Vísir - 05.09.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 05.09.1914, Blaðsíða 1
V I S I R kemur út kl. V/t árdegis hvern virkan dag.—Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjóri: GunnarSigurðsson(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl.2-3síðd. Laugard 5. sept. 1914 Háflóö árd. kl. 5,39. síöcl. kl. 5,54. A f m æ 1 i á m orgun: Margrjet Sveinsdóttir húsfrú. Kristín Jóh. Jónsdóttir húsfrú. Ölöf Sveinsdóttir húsfrú. Björn Gunnlaugsson gullsm. Pjetur G. Guömundss. bæjarfulltr. I Simlréttir. London 4. sept. (Central News). Hin opinbera stríðsfrjetta-skrifstofa hefur fengið viðbótarskrá yfir manntjón Englendinga frá aðalherstöðvunum. Af liðsforingjum eru Raddir almenninos. drepnir 18, særðir 78 og 86 hafa ekki komið fram. Af liermönnum hafa fallið 52, særst 312 og 4672 vantar. Viðvíkjandi þeim sem áður vantaði eru 2682 komnir fram. ; Frá París er símað, aö herstjórnin hafi gefið út opinbera tilkynningu uin það, að Parísarhernum hafi ekki lent saman við fjandmennina síðan í gær. Ráðstafanir liafa verið gerðar til þess að stöðva framrás óvinanna og sömuleiðis ráðstafanir til þess að elta þýsk loftför. Staða heranna í norðaustri er hin sama og í gær. . ■ _ ; :• 0 i»t ■ -íiýr ••<•«£: j Seyöisfiröi 4. sept. Ritzau Bureau símar Austra í gærkvöldi: Frá París er símað: Forseti Frakkastjórnar hefur birt ávarp til fakknesku þjóðarinnar að mikil- vægar ástæður neyði stjórnina til að flytja frá París. Forseti og stjórn fór í gærkvöldi frá París til Bordeaux. . A u s t r i. ísafold og íslandsbanki. Ekki situr ísafold sig úr færi, er hún þykist geta staðið sig við, að hæla Islands banka fyrir eitthvað. Síðasta hólið er þaö, aö bank- inn lnifi gert það góðverk á land- inu, aö lána því hálfa miljón kr. gegn 7 p c t. til vörukaupa. Sam- kvæmt skýrslu endurskoðehda bankans í ísafold í ágúst, átti ís- lands banki inni erlendis 1 miljón og 400 þusund krónur, sem hann ávaxtaði þ a r um h a b j a r g- 1 æiSistímann, m e ö h æ s t 4—5 p c t. vöxtum. Skárri er þaö nú velgerningurinn aö lána þetta lán i e i n u 1 a g i fyrir 7 p c t. vexti! Og svo kvaö sá böggull, ofan í kaupið, hafa fylgt skammrifi, að landstjórnin veitti bankanum 1 miljón króna aukinn seðlaútgáfu- rjett i i n n 1 e y s a n 1 e g u m s e ö 1 u m. Ef satt er, þá fer að draga úr velgerningnum. H a u k u r. ferii jar$“. Mars botnvörpungur er nýkom- inn frá Englandi. Einn far- þegi segir svo frá feröinni: „Feröin til Englands gekk ágæt- lega, við komum fyrst til Pent- land, þar ætluöum við að taka sím- skejdi, er við áttum von á viðvíkj- andi því, hvort leiöin til Hull væri örugg. — En þar fengum við eng- ar upplýsingar. Mikiö var þar af herskipum, og voru menn af þeim sendir um liorð til okkar. Þeir bönnuðu okkuf aö fara til Hull, þar sem viö heföum engin skeyti íengið þaðan, en vísuðu okkur leið til Wicks. Þaðan símuðum við til Hull og fengum það svar, að koma sem fyrst. Hjeldum við svo þang- að, en þrisvar sirinum heimtuöu ensk herskip, er við mættum á þeirri leiö, aö við hjeldum kyrru fyrir meöan þeir rannsökuöu skipsskjöl og farm og spuröu um, livort ekki væru Þjóðverjar um borð og gengu ríkt eftir að vita, ■ hvort svo væri. Síðan komum við að vitaskip- , inu Spurn Head. Fyrir utan Hum- ! ber uröum við að bíða næturlangt, því umferð var þar bönnuð að næt- urlagi. Fengum við lóss kl. 4 um morguninn og vorum komnir til Hull kl. 9 (þetta var fyrra mið- vikudag). Tvo daga hjeldum viö lcyrru fyrir og fórum á föstudegi