Vísir - 10.10.1914, Side 2

Vísir - 10.10.1914, Side 2
VÍSIR Dagbók úr þýskum herbúðum. Frá 23.-25. september. ----- Frh. 23. september. Hefnd fyrlr Helgolands- bardagann. Orustur viö Aisne ogRoy- on. Franskir óaldar- flokkar. England hótar Skandinavíu. Þýskir neðansjávarbátar skutu þrjú skip í kaf. Englendingur nokkur segir: »Eng!and er óneitanlega yf- irrráöandi hafsins, en hvað gagnar það, þegar Þjóðverjum veitir betur á sjónum*. Fransklr hermann rœna og rupla og brenna í sínu eigin landi. Herforiugi fyrstu deildar franska hersins, hefir gefið út eftirfylgjandi skipun frá Joffre yfirhershöfðingja. »Eg hef fengið vitneskju um þaö, að ýmsir óaldarflokkar af hermönn- um hafa á leið vorri rænt og mis- þyrmt mönnum. Samkvæmt lögun- um liggur dauðahegning við þessu.« Hótar hershöfðinginn síðan að láta strangleika lagannr til fulls koma fram á sökudólgunum. England reynir eftir megni að hafa áhrif á hlutleysi Svíþjóðar. Sömuleiðis koma tundurdufl þau sem lögð eru í dönsku sundin sér illa fyrir þá. En Danir hafa vissu- lega rétt gert og þeim ér sjálfum hollast að gæta hlutleysis síns svo vel að allar þjóðir sjái þá í friði. 24. september. í dag er barist i hægra fylking- ingararmi vesturhersins. Frakkar hafa reynt að umkringja oss, en ekkert áunnið. í franska Lothringen og við tak- mörk Elsass hafa hinar frönsku sveitir sumstaðar verið hraktar á bak aftur, Rheims. Vér skutum einu Mörsaraskoti á kirkjuturninn. Oss var það nauð- synlegur einn kostur, þar eð órnögu- Iegt var að reka þaöan njósnarmenn þá, er vér greinilega sáum þar, með öðru móti. »U 9« Neðansjávarbáturinn, sem sökti þremur ensku skipunum, er slopp- inn. Ensk skip eltu hann lengi vel. Fyrst álitu Englendingar að skipin sem sukku, hefðu rekist á tundur- dufl. Ofbeldi víö Eygptaland. j Englendingar hafa sagt Khedív- j anum af Egyptalandi, sem erstadd- ur í London, að honum verði fyrst um sinn ekki leyft að fara heim. ; j*. Frá Kairo er sagt, að infæddir her- foringjar þar hafi svarað, er enskir j yfirmenn þeirra spurðu þá, að þeir ; yrðu að neita þvi að berjast gegn hersveitum kalifans, ef til ófriðar kæmi milli EgyptaJands og Tyrk- lands. Þessi einróma yfirlýsing þeirra skelfdi Englendinga og tóku þeir það til bragðs að senda alla inn- fædda herforingja til Súdan. 25. september. Áköf orusta hefur verið í vinstra 5 fylkingararminum. Vér söttum þar \ svo fast, að bandamenn hröktust í undan og höfðu þó styrkt lið sitt | mjög með nýju liði. Velferðarmál. Allir góðir Islendingar og þá eirnig Reykvíkingar telja sér Ijúft og skylt að styðja að því eftir megni, að öll sönn velferðarfyrir- tæki hepnist sem allra best og komi að tilætluðum notum, en oft eru skiflar skoðanir um það, hvað í raun og veru beri að telja velferð- armál eða velíerðarfyrirtæki. En nú vi11 svo vel til, að Reykvíkingum og þeim öðrum, er kunna að verða hér í bænum um næstu helgi, gefst kostur á að styrkja velferðarfyrir- tæki, sem öllum ber saman um, að sjáifsagt sé að styrkja. Það er hlutaveitan.sem Sjúkrasamlag Reykja- víkur heldur í kvöld og annað kvöld í Iðnaðarmarmahúsinu. Sjúkra- samlag Reykjavíkur er réttnefnt