Vísir - 13.07.1914, Page 2

Vísir - 13.07.1914, Page 2
Þess vegna hefi jeg komiö fram meö breytingartill. á þskj. 82, sem fer fram á það, aö ráöherrar njóti eftirlauna í þrjú ár eftir aö þeir fara frá völdum. Duglegir menn eiga altaf kost á vel launuðum stööum, og mundu tæplega vilja lifa viö ráöherraembætti, ef ekki kæmi til sjerstök metorðagirnd eftir svo tignu embætti. J ó n á H v a n n á: Þetta mál hefir áður veriö fyr- ir þinginu. Jeg er þeirrar skoö- unar, að nauösyn beri til aö af- nema ráðherra-eftirlaun. Til ráö- herra fyrst um sinn munu helst veljast þeir menn, sem áöur hafa veriö embættsmenn, menn meö fullu fjöri, sem ekki þurfa að hvíla sig með eftirlaunum, heldur geta tekiö viö embætti aftur. Ef eftir- laun ráöherra haldast, er lands- sjóöi bundinn þungur baggi, ekki síst, ef ráöherrum veröur fjölg- aö, sem ekki mun langt að bíöa. Björn Halls s o n: Jeg er einn af þeim flutnings- mönnum jæssa frv. Mönnum eru kunnar óskir þjóöarinnar um af- nám eftirlauna yfirleitt. Svo langt þorðum vjer ekki aö fara, vegna þess, aö málið er ekki nægilega undirbúiö. En ráðherra-eftirlaun er sjálfsagt að afnema; auk kostn- aðarins, þá mun það satt vera, sem heyrst hefir, aö æsingar og flokka- dráttur hafi hlotist af eftirsókn manna eftir þessu embætti. Frv. visað til 2. umr. Fimm manna nefnd kosin. Guðmundur Eggerz. Jóhann Eyjólfsson. Einar Arnórsson. Þórarinn Benediktsson. Magnús Kristjánsson. 7. m á 1. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 60, 30. júlí 1909, um skipun læknishjeraða (70); l.umr. (Læknishjerað nýtt verði stofnað í Bolungarvík og þar í grennd; flutn- ingsmaður Skúli Thoroddsen). Frv. vísað til 2. umr. í e. hlj. Frv. vísaö til læknaskipunarnefnd- arinnar. 8. m á I. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 5., 19. febr. 1886, um um friðun á laxi; 1. umr. (Aðal- flutningsmaður Einar Arnórsson). Vísað til 2. umr. með 11 móti 4 atkv. 5 manna nefnd kosin: Hjörtur Snorrason. Sigurður Sigurðsson. Einar Arnórsson. Jóhann Eyjólfsson. Eggert Pálsson. í grasbýlanefndina var bætt Guð- mundi Hannessyni og Pjetri Jóns- syni. D a g s k r á neðri deildar þriðju- daginn 14. júlf kl. 12. 1. Undanþága frá 1. gr. siglingar- laganna; 2. umr. 2. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurkaup- staðar; 2. umr. 3. Borgarstjórakosning í R.vík; 2. umr. 4. Mæling og skrásetning lóða og landa í Rvík. 2. umr. 5. Mat lóða og Ianda í Rvík; 2. umr. 6. Markalög; 1. umr. 7. Birting fyrirhugaðra löggjafar- mála, þingsályktun; ein umr. 8. Þingsályktunartillaga um hluta- fjelög; hvernig ræöa skufi. Efri deild. 1. m á I. Póstlög. 2. umræða. Magnús Pjetursson: Nefndin hefur átt tal við póst- meistara um málið og samkv. upp- lýsingum hans leggur hún til að frv. sje samþykt. Samþ. nieð 11 atkv. Vísað til 3 umr. 2. mál. Siglingalög. 3, umræða. 1 Breytingartillaga samþ. Verður ’■ sent n.d. i | 3. m á 1: j Refír. 