Vísir - 14.07.1914, Blaðsíða 1
\e>»\
r
Besta
verslunin í bænum hefur síma
z\\
og sumardvalir
sveit takasl best ef menn
nesta sig í
Nýhöfn.
Þriðjud. 14. júlf 1914.
Stofnað ráðaneytl fyrir ísland
fyrlr 40 árum.
Háfl. kl. 9,35’ árd. og kl. 9,57’ síöd.
VarðskipiS franska, Lavoi-
s i e r, liggur í dag á Seyðisfir'Si,
segir símfrjett þaðan, og lætur
skotin dynja svo undir tekur í
fjöllunum.
A morgun:
Afmœli:
Einar þórðarson verslunarm.
Friðrik Halldórsson, prentari.
þorvaldur Guðmundsson, afgrm.
Póstáœtlun.
Ingólfur fer til Borgarness og
komur aftur.
Álftanespóstur kemur og fer.
Veðrátta í dag.
Loftvog 1 < O a r- JS "O c > b/j "ul 3 lO <u >
Vm.e. 761,410,0 0 Skýjað
R.vík 762,311,1 0 Alsk.
ísaf. 762,3 10,3 0 þoka
Akure. 762,6 11,0 NNV 2 þoka
Gr.st. 728,4 14,5 0 Skýjað
Seyðisf. 762,1 10,2 0 Skýjað
þórsh. 762,2 9,7 0 þoka
Law&av uestva
Sjera Fr. Friðrikssön.JWinni-
peg-íslendingur skrifar ll.f.m.
„Hvítasunnudagurinn síðaSti er
einhver hinn lang-merkasti dagur
sem jeg hefi lifað. Sr. Fr. Frið-
riksson fermdi um morguninn
um 30 börn, og hjelt svo góða
ræðu, að það er málmanna hjer
almennt, að aldrei hafi farið hjer
fram eins tilkomu-mikil ferming-
arathöfn. Um kvöldið var altar-
isganga og voru teknir til altaris
12 hringir af fólki.......En nú
er sr. Friðrik því miður farinn
hjeðan og verður hjer lítið af
þeim tíma sem hann á eftir ó-
dvalið hjer. Er það leitt. því að
hann hefur haft mikil og góð
áhrif á marga hjer með ræðum
sínurn.®
Theodór Árnason fiðluleikari
efndi til hljómleika 7. f. m. í
Wonderland-leikhúsinu (þar sem
hann spilar) með aðstoð próf.
S. K. Hall, konu hans o. fl., til
ágóða fyrir ekkjuna þórunni þor-
varðardóttur, er mist hafði upp-
kominn son sinn af slysförum og
mann sinn skömmu áður (Magn-
ús Jónsson frá Hofsnesi í Öræf-
um) og sat nú eftir í fátækt með
8 barna hóp. Hljómleikarnir
tókust hið besta og voru afbragðs
vel sóttir. Fjekk ekkjan allan
arðinn, sem nam yfir 200 doll-
ara.
0 R BÆNUM
Þjóðhátíð Frakka. B a s t i 11 e-
d a g u r i n n svonefndi er í dag.
Því eru margir fánar á stöng hjer
í bænum.
Dýraverndunarfj. var stofn-
að hjer í gær. Var formaður
kosinn Tr. Gunnarsson frv.
bankastjóri en ritari Jóh. Ö.
Oddsson kaupmaður. Verður
nánar sagt frá þeim fjelagsskap á
morgun.
Sjera Ólafur Ólafsson frí-
kirkjuprestur kom heim í gær-
kveldi úr austurför sinni.
Helgi Sveinsson bankastjóri
á ísafirði fer með Pollux til
Kristjaníu og verður þar á há-
stúkuþingi. Svo fer hann til
Bretlands og Danmerkur.
*yxi juyiwc^
Neðri deild.
Fundurí gær. Frh.
4. m á 1.
þingsál.till. um reikningsskil og
tollgæslu.
Sig. Stefánsson.
