Vísir - 15.04.1914, Page 4

Vísir - 15.04.1914, Page 4
VlSlg mun það verða er síðustu sand- kornin hrynja í stunda,glasinu, — Má og svo fara, að þið sjáið mig bregða fyrir stöku sinnum á öðrum tímum, en ávarpið mig þá eigi að fyrra bragði. Haldið nú Ieið ykkar ódeigir. Mun ykkur á stundum sýu- ast torvelt undankomu, en jeg segi ykkur, verið óhræddir og óltist hvergi. Senn munuð þjer heyra al þjóð formaela mjer, en« — rödd Murgs, þe«si ógurlega rödd, breyttist og fjekk dálítinn mannlegan hreim, — »jeg bið ykkur að fylla ekki þann fiokk. Nefnið mig Murg hinn hjálp- sama, er aðrir nefna mig Murg hinn ílla og Murg blóðvarg, Hlutverk mitt er ákveðið af því afli, sem yfir mjer ræður, en vit ykkar er svo takmark- að enn þá, að þjer fáið ekki skiiið hvernig það leiðir atlt til biessunar að síðustu. Hinar ægilegustu þrautir enda oft í ódauðlegri sælu. Ríkharður bogsveigir, jeg mun svara spurningu þeirri, er þú eitt sinn lagðir fyrir sjáifan þig. Það meginafi er gerði boga þinn hinn mikla, gerði og sjálfan þig þannig, að þjer getur skeikaö með örina, og mig þatinig að jeg stend þjer miklu framar í boglistinni. Eins og örin flýgur þangaö, sem henni er ætlaður staður og gerir þar ætlunarverk sitt, eins er með þig og mig og marga aðra hluti sýnilega og ósýnilega. Mælti jeg því sannleika, er jeg sagði þjer, að við erum eitt og^sama, þótt stig- munur sje. Jafnvel Murgur, Hlið himnanna.Murgur, hinn eyðandi eld- ur, og bogi þinn eru eitt og sama í hendi þess afls, sem skapaöi allt og stjórnar öllu.« Frh. SKÍÐAFERÐIN, — Frh. frá l.bls. Sjer þaðan til Vestmannaeya, Vatnajökuls, Heklu, Eiríksjökuls og 1 Snæfeilsjökuls, en Þingvaliasveitin liggur þar útbreidd sem fyrir fót- uni manns. Eru þaðan 10 rastir til Þing- valla og var það ein samfelld skíða- brekka. Hjer var ekki annað að gera en að standa á skíðunum og Iáta þau bera sig áfram í fleygings- ferð, hverja röstina af annari. Er þeíta svo stórkostleg skíðabrekka, að önnur eins er ekki tii um endi- langan Noreg, og má nærri geta að gaman hefur verið að líða þar um eins og hugur manns. í Þing- vallasveit skiftu þeir tjelagar sjer niður á bæina og voru 4 á hverj- um, en höfðu þó áður sameigin- legan gleðskap á prestssetrinu og var þar dans slíginn fram á nótt. Daginn eftir var haldið upp á Mosfellsheiði að sæluhúsinu, en þar skiftist liðið. 7 þurftu til Reykja- víkur beina leið til að gegna föst- um störfum sínum á laugardaginn, en 5 voru ekki svo við bundir og hjeidu þeir til Kolviðarhóls og gistu þar, en komu degi síðar til Reykjavíkur. Veður höfðu þeir fjelagar hið hagstæðasta alla ferðina. Á Mos- fellsheiði fengu þeir byrvindi svo mikið, að þeir gátu sigltmeð skíða- seglum sínum með þriggja mílna hraða. Mest frost fengu þeir um hádegisbilið á skírdag, var það 7 stig á Celsíus. 3 Þeirn ber öllum saman um, er ! þessa ferð fóru, að hana vildu þeir ekki ófarna fyrir nok urn mun, hún var í alla staði svo skemmti- leg og hressandi. 30—50 pund höfðu þeir að bera hver, var það matur og aðrar nauðsynjar, en engum þótti þung byrðin, þó sumir væru þeir óvanir skíðaferðum. Sólbrenndir komu þeir heim, eins og þeir hefðu dvalið í hitabeltinu. Æfintýri gerðust mörg á ferð- inni, sem gera förina ennskemmti- 'egri í endurminningum. Síðast var þeim til nýbreytni að sjá hreindýr á Mosfe'lsheiði, voru þau tvö og ekki nema um 300 stikur frá Ieið þeirra. Þess má geta að Korðlendingur einn var í förinni og hafði hann norsku skíðin sem hinir. Hugði hann ekki gott til í fyrstu, en fljótt sá hann að þetta var miklu betra farartæki en hann hafði áður vanist. Stafirnir tveir laugtum þægilegri og frjálslegra að ganga við þá, en að sveigja sig til hliðar eftir einum staf, og sagðist hann ekki taka upp aftur sfna fyrri aðferð. í fyrra fóru 3 sh'ka páskaför, nú eru fjórum sinnum fleiri og von- andi fjórfaldast hópurinn enn að ári, sem fylkir sjer undir leiðsögn vors ágæta og ötula skíðaferða- frömuðar, Mitllers verslunarstjóra. Það hefði verið gaman að geta flutt hjer fíarlega ferðasögu. Ef tií vill getur Vísir gert það á næstu páskum. Guðm. Björnsson landlæknir, Amtmannsstig 1. Sími 18. Viðtalstími: kl. 10—11 og 7—8. Massage-Iækrir Guðm. Pjeiur^soii. