Vísir - 03.08.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 03.08.1914, Blaðsíða 1
UC>9 Besta vers.Iunin í bænum hefur síma sm. Mánud. 3. ág. 1914. Eftir að hingað frjettist að í Danmörku hafi verið gefin útlög um að danskir bankaseðlar voru óinnleysanlegir með gulli fóru menn að leyta til íslandsbanka til þess að skifta þar seðlum í gull. Meðal annars tók „ I s 1 a n d s F a 1 k “ út 20 þúsund krónur í gulli. Var auðsjeð að gull mundi brátt ganga til þurðar í bankanum ef ekki yrði aðgert. þá tók þingið málið til með- ferðar. það leit svo á að ekki væri einungis eyðilegging búin bank- anum ef seðlarnir væru ekki þegar gerðir óinnleysanlegir, held- ur væri og mjög illt fyrir landið að missa þann eina gullforða sem til er, ef landssjóður þyrfti að leita vörukaupa erlendis. Lögin voru samin í skyndi í gær og símuð út til staðfesting- ar. Meðan staðfesting er ófengin er bankinn lokaður. Raunar var hann opnaður í morgun, er þá þegar fyltist af fólki er heimtaði gull og var þá lokað þegar aft- ur. ‘Jvá JU^vtiav Sameinað þing í dag kl. 10. Ræða ráðherra Eins og hinu háa alþingi er kunn- ugt hefur hans hátign konungurinn útnefnt mig ráðherra 21. f. m. Mjer er það Ijóst, að ótal erfið- • leikar bíða mín í þessu embætti. ! Mjer er það ljóst að jeg hefi tekist I á hendur ábyrgð, sem herðar mín- i ar eru heist til veikar til að bera. ! En þrátt fyrir það liggja nú fyrir i þinginu ýms þau mál, sem hugur ; minn fylgir svo fast, að löngun mín til að vinna að heppilegum úrslit- um þeirra hefur orðið ríkari en kvíði sá sem jeg ber fyrir því, að kraftar mínir reynist eins miklir og skyldi. Eitt af þessum málum er stjórn- arskrármáliö, sem liggur nú fyrir \ háttv. neðri deild. í því felast ýms- ar þaer rjettarbætur, sem þjóðin hefur þráð utn langan tíma, rjettar- bætur, sem jeg tel miklu skifta. Jeg skal minna á afnám konungkjörinna þingmanna og rýmkun kosningar- rjettarins. Stjórnarskrárfrumvarp þetta er yfir liöfuð þannig vaxið, að jeg 3 Ferðalös: og sumardvalir í sveit takast best ef metin nesta sig > Nýhöfn. Vegna laga þeirra um ráðstafanir á gullforða Islandsbanka, innstæðufje í bönkum og sparisjóðum, sem alþingi samþykkti í gærkveldi, og sem þegar hafa verið send til konungsstaðfestingar, verður Islandsbanki lokaður þangað iil staðfestingin kemur Þessar ráðstafanir eru gjörðar eftir samráði við landsstjórnina tii að tryggja landinu gullforða. Reykjavík, 3. ágúst 1914. S^ónv 3^a'(v4s%atv^a. ■ --------- Símfrjettir. Leith í dag. ^o8\)et\at JlusWúfevsmetvvv ?vaja sa$t ^ussum o$ ^v'ö^ttm sttvl á fvetvðr ttr. jEttvst ev \)\S al ^tt$U(v&vtv$at taliv \iáU v stvvívtvtt, [ (Sjá einnig næstu bls.) hygg að þing og jojóö fylgi því nálega óskift. En jafn óskiftur mun og hugur þings og þjóðar um það, að þær ráðstafanir, sem gerðar verða jafnframt staðfestingu stjórnarskrár- frumvarpsins, verða þannig vaxnar að sjermálasvið vort verði ekki þrengt með þeim. Um hilt er aftur ágrein- ingur hverjar ráðstafanir þrengi sjer- málasvíð vort og hverjar ekki. Hjer t í landi hefur nú verið deila um það, ■ hvort ráðstafanir þær, sem gerðar j voru í ríkisráði 20. okt. 1913 og ! opið brjef, seni gefið var þá út, S mundi jafnframt fyrirhuguðum úr- I skurði um uppburð sjermála vorra | í ríkisráði, verða þess valdandi að i uppburður sá, sem vjer jafnan ) höfum skoðað sem sjermál vort, f mundi að slíkum úrskurði fengnum j verða skoðaður sem sammál. Jeg geng út frá, að hinn fyrirhugaði úrskurður verði á þá leið, að í hon- um standi ekki