Vísir - 20.06.1914, Blaðsíða 3
V I S I R.
Starsfa blað á ísleaska tungu.
Argangurinn (400—5f'0 blöð) kostar
erlenöis I ,- W,p0 eða 21/, dollars, innan-
lands lr.7 00. Arsfj.kr. 1,75,man kr. 0,60.
Skrifstofa og afgreiðslustofa i Arstur-
ítræti 14 opin kl. 8 árd. til 1.1. 9 síðd.
Sími 400. Pósthólf A. 6.
Ritatión F.inar Gunnarsson
v^uiulega til viðtais kl. 5 7.
tðendisvelnastððin (Sími 444) annast út-
nurö um austurbælnn nema Laugaveg.
AToreiðsla 01 utanbæjarkaupenda er á
skólavörðustig 16 (Sími 144, Póst-
hólf A. 35)J.
JKickert ei nýtt undir
sólunni.
f>að sannast á veðráttunni
heima á íslandi. Ef ótíð ómuna-
Ieg ótíð, gengur, þá má alt af
finna deili til, að annað eins eða
verra hafi gengið yfir landið áð-
ur.
Hornemann, danskur próf. í
grasafræði hafði beðið Magnús
Stephensen árið 1808, að senda
sjer safn af íslenskum jurtum og
Magnús lofaði því. En sumarið
1809 hafði Magnús öðrum hnöpp-
um að hneppa en að tína grös,
því að þá var Jörundur Hunda-
daga-kóngur hjer og ljet greipar
sópa um fjárhirslur landsins og
hjelt sig þar sem heiðursgest sem
honum þótti best. Svo gleymd-
ist grasasöfnunin.
En vorið 1810 ritar Horne-
mann Magnúsi og þykir hann
illa hafa svikið sig um plönturn-
ar. Magnús bregður þá við jafn-
skjótt sem vorskipin komu í
júnt að svipast að jurtunum.
„Jeg rann fram og aftur um
fjöll og haga hjer í nágrenninu
(hann bjó þá á Innrahólmi á Akra
nesi) og ætlaði drjúgum að safna
plöntum handa próf. Hornemann.
En margt fer öðruvísi en ætlað
er. Guð gefi að veðráttan batni,
sem hjerna hefur verið í ár.
Hjer sást ekki nokkurt grasstrá
úr jörðu, eða útsprottinn nokkur
frjóangi fyrir Jónsmessu. Allt
af voru sífeldir norðanstormar
með frosti. Svo kom þriggja
vikna bati, en þó voru sífeldar
vætur. Grasið spratt svona til
hálfs, en blómjurtir sáust engar,
nema hinar algengustu, eins og
sóleyjar og fíflar, ekki einu sinni
á túnunum. Sveifgresi og lín-
gresi sást hvergi, því þegar kom-
ið var að blómsturtíma, þá skall
á land ssynningsofsaveður sem
stóð í tvo daga og lamdi af all-
an gróður, svo hann náði sjer
aldrei upp aftur, svo jörðin varð
svört tilsýndar með köflum
eins og flag. Og síðan seint í
júlí og allt til þessa hafa ver-
ið einir 14 þurrviðrisdagar,
sífeldir stormar og hryðjur og
ekki viðlit að safna grös-
um, nema kannske fyrir Horne-
mann sjálfan! Afleiðingarnar af
þessu tíðarfari eru það að hey-
skapur er í versta lagi og stór-
skemt það sem í garð er komið.
Bændur eru að farga gripum
sfnum allt að helmingi og ber-
sýnileg búþröng stendur fyrir
dyrurn".
þetta ritar Magnús einum vini I
smum í Höfn (24. okt. 1811).
YASABIBLIAK
er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reykjavík.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonai.
(W aterproof).
Úr mörgum hundruðum að velja. Hvergi
á landinu jafn góðar og ódýrar kápur.
STURLA JÓNSSON
Ölgerðarhús
Reykjavíkur
brýtur alla samkeppni á bak aftur. Hvers vegna? Vegná
þess, að ölið þaðan er ljúffengara, næringarmeira, hreinna,
1 aldbetra en annað öl. Eftirspurnin er afskapleg. Vjer
höfum varla við að brugga handa neytendum vorum út um
land og erlendum og innlendum skipum, auk fádæma þeirra,
er seljast í bænum.
>
IsiendingAbjórinn óviðjafnaniegi er þambaður
jafnt á háborðum höfðingjanna sem í hreysum kotunganna.
Hvítölinu hvolfa menn í sig eins og spenvolgri nýmjólk.
Maltölið hleypir hverjum manni í spik.
Nýtfsku öigerö. Erlend sjerþekking. Ösvik-
in efni. Greið og góð afgreiðsla.
Allt þetta einkennir í ríkum mæli
Ölgerðarhús Reykjavíkur.
Talsimi 354.
Norðurstíg 4.
Mafsmjöl
ágæt tegund fæst í
NÝHÖFN
I Skófatnaður I
I
&
J| }Cotv3 Stuvta 3ót\ssot\, *
verður seldur allan þennan mánuð
mjög ódýrt. Margar tegundir
með og undir vesksmiðjuverði.
Xlæðaverksmiðjan mm kaupir fyrst um sinn allskonar tuskur fyrir peninga út í hönd. fcómar jfösWt kaupir Ingólfshvolskjaliari háu verði.
Hjerar.
Svo sem frá var skýrt nýlega
er eitt af frumvörpunum, sem
landstjórnin leggur fyrir alþingi í
sumar, um friðun hjera, en til-
efnið er það að veiðistjóri Th.
