Vísir - 16.07.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 16.07.1914, Blaðsíða 1
Va&<* Besta verslunin í bænum hefur síma %\\ Ferðalös: og sumardvaiir í sveit takast best ef menn nesta sig í Nýhöfn. FEmtud. tS. júli 1314. A morgun: Frú Elísabet Sveinsdóttir. Albert Obenhaupt, kaupmaður. Eggert Briem, bóndi í Viðey. Eiríkur Briem, prófessor. Páll Magnússon, járnsmiður. Póstáœtlun. Póstvagn kemur frá Ægissíðu. Veðrátta í dag. Loftvog 1 -4~» < Vindhraði Veðurlag Vm.e. 758,9 9,3 A 1 Skýjað R.vík 759,912,2 0 Alsk. ísaf. 760,1 11,8 0 Skýjað Akure. 759,7 10,0 0 þoka Gr.st. 725,5 16,7 0 Heiðsk. Seyðisf. 761,3 8,7 0 Alsk. þórsh. 761,1 10,0 0 þoka N—norð- eða norðan,A — aust-eða austan,S —suð- eða sunnan, V— vest- eða vestan. Vindhæð er talin ístigumþann- ig: 0—logn.l—andvari, 2—kul, 3— fcoia, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— sunningskaldi,7—snarpur vindur,8--- hvassviðri,9 stormur, 10—rok, 11 — ' ofsaveður, 12—fárviðri. Frá Jóhauni Jóhannessyni bæjarfulltrúa hefur Vísir fengið 2 brjef, annað frá Hamborg, hitt irá París. Hann hefur farið nokk- uð um þýskalandalstaðar drepandi hiti um það leyti (6. þ. m.). Til Parísarborgar kom hann 8. þ. m. og dvelur þar nokkra daga. Seg- ir ágæta líðan. Ef til vill ferða- saga síðar. Bókmentafjelagið hefur Sent út S k í r n i 3. hefti (88. ár) og sýslumannaæfir IV. b. 6.h. Skírnir er allfjölbreyttur. Byrj- ar á kvæði eftir Hannes Hafstein „í hafísnum*, þá skrifar Ein- ar Hjörleifsson „U m d r a u m a“ Smásaga „F a x i “ er þar eftir Guðmund Kamban, :„Undir p e r- e a t i n u“ eftir Kl. Jónsson, „I - hald o g framsókn eftir Jónas Jónss., „Áhrif klaustr- anna á íslandi“ eftir Guðm. Finnbogason, „Jökulsár- g 1 j ú f u r“ kvæði eftir Guðm. Friðjónsson o. fl. Óskar Árnason rakari er um þessar mundir austur í sýslum brúð- kaupsför með konu sinni Guðnýu Guðjónsdóttur. Þinglýsiagar 9. júlí. Matthías Matthíasson selur 18, nóv. f. á. Guðjóni Guðjóns- syni 375 ferálna lóð fyrir kr. 468,75. 16. júlí. 1. J. E. Jensen selur 9. þ. m. Magnúsi Benjamínssyni hús- eignina M 23 í þingholtsstr. fyrir kr. 22 600,oo. 2. Jón Jenson selur 12. maí þ.á. Ungmennafjelaginu Iðunni hús- eignina M 13 við Laufásveg fyrir kr. 5000,oo. 3. Hannes Hafstein selur 1. þ.m. Hinu íslenska steinolíuhluta- fjelagi húseignina 33 við Tjarnargötu fyrir kr. 25 000,oo. 4. Sveinn Magnússon selur 1. f. m., fyrir hönd Ásmundar Júl. Magnússonar þeim Gunnari Gunnarssyni trjesmið í R.vík og JHerdísi Sigurðardóttur á Varmalæk,* húseignina „Norð- urpól“ við Hverfisgötu fyrir kr. 5 468,77. 5. Lárus Lárusson selur 30. jan. þ. á. þorleifi Guðmundssyni húseignina M 58 B við Grett- isgötu fyrir kr. 6 900,oo. 6. þorlákur Vilhjálmsson selur, 12. þ. m. fyrir hönd dánarbús Vilhj. Bjarnasonar, Sveini Árna- syni 700 jferálna lóð meðfram Laugavegi fyrir kr. 525,oo. Merkilsgt áhald. er „optophon" nefnist, hefur frakkneskur læknir, F o u r n i e r d’ A1 b e, fundið. Með því geta blindir menn lesið bækur með eyranu. Ljósi er kastað frá prentaðri blaðsíðu í heyrnartól, er þanniger gert, að ljósið frá hvítum pappír leiðir fram háttskarpt hljóð, en ljósið frá hverjum staf veldur mismunandi hljóðum, er vel má greina að við æfingu. Verkfæri þetta er nú verið að reyna á al- þjóðafundi blindra manna og reynist ágætlega. Kosningarnar í Mexíkó. þær hafa fallið þannig. að H u- erta forseti hefur þegar fengið einróma traustsyfirlýsingu sem forseti framvegis. — Auðsætt er og að allir ráðherrar og stjórn- arstarfsmenn hans muni völdum halda. þeir Carranzaog Villa hafa átt fund með sjer — eða öllu heldur fulltrúar þeirra, — og orðið ásáttir um, að Carranza skuli vera yfirhershöfðingi alls Mexíkóhers, en Villa hafa yfir- herforustu í norðurhjeruðum landsins, sem hæstráðandi í orði kveðnu en þó í raun og veru jafnhátt settur að völdum. Virð- ist nú allt ætla að falla í ljúfa löð þar syðra, hve lengi sem það Kann að standa. þannig skýra bresk blöð frá 8. þ. m. Meðri deild. Fundur í dag. 1. m á 1. Frv. íil laga um breyting á lög- um nr. 86, 22. nóv. 1907 (46); 3. umr. (Borgarstjórakosn. i Reykja- vík.) Frv. samj). með 18 atkv. gegn 1 (Pjetri Jónssyni) og sent til efri deildar. 