Vísir - 24.05.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1914, Blaðsíða 1
\m Sunnud. 24. maf 1914. Háflóð ki. 4,43’ árd. og kl.5,’ síðd. > A morgun: Afmœli: Frú GuÖrún Briem. Sjera Friðrik FriÖriksson. Jón Guðnason, sjómaður. Páil Einarsson, borgarstjóri. Samúel Eggertsson, kennari 50 ára. Póstáœtlun: Ceres fer til útlanda. Hafnarfjarðarpóstur kemur | og fer. Vöruhúsið. Reykjavtkur BIOGRAPH THEATER. Sími 475. \0 ■ Jrí aWamamw. | Amerískur sjónleikur í 2 þátt- | I I JStór, greinileg og lærdómsríkl | mynd. ^Jj FORD. Látið verðmuninn á því, sem Ford bifreið og þyngri bifrciðar kosta, í bankann. Mismunurinn er góð eign í bankanum og fyrir renturnar má kaupa bensin sem cndist 700 enskar mílur. Ford er besta bifreið fyrir peningana Sem hún fæst keypt fyrir. 2900 kr. er verðið á 2- manna bifreið, 3100 kr. á 5- manna, 4000 kr. 6- manna °g 3600 kr. á vöruflutninga, rreð öllu blheyrandi. — Fáið verðlista og aðr- ar upplýsingar hjá S»a\t\\ Öddss^wv cinkaumboðsmanni Ford á íslandi. Kárastíg 11. — Sími 429. BIBLÍUFYRIRLESTUR verður haldinn í loftsalnum í Báru- húsinu í kvöld kl. 7. Inngangur ókeypis. Allirvel- fc°mnir. mr Knattspyrnanpi verður háð á íþróttavellinunt f dag kl. 6 milli Sílóam. Guðsþjón- usta í dag. 6»/2 síöd. Allir velk. S\wjt\ettu Fram og Reykjavíkur. Ólafsvík í gaer. Gránað hjer í rót í nótt. Dágóður afli. *y,\á^pr »B\sf\er \T\x\, Skilnaðarsamkoma fyrir foringja þá sem fyrir hönd íslands eiga að taka þátt í al- þjóOaþinginu í Lundúnum — verð- ur haldin f kvöld kl. 8VS. Mótorskiplð Gylfi, skipstjóri Karl Sophus Lðve, fór hjeðan til ísafjarðar í gærkveldi og tók póst. Skipstjórinn er einn hinn ötulasti sjósóknari ísfirðinga. — Skip sitt Gylfa Ijet hann smíða í Friðrikshöfn í Danmörku síðastliðið sumar. Tek- ur það 25 smálestir og hefur 40 hesta Alfavjel. Hann sótti skipið við 3. mann og komu þeir heim á því um niiðjan ágúst síðastl. og hefur hann haldið því til fiskjar síðan,er nú hluturinn orðinn 1100,00 kr. nettó, en öll veiðin þessa 9 mánuði nemur 23 þús. króna. Þar af hafa þeir veitt í Sandgerði frá 1, mars fyrir 10 þús. krónur. Stendur þessi útvegur síst á baki botnvörpu- skipaútveg, þegar vel er á haldið. Þeir eru 9 á skipinu að matsveini meðtöldum. Verði ekki sæmileg aflabrögð vestra, halda þeir til Austfjarða og stunda veiðina þaðan í sumar. — Svona stór mótorbátur getur flutt sig tll eftir vild og að öllu halda skipsmenn tii úti á skipinnu, enda eru þar hin bestu híbýli. Það er ekki smáræðis hagur fyrir landið þegar harðindi eru að eiga þá marga svo ötula fiskimenn sem Karl Sophus Löve. S. Gefin saman: Jónas Magnús- son Stardal, bóndi á Kjalarnesl og ekkja Ingunn Asmundsdóttir 2L þ. m. Grímur Kristrúnus Jósepsson og ym.Halldóra Jónsdóttir á Hverfis- götu 4 C. 21. þ. m. Mislingarnir hafa orðið teptir hjer að þessu sinni, sem betur fór. Aðeins 1 stúlka er nú eftir í sótt- varnarhaldi. Safnaðarfundur var haldinn í gærkveldi. Kosnir í sóknarnefnd: 5. Á. Gislason (endurkosinn) með 25 atkv, og Guðm. Bjarnason, klæðskeri með 24, (K. Zimsen baðst undan endurkosningu). í hjeraðsnefnd var kosinn Kn. Zim- Niðursoðnar vörur frá Beauvais ótal margar tegundir nýkomnar í NÝHÖFN. |f§FRÁ ÓTLðNPqwggl Jarðskjálfti á Sikiley. Hundrað ogfimmtíumennfarast. Fjöldi meiðist. Þúsundir komast á vonarvðl. sen með 29 atkv., (í stað Jóh. Sigfússonar, sem baðst undan end- urkosningu). Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, vildi láta taka hurðir frá bekkj- um í kirkjunni, svo öll sæti væru jafnt fyrir almenning. Fánamálsnefndaráiitið er nú verið að prenta. Talið að það verðl um 15 arkir prentaðar og þannig ekki svo lítil bók. Heylð sem hingað kom með Ceres, til Helga í Tungu var út- vegað af versluninni „Hermes.” Hefur sú verslun útvegað alls 17 smálestir af heyi í vetur og hefur þetta komið sjer einkar vel. Er ekki auðvelt að fá skipin til að taka þenna flutning þar sem svo ódýr og um leið ljett vara þolir ekki hátt flutningsgjald, en vörugjaldið er 7* eyrir fyrir tví- pundið. Fyrirlestur próf. Ágústs H. Bjarnasonar er kl. 5 í dag. Haraldur Níelsson, prófessor messar í fríkirkjunni í dag kl. 5. Allir velkomnir. Ý Valgerður Einarsdóttir kona Ólafs Jónssonar lögregluþjóns andaðist í fyrrakveld, að heimili þeirra hjóna Grjótagötu 16, úr hjartabilun. Hafði fengið heila- blóðfall fyrir ári. Hún var dóttir Einars umboðsmanns Ingimundar- sonar í Kaldaðarnesi, fædd 7/c1859* þau hjón eiga tvö börn á lífi. •j* Þórarinn Ingjaldsson Vest- urgötu 51 c dó 22. maí 73 áraað aldri. Gefin saman t gærkvöldi M. E. Jessen vjelfræðiskennari og ym. Xenia Bertha Brynhild Hansen Aust- urstræti 1.______________________ L. F. K. R. Thorvaldsensstrœti 2. Bókaútlán hvern mánudag kl. 6V2-8V, síðd. María Jónsdóttir er beðin að sækja peninga að Ási í dag sem hún á þar frá sr. J. H. Sauöanesi. Jarðskjálfti mikill varð á Sikiley 8. þ. m. Mörg þorp fjellu í rúst- ir, hundrað og fimmtíu menn biðu bana, fimm hundruð hlutu meiðsl og jaúsundutn saman varð fólkið húsnæðislaust. Svæðið var til alirar hamingju ekki víðlent, sem jaröskjálftinn gekk yfir. Liggur það á austurströnd eyjarinnar, sunnanvert við Etnu, hið nafnfræga eldfjall, sem gosið hefur nýlega. Mest hefur manntjón orðið í þorpi því, er Linera heitir. Eru þaðan sagðar hroöalegar hörmungasögur. Fjóldi manna hefur reynt að rjetta hjálparhönd. Ítalíukonungur gaf 72 þúsundir króna. Þorpin Linera, Zerbati, Passapomo og Pennisi hafa gereyðst. í Linera hafa fundist 42 lík, en talið að margt sje ófundið. í einu sjúkrahúsi lágu 72 menn er meiðst höfðu í jarðskjálftauum. Flest af því er fórst voru konur og börn, því að karlmenn voru flestir úti við vinnu sína. Talið er aö sex þorp hafi hrunið til grunna og tólf 'sjeu hálffallin. Rústir húsanna fjellu svo yfir veg- ina, að ekki var hægt að komast áfram í vögnum. Víða komu stórar gjár í jörðina. Svæði þeíta er argasta jarðskjálfta- bæli. Þar eru oft jarðskjálftar þegaf eldsumbrot eru í Etnu, þótt hvergi verði þeirra vart annarsstaðar. Land- iö er þó þjetlbýlt, því að það er frjósamt mjög og Vex þar gnólt vtnviðar. Jarðskjálftinn hefur slegið ftali þungum harmi og kepptust þeir við að hjálpa hinum bágstðddu. Herdeild var send til þess að grafa lifandi menn og dauða upp úrrúst- unum og íbúarnir sjálfir hömuðust sem óðir væri aö leita ættingja og vina. Mikill var skortur á vistum, en úr því var bráðlega bætt. Vatns- skortur varð og mikill í sumum þorpunum, því að vatnspípurnar kubbuðust sundur. Paci háskóiakennari, er forstöðu veitir rannsóknarstöðinni við Etnu, segir þenna jarðskjálfta ennþá harð- ari en Messina-jarðskjáljtann. Skað- inn. er að vísu minni, en það stafar einungis af því, að þessi tók yftr miklu minna svæði. Næstu daga á eftir fundust nokkr- ir kippir á þessurn sömu slóðum, en miklu vægri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.