Vísir - 01.07.1914, Side 3

Vísir - 01.07.1914, Side 3
 V 1 S 1 R eins mikið og í stærsta Pyra- midann á Egyptalandi sem enn er mesta steinsmíði heims- ins. þessar lokur eins og Kyrra- hafs megin, eru með tvöföldum vængjahurðum. Hættan er því minni. Níutíu og fimm skip af hundr- aði eru innan við 600 fet á lengd- það er því sparnaður á vatni og tíma að þurfa ekki að nota fulla lengd hvers hólfs, sem þó er hægt að nota eftir því sem hvert skip um sig útheimtir. Alls eru 46 hurðir í skurðinum. þær eru úr stál-plötum sem hnoðnegldar eru á stálgrindum. Og svo rammbyggi- lega gerðar, og nákvæmlega settar að þær slúta minna en einn áttunda úr þumlungi á ytri brún, semer 65 fet frá hjör- um. Sú stæsta vegur 1,483,700 pund. Allar til samans vigta þær 118,488,100 pund og kostuðu 5,374,474 dali eða meira en 4 cent pundið. Skip semerað fara gegn um lokurnar, hækkar eðalækkar þrjú fet á mínútu. Að fara í gegnum Gatun lokuna tekur klukkutíma og hálfan. Ekki mega skipin neyta sinna eigin vjela í gegnum lokurnar, af því gæti hlotist árekstur áhurðirrar, heldur eru þau fest svo þau ekki snúist, síðan eru fjórar rafmagnsvjelar, tvær á hverja hlið, ein að framan og önnur afc aftan, sem draga skipið úr einu vatnshólfi í annað. Vjelar þess- ar renna á járnbraut, sem byggð hefur verið á hliðar veggjunum vlð lokurnar; svo jer um búið að ómögulegt er að þær fari út- af sporinu. 40 sh'kar vjeiar eru í smtðum, sem hver um sig kost- ar 13,217 d. Skildi svo vi’ja til að stjórn á skipinu færi eitthvað í handaskolum, að dragreipið slitnaði eða eitthvað annað bilnði, þá eru sverar keðjur sem liggja í grópum þvers um í botninum sem á svipstundu má vinda upp með rafmagni, svo skipið stöðvist. Ef það skyldi nokkurntíma koma fyrir að stálhurðir þær sem halda vatninu biluðu, þá eru til taks vindu-brýr, sem má vinda yfir lokuhólfin, síðan eru álmur frá bryggjum þessum sem ganga til botns. Eftir að komið er í gegn- um Gatun lokurnar skipið í er fersku vatni, sem vinnur það að verkum að skipið hreinsast al- gjörlega að utan, og eru það mikil hlunnindi. Skip þau sem ætla um skurðinn, mega tæplega vera eins hlaðin og ella, fyrir þá ásfæðu að þau rista heldur dýpra í fresku vatni en sjó. Á Gatun vatninu geta skip skriðið með fullri ferð, 24 míl- ur, þar til Culebra skurðurinn tekur við. Nl. Klæðaverksmiðjan mm kaupir fyrst um sinn allskonar ‘uskur fyrir peninga út í hönd. |ar eð versSun J. P. T. Brydes hjer í bænum hættir 1. ág. þ. á., er hjer með skorað á alla þá, sem skulda versluninni, að greiða skuldir sínar að fullu fyrir lok júlí mánaðar. íslenskar vörur eru teknar upp í skuldir eftir gangverði. Jeg treysti því fastlega, að þeir; sem skulda versluninni, borgi eða geri samning um greiðslu fyrir 1. ág., svo að jeg ekki þurfi að láta innheimta skuldirnar með lögsókn. Reykjavík 30. júní 1914 pr. J. P. T. Brydes verslun, N. B. Nielsen. IPÆRISKAUP tveim húsum hjer í bænum geta menn fengið með því snúa sjer nú þegar til yfirrjettarmálaflutningsmanns Odds Gríslasonar, YSUOSTUR 20 au. pundið. í heilum stykkjum 15 au. pundið. J P T. BRYDES VERSLUN. \%hxx Jæst da§le$a v J&ati&astoseU W ^atsvwv LUX-LAMPAR til sölu eítir samkomulagi. J P T BRYDES VERSLUN Tvær kaupakonur óskast norður í Iand. Hátt kaup í boði. Báðar ferðir fríar. Afgr. v. á. Fallegi, hvíti púkinn Eftir Guy Boothby. ---- Frh. »Af því að þá hefðuð þjer lík- lega gert lögreglunni aðvart, og þá hefðum við svift okkur ánægjunni af samvistunum við yður og ómet- anlegri aðstoð yðar.« »Jæja. En mjer þykir lakast að þjer hafið orðið svo óheppinn í auðmamiavalinu! Jafnvel þessi 500 pund, sem þjer fenguð mjer, borga foringja yðar tæplega ómakið. Þjer getið ekki látið grjótinu blæða.« Hann settist á stólinn er hún hafði setið á og kveikti f nýjum vindlingi. Að því búnu mælti hann; »Jeg er ekki viss um að jeg skilji yður til fullnustu!« »So-o?~Jeg held jeg gæti varla sagt það skýrar, riema þá að jeg yrði nokkuð frekyrtur. í stuttu máli sagt, herra Watworth, ef þið eruð í fjárleit, — því hafið þjer þá ekki veitt rjúpu sem betur borgar sig að reita?« »En við erum ails- ekki að seil - ast í peninga, góði vinur! Haldið þjer að við hefðum þá farið að borga yður 500 pund? Nei, Nor- manville læknir! Þjer þurfið ekki að vera hræddur um peningana yðar — í þessu efni er ekkert óheiðar- legt. Við erum á leiðinni út í eyna þar sem bóluveikin geisar. Og jeg segi yður það dagsatt, að yður skal verða fyigt heilum á húfi heim í gistihúsið yðar aftur, þegar verki yðar er lokið. Meira get jeg ekki sagt yður. Sýnið oss drengskap og vjer skulum gjalda yður í sömu mynt. En allt skal gert sem í voru valdi stendur til þess að gera yður dvölina svo ánægjuiega sem unnt er.« Nú varð mjer hughægra. Jeg var þá eklci hernuminn. Mín var þá leitað sem læknis eftir allt saman. Nú, það var svei mjer bót í máli. Staða míu var dæmaiaus, því ber- sýnilegt var það, að jeg fekk ekki aðeins tækifæri til að komast í lcynni við fallega hvíta púkann, heldur átti jeg að fá borgun fyrir að kynn- ast honum! Þegar óttinn fór af mjer, fór jeg að líta með meiri ánægju á framtíðarhorfurnar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.