Vísir - 04.10.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 04.10.1914, Blaðsíða 2
V í s IR Eg hefi.flutt skrifstofu mína í Hafnarstræti ur. 1 (J. P. T. ( Brydes hús). Skrifstofan verður opin k!, 10-12 f.m. og 4-6 í ; e. m. Sími 124. Magnús Sigurðsson Yfirréttarmálaflutningsmaður. :$m: M :mm j selur alskonar Yörnr með miklnm afslætti. ____„.reraffigí „.... mest úrvai f Myndarammar verslun Jóns Þórðarsonar. Dnndasprjónavélar stórkostlega endurbaetiar — fást nú á sama lága verðinu á Njálsgötu 22. — — Aðeins fáar til. Þeir sem vilja eignast slíkar vél2r, ættu að kynnast þeim áður en þær fara allar. Stefán B. Jónsson. Flautukatlar nýkomnir í verslun Jóns Þórðarsonar. Rjól (skorið op: óskorið), Reyktóbak, Munntóbak, VindSa og Cigarettur er áreiðanlega best að kaupa í versl. BEEIBABLIK Lækjargötu 10 B. postulínsbollapörin gyltu, nýkomin í verslun Nýja bakarífð. Og það var styrjöld um heim allan. Hver flýði til síns heima. Izg hröklaðist til Fróns. Loksins worurn við þó komnir fram hjá öll- um tundurtuflum inn á Reykjavík- urhöfn. Okkur varð léttara um andardráttinn, en—skelfingin greip okkur aftur. Hvar voru hafnar- garðarair hans Monbergs? Hafði eiunig hér verið herjað? Hver hafði skotið þá niður? »Hver hefir sprengt hafnargarð- ana í ioft upp?« sagði eg við Stein- dór, þegar hann bauð mér kurt- eislega far í Iand fyrir 14 aura. »Sprengt þá upp?« át Steindór eftir önugur, »Já, hvað er orðið af þeim?« »Görðunum? Þá rak á iand í norðanáttinni vikuna sem leið«. Gott, hér var þó friður. En sá fólksfjöldi á >planinu«! En — hv*ða lýður var þetla? Allir grindhoraðir og gráir í gegn, eins og þeir hefðu gengið mánuðum saman til Valda Páls Var hallæri hér? Voru þa' næstu harðindi komin? »Guðmundur, Guðmundur! Þú hinn mikli spámaður!* hrópaði eg í örvænting minni. »WéH, well!« var svarað í þvög- unni. *Hvaða útlit er þetta á fólkinu?« »Já, þerna sjáið þið nú, velferð- arnefndin, hveitið . . .« »En — stjórnin?« »Stjórnin, engin stjórn. Nú skal eg sýaa yður«, sagði doktorinn og tók kurteislega undir hendina á niér og Ieiddi mig upp Hafnar- stræti. »Hérna sjáið þér! Báðir bank- arnir lokaðir!« »Bankarnir lokaðir? Peninga- lausir?* >Jú, sko Sveinn. Ameríka, hveit- ið , . .« »Hvað er þetta? Og aliarbúðir lokaðar*. .»Ónei, ekki allar, ein opin. Lít- ið þér á!« »Stjórn-ar-ráðið«, stamaði eg. »Já, viljið þér Iesa?« Höggdofa af undrun sá eg afar- stórt spjald, sem hengt hafði verið um háls forsetans mikla, og stóö þar skráð með feitu letri: Hér fást ný franskbrauð, súr- brauð og sigtibrauð, sömuleiðis j bollur og vínarbrauð, svo og alls- konar 5 aura kökur á 5 aura og 2 aura kökur á 2 aura. Ennfremur geta menn íengið heitan haframélsgraut allan daginn fyrir 4 aura diskinn. Sig. Eggerz. Magnús Vigg bakarasveinn, Við gengum að dyrunum. »Hvað þókr.ast herrunum?« sagði Eggerz og hneigði sig kurteislega. »Skoða, bara skoða«, mælti dokt- orinn og vatt sér inn fyrir. »Sönn ánægja«, sagði Eggerz og vék sér til hliðar. »Gerið þið svo vel. Má ekki bjóða ykkur inn í »ádienssalinn«.» »Áheyrnarsalinn meinið þér, mað- ...... ii .i i r,—n i ur«, mælti doktorinn og hratt hurð- inni upp. Stórt borð var eftir salnum endi- löngum; sat þar fjöldi fólks með gtauíardiska fyrir framan sig og át fast. »Ekki vænti eg að eg mætti bjóða einn umgang?« mælti Egg- erz blíðlega. »Skaðar ekki að smakka«, ansaði doktorinn. »Bríet! Má eg biöja um 3 grauta«, kallaði Eggerz inn í hlið- arherbergið. Bríet kom samstundis inn. Hún hafði mislita tækifærissvuntu yst klæða og bar 6 fjórðunga grautar- pott framan á sér, setti hann á gólfið fyrir aftan okkur, rak stór- eflis ausu ofan í hann og sletti kúf miklum á diskana okkar. »Pínulítið handa mér, Bía inín«, mælti Eggerz. »Afsakið. Þetta er nefnilega 13. diskurinn minn í dag«, hélt hann áfram og brosti um Ieiö hæversk- lega til okkar, Eg lét upp í mig fyrsta spóninn og laumað kökknum ofan á disk- barminn. Eggerz tók eftir þessu og mælti: »Er nokkuð að grautnum?« »Nei, nei«, svaraði eg í afsök- unarróm, »Eg vona að þetta sé góð og heilnæm fæða, því grauturinn er úr fínasta haframéli frá New York. Þar að auki hefir enginn komið nálægt tilbúningnum nema Bríet«. »Hann Eyjólfur á Hvoli biður þig að hjálpa sér um hveiti í paus- ann þann arna«, sagöi Briem og veifaði poka inn í gættina. »Já, velkomið, og þó hann vildi 2. Hann kaus mig«. »WeII, þá förum við og skoð- um deildirnar*, mælti doktorinn og stóð upp. Frh. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugaveg 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. 11 — 12 með eða án deyf- ingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. IÐUNAR-TAU fást á Laugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. Sv'L margar teg.,'ódýrast f verslun Breiðablik. Lækjargötu 10 B. Prentsmiöja Sveins Oddssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.