Vísir


Vísir - 19.05.1914, Qupperneq 3

Vísir - 19.05.1914, Qupperneq 3
V I s 1 R Bygg, Maís, Maísmjel langbest og ódýrast í Liverpool. Aðvörun I það hefur vitnast að landvörslu- maður Reykiavíkurbæjar hefur nú í vor látið reka fjenað úr bæjarlandinu upp í Mosfelissveit og sleppa þar leyfislaust — sumt af þvf fje er nú helkróknað hjer efra. — Sama hafa einstak- ir menn hjer áður aðhafst. Sam- kvæmt „Reglugerð fyrir Kjósar- sýslu um fjallskil o. fl.“, 3. gr., varðar þetta „sektum, 10—200 krónum, auk skaðabóta til land- ráðanda". — Vörður verður nú hafður á slíku og það hlífðarlaust kært, hver sem í hlut á, íje og stóð, sem svo er rekið, tekið fast, og mega rekendur og eigendur vænta að bera kostnað þann, sem af leiðir. Fyrir hönd og í umboði sveit- unga minna og nágranna. Reykjavík 18. maí 1914. Bjöm Bjarnarson, hreppstjóri. Hveiti 6 teg. hver annari betri í Liverpool. TJppMáMi, nautpeningi (kúm o. fl.), hrossum sauðíje, alls konar búsmunum inn- an og utanhúss,vögnum,bát,timbri m. m. fl., verðnr á Gufunesl í Mosfelssveit næstk. föstudag 22. þ. m. Byrjar á hádegi. Gnfunesi 15. maí 1914. Sigurður Oddsson. Sveskjur og Rúsínur með steinum og steinl. fást í Liverpool. Claessen, Y fi rrjettarmálaflutningsmaður, Pósthússtræti 17. Venjulegaheimakl. 10-11 og4-6. Talsími 16. í ^extioUvu Fiskifjelag íslands útvegar deildum steinolíu til Ijósa og mólora með eftirfylgjandi kjörum: Merki: »Mótorsteinolia Fiskifjelags Islands“ Pó*ar. Besta lampaolía. Kr. 30,00 pr. tunnu. „MótorsteiHolía Fiskifjelags íslands“ *» Pólar, Ágæt til mótora og góð lampaolía. Kr. 28,00 pr. tunnú. „Mótorstcinolía Fiskifjelags /slands“ *** Pólar. Góð mótorolía og brúkleg lampaolía. Kr. 27,00 pr. tunnu. „Jarðolía Fiskifjelags /slandsa Á tvígengis mótora. Kr. 26,00 pr. tunnu. Tunnurnar eru mjög traustar með 8 gjörðum, teknar aftur óskemmd- ar hver á kr. 5,00. Ennfremur áburðarolíur til gufuvjela og mótora, af bestu tegundum. Verðið lági Verð þetta er miðað við móttöku steinolíunnar við skipshlið á höfn. Borgum greiðist við móttöku. Sjerstökum verðlista yfir ailar tegundir vjelaolíu verður síðar útbýtt. Meðlimir og einstakir notendur snúi sjer til formanna deilda Fiski- fjelagsins á hverjum stað. Deildirnar sendi pantanir til Fiskifjelagsins í Reykjavík. Ef nægar pantanir fást, kemur skip upp hið fyrsta hlaðið steinolíu og eru þessir viðkomustaðir ákveðnir fyrst um sinn: Norðfjörður (eða Seyðisfjörður), Reykjavík og ísafjörður. Ef hluttakan verður allmenn verður gjörð gaugskör að því, að olían komi á fleiri hafnir, jafnvel verði send með strandferðaskipunum. Tr. Gunnarsson f. bankastjóri tekur á móti pöntunum í Reykjavík. AUGLÝSING, Samkvæmt 2. gr. laga 13. sept. 1901 um manntal í Reykjavík, ber öllum cr flytja húsa á milli, að við- lögðum sektum, að tilkynna flutninginn til lögreglu- stjóra innan tveggja sólarhringa. þetta er hjermeð alvarlega brýnt fyrir mönnum til eftirbreytni. £ö$tec^\x^\óx’u\T\ \ Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugavegl 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni daglega kl. 11—12 með eða án deyfingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. Talsími 477 Ef þið viljið fá góðan 4^ fs kJ rjóma, þá hringið upp Talsimi477 Tallegi, hvíti púKimi. Eftir Guy Boothby. ---- Frh. »Já það segi jeg með. Ogheyrðu nú, Benwell, drengur minn sælll Ef þú ætlar þjer ekki að sofa þama ( nótt á stóinum, leggðu þá knött- inn í mark og byrjaðu aftur bar- dagann. Jeg verð bráðum að fara aftur út á sldp.c Benwell stóð upp og hóf leikinn. Markvörður hjelt áfram að hrópa upp vinninga eins og ekkert hije hefði orðið á knattleiksum og Ieik- urinn á borðinu var aftur ( góðu gengi er vængjahurðiuni var hrund- ið upp og inn kom maðurnokkur hniginn á efraaldur. Hann var f hvftum fötum frá hvirfli til ilja, með afarstóra sólhlíf og mjög barðastóran sólskinshatt á höfði. Hik kom á hann er inn kom ,eins og hann væri á báðum áttum, leit á alla, er inni voru, og mælti svo mjög kurteislega: »Afsakið að jeg veð hjer inn? En ekki vænti jeg aö þið getið sagt mjer, hvar jeg get hitt háttvirtan herra De Normanville?* »Jeg ermaðurinnl« hrópaði jeg og stóð upp. »Jeg vona að þjer misvirðið ekki,« hjelt hann áfram í sama prúðmennis- tón, »þótt jeg leyfi mjer að biðja yður ,að sýna mjer þá sœmd, að tala við mig sem svarar fimm mín- útum.« »Með mestu ánægjul* Jeg gekk um þvert gólf til hans og benti honum til sætis við dyrnar. »Afsakið,« mælti maðurinn, »en málefni það, er jeg óska að ieita ráða til yðar um, er afarmikiivægt og launungarmál hið mesta. Er ekki eitthvert herbergi hjer í þessu húsi, þar sem við getum verið eÍH- ir’?« »Jeg held ekki annað en svefn- herbergfð mitt,*- svaraði|jeg. ^»En þar getum við verið ( Orjúfandi næði.« »Það er fyrirtak. Megum við nota þaö?« Að svo mæltu fórum við upp á loft. Jeg var alla leiöina upp að brjóta heilann um það, hvaö þessj maður vildi mjer. Maðurinn var svo dularfuliur og gerði sjer svo bersýnilega far um að falla mjer í geð, að jeg fór að verða í frekara lagi forvitinn. Eitt var áreiðaniegt — jeg hafði fyrri á æfi minni sjeð þennan mann. , Þegar í svefnherbergið mittkom, kveikti jeg á kerti og ýtti stól til hans. Að því búnu valdi jeg mjer stöðu við opinn gluggann. Jeg heyrði þangað óminn af hávaða þeirra, er fram hjá gengu niðri á götunni, vagnaskröltinu og áraglamri bátanna á höfninni. Jeg man það líka, að þá var tunglið að koma UPP> °g til þess að sýna, hvesmá- vægi frá þeirri stundu er djúpt graf- ið í meðvitund mfna, skai jeg geta þess, að jeg man að mjer sýndist það þá líkast rauðu í harðsoönu eggi, en það haffii mjer ekki dottið áður f hug. Allt í einu mundi jeg eftirgestrisni9skyldu minni við mann- inn. Frh.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.