2. umræða. J Sigurður Stefánison: S Meðmæltur 3. matina nefnd. | K a r 1 F i n n b o g a s o n : Þótti lítið tekið tillit til ummæla ( sinna við 1. umr., yrði þvíað gera í betri skil, Einokan með Iifandi refi “ gagni, en vera mörgum að ógagid. I Væri og skerðing á umráðarjetti yfir eign sinni. Ilt fyrir þann, er yrðling eignaöist og gæti ekki alið upp sjálfur, að þurfa að selja hann lágu verði innlendum manni, þó útlendingur byði þúsundir. Væri refur taminn og kenndar íþróttir mætti ekki sýna hann lifandi er- lendis. Þar sem flutningsmaður hafði við 1. umr. sagt, að hrepps- nefndir fengju tekjur af grenjum, yrðu þær einmitt meiri, ef verslunin væri frjáls. Enn gæti útflutnings- bannið ekki varnað samkeppni í refarækt erlendis, því refi mætti fá annarsstaðar en hjer. Nefnd samþ. með 8 : 4. Kosnir Siguröur Stefánsson. Jósep Björnsson Karl Finnbogason. 2. umr. frestað. Frh. Frumvarp til laga um að nema úr gildi lög nr. 22, 20. okt. 1913 um breyt- ing á lögum um vörutoll 22. okt. 1912. Flutningsmaður: Björn Krist- jánsson. Lög um breyting á lögum um vörutoll nr. 22, 20. okt. 1913 eru úr lögum numin. Breytingatillaga við frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um aðra skipun á æðstu umboðsstjórn íslands, nr. 17 frá 3. október 1913. Flutningsmaður: M. J. Krist- jánsson. 1. gr. orðist þannig: þegar ný stjórnaskipunarlög eru gengin í gildi, skulu efdr- laun ráðherra falla niður þrem árum eftir að þeir fara frá völd- um. Tillaga til þingsályktunar um íslenskan fána. Flutningsmenn: Björn þor- láksson, Jósef Björnsson, Magn- ús Pjetursson, Karl Einarsson, Kristinn Daníelsson, H. J. Krist- ófersson, Karl Finnbogason, Guðm. Ólafsson. Efri deild alþíngis ályktar að skipa 5 manna nefnd til að íhuga fánamálið og koma fram méð til- lögur, er þar að lúta. Tillaga til þingsályktunar urri að skipa nefnd í stjórnarskrárrnálið. Flutningsmenn: Björn þorláks- son, Sigurður Stefánsson, Karl Finnbogason, Magnús Pjetursson og Karl Einarsson. Efri deild Alþingis ályktar að skipa 5 manna nefnd til að íhuga stjórnarskrármálið. Tillaga til þingsályktunar um að skipa nefnd í fjáraukalögin. Flutningsmenn: Björn þorláks- son, Sigurður Stefánsson, Jósep Björnsson, Karl Einarsson, Karl Finnbogason, Magnús Pjeturssun. Efri deild alþingis ályktar að skipa 5 manna nefnd til að íhuga frumvarp til fjáraukalaga fyrir ár- in 1914 og 1915. Formenn og sbrifarar í nefndum á alþingi. \ NEÐRI DEILD. L í f t r y g g i n g s j ómanna: Form. Sigurður Gunnarsson. Skrifari Matthías Ólafsson. Eignarnámsheimild fyrir hreppsnefnd Hvanneyrarhr. á lóö og mannvirkjum undir hafnarbryggju: FormaSur Björn Hallsson. Skrifari Stefán Stefánsson. Lögreglu.samþykt og byggingarsamþ. fyrir Hvann- eyrarhrepp: Formaður Björn Hallsson. Skrifari Stefán Stefánsson. Læknishjeraðaskipun: Formaður Sigurður Gunnarsson. Skrifari Eggert Pálsson. Dómtúlkar og skjalþýð- endur: Formaður Jón Magnússon. Skrifari Bjarni frá Vogi. Þingsköp handa alþingi: Formaður Björn Kristjánsson. Skrifari Einar Arnórsson. Varadómarar í landsyfir- r j e 11 i: Formaöur Sigurður Gunnarsson. Skrifari Einar Arnórsson. EFRI DEILD. T o 11 ö g: Formaður Steingr. Jónsson. Skrifari Björn Þorláksson. Bo tn v.örpuvei Sa r: Formaður Jósef Björnsson. Skrifari Kristinn Danielsson. Erindi lögð fram álestrar- sal alþingis. 