Vísir - 23.07.1914, Síða 2

Vísir - 23.07.1914, Síða 2
V I S I R Dagskrá neðri deildar á morgun kl. 12. Sauðfjárbaðanir, 3. umr. 2. Vörutollur, 2. umr. 3. þingsályktunartiliaga um lög- skoðun á útfluttri ull, hvernig ræða skuli. — Smásaga úr fiskiveri. — Eftir Kormák. ÞaS var ekki aö undra að hann var kallaður svo. Hann þagði auS- vitaö ekki altaf, en hann talaöi al- drci nema hann beinlínis þyrfti þess. Hann var maSur um fertugt, liölega meöalmaður á hæö, þrekinn og þó mjúkur í hreyfingum, ljós aö yfirlitum, háriS jiykt og voru þegar farin aö sjást grá hár í því. Hann hafði alla sína tíö, eöa svo sögðu menn, veriö vinnumaöur hjá hreppstjóranum í fiskiveri einu viö sunnanverSan Faxaflóa, og hafði enn sama kaup og borgaS var fyrir tuttugu árum. Og alla tíö haföi hann veriS formaður og fiskaö manna best. Hreppstjórinn haföi allstórt heimili og því mörg vinnuhjú. Vinnumenn hans fengu ekki aö ganga iöjulausir ef landlegudagur var, þó þeir stæðu í róörum; altaf ■var hreppstjórinn tilbúinn aö skipa þeim fyrir verkum — öllum nema Þorsteini. Þaö var eins og stjórn- sami öldungurinn heföi ekkert yf- ir honum aö segja. Þegar var nokkurs afla von úr sjó, á hvaöa tíma árs sem var, stundaöi hann róöra, svo aS hann var lengst af á sjó. Á landi sýslaði hann aS eins meS- útbúnaS skips síns, veiSar- færi og þesskonar. Hreppstjórinn var talinn frem- ur sparsamur maður — sumir sögöu meira aö segja aö hann væri nískur. Hann var fremur tregur á aS leggja til ný veiðarfæri, ljet menn sína notast við þau þó göm- ul væru eða fúin. Og ef þeir kvört- uöu yfir því og vildu fá nýtt, var svarið jafnan: ,,Fúiö? þaö — þaö getur ekki veriS fúið. Það er ])á af —af hirðuleysi,karlminn.“ Aöeins Þorsteinn ljet sig það litlu skifta. Þaö sem honum fanst ótraust hjá sjer, tók hann óðara og fór meö til hreppstjórans; þeir skiftust engum oröum á um þaö, hann varö aö fá honum nýtt og traust í staöinn. Verksvið Þorsteins var ekki stórt, þaS var skipiS hans. En þar var hann líka gersamlega einvaldur. Hreppstjóranum þótti vænt um, er skip lians fiskuðu. Hann var jafnan viöstaddur, er þau lentu, og sá glögt, hve mikið var í þeim. Hann ljek þá á als oddi viö menn sína, jafnvel lagSi hönd á stjóra- færiö með þeim. Viö Þorstein mælti hann þó ekki fremur þá en endranær, en í þess staö fylti hann vænt staup af víni og bar honum, þegar heim var komiö. Kaupi sínu eyddi Þorsteinn öllu fyrir vín, keypti helst óblandaS spritt, ef hann náöi í þaö. Þaö drakk hann einn og var enga breytingu aö sjá á honurn, þó hann yröi kendur. Enginn gat fundið aö viS hann í formanns- stööunni fyrir þaö, þó hann drykki. Helst var þaö húsfreyja, sem talaöi við Þorstein; þegar hann kom aö, var hún vön aB spyrja hvernig hann heföi fiskað, hvort ekki heföi veriS voíit í sjóinn, eöa kalt um morguninn, hvort hann vantaöi ekki nýja sjóvetlinga o. s. frv. Hann svaraöi því jafnan stutt og Jjýölega, eins og hún spurði. Allir, sem Þorseinn hafði yfir aS segja, hlýddu honum án nokk- urs minsta mótþróa. Engum var illa við hann, en einni manneskju var vel við hann. ÞaS var Gunna gamla vinnukona. Hún var nokk- uö viö aldur oröin, fremur vit- grönn og bráðlynd. Hún haföi ver- iö þarna á bænum síðan hún var smá telpa, fyrst hjá þeim, er bjuggu þar áöur en hreppstjórinn fluttist þangað, og svo hjá honum áfram. Margir höföu gaman af aö leika á Gunnu gömlu meS ein- hverri vitleysu, og stríSa henni, en þaö gerSi Þorsteinn aldrei og því þótti henni vænt um hann. Hún haföi alla tið verið