sjer við. Þokan »þung og köld« hafði lokað allri útsýn. »Þið hljótið að hafá sjeð landið, eins og jeg og hann, sem nú er liðinn*. »SkýakIasa og fljótandi ísfjöll höfum við sjeð; það getið þjer al- staðar sjeð,« svaraði skipstjóri. »Þú skalt snúa við! Þú skalt stefna í vestur!« hrópaði Sir Dave hamslaus af bræöi. »Þú hefurlof- að því og fengið of fjár að laun- um. Jeg hef rjett ti! að krefjast þess!« Frh Alveg nýtt í borginnil Á skóvinnustofunni í Aðal- stræti 14 eru skór teknir til hreinsunar og burstunar. Sóttir og sendir heim ef óskað er. Mikið úrval 1 af Skúfhóikum (gull, silfur og plett), ásamt stóru úrvali af steinhring- um o. fl. smíðisgripum mjðg ódýrt hjá Birni Símonarsyni gullsmið. Vallarstræti 4. J DAI LY MAIL — vikublað — *)D\8lesnasta f\e\ms\ns. t Ö&^xasta WaS f\e\ms\t\s, > » lltbreiddast allra erlendra blaða á Islandi. SENT beint frá London til áskrifenda hjer. Tefst ekki hjá milliliðum. Kostar í 12 mánuði að með- Æ töldum burðareyri að eins kr. 75 3sUt\&s-afexe\8slat\ Ufcux vx? powtomum. Gramalt gert nýtt Allskonar viðgerðir á orgelum og öðrum hljóöfærum hjá Markúsi þorsteinssyni. Frakkastíg 9. Stúlku vantar nú þegar. Uppl. gefur frk. Nilson. Vífilstöðum KAUPSKAPUR Hús til sölu í Vesturbænum, stærð 10 x 10, skúr 3 x 4, stórt og gott stakkstæði fylgir. Sann- gjarnt verð. Afgr. v. á. Lítíö fyrst inn, þegar á fatnaði eða vefnaðarvöru þurfið að halda, til Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræt) 1. K. F. U. M. Kl. 6Vj : Væringjaæfing. Þeir drengir og piltar, sem enn ekki hafa fengið aðgöngu- miða fyrir foreldra sína, að for- eldramótinu þ. 28., geta vitjað þeirra í dag eðaá morgun kl. 1—3. Ödýr akstur. Ökumaður, sem hefur góð flutn- ingatæki (góðan dráttarhest o. s. frv.), tekur að sjer allskonar akstur fyrir lágt kaup, meðan lítið er um vinnu í bænum. Afgr. v. á. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. Hrosshár keyptháu verði Þingholststr.25. kl. 9—10 árd. Lundafiður ágætt, um 30 pd., er til sölu. Finnið sem fyrst Jón Vilhjálmsson skósm., Frakka- st. 12. Fjögramannafar nýlegt til sölu með öllu tilheyrandi með tækifærisverði. Afgr. v. á. TAPAЗFUNDIÐ. Silfurnál oxyderuð með tungls- skinssteini í hefur týnst á götum. Skilist gegn fundarl. í þingholts- stræti 27. Ljósmynd töpuð á Lækjargötu eða næstu götum í fyrrakveld. Skilist á afgr. Vísis.___ HÚSNÆÐI 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu 14. maí n. k. fyrir litla fjölskyldu. Uppí. á Vesturg. 37 (uppi). Östlunds-prentsmiðja,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.