Vísir - 18.09.1914, Side 2
VISIR
TH. THOESTEIMSSON
ACSTtraSTBJETI 14.
VEFllfiHIVQRUUEISimi
Allar
BAÐMULLARVÖRUR
GARDINUTAU — KJÓlÍtAU
SILKIBÖND
SJÖL — REGNKÁPUR
PRJÓNAVARA
SÆNGURDÚKAR — FIÐUR
SAUMAVJELAR
PRJÓNAVJELAR
hægt víösvegar í Noröur-Frakk-
landi. Sífeld vopnaviöskifti áttu
sjer stað frá 6—io. en engin úrslit
uröu þó.
„Aðstaöan er enn alvarleg,“-*eg-
ir Daily Sketch, ,,þvi aö ó-
vinaherinn hefur ekki veriö sigr-
aður, þótt hann hafi látiö undan
síga.“
Loftflota árás á París.
í Daily Sketch frá 8. þ. m. er
sú fregn frá Þýskalandi, aö þar
sjeu hvorki meira nje minna en 82
1 o f t s k i p í þann veginn aö fara
til París til þess að gera þar árás
Eru þau af gerð -Zeppelíns, Parse-
val, Gross og Schuttes. Flest af
þeim hafa verið bygð i hinum
mesta flýti siðan í lok júlí, og
verksmiðjurnar kastað frá sjer
allri annari vinnu og unnið að
þessu daga og nætur.
Japanar í Þýskalandi.
Þegar Japanar sögðu Þjóðvörj-
um stríð á hendur flúðu allir Jap-
anar sem fætur toguðu úr Þýska-
landi. En þó náðust aftur um 600
af þeim áður en þeir komust út yf-
ir landamærin og eru það mest
lærisveinar við ýmsa háskóla og
aðrar stofnanir. Er þeim nú hald-
íð sem gislum.
Nýjar umsátursfallbyssur
hafa Þjóðverjar haft í umsát sinni
um Lyttich og Namur. Hefur gerð
þeirra og tilveru verið haldið leyni-
legri. En nú hefur vitnast áð þær
eru miklu stærri en áður hafa tiðk-
ast. Hlaupsvíddin segja ný þýsk
blöð að sje 42 sentímetrar og má
nærri geta að fátt standist slíkar
heljarkúlur sem úr þeim koma.
Enda sjá menn að jafnsterk virki
sem hin ofannefndu stóðu þeim
FITIIEISLII
Stórt úrval af
.Karlmanna og Drengja FÖTUM
VETRARFRAKKAR
VERKAMANNAFÖT
— sterk og ódýr —
NÆRFÖT
— hlý og haldgóð —
HÁLSBINDI
m. m. fl.
ekki snúning. Til samanburðar má
geta þess að Belfortvígið stóðst
árið 1870 á 4- mánuð. París á 5.
mánuð. Port Arthur stóðst 7 mán-
uði og Sebastopol 12 mánuði.
fiittB tiniuinir.
Niðurl.
Láttu þig ekki henda það, aö
fara í stælur til þess að auglýsa
ýfirburði þekkingar þinnar, en að
eins þegar það er nauðsynlegt til
þess að styrkja einhvern sannleika,
sem nauðsynlegt er að gera ljósan.
Þú getur ekki verið of vandur
áð því, hvernig þú beitir málrómi
þínum og hverjar hreyfingar þú
hefur í viðræðum þínum, og hvern
svip þú setur á andlit þitt.
Það er virði alls þess ómaks og
umhugsunar, sem til þess krefst,
að læra að tala vel, og það marg-
borgar þjer alla þá fyrirhöfn, sem
þú verð til þess.
Vertu góðgjarn í umtali' þínu
aðra. Reittu engan til reiði með því
sem þú segir, en vitnaöu með tali
þínu, að þú búir yfir göfugu hug-
arfari.
Margt ilt getur hlotist af ógæti-
legum orðum, jafnvel fyrir það
málefni, sem þú ert meðmæltur,
og það veröur ekki afmáð með
neinúm rjettlætingar afsökunum.
Tem þú þjer þá list, að hugáa
meira en þú segir. Vottaðu göfgi
þitt með daglegu tali þínu, og
vertu eins umburðarlyndur og þjer
er hægt í tali um andstæðinga
þína.
Haga þú svo oröum viö vini
þína, að þeir finni velvild þína til
þeirra skína út úr þeim. Smjaðr-
aöu ekki fyrir þeim, nje hlað neinu
hóli á þá, og vertu einlægur í að-
finslum þínum um geröir þeirra.
Þegar þig greinir á viö þá, þá
tala þú í mildum rómi, og gættu
þess vandlega, aö velja hentugan
tíma til þess. Vinirnir ættu að
vera of dýrmætir til þess, að
breyta ógætilega við þá, og þú
skyldir jafnan vera viss um, að
hafa rjettmæta ástæðu til þess þú
takir að þjer aö leiðrjetta þá.
Haltu öllum þínum reiöihugsun-
um leyndum, og gæt þess jafnan,
að segja ekkert það, sem skygt
geti á þá góðvild, sem þú og vinir
þínir berið hvor til annars.