Jeg flyt þetta mál inn á þing
aðallega eftir tillögu kjósenda minna.
Vildu þeir þó fara lengra í þessum
mállum en jeg legg til, svo sem
sjá má af fundargerðum er hjer
liggja frammi. En þetta ersvomik-
ið mál og má lijer ekki að neinu
hrapa. Á nefndum fundi dró jeg
allmjög úr og gat þess að tillagan
væri of óundirbúin og fljót hugs-
uð. En hjer verður þó eitlhvað að
gera.
Nú er svo komið fyrir stórfeld
vanskil sem landssjóður hefur orð-
iö fyrir hvað eftir annað, að al-
menningur er orðinn næsta áhyggju-
fullur, og er víst full ástæða til þess, ef
atburðir sem orðið hafa síðustu árin
lralda áfram. Hjer verður heil stjett
að þola tortryggni fyrir prettvísi ein-
stakra manna.
Hjer er svo alvarlegt mál að
ræða að Alþingi getur ekki selið
hjá að stemma stigu fyrir eins sorg-
legum atburðum og orðið hafa í
gjaldheimtu. Orsakir til þessara van-
skila eru sumpart úrelt lög og svo
er eftirlitið ekki eins röggsamlegt
og ætti að vera. En hjer er um
ærið vandamál að ræöa. Afleiðing-
arnar af þessu eru að tiltrúin fer
hnignandi til opinberra gjaldheimtu-
manna. Viðskiftalífinu fer hnign-
andi og einn góöan veðurdag stönd-
um við allir brennimerktir fyrir
prettvísi, vanskil og fjársvik.
Ef eftirlitiö er ekki skörulegt og
röggsamlegt duga engin lög.
Það er sagt um suma gjaldheimtu-
menn landssjóðs að þeir leggi fjeð
I sem beir innheimta f sparisjóð og
taki sjálfir vextina, þó þetta teljist
ekki til svika er það rangt og kem-
ur sjer oft illa þar sem landssjóð-
ur þarf þá að taka skyndilán til dag-
legra útgjalda.
Það er einnig liðið að skifti á
dánarbúum eru dregin ár frá ári og
l'g£Ía þar oft stórar upphæðir eftir
uppboð sem gjaldheinitumenn taka
sjátfir vexti af. Hjer er mjög mikil
freisting til þess fyrir sýslumenn að
gripa til þessa fjár þegar borga þarf
í landsjóðinn.
Hjer fyr fóru amtmenn og lands-
höfðingi rannsóknarferðir um land-
ið, en síðan stjórnarráðið tók við
þeim, eru þær að mestu lagðar nið-
ur og veit jeg ekki hvað því veld-
ur en vera má að það sjeu annir í
stjórnarráðinu.
Þingið getur ekki horft á að
landssjóður tapi þannig tugum þús-
unda hvað eftir annað. Mjer dettur
ekki í hug að kenna landsstjórninni
um allar misfellur, en hún verður
aö gera meir til þess, að þessir
viðburðir vaxi ekki svo hröðum
fetum.
Að þvf er tollgæsluna snertir hef
jeg heyrt, að hjer í Reykjavík nemi
innheimtulaun af þeim um 10 þús.
krónum. Þó enn meira yrði að
leggja til tollgæslunnar, væri ekki
horfandi í það.
Guðm. Björnsson:
Vitnisburð þann, sem hv. þingm.
ísfirðinga gaf kjósendum sínum —
um að tillaga þeirra væri lítiö hugs-
uö og svo úl í bláinn, að ekki
væri mikið mark á henni takandi
— eiga þeir alls ekki skilinn. Til-
laga þeirra er viturleg og verður
að vera sprottin af rækilegri um-
hugsun um þetta vandamál.
Verstu vandræðin sent vjer höf-
um komist í er ólagið á embættis-
færslu sýslumanna og er bráð-
nauðsynlegt að komast eftir af
hverju það stafar. Þegar jeg tók
við landlæknisembætinu, 1906, var
jeg þess var í Stjórnarráðinu að
læknastjettin var talin standa langt
að baki öðrum embættismönnum.