2. m á 1. Frv. til laga um undanþágu frá ákvæðum 1. gr. í siglingalögum, 22. nóv. 1913 (18); 3. umr. Frv. samþ. með 16 atkv. samhlj. og sent til efri deildar. 3. m á 1. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 30, 22. okt. 1912, um vörutoll (30); 3. umr. Frv. samþ. meS 20 atkv. samhlj. og sent til efri deildar. 4. m á 1. Frv. til laga um viðauka við lög um skipströnd, 14. jan. 1876 (stj.frv., nr. 86); 2. umr. Brtill. nefndarinnar allar samþ. og frv. vísað til 3. umr. 5. mál. Frv. til laga um breyting á lög- um nr. 64, 22. nóv. 1913, um sjó- dóma og rjettarfar í sjómálum (60); 2. umr. S v ein n Björnsson: Tilgangur þessa frv. er sá, að bæta úr tveim göllum, sem eru á lögunum og menn hafa rekið sig á. Fyrst er farið fram á, að fellt sje úr 1. gr. laganna ákvæðið um, að þeir sem sjódóm sitja, skuli hafa sjerþekking á siglingamálefnum. Sá skilningur hefur verið lagöur í þetta ákvæði, að hinir útnefndu menn í sjódöminum yrðu að hafa sjer- þekking á öllum siglingamálefnum. En nú segir í 2. gr. sjódómslag- anna: »Pá eina má tilnefna og skipa sjóilómsmenn, sem eru 30 ára að aldri, hafa óflekkað mann- orð, eru fjár síns ráðandi, búsettir innan sjódómsþinghárinnar og hafa sjerstaklega þekking á sigl- ingum, útgerð, vjelarstörfum, vörum eða vátryggingarmálefnum.c Til- gangur 2. gr. er sá að veita dóm- aranum aðstoð sjerfróðra manna í þeim málefnum, sem þar eru talin. En eftir 1. gr. þurfa sjódómendur að hafa sjerþekking á siglingamál- efnum. Nú getur hæglega svo far- ið, jafnvel hjer í Reykjavík, að ekki verði unnt að fá tvo menn með sjerþekking á siglingamálefnum og þar aö auki á öllum hinum mál- efnunum, sem talin eru í 2. gr. Iaganna. En nægilegt er, að sjó- dómandi hafi sjerþekking á því atriði sem hann á um að dæma Fyrir því er farið frain á það meö frv. að fella burt þetta ákvæði 1. gr., sjerþekking í siglingamálefn- um. Hin breyting frv. er í því fólgin að kostnaður við sjódóma sje greidd- ur úr Iandssjóði. í 5. gr. sjódóms- laganna er hinum útnefndu sjó- dómendum ætlað 4 kr. dagkaup, en ekkert um það sagt, hver kaup- ið eigi að greiöa. Menn hefur mjög greint á um þetta atriði. Sum- ir halda því fram, að málshöfðandi eigi að greiða kaupið, aðrir að báð- ir málsaðilar greiði það, enu aðrir að um kostnaðinn fari líkt og um kostnað við landamerkjamál. í áður gildandi lögum heyrðu öll sjómál undir venjulega dómstóla, og þurfti ekkert að borga dómaranum fyrir dómarastörf í þeim. Hjer væri því framið hróplegt ranglæti ofan í áður gildandi lög, ef nú ættu einstakling- ar að bera kostnaðinn við sjódóm- ana, auk þess sem brotið væri á móti þeirri grundvallarreglu í voru rjettarfari, að allir eigi ókeypis rjett- arvernd. Þessi kostnaður getur oft numið miklu, ef dómurinn stendur lengi, og orðið fátæklingum erviður. Tökum til dæmis mál milli háseta og útgerðarmanns. Þar gæti þetta ákvæði beint leitt til þess, að fá- tæklingnum væri meinað aö ná rjetti sínum, vegna þess að hann hefði ekki nægilegt fje fram aö leggja til að kosta sjódóminn. Frv. vísaö til 3. umr. Fimm manna nefnd kosin. Einar Arnórsson. Matthías Ólafsson. Sveinn Björnsson. Þorleifur Jónsson. Magnús Kristjánsson. 6. m á 1. Frv. til laga um breytingar á og viðauka við lög nr. 44, 10. nóv. 1913, um forðagæslu (42); 1. umr. (ASalflutningsmaöur Einar Arn- órsson.) Vísað til bjargrábasjóSsnefndar meS 11 atkt. gegn 1. Vísað til 2. umr. meö 12 atkv. gegn 1. 7. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um nr. 34, 16. nóv. 1907 um skip- un læknishjeraða 0. fl. (84); 1. umr. (Afnám aðstoöarlæknis á ísafirði og Akureyri; flutningsm. Guðmundur Hannesson). Vísað til 2. umr. með 9 atkv. gegn 2. VísaS til læknaskipunarnefndar með 9 atkv. samhlj. 8. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- nm um vörutoll nr. 30, 22. okt. 1912 (80); 1. umr. (Flutningsm. Björn Kristjánsson.) Björn Kristjánsson: Jeg er óvanur aS þreyta þing- iö meS frv., síst frv. til breytinga á nýjum lögum. En í þetta sinn eru knýjandi ástæSur til þess, að jeg legg til, að lögin frá 1912 um vörutollinn verði úr lögum numin. Ástæðan fyrir því er sú, aS grund- völlur hinna fyrri vörutollslaga er brotinn. Hann er brotinn aö þvi leyti, aS tollheimtumönnum er ó-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.