Vísir - 01.10.1914, Blaðsíða 3
VÍSIR
G-erlarannsóknarstofa
Gísla Guðmundssonar
Lækjargötu 4 B (uppi á lofti) er
venjuiega opin 11—3 virka daga.
A. V. Tulinius.
Miðstræti 6. Talsími 254.
Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýrari.
Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr.
Skrifstofutími 10—11 og 12—3.
Ovanalega ódýrt.
Sjöl, svuntutau, slifsi, kjólatau, barna-
kápur, kjólar, . morgunkjólar og
barnakjólar í vefnaðarvöruverslun-
inni á
Laugaveg 24.
KJÓLASAUMASTOFA.
FLJÓT OO VÖNDUÐ VINNA.
Bogi Brynjolfsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður,
Hótel ísland.
Annari hæð. Herbergi Æ 26.
Venjulega heima kl. 12—1
og 5—6 síðd.
Talsfml 2SO.
Regn-
kápur
fást f versjun
JónsHeigason§:
frá Hjalla.
Fallegi, liviti
púkinn.
Eftir
Guy Boothby.
Frh.
»Þaö veit sá sem alt veit, að
það er engin fjarstæðal* hrópaði
eg, »og það verður aldrei fjarstæöa!
Eg get hvorki né vil lifa án yðar
úr því að þér játið að þér elskið
mig. Svo heitt ann eg yður, að
eg held, að enginu maður hafi
nokkru sinni elskað svo nokkra
konu. Ef eg væri skáld í staðinn
fyrir að eg er málskrúðsvana læknir,
myndi eg segja yður, Alie, að fyrir
mig er bros yðar sólskin guðs á
jörðunni. Eg myndi segja yður,
að blærinn blæs til þess eins, aö
bera ástarsögu mína út um víða
veröld. Eg myndi segja yður þetta
alt og miklu fleira — já, þúsundir
fleiri fagurmæla. En eg er ekki
skáld — eg er bara blátt áfram
rnaöur, sem elska yður vegna ynd-
Ð Frá 1. okt. þ. á0
m (um óákveðinn tíma)
g tekur H|F klæðaverksm. ,10™!]!’ aðeins 25 g
aura fyrir að kemúa og lippa 1|2 kgr. (1
pd.) af ull. Jafnframt minnir hún á sína
alþektu og haldgóðu dúka.
Tveir afsláttarhestar
til sölu. Upplýsingar hjá
Helga Zoega.
.▼aVaTí'
-.▼aTT
'tTéTéTl
.VItí
J. P. T. RRYDE
selnr alskonar vörnr með
miklum afslætti.
fTétWTá i>TaT<I— — fcTftTd .T4TikTi
Greta þiáðlaus skeyti
verið hættnleg?
Venjulega verður ekki vart við
að nein hætta stafi af þeim, en þó
hafa menn vissu fyrir því að svo
getur farið í sérstökum tilfellum að
skaði getur hlotist af rafbylgjum
þeim er ganga út frá aflstöðvum
þráðlausu skeytanna. Og menn hafa
jafnvel ástæðu til að ætla að ýms-
ar sprengingar og eldsvoði sem
menn ekki hafa vitað orsakir til,
kunni að hafa stafað af frá þessum
rafmagnsbylgjum. —
En hvernig má nú slíkt ske, að
loftskeytastöð geti valdið íkveykju í
margra tuga eða hundraða kílóm.
fjarlægð ?
Auðvelt er nú ekki að gjöraþað
skýrt í fáum oröum, en aðeins má
geta þess, að rafbylgjurnar út frá
loftskeytastöðvum setja titring á alt
rafmagn í lofti og hlutum langar
leiðir frá sér, eða svo langt sem
bylgjurnar ná til. Segjum nú að
einhversstaðar séu til dæmis tvær
málmstengur sem snúa endum sam-
an án þess að snerta hvor aðra og
að önnur sé örlítið meira hlaðin
rafmagni en hin og svo hitti þær
rafbylgja, þá hrekkur rafneisti milli
stangarendanna. Væri nú þarna
eitthvað eldfimt efni fast við t. d.
bensín eða gas, þá mundi kvikna
á því samstundis. Nú kyiinu menn
að segja að í náttúrunni komi það
sjaldan fyrir af sjálfu sér, að hlutir
séu mishlaðnir rafmagni, en það
vita menn þó að á sér stað í þrumu-
veðri.
KENSLA
Einar Jónsson
stud. mag. Miðstræti 4
kennir þýsku.
