Vísir - 03.06.1914, Page 3

Vísir - 03.06.1914, Page 3
V I S I R Það voru ekki sjerlega margir farþegar, sem lögðu af stað með Ceres frá Reykjavík í fyrradag en nógur var troðningurinn á þilfar- inu og niðri í farrýmunum. Sumir voru að kveðja vini sína og aðrir virtust vera komnir til þess eins að fá sjer »svaladrykk« hjá brytanum; leit jeg svo til að ekki mundi van- þörf á að liafa meiri gætur á en að undanförnu, að ólögleg vínsala fari ekki fram inni á höfn sjálfs höfuð- staðarins. Hitt skiftir minna máli þótt einhver stúdent, sem skreppur um borð, til að fá sjer »skattefrí« gleymi sjer alveg þegar skipið fer af stað og sje skipað upp í Engey, cins og kom fyrir í þetta sinn. — Við töfðumst samt dálítið við það, og skipsmenn báðu ekki vel fyrir honum. Jeg býst við að Vísir hafi fyrir löngu talið upp nöfn flestra þeirra er lögðu af stað með Ceres, og hirði jeg því ekki að vera að telja þá alla upp, enda eru ýmsir þcirra búnir að yfirgefa skipið aftur og sitja nú heilir á húfi í Vestmanna- eyjum fjarri allri sjóveiki. Á 1. farrými erum vjer 5 íslensk, öll á leið til Hafnar, sem sje; Aldís Helgadóttir, — ætlar að læra sjúkra- hjúkrun við barnasjúkrahús Lovísu drottningar, — Dóra Þórhallsdóttir biskups, — ætlar f skóla í Sví- þjóð, — Alexander Jóhannesson cand. mag., — ætlar með haustinu til Þýskalands, verður þar á vegum Þýskra ísiandsvina, — La'rus Jóns- son verslunarmaður frá Vestmanna- eyjum, er í verslunarerindum. Enn- fremur eru: Möller verslunaragent, frá Reykjavík, ætlar til Færeyja, 2 Englendingar og 1 Þjóðverji, sem yfirgefa oss í Leiíh. Á 2. farrými er þjettskipað mjög, eru þar 4 herforingjar: sem sje Edelbo stabskaptain og frú hans, Árni Jóhannesson og Gíslína Frið- laugsson, bæði sveitarforingjar að nafnbót, 5 eða 6 Ameríkufarar, enskir og franskir sjómenn, dönsk kona með 3 smábörn í kynnisför til Danmerkur, og eitthvað fleira af fólki, að ógleymdum mormónatrú- boðanum, F.líasi Eirikssyni, — ef jeg man nafn hans rjett. — Það var hann, sem hjelt samkomur í Bárubúð í vetur með föður sínum og prjedikaði um »hina himnesku famelíu« á »þeim himneska hátróni*. Hann segir mjer að hann ætli til Lundúna og Þýskalands, en Vestur- heimsfararnir segja að hann verði túlkur þeirra til Winnepeg, má vel vera að hvo.-tveggja reynist satt, ef »hinn andlegi naflastrengur« milli lians og tvífara hans er nægilega traustur; en trúað geti jeg því, að önnurhvor stúlkan, sem vestur fer, væri eitlhvað á veguni mormónans. Hinir vesturfararnir eru : ungur trjesmiður úr Reykjavík (Frakkastíg), 2 bræður úr Stafholtstunguin og 6 eða 7 ára drengur, öllum ókunn- ugur á skipinu, en hvergi smeikur, þótt hann hafi ekki kynnst áður samferðafólkinu. »Jeg er Ieiðinni til hennar mömmu minnar í Winnipeg-, segirhannog heldur, að það sje ekki mikill vandi að rata til Ameríku. Frh. SUghdega dugtegat ^vel^ uu^uv, ós&as^ tvú t^sV^vaJ- euóuv stvúv %\tx Vvt ^tvj^ojutvtvat \%-% Sími 281. Símnefni; »GísIason« S- (aöeins fyrir kaupmenn og kaupfjelög) meöi.1 annars: Kaffi, Þakjárn, Hveiti (margar teg.), Þakgluggar, Hrísgrjón, Saumur, Rúgur, Baðlyf, Rúgmjöl, Sápur, Fóðurtegundir (ýmiskonar), Eldspítur, Kartöflur, Vindlar, Margaríne, Vindlingar, Vikingnijólk, »Caramellur«, Cacao, »Hessian« og margt fleira. Stórí sýnishornasafn af aliskonar útlendum vörum. Afgreiðslan fljót og viðskiftin viss. Góð útsseðisjarðepli fást hjá Petersen frá Viðey. Hafnarstræti 22. Stimpilblek Og Stimpilpúðar fást á afgr. Vísis. Ctaessetv. Yfirrjettarmálaflutningsmaður, Pósthússtræti 17. Venjulegaheimakl. 