Vísir - 24.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1914, Blaðsíða 2
V í SIR V S S I R. Stœrsta blað á íslenska tungu. Argangurinn (400—500 blöö) kostar erlendis kr. 9,00 eða 21/,, dollars, innan- landsl r.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán.kr. 0,60. 3 Skrifstofa og afgreiðslustofa i Austur- > s*ræti 14 opin kl, 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A, 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson venjulega til viðtals 'kl. 5—7. GrEELA- EAmSÓOTA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi) lofti, er venjulega opin 11-3 virka daga. Auður Þýskaíands keisara. ---- Nl. Konungshallirnir gefa auðvitað ekkert af sjer heldur þvert á móti. Margar þeirra á keisarinn ekki sjálfur heldur ríkið, en hann hefur þær til umráða. Hann geldur enga leigu af þeim en verður aðeins að halda þeim vel við. Meðal halla þeirra sem keis- arinn á ekki sjálfur má nefna hallirnar í Wiesbaden, Hannover Celle, Osnabruck, Glticksborg og Kassel. Aftur á móti á hann sjálf- ur 3 hallir í Berlín, 13 í Potz- dam og grend og als yfir 4 0 h a 11 i r. Aðalhöllin í Berlín með öllum hinum dýru málverkum og öðrum dýrindum er eftir mati kunn- ugra að minsta kosti 20 milj.virði. Hinar smærri hallirnar eru til samans minsthelmingi meira virði. Áhangandi húseignum keisara í Berlín eru 25 stórar byggingar og búa þar um 400 hirðmenn með fjölskyldur sínar, alls um 2000 manns í rúmgóðum íbúðum. þess- ar byggingar eru alls að minsta kosti 25. milj. marka virði. Landeignir keisara eru sam- tals 74,420 hektarar af skóglendi og 47,439 h. af akurlendi. Akur- lendin eða þær landeignir sem telj- ast til erfðaóðala konungsættar- innar eða eru einkaeign keisara, eru nærri allar seldar á leigu En skógunum ræður krúnan eða keisarinn sjálfur. Af landeignum sínum mun keisarinn ekki hafa minni tekjur en ríkið af sínum, því að hann og ríkið hafa sömu menn í ráðum við leigusamninga alla. Ríkisskógarnir gefa af sjer rúml. 24 mörk og akurlendið 36 mörk á hektar hvern, svo að keisari ætti eftir því að hafá 2V2 milj. marka tekjur af skógum sínum og ökrum. Gjöldin af lóð- um keisarans eru áætluð um 7 hundr. þús. mörk, og ef margfald- aður er lóðarskatturinn með 100 til þess að finna verðmæti lóð- anna, þá verða lóðir Vilhjálms II. 70 milj. marka virði: En auðvit- að eru allar eignir keisarans skatt- frjálsar. þýskalandskeisarinn fær þá frá ríkinu 17,7 milj. hann fær 9 hundr. þús. í rentu af lausafje og jarðartekjur hans eru 372 mil- jón, verður það samtals 22,1 milj. marka (um 20 milj. króna). Auður hans og krúnunnar að er nú komin og tæst hiá bóksölunum í Reykjavík. Bókaverstun Sigfúsar Eynríundssonar. Smjörlíkið FEETJA í öskjunum er aftur komið í NÝHÖFN, meðtöldum erfðaeignunum nema rúinum 175 milj. marka. Mest- ur hluti auðs þessa telst til ætt- aróðals konungsættarinnar og er handhafi þess einlægt sá af ætt- inni er að ríkjum situr. Fyrir utan jarðeignir keisara á Heinrekur prins og krónprinsinn miklar eignir. Verðmæti eigna krónprinsins í Schlesíu er áætlað 15 miljónir. það er erfðagóss frá hinum forríka hertoga af Brúnsvík hinum svonefnda de- mantshertoga. DAS IST DÁNISCH. Svo bar til er þýska skemtiferða- skipið Victoria Louise var hjer á dögunum, að þýskum prófes- sor nokkrum varð starsýnt á lög- regluþjóninn okkar einn er stóð á steinbryggjunni. Prófessorinn hefur eflaust haft það í Iiuga aö kynnast sem best háttum vorum í öllu, og eitt sem hann athugaði grandgæfilega var búningur iög- regluþjónsins. Hanh leit á hjálminn og varsem hann gæti þar ekki fundið það sem hann Ieitaði að. Þá sá hann and- litið og var auðsjeð að það Iíkaði honum vel, þá var honum litið á beltið, brýrnar sigu og svipur hans vottaði djúpa fyrirlitningu. »Das ist dánischí (það er danskt) sagði hann um leið og hann vatt sjer við og hjeh burtu. Ailir íslendingar, sem nokkra virð- ingu bera fyrir þjóðerni sínu, eru sárgramir yfir lítilsvirðingu þeirri, sem lögregluþjónanir hjer eru látnir sýna oss með því að ganga með dönsk Iögregluinerki, og er raunar einstakt til þess að vita, að þessu hefur ekki verið mótmælt opinber- lega enn og það svo kröftuglega, að undan yrði að láta. Þess skal getið til verðugs hróss bæjarfógetanum í Hafnarfirði, að hann hefur fyrirskipaö íslenskan lög- reglubúning í bæ sínum. Jeg vil ekki viðhafa þau orð, sem mjer þykja maklegust um þetta framferði, en jeg veit að lesarinn finnur eitthvað viðeigandi í huga sínum. L. A. V. Tulinius Miðstr. 