Havsteen í Hróarskeldu, hefur
sótt að mega flytja hingað
til lands hjera, „til þess að
styðja að fjölgun veiðidýra á
íslandiHyggur hann að flytja
hingað um 50 hjera frá Noregi
eða Færeyjum í apríl og maí-
mánuði næstkomandi og sleppa
þeim á afrjetti hjer sunnanlands,
og ef vel tekst með þau dýr, ætl-
ar hann að koma hjerum og til
Norðurlands.
Hjer er um nýmeli að ræða
sem getur orðið til hins mesta
gagns, og annars furða að ekki
skuli fyrr verið framkvæmd slík
tilraun.
Raunar hafa hjerar veri fluttir
hingað til lands þrisvar áður svo
menn viti, en tilraunirnar voru of
ófullkomnar til þess'að nokkuð yrði
á þeim byggt. Síðasta tilraunin
var gerð í Vestmannaeyjum, en
þar þóttu hjerarnir grafa svo jörð-
ina og eyðileggja, að þeim var
fargað brátt.
það er sem sje náttúra hjer-
anna að grafa sjer skýli, ekki
raunar dýpri en svo, að jafnan
sjer á hrygginn upp úr.
Hjerar æxlast fljótt, því þeir
gjóta 3—5 sinnum á ári, og eru
afkvæmi þeirra 3—7 í hvertsinn
eftir því hvernig viðrar. þeirlifa
aðallega á grasi og á haustin nokk-
uð á berjum. Er ekki líklegt að
þeir verði hjer að ógagni á heið-
unum en annars gæti komið fyr-
ir að þeir spiltu birkiskógi, ef
þeir væru þar.
Aftur má búast við, að þeim
fjölgi brátt stórkostlega hjer, þar
sem ekki eru önnur dýr til að
granda þeim en tóa og lítilshátt-
ar örn, en t.*d. í Noregi eru mörg
rándýr og ránfuglar sem ofsækja
þá og fjölgar þeim þó heldur þar
í landi.
Hjerar verða þetta 8 pund að
þyngd, og geta þeir orðið besta
búsilag ekki síður en rjúpur.
Auðvitað verður allmikið af
hjerum tóunni að bráð, en svo
segja fróðir menn, að ef tóan hef-
ur hjera til að veiða, þá láti hún
lömbin í friði, og þá getur tóu-
veiði einnig verið nokKur tekju-
grein þegar skinnin komast
upp í 100 kr. og þar yfir.
Æskilegt hefði veríð að hinir
innfluttu hjerar hefðu verið frá
Grænlandi, bæði þola þeir hjerar
meiri vetrarhörkur en aðrir, og
skinn þeirra hin hvítu er alldýr-
En þeir geta þá komið síðar.
12 aura
bollapörin
og
rjómastellln
margeftirspurðu nýkomin í
KOLASUND.
V I S 1 R
xwMzx %uc$u aj vötum, sem haja \)ev\5
\ ^u^auAV oa ^sfeatati&v «ve8 tek\J»nsv)e*5*v 09 venSa
seVAat ovauateaa odátV,
StutVa ^óxvssotv.
Skinke og síðuflesk | jsg- KartÖÍlur
ódýrast og best í NÝHÖFN.
nan
I ALFATNABIR
m Einníg sjerstakir jakkar, vesti og buxur.verða
|^j seldir þennan mánuð með lægra verðl en
B annarsstaðar gerist. ©
® Sturla Jónsson. S
fást ódýrastar hjá
Isebarn
Aðalstræti 5.
Nokkrir pokar af skemdum fóðurkartöflum seljast eining mjög ódýrt.
‘Gvt tev^u
LAX og SILUNGUR
fæst daglega í
ishtisinu
hjá J. NORDAL.
Sölubúð á neðstu hæð hússinn nr. 12 á Hverfisgötu, er fæst
breytt eftir óskum (t. d. skrifstofur, skólastofur, lækningastofur,
saumastofur eða annað). Aðrar upplýsingar gefa
G. Gíslasön & Hay Ltd.
’Æ
*
Álnavara.
Landsins langstærsta,
besta og ódýrasta úrval.
STTTRTiA JÓNSSON.
*
Agætt
maísmjöl
fæst í
Kaupangi
Æ
:*:
Falleg’i, hvíti
púkinn.
Eftir Ouy Boothby.
---- Frh.
»Jeg hafði ekki hugmynd um að
við vorum að leita að nokkru skipi«.
»Nú, jæja, — svona er það nú
samt. Og við verðum líklega að
flækjast hjer í hafvillum fyrst um
sinn á leiðinni. Fari þeir norður og
niftnr hölvartir hrintarnirf«
Að svo mæltu greip hann stýris-
völinn, sneri kuggnum afleiðis og
sigldum við nú nokkru meira í
vesturátt en áður.
Stund leið af stund, hver annari
einnianalegri og leiðari, og alltaf
hjeldum viö áfram. Hitinn var sterk-
ur — það lygndi undir Iiádegis-
bilið og sjórinn varð sem bráðið
silfur, — nærri því frágangssök að
horfa út á hafið. En hvergi örlaði
á skipinu, sem við vorum að leita
að, — við sáurn aðeins einn eöa
tvo kínverska kugga langt burtu í
austri og eimskip mikið yst við
sjónbaug í norðri.
Þetta var engan veginn glæsitegt
útlit og sjálfsagt í hundraðasta sinni
ásakaði jeg sjálfan sig fyrir það,
að hafa verið svo vitlaus aö takast
þessa ferð á hendur. Og svo hafði jeg
verk í handleggnum í tilbót og þótt
skýli það, er fjelagi minn hafði
tjaldað yfir mig, hlýfði mjer að
nokkru við hitasvækjunni, fór jeg
samt að kveljast af sárum þorsta.