Heima kl. 5—6 e. b.
Jakoh Jóhannesson
mag. art.
Stýrimannastíg 8 B,
kennir íslensku, Þýsku, dönsku,
og ensku o. fl.
Heima kl. 3—5 síðd.
Bogi Olafsson,
Þingholtsstræti 21,
kennir ENSKU, og ef til
vill fleira.
Heima kl 5—6 síðd.
isleika yðar hið ytra sem innra,
yndisþokka yðar, Ijúfmensku og
blíðu við þá, sem þér umgangist.
Hvers virði er mér orðstír og frægð?
Yður vil eg öðlast og þá er mér
nóg. Lofið mér að verða Iífsfélagi
yðar alla æfi, og eg skal fylgjayð-
ur hvert sem þér viljið, — vera
hérna hjá yður, ef þér óskið, eða
fara utan, alt eflir því sem þér sjálf
ákveðið. Eg á eitt áhugamál, eitt
metnaðarmál og það er að verða
yður samboðinn, — hjálpa yður til
að gera gott. Þess eins bið eg að
fá að lifa sama líferni við sömu
æfikjör sem þér sjálfl«
»Og þér haldið að eg leyfi yður
slíka sjálfsfórn mín vegna?« svar-
aði hún. »Nei, og aftur nei! Ó,
því getið þér ekki skilið að þetta
er ómögulegt?*
Eg reyndi aftur að taka hana í
faðm mér. En nú vatt hún sér
með hægð undan og fiýði með
ekkaþrungnum andköfum og titraði
öll yfir runnana heim að byrginu.
Eg sá að árangurslaust varað reyna
að telja henni hughvarf eins og nú
stóð á, — labbaði eg því heim á
eftir henni í hægðum mínum og
komum við heim í því er bjallan
kvaddi til málsverðar. Eg fór inn
og bjó mig til snæöings, fór síðan
í borðstofu, en hún var þar ekki.
Eg beið, en von bráðar kom þjónn
að Iáta mig vita að hún væri Iasin
og ætlaði að snæða í sínu byrgi.
Eg var ekki við þessu búinn.
Og þær voru alt annað en gleði-
legar, hugsanirnar mínar, meöan eg
át mat minn einsamall og sat og
reykti á eftir úti á flötinni fyrir
framan byrgið. Mér þótti að vísu
vænt um að eg hafði gert henni
kunnar tilfinningar mínar gagnvart
henni, en mér lá samt við að óska
þess, ef hún skyldi nú forðast mig
hér eftir, að eg hafði dregið bón-
orðið þangað til við vorum komin
heim í nýlenduna aftur. En fyrir
mér átti samt að liggja að ná tali
af henni þetta kvöld, — þrátt fyr-
ir alt,
Hér um bil kl. 10, einmitt þegar
eg var að hugsa um að fara að
hátta, heyrði eg fótatak bak við
stólinn minn og augnabliki síðar
stóð Alie frammi fyrir mér og
hundurinn hjá henni.
»Dr. de Normanville!« sagði hún
blíðlega. »Eg veit ekki hvað þér
getið nú hugsað mér. Eg er kom-
in til yðar til þess að láta yður
vita að eg finn að eg get ekki far-
ið svo að sofa, að eg hafi ekki
afsakað mig áður við yður!«
Afsökunar- og yfirbótarsvipurinn
fór henni svp vel, að eg átti fult
í fangi að sitja á mér að taka hana
ekki í fang mér og segja henni
það. En mér tókst samt að halda
sjálfum mér i skefjum og eg sagði
barasta:
»Þér megið ekki minnast á það
einu orði. Það er jafnmikið mér
að kenna. Þótt eg elski yður heitt,
átti engan rétt að að láta yður ást
mína í ljós eins og eg gerði.«
»Nei, nei, — þetta megið þér
ekki segja. Eg verð að koma yður
í fullan skilning á þakklátsemi minni
Eg elska yður, — það hef eg sagt.
Ef til viil átti eg ekki að gera þá
játningu. En úr því að eg hef nú
á annað borð játað það og hef
sagt yður nákvæmlega, hve verald-
arhögum mínum er háttað, þá hljót-
ið þér að sjá, að það er einmitt
þessi ást mín sem varnar mér þess
að leyfa yður að njóta mín eins
og eg sjálf kysi helst. Eg set sjálf-
sagt ekki skýrt fram skoðun mína,
en skiljið þér mig ekki samt?«