þjónust- an hans og hún þjónaSi honum dyggilega. Það mátti ekki sjást blettur nje hrukka á neinu, sem hann átti. Og ef hún hafSi nauin- an tíma til aö annast fatnað þeirra, er hún þjónaði, eins og oft var nú, þá voru þaö altaf fyrst og fremst lians föt, sem hún varS að gera í lag. Mörg skip reru úr sömu vörinni og Þorsteinn. Lendingin var góS í öllum áttum, nema vestanátt. Sund var inn aS fara, sem var auðvitaS viðsjárvert ef brim var, þó af annari átt væri en vestan; en það var ekki langt, og þvi ekki hættulegt, ef sætt var lagi að róa inn, en gott þegar inn var komiö; en í vestanátt gat veriö eins viö- sjárvert er inn var komið, þegar sjerstaklega stóS á sjó. DálitiS fyrir noröan lending- una, skamt frá lireppstjórabænum, gekk klettanípa fram í sjóinn. Þar sat Þorsteinn löngum einsamall á landlegudögum, til aö gæta að veSri; þar gat hann setið hálfa og heila dagana aö „bræö’ ’ann“. Hann var lika allra manna glögg- astur á veöurlag og fór jafnan fyrstur aö róa. Þaö bar sjaldan viö aö aðrir úr vörinni reru út í ískyggilegt veöur, ef þeir sáu aö Þorsteinn var ekki farinn aö hreyfa sig.-------- VertíSin var komin. Jeg var útgerðarmaður hjá hreppstjóranum þessa vertíð og var háseti hjá Þorsteini. Af því mjer fanst maðurinn dálítiö ein- kennilegur, tók jeg vel eftir hátt- um hans. Enginn annar gaf því víst nokkurn gaum, síst þeir, sem voru farnir aö þekkja hann. Þeim fanst maöurinn hljóta aS vera svona geröur. Það var kominn góöur afli og útlitið var ágætt. Nokkur skip höfðu komiö innan af Nesjum og lágu við til fiskjar, þvi enginn afli var innfrá. Þaö var því margt um manninn, margt ungra rnanna, og því fjörugt á landlegudögum og öðrum stundum, er menn voru í landi. Meöal innanmanna voru feðgar tveir, sem jeg veitti sjerstaka eft- irtekt af því, hve ólíkir þeir voru. Karlinn var formaður á eigin skipi, fremur lítill vexti og beygju- legur, margmáll og óviöfeldinn. Hann var rauðbirkinn, haföi nokk- uS langt yfirskegg, sem hann sneri upp á, og ljet sjer mjög ant um aö broddarnir stæöu beint út. Son- ur hans var um tvítugt, vel meö- almaður á hæö og vel vaxinn, lip- ur, síkátur og allra manna hug- ljúfi. Við vorum jafnaldrar og urS- um fljótt mestu mátar. Þaö var ekki aö eins fyrir glaðværð hans og lipurö aö mjer fjell hann sjer- staklega vel í geð, hann var einn- ig mentaöur og skýr og því gaman aö tala viö hann. Einu sinni árla sunnudags geng - um viS saman út aö nípu. Snjó- föl var á jörö og nokkuö kalt, lieiður himinn og sólin að koma upp. „En ]iað bræðralag að sjá á bát- unum þarna i vörinni," mælti hann, „þeir standa þarna kyrrir hver viö annars hliö, eins og þeir viti ekki um neitt annaö en friö- inn. Meira að segja skuggarnir þeirra teygja úr sjer til þess aö geta fallist í faðma.“ „En bárurnar þarna í fjörunni eru annars eölis,“ sagöi jeg, til þess aö svara í sama tóii; „þær ólmast altaf, en raunar aö eins af fjöri en ekki af neinni vonsku. Ætli þær sjeu ekki í ætt viö þig?“ „1 ætt við mig? Helduröu þn að jeg sje af tómu vatni eins og þær? Ha, ha, ha---------- „Heyröu, góöi minn, hlæðu ekki alveg svona mikiö! Þú ert líklega aö miklum hluta af vatni, eins og aSrir menn!“ „Hef vatn í búknum auövitað. En jeg er ekki tómt vatn, sem aS eins hreyfist ef blásiö er á þaö!“ Jeg virti dálítiö fyrir mjer þenn- an glaölega og geðþekka ungling og kom þá faðir hans mjer í hug. Jeg fleipraði út úr mjer: „Hvernig er hún móöir þín í hátt?“ „Hún mamma ? Af hverju spyröu aö þvi ?“ „O, bara af forvitni.