vel- ferðarfélag, enda verið með ré’tu talið e’tthvert allra þarfasta félag á þessu landi. í því eru margir fá- tækir fjölskyldumenn, sem er um- hugað um, aö tryggja framtíð s;:ia og sinna, og hafa trygt heilsu sír,a. með því að þeir vita, að dleiga þeirra er fólgin í þeirra eigin líkaTi.' og ef hann bilar er óhamingjari vís, nema eittvað sé f haginn búið, og það er vitanlegt, að sarnlagið hefir frelsað ailmarga frá að ler.da á vonarvöl, þótt heilsuleysi hafi borið að höndum, og það mun eiga eftir að frelsa mjög marga, því að mönnum er farið að skiljast hve sjálfsagt er, að ganga í samlagið og styrkja það. Samlagið hefir lítið gert að þvf, að kvabba á bæjarmönnum um fj ír- framlög. Það hefir næstum ein- göngu lifað á sínum föslu tekjum, og því er það, að hlutaveltunefnd- inni er næstum hvervetna svo vel tekið, sem raun er á, þótt ekki láti sem best í ári. Bæjarbúum er er.da kunnugt um, að nú hefir ve ’ð óvenju mikið veikindaár og því mjög reynt á gjaldþol samlagsins. Því er það von mín og vissa, að allir, sem mögulega geta, skreppi i niður í »lðnó«, í kvöld eða á morg- ! un, ef til vill bæði kvöldin, og ’ Ieggj aura sína þar í guðskistu.na, og sýni þar með, að allir Reyk- víkingar segja hátt og í hljóöi: »Sjúkrasamlag Reykjavíkur Jifi!« Rvík 10. okt. 1914. Þráinn. „ Þ j óf s kattu ri n n Um hinn svonefnda »þjófaska'!« hefir orðið tíðrætt í »Vísi« nú síð- ustu dagana og er gustur sá se;n stefnt er að Landsbókasafninu og mér nokkuð svæsinn alveg einsog hér sé um stórmál að ræða.Um hvað snvst alt þetta veður? Um 5 aura, fimm aura, gjald sem hefir verið ákveðiö fyrst um sinn, að notendur safns- ins eiga að greiða, fyrir að geyma verðmæta muni sína sem þeir tryggja fyrir þjófnaði og misgripum og borga fyrir 5 aura allan daginn. Hver eru svo tildrögin þessarar rýlundu? Eru þau það að eg ætli að græða á þessu? Nei, því það sem kemur inn gengur sem kaup til 2ja kverina sem eru til skifta við þetta starf. Eina ástæðan er þetta, undanfar- andi ár hefi eg staðið ráða- og varnar-laus fyrir allskonar óráÖ- vöndum heimsækendum safnsins, sem setið hafa um að grípa þá muni t. d. regnkápur, höfuðföt og skó- hlífar sem geymt hefur verið í for- j dyri hússins. Eg hefi viljað kynna j mig sem ráðvandan mann, og hefir ;j mér því fallið þetta ver en eg fæ týst, enda hefir mér ekki verið gleymt í þessu sambandi, því sum- ir menn hafa krafið mig um hina horfnu muni með sama myndugleik sem eg væri þjófurinn. Þetta þoli eg ekki, og þegar síðast var stolið’ var það 26 króna regnkápa, sá eg að eitthvaö varð að gera sem gat ráðið bót á þessu. Sneri eg mér til lisrs háa stjórnarráðs og hr. lands- bókavarðar Jóns Jakobssonar og fékk eg skipun uin þeíta fyrirkomu- lag til að byrja með. Notendur safnsins þurfa ekki að borga nema 5 aura á dag. Þeim er afhentur að- göngumiði fyrri hluta dags, og geta beir vísað honum fram síðari hluta- dags ef þeir koma. Svo geta menn einnig fengið aðgöngumiða fyrir aila vikuna og kosta þeir 25 aura. Það er áætlað að þetta verði 8 mánuði á ári meðan fólkið er sem ■lest. Og þótt menn notuðu safnið á 'Tverjum virkum degi nemur gjaldið aldrei