Var því ekki að undra að jeg færi
að gjóta hornauga til annara stjetta
og hef jeg því kynnt mjer þetta
nokkuð. ,
Nú eru vanskilin orðin svo mikil
að tortryggni almennings er vakin
til allra embæltismanna allt frá odd-
vita og upp að ráðherra. Þessi tor-
tryggni er þó svo ranglát sem frek-
ast má vera um sýslumannastjett-
ina. Þess er að gæta, að tekjur
landsins fara sívaxandi og sýslu-
menn eiga að heimta inn tugi þús-
unda með litlum launum og þeg-
ar litið er til eftirlitsins, sem hjer
er og aftur í öðrum löndumy verð-
ur það ljóst, að það er eins dæmi
hve lítil brögð eru að sjóðþurð
brátt fyrir betta indæla eftfrlitslevsi,
sem hjer er og hefur verið og ber
þatta glöggastan vott um, að þessi
stjett er fádæma heiðarleg, henni og
þjóðinni í heild sinni til sæmdar.
Það er afarslæmt fyrir þjóðina,
þegar tortryggni er vakin, sem ekki
er á rökum byggð, og sú mikla
tortryggni, sem nú hefur geysað
um Iandið eins og eldur í sinu,
hún á upptök súi hjer á Alþingi,
um það er jeg ekki í neinum vaía.
Hingað kýs þjóðin síha bestu
menn og skiftir um þing eftir þing
til þess, ef unnt er, að fá enn be'ri
menn en áður, en þessir menn nota
svo atkvæði sín til þess að ná sjer
í aHskonar launuð störf og bitlinga,
sem þeir skifta í milli sín, og það
er þetta sem er undirrót undir tor-
tryggni þjóðarinnar.
Hjer er lífsháski fyrir þjóðina er
hver maður fer að segja við sjálf-
an sig: »Það er ekki til neins að
vera heiðarlegur maður«.
Störf skattheimtumanna fara sí-
vaxandi ár frá ári og hafa marg-
faldast á síðasta mannsaldri. Það
eru þó takmöfk fyrir því hve miklu
má lilaða á menu, elns og á klár-
ana. Eftirlitskysið veldur miklu —
og er jeg hjer ekki meö neina van-
traustsyfirlýsingu til stjórnarinnar. —
Jeg hef nú ferðast um hvert lækn-
ishjerað í landinu og höfðu flestir
læknarnir aldrei sjeð landlækni, sá
jeg brátt að það var fádæma heimska
að láta þá vera eftirlitslausa. Þeir
voru einmitt mjög þakklátir fyrir
eftirlitið enda gat jeg leiðbeint þeim
um margt.
Amtmenn höfðu fyr meir á hendi
eftirlitið með sýslumönnum, en síðan
tók stjórnarráðið við, hjer hefur
ekki verið athugað hvað verið var
að gera, því stjórnarráðið hefur ekki
tíma aflögu.
Það þarf að stofna hjer nýtt em-
bætti, þótt það láti ekki vel í eyrum
alþýðunnar sem gjaman vill spara
eyririnn þó krónunni sje íleygt.
Hvernig á ólaginu stendur er mjer
ekki fullkunnugt en aðalorsökin ætla
jeg að sje örðugleikarnir á að ná
inn tollunum, fyrir það getur land-
stjórnin ekki gengið hart eftir og
greiðslan í landssjóð dregst, raunar
kemur hún þó seint sje og ætið
staðið í skilum, þó raunar að van-
skil sjeu. Þetta gengur 10—20 ár
þá deyr skattheimtumaðurinn og
þá koma vanskilin fram.
Hjer er um svo mikið mál að
ræða, að nauðsyn virðist að láta
milliþinganefnd fjaHa um það og
rannsaka írá rótum.
Neðri deild.
Fundur í dag.
i. m á 1.
Frv. til lagá um uíidanþágu frá
ákvæðum i. gr. í siglingalögum