Vísir - 27.04.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 27.04.1914, Blaðsíða 3
VÍSIR LANDSINS LANGSTÆRSTA ÚTSALA er i dag á Laugavegi 11. --= og stendur yfir aðeins til mánaðamóta ■=- Með næstu skipum eigum vjer von á feikna birgðum af nýum vörum. Flestar núverandi vörubirgðir verða því seldar með og langt undir innkaupsverði. smr Allt á að seljast, svo nýu vörurnar komist fyrir. tömb Kvennkápur, áöur 18,00—50,00 kr. nú 6,00—10,00. Kvennsvuntur, afarmikið úrval fyrir innkaupsverð og hálfvirði. Karlmannsfatnaðir með og undir innkaupsverði. Karlmannsfrakkar með innkaupsverði. Enskar húfur með innkaupsverði, og þar undir. Herðasjöl langt undir innkaupsverði. Skófatnaður með og undir innkaupsverði o. m. m. fl. !MT Nýkomið stórkostlegt úrval af Qluggatjaldaefni til sumarsins. — Selt afar ódýrt. Nú er besta tsekifserið, sem bsearbúum nokkurntíma hefur. gefist, til þess að gera kjarakaup á Laugavegi 1L 3 óxvssoxv. •KWð9»|nH| Framhald af hinu STÖRA UPPBOÐI í G-oodtemplaraMsinu í dag kl. 4. Miklar birgðir af Sápum, Ilmvötnum, Svömpum. „Toiletvörum, o. ms fl. á að selja. H P Sápuhúsið. Hanarnir. Jeg sá í Morgunblaðinu ný- iega, að kvartað var um galið í hönunum á morgnana; það vekti menn upp af værum blundi kl 4 eða 5, en þeir, sem þyrftu að vera ut til kl. 1—2 á nóttunni, hefðu ekki nægan svefn með Þessum aðförum hanaskollanna. En svo dugar nú ekki að vera of vandlætingasamur við vesal- ings dýrin. Pau halda, að ekki muni veita af að vekja þá kl. 5, sem ekki fást á lappir fyr en kl. 10, það taki þá svo langan tíma að komast í brækurnar. Jeg held því, að rjett væri að lofa veslings hönunum, sem eru hjer, að halda við sinn gamla lífernis- máta, að gala og gala, þegar þeim virðist, eftir sínu hanaviti, að fólkið aldrei ætli að geta núið stýrurnar úr augunum á sjer á morgnana. Rjett eftir að jeg var búinn að lesa þessa smágrein í Morgun- blaðinu, hitti jeg sjómann og fór að tala um fiskiveiðar við hann. Til- kynnti hann mjer, að aldrei væri hægt að fá bröndu úr sjó eftir kl. 4 á nóttinni, þá virtist þorsk- urinn sofa. Því þá ekki að auka hænsnaræktina í Reykjavík og selja svo helming af hænsna- ramleiðslunni á skúturnar, en f'ga hjnn hlutann hjer í borg- til að kvaka við náungann •^orgnana, og sjásvo, hvort er heyrnarskarpara, höfuðstaðarbú- arnar eða þorskurinn með sporð- inn og hvarnirnar. Páll Bergsson. Magnús Sigurðsson Yfrirjettarmálaflutningsmaður. Kirkjastrœti 8. Venjulega heima kl. 10—11. er best og ódýrast í VeiðarfæraversL „V E R Ð A N D I Violanta. Framhald af Cymbelínu. ---- Frh. Conti óð að greifanum með krepptan hnefann. »Hví hlær þú heljarhundurinn? Dagar þínir eru taidir, — hönd rjettvísinnar hefur hremmt þig! Þú lýgur því að de Vancour sje dauð- ur. Hann er lifandi niðri í þessu Víti, sem þú drottnar yfir. Nú skaltu nauðugur viljugur vísa oss leiðina til hans um þetta völundar- hús þitt og myrkranna ríki!« Antonio Rubeoli hóstaði og komu blóðdrefjar hálfstorknaðar úr hálsi honum. Svo mælti hann: «Ekki þarftu að minna mig á það, Conti, að síga tekur nú á seinni hlutann fyrir mjer. Veit jeg vel að vald mitt er brotið á bak aftur og lífiö á förum. Kenni jeg geria, að jeg hef fengið banasárið«. — Hann stundi við og hrinti fram orðunum af brjóstþunga, varð hann að hætta við og við, því blóð kom í munninn.'— »Jeg skal nú ekki verða ykkur þrándur í götu framar. Leysið fætur mína og leiðið mig hjeðan, þangað er jeg vísa ykkur|« Conti hvessti á Rubeoli augun. »Vísfmun þjer í hug, þorparinn, að svíkja okkur álla og drepa. En ekki skal þjer kápan verða úr því klæðinu. Nú er hervörður lögreglu- manna settur um húsið og dyra allra gætt.« »Síst eru mjer svik í hug, erjeg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.