meir en 8—10 kr. um árið. Enn þó að »Bóka-ormurinn« :,egi í sínu lélega dæmi í »Vísi« 7. þ, m. að notendur safnsins þurfi at> borga 30 kr. um árið þá er það ósannindi eins og hann segir að 102 kr. frá 120 krónum séu eftir 28 krónur. Eins og allar sjá eru þessar grein- ar mikil rangfærsla um þetta gæslu- gjald. Reykjavík 8. okt. 1914. Helgi Árnason, dyravörður. Stríðs-prang. Það er annars Ijóti sjúkdómur- inn, sem kominn er upp í bænum. A' ír muna, hvernig fór fyrir kaup- rnönnunum, þegar fregnin kom urrt stríðið. Þeir sáu sér ekki ann- ; ð fært en að hækka samstundis allar nauðsynjavörur, þó þeir hefðu þær fyrirliggjandí. Og svo kom liver af öðrum: fisksalarnir, bakar- arnír, og allir vita, hvernig þeir fóru að ráði sínu Það er eitt, sem við húsmæður d; .um að láta detta úr sögunni, það »;:m útsölurnar frá bökurunum, Það t:r sóðaskapur að nota þær. Brauð- in eru búin að ganga gegnum hönd- urnar á þremur eða fjórum mönn- titn áður en maður fær þau, stund- rtm detta þau í forina hjá drengj- inum, sem aka þeim. Úr öllu þessu má bæta með því, að kaupa að eins brauð í bakarabúð, en Vindlarnir: Extra, Extra Superior og Perla, taka öllum vindlum fram að gæð- um. Fást hjá R. P. Levf. jafnframt œttu húsmœður að krefj- ast þess, að fá brauðin með sama verði og útsölufólkið. Og nú seinast er sjúkdómurinn kominn í þá, sem mjólk selja. Þeir geta beldur ekki komist hjá því, að hækka mjólkina. Þrátt fyrir það, þó grasspretta hér í grendinni hafi verið í góöu meöallagi og heyin séu ágæt nú, þarf nú samt að hækka hana, og það jafnvel hjá þeim, sem alt af hafa látið það klíngja, þeg- ar mjólk hefir komist niður í 18 aura potturinn: »Við lækkum mjólk- ina aldrei, en við hækkum hana heldur ekki þó aðrir hækki hana«. Annars ættu þeir, sem ekki selja mjólk sína í útsölum, að geta selt pottinn tveim aurum ódýrari, því útsölufólkið fær tvo aura fyrir að selja pottinn. Það er slæmt, að ekki skuli fást lækning á þessari dýrtíðarsótt. Húsmóðir. Enda þótt blaðið sé ekki að öllu leyti samþykt grein þessari, þótti ekki rétt, að neita henni um upp- töku, því ekki er svo oft sem kon- ur rita í blöð. Athugasemd. »En þótt afleiöingarnar yrðu ekki alvarlegri en þetta, er þetta þó al- varlegt umhugsunarefni*. — Þannig er meðal annars komist að orði í Morgunblaðinu í dag, þar sem verið er að lýsa slysinu, sem orsakaðist af því, að hestur fældist með æki á Smiðjustígnum. Já, Morgunblaðinu fundust það ekki svo mjög alvarlegar afleiðing- ar, þótt vesalings hesturinn, »þarf- asti þjónninn«, misti þarna lífið fyrir vangæslu hinna fullorðnu og óknytti götudrengjanna. Aö mínu áliti er það litlum mun betra, að skepnur — og þá ekki síst hestar — verði fyrir slysum, heldur en þótt menn meiðist. Hvort- tveggja er hörmulegt, og ætti hver og einn að sjá skyldu sína í því, að sporna á móti að slíkt geti komið fyrir. Hin sorglegu dauðaslys á hest- um, sem komið hafa fyrir hér í sumar, ættu að kenna oss, að hafa stranglega gætur á því, að skepnur slasist ekki fyrir hirðuleysi eða vangá manna. Reykjavík 8. október 1914. Pétur Pálsson,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.