33. Brjef frá sýslunefndaroddvita Ár- nessýslu með tilmælum um að þingmenn kjördæmisins hlutist til um, að hert verði á 11. gr. forðagæslulaganna. 34. Brjef frá laxveiðieigendum í Ár- nessýslu með tilmælum um að þingmenn kjördæmisins leitist við að tá breytt 1. gr. Iaga nr 5 frá 19. febr. 1886 um friðun á laxi. 35. Erindi frá Vigfúsi Sigurðssyni Grændlandsfara um 2000 kr. styrk úr Iandssjóði til bifreiðar- ferða um Fagradalsbrautina. 36. Erindi frá kennslumálanefnd stúdentafjelagsins í Reykjavík um að löggjafarvaldið hlutist til um það, að stofnað verði til fastrar kennslu í klassiskum fræðum við háskólann sem allra fyrst. 37. Áskorun frá 236 alþingiskjós- ■ endttm í Eyrarbakkalæknisbjeraði um, að Ásgeir lseknir Blöndal fái að halda fullum embættis- launum að eftirlaunum. Eftir H. Rider Haggard. ---- Frh. „Skil jeg ekki hveraig páfinn hefur frjett það“, sagði Hugi. „Jeg sagði honum það“, mælti Basil, „því jeg veit]flest er skeður og markvert er í hinum siðaða heimi. Enginn er valdameiri en jeg í Avignon, fþótt oft beri svo við að jeg verði stöðu minnarvegna að koma fátæklega fyrir sjónir ókunnugra manna. En tölum ekki um það. þjer verðið nú annað- hvórt að nota þetta tækifæri til að ná tali af páfanum, eður þá alveg hætta við það. því végna þess að pestin fer nú heldur í vöxt hjer í borginni; hefur sú skipun verið gefin út, að frá því í fyrramálið fær enginn, alls eng- inn inngöngu í páfahöllina, jafn- vel ekki konungar og ,keisarar.“ „Jeg mun verða að fara þégar í stað“ sagði Hugi. „Já“, sagði sjera Arnaldur „og snú þú hingað aftur svo skjótt sem auðið er“. þó þykir mjer þessi maður grunsamlegut-®, sagði hann lágt við Rikka, „og furðar það mig stórlega að þið skylduð taka hann fyrir ráðanaut í mál- um ykkar.“ „Getur verið að einhver hon- um skárri sje enn þá tórandi hjer í Avignon“, sagði Rikki, „en við tókum hann af því að hann var sá fyrsd sem bauðst. Virðist nú sem hann hafi reynst máli okk- ar vel. Að minnsta kosti skal honum sjálfum vera það verst, ef svik eru í tafli“. Leit Rikki illi- lega [til Basils er hann mælti þessi síðustu orð. Lögðu þeir fjelagar af stað og fylgdi þeim Davíð auk Rikka. Átti Davíð einnig að vera vitni, þar eð hann hafði verið nær- staddur er sjera Nikulás gaf játn- ingu sína. „Biðjið Rögnu að vera hug- hrausta og segið henni að jeg muni hraða mjer sem mest,“ sagði Hugi við sjera Arnald er hann kvaddi hann. Gekk Basil á undan þeim fje- lögum. og var koldimt, voru þeir enn ókunnugir í borginni, og vissu brátt ekki hvar þeir voru staddir. „Hvað heitir gata sú er sjera Arnaldur býr í“, spurði Hugi og staðnæmdist. „Hún heitir Sankti Bénézel- stræti", svaraði Basil, „en tefjum ekki, tíminn er dýrmætur“. „Sögðuð þjer sjera Arnaldi hvar við búum*, spurði Rikki allt í einu „því jeggleymdi því.“ Frh. Leiðrjetting. í sögunni »Brenni- vínsflaskan« í lyrra blaðinu í dag haía slæðst inn þessar villur: Jeg dreypti þvi á mannsins.ená að vera »á varir maunsins« — . . »nokkuð meinleysis- legur« — orðið nokkuð falli burt. — Orðin þegar hann á undan »þegar upp kom«, falli burt. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.