Vísir - 04.06.1914, Síða 2

Vísir - 04.06.1914, Síða 2
V Í S I R Stærsta blað á íslenska tungu. Argangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 2'/2 dollars, innan- lands kr.7,00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr.0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- stræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstióri Einar Gunnarsson venjulega til viðtals kl. 5—7. r*endisveinastöðin (Sími 444) annast út- i>urð uin austurbæinn nema Laugaveg. ATQreiðsla 61 t tanbæjarkaupenda er í Bergstaðastræti 6 C (Sími 144, Póst- hólf A.35)]. rjettinda svarra, og fylgdi henni flokkur mikill hennar jafningja. Kvennaftokkurinn vildi heimta kosn- ingarjett af konunginum. Leiksiokin urðu þau, að frú Pankhurst og 56 valkyrjur aðrar voru teknar höndum og settar í fangelsi; tvær þúsundir hermanna voru látnar vera á verði umhverfis höllina. Óður bardagi varð með konunum og Iögregluliðinu, óp, hlátrar, bölbænir og ragn, og ágæt- is skemmtun fyrir múga manns, sem á lætin horfði. Konungur var í höllinni, ný- kominn frá öðru setri, en ekki sást hann. Affur kom margt af fólki konungs út til þess að forvitnast um aðfarirnar. Þegar mest gekk á greip Hrólfur umsjónarmaður frú Pankhurst upp á handlegg sinn eins og barn og gekk með hana burtl Hún virtist kunna fullvel við sig í örmum hans. »Það er ágætt!« mælti hún, »handtekin á leiðinni til hallarinnar! Segið konunginuin frá því!« Konurnar börðu með stöfum og prikum. Sumar voru vopnaðar stál- prjónum. Ein kastaði fullri skál af rauðum lit yfir Iögregluþjón, svo að hann var að sjá sem alblóðugur! Menn geta gert sjer í hugarlund, að mikið hafi gengið á og margur áhorfandinn skemmt sjer vel. Siórfeldur eldsvoði. Bærinn Atlin í British Colombía í Canada brann mestallur til kaldra kola 23. maí! Verslunarhús brunnu öll og margt íbúðarhúsa, sem var í þeim hluta bæjarins, þrjú gistihús, kirkja, pósthús og símahús. Þau voru öil óvátryggð. Vitaskip ferst við Nova Scotia. Vitaskip, eða »Ijós-skip., frá Hali- fax fórst með allri áhöfn 22. maí. Hafði rekist á sker úti á rúmsjó í niðaþoku og sokkið áður nokkur kæinist af. Nokkur h'k voru slædd upp og höfðu utan um sig björg- unarbelti merkt »Halifax Æ 19«. Flusvjel með tveim mönnum fjell úr háa Iofti nálægt Wellendorf á Þýskalandi 23. maí. Báðir flug- mennirnir fengu bráðan bana. Skemmdir á listaverkum. Kvenrjettindakonur rjeöust á dýrar myndir í konunglega háskólanum í Edinborg 23. maí. Ein hjó niður mynd af konungi með öxi. Slík hermdarverk eru nú mjög tíð í Eng- landt og sama daginn frömdu þær enn af nýju skemmdir í British Museum í Lundúnum, Tvær voru ______________V I S I R ________ YASABIBLIAK er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reykj'ivík. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hreinsun salerna breytist þannig, að hreinsað verður vikulega, elns og áður var, án nokkurra breytinga. Sveínn J. Einarsson. Leirvöru kaupið þið besta og ódýrasta í verslun Jóns Þórðarsonar. Falleg postulíns bollapör frá 25 aurum. Hveiti er ódýrast og best í Kaupangi, kostar 12—14 aur. pd. Stumpar pd. kr. 1,40, fást í Kaupansn. Til sölu. Nokkrar góðar húseignir hjer í bæ eru til sölu nú þegar með mjög lágu verði og ágætum borgunarskilmálum. — Lysthafendur snúi sjer sem fyrst til yfirrjettarmálaflm. Boga Brynjólfssonar, Hótel ísland, herbergi 26. — Sími 250. — Stufasirs þetta einlita nýkomið á Laugaveg 63. JóhÖ.Oddsson ,Fruit Salat’ hinir ágætu blönduðu ávextir eru nú komnir aftur í » G&\^tUst\X 0$ fiatdbestu Liverpool. tauin eru Iðunnar-dúkarnir. Þeir sem viija fá sliígóð föt kaupið þau þar. Verkamenn,sjómenn munið þetta. • Ostur 2 tee: Yíkm^miólk fftBT Sendið auglýsingar nQMI