Vísir - 20.06.1914, Síða 1
\<*8
Laugard. 20. júní 1914.
Háfl. kl.2,57’ árd. og kl.3,20’ síðd.
»
A morgun:
Afrnœli:
Jón Helgason, háskólarektor.
þorleifur Jónsson, verslunarm.
Thorvald Krabbe, verkfr.
Póstdætlun:
Ingólfur fer til Borgarness.
Sterling fer til útlanda.
Vestan- og NorÖanpóstar fara.
I S. I.
u % %
I kveld kl. 9 (opnað kl 8^)
verður keppt
Kúluvarpi (með betri hendi).
Hástökki
Hlaupi 1500 stikur.
Boðhlaupi (100 x 4 stik.)
Spjótkasti (báðar hendur).
Aðgangur 10 au. (börn), 25 au.
50 au. (sæli).
Lúðrahljómur.
Sími 475.
Aðeins nokkra daga ennþá verður
fagra
Böcklin-myndin
,1 HELEY'
sýnd.
Skoðið hana áður en hún
er send út.
Engin mynd hefur verið gerð
af meiri list og smekkvísi en
þessi. Allir viðurkenna, að
meistarastykki Böcklm’s sje
Myndin ,1 Hfiley*.
IJIfáSr Hinn átakanlegi leikur
/WBT er leikinn í hinu yndis-
legasta landslagi sem hægt er
að hugsa sjer.
Sýningin stendur meir en
klukkustund.
Betri sæti tölusett kosta 0,50.
Almenn sæti -»«— 0,30
Pantið aðgöngumiða. Sími
J475. Bílætasalan opnuð kl, 8.
Aðgöngumiðar, sem ekki er
vitjað fyrir kl. 83/4 verða seld-
ir öðrum.
SÖNGFJELAGIB
17. JÖNÍ
endurtekur samsöng sinn f Goodtemplarahúsinu í
kvöld.
Aðgöngmiðar fást í Bókaverslun ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar.
Nánar á götuauglýsingum
h.
Rv. 18/« ’ 14.
Ka?ri ritstjóri!
Jeg rakst á grein í Vísi i dag
um fánanefndina.
Hvað sem ööru líöur, þá gagn-
ið þjer hvorki landi eða líð og
aukið ekki virðingu Vísis með þvf
«ð láta hann flitja jafnherfileg rang-
hermi og þau í dag — að ekki sje
í fánaskránni getið um þjóðfána
Grikkja og 10 annara þjóða, sem
blaðið nefnir, og allar líka eru nefnd-
ar í skránni og líst fánum þeirra.
Jeg veit ekki hvað jeg á að
halda um annað eins og þetta.
Sanngirni er það ekki, og œttjarð-
xrást verður það naumast nefnt, og
einmitt þess vegna vek jeg máls á
því við iður.
Sumum hefur hingað til fundist
þetta íáitajnál þarllaust þref; jeg
higg nú lÍWöksemdir nefndarinnar
muni sannfæra þá menn alla — um
nauðsínina i ísl. þjó'fána.
En svo eru aðrir, sem telja fána-
má’iö einskis virði nema fáninn
veröi að gerðinni til eins og þeir
vilja hafa hann, og geðþóttinn svo
ríkur, að hann bælir niöur alla ró-
sama umhugsun um það, hvað
þjóðinni sje firir bestu. Þess konar
menn eru erfiðari viðfangs; þeir
haga sjer rjett á borð við gömlu
einvaldskonungana í firri tíö (sbr.
b!s. 21 og 41 í ritgerð minni),
þeirra lífsregla, þeirra leiöarstjarna
varpar sömu geislum og veldissól
Luðvígs XIV. »L’état c’est moi«,
sagði hann. »La nation c’est moi«
— það eru þeirra ær og kír. Þessir
»einræðismenn« (monokratar) — ef
svo mætti segja — gera alstaðar
vart við sig, í öllum löndum; ef
þeir verða svo margir að velferðar-
mál þjóðarinnar velta á þeim, þá
er þjóðin heillum horfin, þjóð-ræð-
ið afmáð og sjálfstæði þjóðarinnar
hrösunin vís — að svo stöddu.
Og engin þjóð á dæmin til degin-
um Ijósari en við íslendingar.
Árið 1000 gengur Þorgeir goöi
til Lögbergis, eftir vandaba um-
hugsan — og fórnar sæmd sinni,
kastar trú sinni firir föðurland sitt.
Á 13. öld fórnuðu höfðingjarnir
frelsi þjóðar sinnar firir sig, sjer
í hag.