10-11 og4-6. Talsími 16. MAGDEBORGAR BRUNABÓTAFJELAG. Aðalumboðsmenn á íslandi: O. Johnson & Kaaber. Magnús Signrðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrœti 8. Venjulega heima kl. 10 — 11 Fallegi, hvíti púkinn. Eftir Guy Boothby, ---- Frh. Þó skal jeg ekki bera á móti því að mjer var órótt innanbrjósts. Dul- arfulla erindið mitt. alvarlega en lítt spekjandi aðvörun þessa kæna fje- laga míns, og fjelagsskapur sá, er jeg nú var í, var a!t Iítt til þess fallið að gera mig rólegan. En tr við höíöum nú lagt frá landi og sigldum út í rúmsjó, tók ótta minn að lægja að nokkru leyti og og jeg fór að litast um með meiri athygli, en jeg hafði á öðrum tíma trúað mjer til að veita, ekki nierki- legra en fyrir augun bar. Kuggurinn var einhver hinn stærsti er jeg hafði sjeð, og eins og önn- ur slík skip virtist ekkert nema seglin, siglutrjen, rárnar og stafnarn- ir. Skipshöfnin var fjölmenr, eins og vant er á slíkum fleytum, og svipljótara illþýði var naumast unt að sjá. Einkum leist mjer illa á bólugrafin djöful í mannsmynd. Jeg varð þess þegar fullviss, að af ein- hverjum ástæðum leit skepna þessi mig óhýrum augum og var bölv- anlega við mig, og einu sinni er hann gekk hjá mjer, stjakaði hann við mjer svo óþyrmilega og af slíku afli, að jeg var nærri hrokkinn út- byrðis. Jeg hefði víst tekið í lurg- inn á þrælum, ef öðruvísi heföi staðið á, en jeg mundi ráð leiðtoga rníns og hjelt mjer í skefjum. Nú var klukkan nærri orðin tvö. Blásandi byr var á og sjógangur óx. Gamla keraldið fór að rugga óþægilega og jeg fjekk hvað eftir annað tækifæri til að þess að þakka hamingjunni að jeg var vanur sjó- maður. Við hverja ídýfu skullu brotsjóir yfir þiljur, svo við urðum gagndrepa og bætti það ekki um óþægindin og leiðindin á ferðinni. Samt mælti fjelagi minn ekki orð frá vörum ennþá, en jeg sá að hann hafði vakandi auga á öllum hreyf- ingum hásetanna, að því er mjer virtist frekar eftir því sem á leið. Engan mun furða á því, þótt mig færi að dotta, þar sem mjer hafði ekki komið blundur á brá alla nótt- ina. Jeg bjóst nú til að leggjast út af í horni einu undir seglskýli og var í þann veginn að standa upp,er einhver stjakaði mjer til all- örðugt. Þaö var fjelagi minn, er virtist hafa sofnað sitjandi, en oltið um við ruggið á kuggnum. Hann fjell fast á mig, með andlitið við eyra mjer. Á næsta augnabliki vissi jeg, að slys þetta var engin tilviljun, heldur af ásettu ráði gert með varfærni mikilli. »Hafið augun opin«, hvíslaði hann meðan hann lá upp að mjer. »Hjer eru svik á seyði. Við kom- umst senn í hann krappan!* Jeg segi ykkur satt, að eftir svoxa frjettir datt mjer síst svefn í hug. Jeg reis upp og þreifaði í vasa minn þar sem marghleypan mín átti að vera, og mjer til mikillar undrunar og skelfingar, fann jegað hiín var hor/inl Henni var stolið

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.