MBT’ tímanlega. "3SM í Vi °g Vj dósum í versl. Ástyrgi Hverfisgötu 33. dæmdar i fangelsi, önnur um þrjá mánuði, hin um einn inánuð. Púðurverksmiðja springur. Meiðsl og manntjón. Hinn 23. maí kviknaði í púður- birgðum í verksmiðju nokkurri í Diiren í Rínarlöndum. Tvær spreng- ingar komu hver af annari, svo miklar, að bærinn ljek á reiðiskjálfi og þúsundir af rúðum brotnuðu. Flestöll verksmiðjuhúsin fjellu og meir en 20 menn meiddust, Þrír þeirra biðu bana. Finnskár dómarar heimkomnir úr fa-.gelsi. Sextán finnskir dómarar komu til Víborgar frá Rússlandi 24. maí. Höfðu þeir setið átta mánuði í fangelsi þar, af því aö þeir höfðu dæmt dóma eftir finnskum lögum, Allur borgarlýður safnaöist saman til þess að fagna þeim. Blómum var stráð þar sem þeir gengu, ávörp afhent þeim og múgurinn æpti fagnaðaróp. Rússneskir hermenn riðu fram með skrúðgönguuni með reiddum svipum og ljetu óspart dynja höggin á lýðnum. Tugir manna voru handteknir, sakaðirum ♦ólögleg fagnaðarlæti«. U tatv&a* McsVta. ’lslensk uppgötvun. Jón Tryggvi Bergmann hef- ur fundið upp vjel til að ferma vagna heyi og kofnbindum og þykir hún miklu betri en vjelar þær, er áður hafa verið notaðar til þessa. Hún er óbrot- in og því ódýr, einnig ljett og þægileg.1 Og verður eflaust að góðu gagni bæði uppfindingar- manninum og uppskerubændum. i) Mynd í Vísiskassa. íslensk kona myrt. það bar til í Seattle 24. apríl, að ung íslensk kona, Axelina að nafni, var myrt af eiginmanni sín- um heima hjá foreldum hennar. þau hjón höfðu verið gift í tvo mánuði. Maðurinn, Read að nafni, var fádæma afbrýðissamur og foreldrar konunnar höfðu því tekið hana heim til sín. Read fór heim að húsi þeirra seint um kveldið þennan dag og skaut konu sína inn um gluggann, en sjálfan sig á eftir. Foreldrar hinn- ar myrtu konu heita Solveig og þorgrímur Arnbjarnarson. ’lslenskur háskólakennari. Dr. Þorbergur Þorvaldsson er orðinn kennari við fylkisháskól- ann í Saskatoon. þorbergur varð B. A. frá Manitobaháskóla 1906 með hæsta vitnisburði sem há- skólinn hefur. 1908 tók hann að stunda nám við Harwardhá- skóla og varð doktor 1911 og varð þá um leið aðstoðarkennari við háskólann í efnafræði. Við þann háskóla hefur hann unnið tvenn verðlaun, 1500 dali. Síð- astliðið ár ferðaðist hann víða um Norðurálfuna og kom þá hingað til lands. V I S I R nkápm Karla og kvena *3uU)&ttegav, vwSjUtluv. Langfjölbreyttasta úrvai í bænum. Mörg, mörg hundruð á boðstólum og miklu ódýrari en nokkursstaðar annarsstaðar. Komið undir eins og veljið. Sturla Jónsson. ^atitisófenw dularfulira fyrirbrigða. Bók Schrenck- Notzings. --- Frh. III. þær athuganir.sem hin umrædda bók Schreneh-Notzings byggist á, eru ekki hinar eldri sem hann átti þátt í með miðlinum Eusapía Paladínó ofl., heldur sjerstakar nýjar tilraunir sem framkvæmd- ar voru í 4 ár (árin 1909—1913) flestar með franska kvenmiðlin- um Eva C. en nokkrar með öðrum kvenmiðli pólskum, Stan- islawa P. Höfundur hafði frjett að á heimili franska rithöfund- arins Alexander Bisson í París væri verið að gjöra tilraunir með fyrnefndan miðil Evu C. Kom hann sjer þar í kunningsskap og tók að sjer tilraunirnar upp frá því. Höf. er læknir og virðist hafa gefið sig mikið við tauga- sjúkdómum 0g sálarfræði, því að lýsingar hans og skilgreiningar, er snerta það svið, bera vott um lærdóm og næma athugun. — Rannsókn hans á Evu C. sann- færir hann um að hann sje ekki laus við móðursýki (Hysterí). Hún er viljaslöpp og næm fyrir áhrifum og dáleiðslu, kann þó að dylja tilfinningar sínar í bráð, liggur á iiskunni ef hún reiðist þangað til skapið við gefið tæki- færí brýst út með miklum ofsa. Annars er hún gæf í umgengni og á hægt með að umgangast fólk. Ímyndunaraflið