“ „Hún er svona í meðallagi stór, heldur myndarleg, held jeg, dökk- hærö og brúneyg.“ „Nú, en hvaöan hefir þú þá þetta ljósa yfirlit?“ „Þaö er víst frammi í ættum ein- hverstaðar.“ Viö vildum víst hvorugur tala meira um þetta og gengum því hljóöir dálitla stund. „Hvernig er þaö, þiö fiskiö allra manna mest, þiö eruð víst lang- hæstir hjerna í verinu?“ mælti hann. „Ojá, okkur hefir gengiö bæri- lega, held jeg.“ „Svona þjer að segja, þá vildi jeg aö karlinn liann pabbi hefði setið kyr heima. Jeg held jeg treysti mjer eins vel til aö vera fyrir skipinu eins og hann og jafn- vel betur. Hann fiskar ekki baun. Og jeg má ekki ráöa neinu meöan hann er meS. Svo er hann enginn sjómaður heldur.“ Frh. Eftir Guy Boothy. ----- Frh. »Allir eru á hælum mjer, hver höndin er á móti mjer, — jeg er útlæg kona, ættjarðarlaus og vina- vana, — fje er lagt til höfuðs mjer og þess vegna neyðist jeg til að gera mjer það að reglu að tor- tryggja alla. Hugsið yður að horf- ast alt af stöðugt í augu við þá staöreynd að verða tekin höndum svo framarlega sem hvikað er af varðbergi eitt einasta augnablik, og svo —« Jeg heyrði hana gnísta gremju- lega tönnum. »Og svo?« »Þá verður ekkert svo, dr. de Normanville! — við þurfum ekki ' að gera ráð fyrir neinu eftir að svo væri komið. Þeir skulu aldrei ná mjer Iifandi á vald sitt, en hitt skiilir engu hver lík mitt hefur þeg- ar jeg er liðin. Oóða nótt!« Hún var farin og horfin ofan skipsstigann áður en jeg gat svar- að nokkru orði. Jeg sökti mjer niður í að horfa á hafið og hugsa um það sem mjer bjó í brjósti. Skipsklukkan sló 4 (m. ö. o.: klukk- an var 10). Vörðurinn á stafnpalli gaf merki að alt væri í lagi, þögn ríkti á öllu, undursamleg kyrð, er ekkert rauf nema blásandi byrinn í þöndum voðunum og skvampið og skvettirnir á súðum snekkjunn- ar. Jeg hallaði mjer út á borðstokk- inn og hugsaði um æfi Fallega, hvíta púkans, eins og jeg hafði heyrt hann sjálfan segja frá henni. IV. Sólin var tæpast komin upp morguninn eftir er jeg vaknaði við það að snekkjan lá kyr. Þá var ekki nema um eitt að ræða: við hlulum að vera komin þangað sem ferðinni var heitið. Jafnskjótt sem jeg hafði felt þá ályktun, hljóp jeg á fætur, fór að hliðarglugganum, dró lítið tjald frá, er fyrir honum var og leit út. Og þvílík sjón! Gaman væri að lýsa því öllu í lit- um eða orðum! En, það er nú þrautin þyngri. Ef jeg væri bók- menta snillingur meiri en í meðal- lagi, gæti jeg ef til vill geflð ykkur einhverja glætu af hugmynd um það er fyrir augun bar. En nú er jeg bara vesælasti viðvamngur í orðsins list og óttast því mjög að það verk verði mjer meira en um megn. En sögu minnar vegna held jeg samt að jeg verði að reyna aö koma einhverju nafni á það. Fyrst verðið þið að reyna að hugsa ykkur litla höfn, í mesta lagi tæprar rastar langa og s|4 úr röst á breidd. Við henni blasti þar sem jeg sá hásljetta mikil, er hallaði of- an að ströndunum er særinn láað. Hugsið ykkur þetta hjallaland, eða hásljettu eins og jeg sagði, með háar skógi krýndar hæðir efst uppi, nærri því fjall, sem gnæfir tvö þús- und fet eða meira upp í heiðblá- an himininn. En upp úr kjarri því er beltar það neöanvert, gægjast hvít húsþök og hjer og hvar topp- þök kofa þeirra, er venjulegir eru á vesturströnd Borneo og eyjanna þar umhverfis. Frh. Fullorðin kona óskast í Vist nú þegar. Uppl. Njálsg. 42, niðri. Kaupamaður óskast á gott heimili. Semja ber við Siggeir Torfa- son kaupm. Prentsmiðja D. östlunds.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.