Talaðu eins lítið og þjer er
mögulegt um einkamál kunningja
þinna, en reyndu að tala huggandi
og hughreystandi orð við alla sem
þú mætir. Skildu eftir hughreyst-
andi orð í allra eyrum, og reyndu
af mætti að koma fram þeim til
hagnaðar. Láttu orð vara þinna og
hugsanir heila þíns vera ævarandi
blessun öllum þeim, sem þú kynn-
ist. Segðu ekkert orð, sem geti
móðgað þá, en vertu öllum sannur
friöarengill.
Tak þú alla handabandi og
þrýstu hendi þeirra alúðlega, og
skildu ekki svo við nokkurn, að
þú reynir ekki að tryggja þjer
gott álit hans eða hennar.
Það verður mikil breyting fyrir
suma, þegar þeir hafa lært að haga
vel orðum sínum, og það veröur
mikil breyting á þjóðfjelaginu,
þegar allir hafa það framferði, sem
göfugu fólki sæmir.
Talaöu látlaust og skynsamlega
og gættu þess að móðga ekki nokk-
urn með orðum þínum, en reyndu
að tala skemtilega um hvert mál,
sem ber á góma.
Það er hægðarleikur að tala út
í loftið um málefni, sem þú hefur
enga þekkingu á. Tal er ljettvægt
og enginn metur það að neinu, ef
talað er um einskisnýt efni. En þær
umræður, sem hafa áhrif, eru þær,
sem vjer ættum allir að taka þátt í.
Vertu lítillátur í öllum samræð-
um þínum og reyndu ekki að sýn-
ast mestur. En láttu orð þín bera
það með sjer, að þú hafir ihugað
málið, sem þú ræðir um, og ræddu
það svo, að aðrir sannfærist af
þekkingu þinni. Að síðustu: Láttu
ræður þínar bera þess vott, að
þú sjert göfugur maður eða kona,
og- að þú talir til þess að skemta
og fræða. Vertu jafnan glaður í
bragði, þegar þú ræðir við aðra.
líkkistuskraut og líkklæði
mest úrval hjá
Eyv. Árnasyni, LauláSVEp 2.
Kokkrar Iriisperlur
um isU.
I einu alþektasta vikublaði Dana
„Hver 8. Dag“ er sagt frá ráö-
herraskiftunum og þar með mynd-
ir af fyrv. og núverandi ráðherra.
Um Hannes Hafstein segir svo:
Þar sem Hafstein áðúr en hann
varð fyrsti ráðh. íslands var þekt-
ur ekki eingöngu sem 1 a n d s-
h ö f ð i n g i, sýslumaður og
borgarstjóri og stjórnmála-
maður heldur einnig sem ljóð-
skáld .... er eftirkomandi hans
nærri óþektur maður.“
Fer höf síðan nokkrum lofsam-
legum orðum um núverandi ráðh.,
en farast síöan orö á þessa leið:
„Hin fjarlæga hjálenda vor hef-
ur verið allóróasöm meö köflum
og mikla tortrygni til Danmerkur
hefur hin frelsisgjarna þjóð alið.
Þó hefur hún meðtekiö hjeðan (frá
Danmörku) ýms gæöi, svo sem
Holdsveikraspítalann í Laugarnesi,
íslandsbanka með s e ð 1 a ú t-
gáfurjetti og Heilsuhæl-
i s f j e 1 a g i ð til varnar berkla-
veiki.
Eins og þeim (ísl.) var fyrir 10
árum látinn í tje ráðherra fyrir
sig eina, þá hefur nú aftur verið
látið undan óskum þeirra um fána
;sem þó ekki varð „íslenski fálk-
inn“, heldur h v í t u r d ú k u r
rauðröndóttur með blá-
u m krossi. Mun nú þessi fáni
koma í stað Dannebrog, sem öld-
úm saman hefur blakt þar yfir
klettum og skerjum,
Danmörk hefur á't t ísland ein-
lægt síðan Noregur komst undir
Danakonunga árið 1380 a ð u n d-
anteknu þvi æfintýrabili árið
1809, er hinn danski víkingaskip-
stjóri Jörgen Jörgensen í sjö vikur
gerðist sjálfkjörinn einvaldi eyj-
unnar. Þettá endaði þó ‘svo fyrir
honum, að hann var handtekinn og
fluttur til Englands, þar sem hann
fór að prjedika kristindóm og
gerði sig sekan í ýmiskonar fölsun-
um og var síðan fluttur til Ástra-
líu.
Með besta vilja hafa Danir ein-
lægt reynt að gera íslandi gagn og
einkum að b æ t a v e r s 1 u n a r-
ástandið.'T. d. stofnaði Frið-
rik V. Reykjavík, höfuðstað eyj-
n. V. TIILINIUS
Miðstræti 6. Talsími 254.
Eldsvoðaábýrgð hvergi ódýrari.
1 Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr.
Skrifstofutími 10—11 og 12—3.
NÝIB DRYKKIR.
CACAO COLORIC STELLA
FRIAND CURACAO
ALVEG ÁFENGISLAUSIR, EN
SMEKKUR OG ILMUR SEM
ÁFENG VÍN.............
Fást aðeins í ölkjallaranum
í INGÓLFSHVOLI.
Verslunin gerir sjer far um að selja að eins
vandaða vöru með aannjjöruu verði.
MUNIÐ ThaTh. AUSTURSTRÆTI 14.