stundum svo sterkt að hún veit ekki mun á skáldskap og veruleika. Til- finningar augnabliksins ráða orð- Uim og görðum og hreinskilin við sjálfa sig er hún ekki. — Hún er mjög hænd að frú Bisson, enda er frúin einlægt við allar tilraun- ir sem með hana eru að gjörðar og gengur henni að mestu leyti i móður stað. Á tilrauúafundum eru líka oftast hinir og aðrir vísindamenn, læknar, lífeðlisfræð- ingar o. fl. en fáir eru þar að staðaldri nema þau tvö, höf. og frú Bisson, því að tilraunirnar eru langdregnar og þreytandi og meira en helmingur fundanna árangurslaust. Flestar dlraunir eru gjörðar i París nokkrar í Miinchen og nokkrar á landssetri , frú Bisson. Gjörir það bók höf. erviðari og meira þreytandi af- lestrar en vera bæri, að skilyrð- in eru ekki einlægt nákvæmlega þau sömu og ofmikið fer í skýrsl ur um varúðarreglur, rannsóknir á miðlinum o. fl. sem eins hefði mátt slá föstu í eitt skifti fyrir öll. Aðalaðferðinn er þeski. Mið- illinn er afklæddur, rannsakaður alstaðar, svo að segja utan og inn- an, færður í þar til gerð prjóna- föt aem saumuð eru að honum. Rannsóknaherbergin eru vissul. fóðruð hátt og lágt með svörtu efni og miðillinn er settur á hægindastól og dáleiddur og dreg- ið fyrir hann tjald til þess að fyrirbrigðin geti myndast. Rautt ijós er í herberginu. Ástæðan til þess að allt er haft svart í kring- Aívinna. 6—8 duglegir karlmenn, og nokkrar stúlkur, geta fengið at- vinnu frá 10 júlí. Upplýsingar á Bergstaðastræti 42, (niðri). Kl. 8—10 e. m. SYKUR- kaupin eru og verða æfinlega drýgst og best í NÝHÖFN. SYKUR er ódýrastur í Kaupanp:!. um miðilinn er sú, að þá sjást betur fyrirbrigðin, því að þau eru venjulega ljósleit. Andar eru ekki kallaðir fram, en stappað er stálinu í miðilinn að framleiða nú eitt eða annað sýnilegt eða óþreifanlegt. Miðillinn stynurog æjar af áreynslu og tjaldið er nú dregið sundur, frá miðju og sjást þá oftast einhverjar ljósleitar flyksur koma út frá miölinum, og virðast þær vera það frum- efni sem allar holdganir og firð- mótanir hans verða tii úr. — Best mun vera að segja útdrátt úr nokkium þessara fyrirbrigða til þess að gefa mönnum hug- mynd um þau. Frh. EMitoauð sem áður kostaði 50—80 aura pundið selur versl.NÝHÖFN fyrir aðeins 40 aura. Skelja- kassar nýjar sortir, nýkomnir. Jóh Ögm.Oddsson. Freyja í 10 pd. öskjunum er aftur komið í NÝHÖFN. Stimpilblek og Stimpilpúðar fást á afgr. Vísis. Góö útsæðisjarðepli fást hjá Petersen frá Viðey. Hafnarstræti 22. Bomesi, stumpar góðir og ódýrir, álnavara og skótau, best í verslun Asbyrgi Hverfisgötu 33. Eftir Rider Haggard. ----- Frh, Tveim dögum áður en þeir komu til Avignon gistu þeir um nótt í borg einni, og var ekki annað að sjá, en þeir, er eftir lifðu af borgarbúum, væri orðnir vitskertir. Á torgi einu höfðu þeir safnast saman, stingu þar og dönsuðu og ljetu öllum illum lát- um. I öðrum stað sáu þeir fje- lagar hóp af fólki er gekk alls- nakið um strætin, barði það sjálft sig með svipum svo blóðið lag- aði úr því. Söng fólk þetta há- stöfum sálma, en þeir sem mættu því fjellu fram á ásjónu sína og tilbáðu það, eins og það væri dýrlíngar. — Var þetta upphaf hins svonefnda „æðis-dans“ sem gekk eins og faraldur árið eftir. Skammt fyrir utan borgina Avignon sáu þeir ófagra sjón. Hópur af æðisgengnum skríl var | þar að brenna Gyðings- ræfil og ! fjölskyldu hans, konu og tvö börn. Höfðu þeir hlaðið bálköst mik- inn. Er þeir Hugi komu á vett- vang var Gyðingurinn brunninn, og var skríllinn að búa sig til að kasta konunni og börnunum á báliö. Höfðu þau verið neydd til að horfa á er Gyðingurinn var brenndur. Hlæjandi og æpandi var skríllinn að troða börnunum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.