annað en að málin skuli borin upp í ríkisráði. Hjer er ekki staður nú til að fara frekar inn á þessi ágreiningsmál. Aðeins vildi jeg taka fram að mín skoöun er sú, að rjett sje, að þingið á tryggi- i legan hátt fyrirbyggi að sá skilning- ur verði lagður inn í ráðstafanir þær, sem gerðar voru í ríkisráðinu 20. okt. og opna brjefið, að fornum rjetti vorum til að ráða því með konungi vorum hvar sjermál vor verði borin upp, verði í nokkru haggað. Ekki svo að skilja að jeg vilji amast við því, að málin verði borin upp i ríkisráði; aðeins leggja áherslu á það, að það sje mál milli konungs og vor, hvar málin verði borin upp. Jeg hefi skýrt hans hátign kon- unginum frá því, að jeg gæti ímynd- að mjer, að hið háa Alþingi jafn- framt því að samþykkja stjórnar- skrárfrumvarpið mundi gera fyrirvara í þá átt, að haldið væri fast við að uppburður sjermála vorra verði sjer- mál vort. Hans hátign konungurinn gat ekki fyrirheit um að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið með slíkum fyrirvara, en sagðist þá fyrst geta tekið ákvörðun um það, er hann sæi hvernig fyrirvarinn væri orðaður. Það er samt von nn'n, þó aðeins von mín og trú, eftir að jeg hefi kynst hinum ríka velvildarhug, sem konungur ber til vor, að sú muni reyndin verða á, að vjer fáum stað- fest frumvarp það, sem fyrir þing- inu liggur með hæfilegum fytirvara í þá átt sem að ofan greinir, og það því fremur er þaö von mín,sem jeg veit að greiðasti vegurinn til að auka samúð milii Danmerkur og íslands, er einmitt sá, að fullt tillit sje tekið til rjettmætra krafa vorra, og þá einkum þegar kröfurnar eru þannig vaxnar að frá danskri hlið getur ekkert ve rið athugavert við þær. Það er að öðru leyti skoðun mín, að þegar vjer höfum fengið stjórnarskrármálinu og fánamálinft ráðið til lykta á viðunanlegan hátf/ eigum vjer að forðast ágreinings- málin milli íslands og Danmerkur, en snúa öllum hug vorum að inn- anlandsmálum vorum. Verkefnin bíða vor hjer á ölluin sviðum, Vj» hljótum að leggja meiri rækt vi® Iandbúnað vorn en hingað til hefur átt sjer stað; grænu blettunum verður að fjölga í landinu. Sjávarútvegur- inn verður að eflast. Vjer eigum ekki ráð á að halda gullkistunni kring uni landið lokaðri lengur. Lyftistöng.allra framfara, samgöngur bættar á sjó og landi, þurfa að verða haitasta hjartans mál vort. Ekkert sjálfstæð- isspor hefur verið stígið fastara í landi voru en stofnun ísl. eim- skipafjelagsins, og því máli vil jeg fylgja með alhug, enda veit jeg að hugur þjóðarinnar vakir yfir engu máli meira en því. Jeg heiti því, að leggja alla krafta nn'na frarn til þess að vinna að heill landsins. Sjerstaklega nú á þessum ófriðartímum mun stjórn- in gera sjer far um að tryggja vel- ferð landsins, og hygg jeg að full- yrða megi, að þær ráðstafanir sjeu nú gerðar af þingi og stjórn, að ekki þurfi að bera kvíðboga fyrir ófriðnum. Eii jeg veit það betur nokkur annar að minn eigin kraft- ur er mjög takmarkaður. En það er ekki kraftur einstaklingsins held- ur kraftar einstaklinganna, sem lyfta velferðarinálum þjóðanna. Og að því vil jeg vinna, það vil jeg styðja að stilla samaii þá strengi, þá mörgu strengi, sem geyma framtíð- arvortóna íslensku þjóðarinnar. Jeg ber þá von í brjósti að rjett- lætistilfinning mín megi jafnan verða vakandi í embætti þessu og jeg vona það, að allir þeir sem eiga undir mig mál að sækja, megi finna að þeir eigi ekki við ráðherra ákveð- \ns flokks heldur við ráðherra ís»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.