6. Tals. 254. Brunabótafjel. norræna. Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr. Skrifstofutími 9—3. SENDIÐ AUGLÝSINGAR í VÍSI timanlega. Fyrsía ástin. ---- Nl. Stúlkan kom rjett í þessu til að kalla á mig: »Frúna og yfirforingj- ann langar til að tala við yður*. jeg stóð undir eins upp og fór inn í stofu. Þegar jeg gekk fram hjá forstofu- speglinum sá jeg að jeg var alveg náföl. Þegar jeg kom inn, sat mamma í hægindastól við borðiö, hann gekk fram og aftur um gólfið. Mamma var svo glaðleg og hún var dálítið rjóð í kinnum. »Við þurfum að segja þjer nokk- uð Elísa*, sagði hún og snjeri sjer að mjer. »Arndahl og jeg erum trúlofuð* — sagði mamma ósköp rólega, »og við ætlum að gifta okkur nijög bráð- lega«. Mjer fanst alt hringsnúast í kring um mig — svo rann alt út í þoku fyrir mjer — jeg varð að þrífa í borðið til þess að detta ekki. »Hvað er að þjer barn —« sagði mamma og þaut upp af stólnum. »Holger, hjálpaðu mjer, hún er að detta.« Jeg fann handleggi hans á öxl- um mjer og brjósti, þegar hann hjálpaði mjer að setjast í hæginda- stólinn, — hárið hans ilmaði, — hrokkna skeggið hans kom við ennið á mjer------það var mömmu sem hann elskaði. »Elísa mín«, sagði hann, »við sem erum altaf svo góðir vinir — hvernig getur yður þótt svona Ieiðin- legt að jeg skuli nú ælla að verða faðir yðar?« »Holger — lofaðu mjer að tala við iiana —,« mamma tók í hend- ina á mjer en jeg ýtti henni frá mjer. »EIísa — vertu nú góð stúlka, mjer mun auðvitað altaf þykja jafn vænt um þig, þó jeg elski Arndahl. Þú getur þó ekki krafist þess að jeg þín vegna afneiti þeim manni, sem jeg elska, Þegar þú verður full- orðin og giftist, yrði jeg alein ef jeg ekki heföi hann. Hugsaöu um það, Elísa mín, að jeg er nú bráðum orðin öidruö kona — og jeg hefi aldrei áður elskað nokkurn mann. — Jeg hefi aldrei verið algjörlega hamingjusöm. Annt þú mjer þess ekki að verða hamingjusöm? Jeg var svo ung þegar jeg gift- ist föður þínum — hann var 30 árum eldri en jeg, Elísa — mjer þókti mjög vænt um hann — en jeg eiskaði hann aldrei. SKEIFSTOFA Umsjónarmanns áfengiskaupa Grundarstíg 7, opin kl. 11—1. Sími 287. ÍÓ-CAFÉ ER BEST. SÍMI 349. HARTVIG NIELSEN.: Vertu nú góð Elísa mín« — og hún strauk hendinni yfir hárið á mjer. — Jeg hrinti hendinni burtu og stóð upp. »Giftu þig bara,« sagði jeg, »þú skalt bara gifta þig, þar sem þjer hefur aldrei þókt vænt um hann föður minn — og það sá jeg vel daginn sem hann dó •— þú grjest ekki, — þú horfðir rólega á að hann gaf upp öndina, — þú kyst- ir hann ekki einu sinni, þegar hann dó. Jeg var eina manneskjan sem þókti verulega vænt um hann. Þið hafið ugglaust farið á bak við hann, meðan hann var á lífi.« Mamma starði á mig — hún var náföl — hann var sótrauður — og æðarnar þrútnuðu á enni hans------- mjer fanst jeg hala hann. Jeg Ieit á myndina af blessuninni honum föður mínum sáluga, með þessi alvarlegu góðu augu og hvíta mikla skeggið sitt. Jeg fór að gráta — táriti streymdu niður kinnarnar á mjer — og jeg fór út úr stofunni. Jeg hef setið hjerna lengi og grát- ið — hjeðan af hef jeg ekkert nema hann föður minn sáluga. — Myndin af honum má ekki hanga Iengur og horfa á þau — á morgun tek jeg hana inn til mín. Nú sitja þau víst og eru að kyssast. Holger — sem jeg elskaði — hann sagðist ætla að verða — faðir minn. Endir. Drengur U(n fermingu, röskur og vel aö sjer óskast á skrifstofu G. Gfslason & Hay.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.