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðn’). Sínii 394. Guðm. Thoroddsen læknir, Vonarstræti 12. Talsími 461. Heima kl. 1—3. M, Magnús læknir og sjerfræðingur í húðsjúkdómum. Heima kl. 11 — 1 og ö'|2—8. Sími 410. Kirkjuslræti 12. Þórður Thoroddsen fv. hjeraðslæknir. Túngötu 12. Sími 129. Viðtalstími kl. 1—4 Þorvaldur Pálsson læknir, sjerfræðingur í meltingarsjúk- dómum. Laugaveg 18. Viðtalstími kl, 10—11 árd. Talsímar: 334 og 178. __________________________ Fasteignaskrifstofan í }C\átssötu %% hefur til boðs fieiri hús og 2 álitlegar verslanir í Reykjavík; einnig bújarðir í nánd við Reykjavík og á Snæfellsnesi. Allt á sanngjörnu verði gegn peningum (og sumt gegn skiftum, ef svo um semur). Og flest með afarvægum árlegum afborgunum. — Allir, er vilja selja eða kaupa fasteign o. þ. h., ættu að tilkynna það þar. það kostar lítið, en er líklegt að leiða til hagkvæmra viðskifta. Yfirrjettarmalaflutningsmaður, Pósthússtræti 17. Venjulega heimakl. 10—llog4—7. Talsími 16. K. F. U. M. Kl. 87,: Fundur í U.-D. Mætið allir. w HÚSNÆÐI (©) Stórt geymslupláss fæst til leigu frá 14. maí. Afgr. v. á. 1 herbergi og eldhús er til leigu á Laugavegi 44. Herbergi óskast til leigu frá 10. júnt þ. á. Afgr. v. á. Ágæt stofa mót sól með for- stofuinngangi er til leigu í Aust- urbænum, með eða án hús- gagna, með eða án eldhúss. Afgr. v. á. Til leigu frá 14. er lítil stofa í Austurbænu-n. Afgr. v. á. Tvö góð herbergi með eða án húsgagna eru til leigu frá j 14. maí. Afgr. v. á. | Loftherbergi er til leigu fyrir j einhleypa. Afgr. v. á. j íbúfl til leigu í Miðstræti 8 A ! frá 14. maí. Einnig herbergi fyrir einhleypa á Laufásveg. I Sími 202. 2—3 herbergi ásamt eldhúsi óskast 14. maí í Austurbænum fyrir barnlaust fólk. Afgr. v. á. Tvö herbergi með aðgang að eldhúsi eru til leigufrá 14. maí í þingholtsstr. 18. Stofa óskast með aðgang að eldhúsi frá 14. maí. Afgr. v. á. Til leigu eru 2 til 3 herbergi og eldhús á góðum stað í bæn- um. Afgr. v. á. Telpa 12—13 ára óskast til að passa 2 börn frá 14. maí. Uppl. á Skólavörðustíg 16, uppi. Unglingsstúlka óskast 14. maí til hjálpar á heimili dýra- læknisins. Túngötu 6. Vönduð stúlka óskast á kaffi- hús 14. maí. Afgr. v. á. Telpa 12—15 ára óskast á fá- mennt heimili frá 14. maí. Afgr. v. á. Atvinna. Duglegar stúlkur, vanar fisk- verkun og línubeitingu, óskast ti! Norðfjarðar. Semjið við Gísla Hjálmarsson, Spítalastíg 9 uppi. TAPAЗFUNDIÐ (fcg) Peningabudda með 22 kr. og nokkrum aurum hefur tapast á götum bæarins. Skilist á afgr. Vísis. Budda töpuð á laugardaginn 11. þ. m. Skilist á afgr. Vísis. Peningabudda fundin. Vitjist á afgr. Vísis gegn borgun á þess- ari auglýsingu. Grá tvævetla, eyrnamark: Sneitt aftan vinstra. Brennimark: Eyþór Reykjavík, hefur tapast. Skilvís finnandi láti mig vita hið fyrsta. Eyþór Oddson, Bergstað- astíg 28, Árar af smábát hirtar á floti, rjettur eigandi vitji til H. A. Fjald- sted, Hverfisgötu 2 D. Barnsskóhlíf tapaðist á páska- daginn. Skilist í Silóam. Franskbróderaður barnakragi tapaðist í miðbænum. Skilist á Vesturgötu 16, gegn þóknun. Taska brún týndist á Hafnar- fjarðarvegi á páskadag. Skililt á afgr. Vísis. Kvennmannsskóhlíf ný, fund- in í Dómkirkjunni. Vitjist í Dóm- kirkjuna. í KAUPSKAPUR Barnavagn til sölu. Afgr. v. á, Smjör gott, norðlenskt, til sölu með lægra verði en annarsstaðar á Lindargötu 8 B, uppi. Blómsturstatíf til sölu. Sýnd á afgr. Vísis. Jacket til sölu fyrir gjafverð. Til sýnis á afgr. Vísis. KjóU á 8 til 10 ára telpu er til sölu af sjerstökum ástæðum fyrir hálfvirði. Til sýnis á afgr. Vísis. Barnavagn til sölu. Afgr. v. á. Skæðaski n n fæst á Tll að ganga um beina á kaffihúsi, óskast hæglát og þrif- in stúlka frá 14 maí. L. Bruun, Skjaldbreið. Stúlka óskast í vorvinnu; hátt kaup í boði. Afgr. v. á. Vinnukona óskast 14. maí næstk. Sigurborg Jónsdóttir, Laugaveg 54. Stúlka óskast frá 14. maín. k. um lengri eða skemmri tíma á barnlaust heimili. Afgr. v. á. Njólsgötu 22. Bækur, borð, fíólín, myndir, vigt, barnakerra, nýir silfurhólk- ar með gjafverði á Laugavegi 22 (steinhúsinu). Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.