aftur til baka. Þá um morguninn frjettum viö af Skúla fógeta slys- inu, og að 7 skip önnur heföu far- ist á sömu slóöum, var það algeng skipaleiö. Á meöan viö vorum í Hull var okkur sagt frá því, að tveim dög- um áður en við komum þangað hefði botnvörpuskip þýskt verið tekið. fyrir utan innsiglingu Hum- berfljótsins. Var hann þar fyrir fyrir utan og hafði uppi enskt flagg. Þó þótti eitthvaö grunsamt viö hann og sendi eitt herskipanna bát til hans., Átti foringi þeirra, er sendir voru, tal við skipstjóra, og liaö hann sýna sjer skipsskjölin, sem hann var fús til, og reyndust þau í góðu lagi, en sökum þess að foringjanum þótti skipstjóri tala nokkuð einkennilega ensku, vakn- aöi hjá honum grunur. Sneri hann sjer að stýrimanni og vildi hafa tal af honum, en það vildi ekki ganga greitt, og er hann geklc bet- ur að honum, kom það i ljós, að stýrimaður kunni ekki nema þýsku. Var þá ekki að sökum spurt, en skipverjar teknir og skipsfarmur rannsákaður. Reynd- ist hann þá vera sprengidufl og önnur hertæki. Skipverjar voru fluttir í burt, en skipið eyðilagt. Á leiö heim var okkur bannað að fara fjær ströndum Skotlands en 3—4 kvartmílur, til að forðast sprengidufl. Alstaðar var mikið af herskip- um Englendinga á sveimi alt norð- ur fyrir Orkneyjar." Einkaskeyti til Á s g e i r s S i g- urðssonar konsúls í gær hermir svo frá: Þjóðverjar nalgast Pa- rís en engin urslitaorusta hefur verið háð. Álitið er að handaliðar (Frakk- ar og Engl.) hafi hörfað undan með vilja og sje það herbragð lyá þeim. Buist er við stórviðburð- um bráðlega. jjandsbankanum uppi — Opin kl. 5—7. Talsími 409. — Skrifstofa Umsjónarmanns áfengiskaupa, Grundarstíg 7, opin kl. 11—1 Sími 287. við skeyialaumuspilið. í Vísi í gær stendur í greininni um skeyta-laumuspilið : „— lofaði ráðherra 600 krónum með því skil- yrði, að öll frjettablöðin í bænum yrðu i því, og lofaði Finsen, rit- stjóri Morgunblaðsins þessu.“ Eftir ósk Finsens ritstjóra bið- ur ráðherra þess getið, að þetta sje ekki alveg nákvæmlega skýrt frá. Hann liafi að vísu ekkert lof- orð tekið, en g e n g i ð a ð þ v í s e m v í s u, að ekkert frjettablaö- anna yrði útilokað sem áskrifandi þessara skeyta, og samkvæmt þess- um skilningi kveðst hann nú hafa skift styrknum og látið Vísi fá sinn helming, þegar hann fjekk að vita liið sanna i málinu. * Aths. ritstj. Vísir flytur með ánægju þessa skýringu ráðherra, enda þótt mig minni fastlega, að hann hafi við- haft þau umræddu orð, þar sem skýringin breytir engu. Menn treysta svo á heiðarleik annara al- ment, að engin ástæða var til að ætlast til þess af ráðherra, að hann tæki skriflegt loforð eða eiða af Finsen um það, hvernig stjórnar- styrknum til skeytanna yrði var- iö, því áður hafði verið um það talað i sjálfu stjórnarráðinu við ritstjóra blaðanna Isafoldar (sem jafnframt var fyrir Morgunblað- ið), Lögr. og Visis, að blöðin öll yrðu i fjelagi um útlendar sím- skeytafrjettir og stjórnarráðið styrkti þau. Þetta er hægt að sanna með vottorðum frá viðkorn- andi ritstjórum hvenær sem er. En hvers vegna gat Finsen ekki um það, er hann skýrði frá þvi í M.bl., hverjir legðu fje fram til skeytasambands þess, sem hann hafði myndað, að stjórnarráðið legði til 600 kr. ? þetta var þó lang- stærsta framlagið. Finsen hefur altaf vitað vel, hvað hann hefur verið að gera; það er ekki til neins fyrir hann að vera að reyna að klóra yfir fjárpretti sína meö orðhengilshætti og hártogunum. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.