Mjer varð að orði í dag: Þessir
okkar einvaldar af guðs náð, sem
fara hiklaust eftir því, sem þcim
geðjast best, og hirða ekkert um
að íhuga hvað íslandi sje firir bestu
— kemur ekki til hugar að fórna
föðurlandi sínu nokkrum snefil af
metnaði sínum og geðþólta —
mindu þeir líklegir til að leggja
lífið í sölurnar firir þjóð sína, ef
þess þirfti við?
That is the question. Sem sagt:
Fánanefndina má Vísir íara með
eftir eigin geðþótta — en föðurlandið
veröur hann að hugsa um af fullu
viti.
Vinsatnlagast.
Q. Björnsson.
Waessen.
Yfirrjettarmálaflutningsmaður,
Pósthússtræti 17.
Venjulegaheimakl. 10-11 og4-6.
Talsími 16.
Magnús Sigurðsson
YRrrjettarmálaflutningsmaður.
Kirkjustrœti 8.
Venjulega heima kl. 10 — 11
Messað verður í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði á morgun kl. 12,
og í Fríkirkjunni í Reykjavík kl.
5 e. m.
t f gærmorgun dó gömul kona,
Sigríður Anna Stefánsdóttir á
Njálsgötu 40. 80 ára að aldri.
Botnvörpungarnir, »Snorri
Goði«, »Njörður« og »Great Ad-
miral«, hafa komíð inn þessa dag-
ana, allir með ágætan afla.
»Sterling« kom frá Breiðafirði
í gærmorgun. Meðal farþega: lækn-
isfrú Guðmundsson frá Stykkishólmi,
verslunarstj. Hreggviður Þorsteins-
son, sr. Guöm. Eiuarsson frá Olafs-
vík og Ólafur Proppé versl. stj. frá
Sandi.
Hjónaefni: Guðni Jónsson,
Lambakoti, Álftancsi, og fröken
Kristín Þorgeirsdóttir, sama st.
§ fást venjulega tilbúnar
§á Hverfisg. 6. Fegurð, verö og
gæði undir dómi almennings. —
Sími 93. — Holgi Helgason
Olgeir Friðgeirsson
samgöngumálaráðunautur
Miðstræti 10.
Talsími 465.
Venjulega heima 9x/5—IOV2
f. m. og 4—5 e. m.
Vö r u h ú s I ð .
*Q &
1 *
4 Nikkelhnappar kosta: | j
^31 3 aura tylftin. | j
■C 3 = 1 Öryggisnælur kosta : | 1
J ,6 aura tylftin. , tj
=o| >i Vöruhúsið. |
Ð
Þinglýsingar
18 júni.
.1. Runólfur Stefánsson selur 27.
febr. þ. á. Landsbankaum hús-
eignina.42 17B við Skólavörðu-
stíg fyrir 10 000 kr.(?)
2. Bæjarfógetinn afsalar 24. sept
1913 Landsbankanum húseign-
ina M 48 við Túngötu fyrir
5700 kr. samkvæmt nauðungar-
uppboði 5. sept. f. á.
3. Bæjarfógetinn afsalar 28. febr.
1913 Landsbankanum húseign-
ina M 67 við Laugaveg fyrir
5400 kr. samkv. nauðungarupp-
boði 13. febr. f. á.
4. Landsbankinn selur 20. mars
þ. á. Maríu Gísladóttur húseign-
ina M 12 við Holtsgötu fyrir
2000 kr.
5. Páll Jónsson selur 13. maí þ
á. Hildi Björnsdótturhúseignina
M 52 við Grettisgötu fyrir
3800 kr.
6. —9. Jóhann Jóhannesson selur
11. þ. m. Páli Stefánssyni þessar
eignir:
a. lóð við Tjarnargötu fyrir
4500 kr.
b. lóð við Bergslaðastræti fyrir
3500 kr.
c. lóð M 30* við Bergstaðastr.
fyrir 1500 kr.
d. lóð við Skólavörðustíg fyrir
1500 kr.
10. Gunnar Gunnarsson kaupm.
selur 13. þ. m. M. Pedersen
Skov húseignina M 29 viö
Ránargötu fyrir 9000 kr.
11. Þorvarður Þorvaröarson selur
13. þ. m. firmainu »Von« hús-
eignina M 9 við Rauðarárstíg
fyrir 5000 kr.
12. Alfred Fr. Philipsen selur 6.
apríl þ. á. hinti ísl. steinolíu-
fjelagi skipið Nordlyset.