Vísir - 13.10.1914, Blaðsíða 1
1192
■—11..—*.......
V í S I R
Stærsta, besta og ódýrasta
blað á íslenska tungu.
Um 500 tölublöð um arið.
Verð innanlands: Einstök
blöð 3 au. MánuðuröCau
Ársfj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo.
Erl. kr. 9,oo eða 2XÁ doll.
VÍSIR
V í S I R
kemur út kl. 8V2 árdegis
hvern virkan dag.—Skrif-
stofa og afgreiðsla Austur-
str.14. Opin kl. 7 árd. til 8
síðd. Sími 400.—Ritstjór i:
GunnarSigurðsson(fráSela-
læk). Til viðt venjul. kl. 2-3 síðtl,
Þriðjud. 13. okt. 1914.
Háflóð kl. 12,3‘ síðd.
Afmæli á morgun:
Páll Halldórsson, trésm.
þorleifur Gunnarsson, bókb.
| de
er lanvbesti
Yindillinn
fæst eingnungis i
Gamla Bío.
Ásta-eldur.
Sjónleikur í 4 þáttum um eld-
heita ást tveggja kvenna á sama
manninum, leikið af frægum
norskum leikendum.
Alfred Tolnæs
leikandi við þióðleikhúsiðí Krist-
janíu, leikur aðalhlutverkið. |
Fögur og hrífandi mynd, J
3CáM'
B
IO-KAFfl EK BEST
SÍMI 349.
gartvig gielsen.
atm fæst \
kjaliaradeild
<&'É\omsew$>
TTýja Bíó
sýnir í einu lagi í kveld hina heimsfrægu mynd
ATLANTIS
í 7 þátfum og IOO atriðum.
Aldrei hefír önnur eins aðsókn verið að nokkurri kvik-
mynd hjer eins og að ATLAMTSS, svo um hana þarf ekki
| að fjölyrða. Hún er orðin svo þekt, en þareð ekki hafa allir
haft tækifæri til að sjá hana í tvennu lagi, hafa margir óskað
að sjá hana í einni heild.
Sýningar byrja kl. 8 stundvísiega og standa til kl. 11.
Aðgöngumiða má panta í síma leikhússins, No. 344, frá
kl. 3—7 e. m.
Notið nú tækifærið og komið að sjá
þessa heimsfrægu mynd.
Ulstera og Yfir-
frakkaefni.
Kom nú með e/s >CERES<
í Klæðaverslun
H. Andersen & Sön. 1
Austumræti 16.
Símskeyti
London 11. okt., kl. 7,5 e. h.
Flotamálastjórnin tilkynnir að breskir sjóliðs-
menn og hásetar hafi tekíð þáft í að verja Antwerpen.
Nokkrir liðsforingjar og liðsmenn urðu aflokaðir af
Þjóðverjum en náðu þó til Hollands og lögðu niður
vopn sín samkvæmt hlutleysislögum þar í landi. Það
sem eftir var af br ku liðí flutti sig til Ostende og
bjargaði öiium skotvopnum sínum. Manntjón Breta
að eins 300.
Opinber fregn frá París segir að bandaher haldi
öllum aðstöðum sínum og hafi unnið lítið eitt á sum-
staðar.
Central News.
London 12. okt. 2,B0 f. h.
Opinber fréft frá París kl. 11 segir engar nýjar
fregnir nema eínn fána hertekinn nálægt Lassigny.
Otkoman af dagsverkinu virðist fuilnægjandi.
I Central News.
Fríkirkjan.
Peir sem enn eigi hafa greitt áfallin safnaðargjöid til hennar
eru vinsamlega beðnir að greiða þau hið fyrsta til undirritaðs.
H HafSiðason.
f Hólmfríður Jónatansdóítir kona
frá Arnarstöðum í Eyjafirði hvarf
úr rúmi sínu f fyrri nótt og var
leitað mikið að henni, en hún fanst
ekki fyrst. Maður hennar var í
kaupstað og fann hann Ioks Iíkið í
Eyjafjarðará.
Yms hergögn og
heiti þeirra.
----Niðurl.
Menja (Mine) «Míne« merkir
gróf, gröf, gryfja, náma. Undirgöng
sem grafin voru undir víggarða og
virkisveggi voru kölluð þessu nafni
(sbr. danska orðið »at underminere«).
Síðan hefir nafn þetta færst yfir á
sprengihylki sem grafin eru í jörð
niður eða falin undir yfirborði sjáv-
ar, þau fyrnefndu til þess að granda
hersveitum þegar þær ganga yfir, og
hin síðari til þess að granda skip-
um í ófriði. — Á íslensku hefir
vantað stutt orð og laggott og mun
vart finnast annað betra en »menja«,
því að það er einlægt kostur er ný
heiti geta að skaðlausu líkst upp-
runalega útlenda heitinu. Menja er
annars gamalt tröllkonu heiti. —
Fenja og Menja clust upp »fyrir
jörð neðan« voru jötna meyjar og
orustukkessur, »veltu grjóti á garð
risa, svát fold fyrir fór skjáifandU
og »slöngþu snúþga steina* og
»færðu sjálfar setberg úr stað«. Þær
mólu skip Mýsings í kaf (Grótta-
söngur). í sumum menjum eru
rafþræðir til þess að kveikja í þeim
álengdar, aðrar, einkum sjómenjur
springa er eitthvað rekst á þær.
Torpeita (torpedo) »Torpedo« þýð-
ir eiginlega rafmagnsskata, en er nú
notað um aflöng vindilmynduð
sprenghylki sem skutlað er út og
stefnt á óvinaherskip. Eru gangskrúf-
ur á þeim að aftan og vaða þess-
ar vábeiður í yfirborði sjávarins
með miklum hraða, Með sama rétti
og þetta er nefnt eftir rafskötu á
útl. máli, gætum vér kallað það eftir
rafmagns-a7«tí/K og nefnt það hrökk-
á), en kjósi menn heldur að láta
heitið líkjast því útlenda, má nota
orðið torpeita eða einungis peita.
Peita er gamalt orð og þýðir
spjót, »sverð beit en fló peita« kvað
Steinn.
ÍÐUNAR-TAU
fást á
Laugaveg 1.
JÓN HALLGRÍMSSON.
ötoue MAÐTJH
sem er trésmiður og kann til allr-
ar algengrar vinnu, óskar eftir at-
vinnu nú þegar helst við verslun
hann getur einnig verið við afgreiðslu
í búð eða utanbúðar.
Uppl. hjá Vísi.
jHringurinu^
Fyrsti fundur í kvöld á venjuleg-
um stað og tíma. Allar mæti.