Vísir - 25.10.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 25.10.1914, Blaðsíða 4
V 1 S I R (Waterproof) karla og kvenna komu með s|s jBotnía’. t S' SvMvt\\aw$sscft & £©, Austurstræti 1. '&omfc heldur kvenfélagið — .HRINGURI í dag til ágóða fyrir few&tave&a JátæliUYiga \ ^U^avxfe* Nánar á götuauglýsingiam. = Feikna mikið úrval af hinum alþektu sUtJötum komið aftur í Austurstræti 1. i Asg. G. Gunnlaugsson & Co. m seiur: Hafnía Lageröl, Króhe Porter, Export Dobbeltöl, Hafnia Pilsner, Krónu Legeröl, Refonn Maltöl, Central Maltöl, Sundheds Maltöl. Champagne Grand Crémand, G. M. Mumm & Co. Alexis Chaussepied Carte Rose, — — Carte Noire. YEFN AÐARVAitA í alt 150 strangar komu með e/s »BOTNÍA«, þar á meðal: OXFOKD. FLOIEL, LÉREJíT, STÚFASIRS. Ennfremur kom mikið af, SEGLGARNI, þetta selst aðeins til kaupmanna. J. AALL-HAISEÍÍ PINGHOLTSSTRÆTI 28. Epli, Laukar, Yínber, nýkomið í E ý li ö f n. Prentsmiðja Sveins Oddssonar. Höllin í Karpaíafjöllunum, Eftir Jules Verne. Frh. »Um sólaruppkomu*, hélt Fríð- rik áfram, »kom eg auga á tvo menn, nálægt mílu héðan. Fyrst hélt eg að það væri Nick Deck og læknirinn, en það var ekki.« »Veist þú hverjir það voru?« Tveir ókunnir ferðamenn sem komu gangandi frá landamærunuin við Walakiu.í »Þú hefir þá haft tal af þeim?» »Já«. »Og koma þeir hingað til þorps- ins?« »Nei, þeir ætlððu fyrst til Re- tyezat og upp á fjallið.* »Þeir ferðast þá einungis sér til skemtunar?* »Já, svo var að sjá, Koltz hrepp- stjóri.* »En fyrst þeir fóru yfir Eldfjall í nótt, hafa þeir þá ekki orðið var- ir viö neitt hjá höllinni?* »Nei, því þeir voru ekki komnir yfir landamærin um miðnætti«, svaraði Friörik. »Þú hefir þá ekkert frétt afNick Deck?« »Ekki vitund!« »Ó, guð minn góður«, stundi veslings Miriota. »En annars getið þér sjálfar fengið tækifæri til að tala við ferða- mennina, efíir nokkra daga«, bætti Friðrik við, »því þeir ætla að koma við hér í Werst, þegar þeir koma frá Kolosoar.* »Eg vildi að guö gæfi, að eng- inn segði þeim söguna um veit- ingahúsið mitt«, hugsaði veslings Jónas með sjálfum sér, »það gæti vel verið, að þeir neituðu þá að búa hjá mér.« f síöasta hálfan annan sólarhring- inn hafði þessi fyrirmyndar veit- ingamaður yeriö gagntekinn af hræðslu fyrir því, að framvegis þyrði enginn ferðamaður að borða eða gista f veitingahúsinu. Allar spurningarnar sem Koltz hreppstjóri hafði lagt fyrir hiröi sinn og öll svörin sem hann hafði fengið, virtust ekki á neinn hátt ætia að skýra þetta vandamál, og þegar klukkan var orðin átta og skógarvörðurinn og Iæknirinn voru enn ekki komnir heim, fóru menn að veröa hræddir um að þeir ætl- uðu aldrei að koma aftur. Það hefn- ist öllum fyrir að koma of nærri Karpathahöllinni gömlu. Miriota var alveg yfirbuguð eftir geðshræringar þessar andvökunæt- ur og hafði nú ekki lengur afl á, að standa á fótunum. Með mestu erfiöismunnm reikaði hún fram og aftur, en komst varla úrsporunum. Hún hrópaði stöðugt í angistsinni á Nick. Hún vildi leggja af stað, til að leita hans. Það var hörmu- legt að horfa á þjáningar hennar og menn voru orðnir alvarlega hræddir um að hún væri að verða hættulega veik. Nú var öllum að verða það ljóst, að eitthvað varö að gera. Það mátti ekki dragast að reyna að koma þeim skógarveröinum og Iæknin- um til hjálpar. Það var ekkert und- anfæri, að ráöast í hvaöa hættur sem fyrir yrðu, jafnvel þó menti mættu búast við að verða fyrir hefnd andanna, sem í höllinrii voru. Aðalatriðið var, að fá að vita hvað orðið væri af Nick Deck og lækn- inum. Þelta voru allir samdóma um, jafnt vinir þeirra, sem þeir þorpsbúar, er þeim voru óskyldari. Þeir sem vildu kallast hugaðir menn, gátu naumast skorast undan að fara inn í Plesaskóginn og brjótast upp til hallarinnar. Þegár menn höfðu rætt um þetta fram og aftur langa stund, kom það í ljós að þeir Koliz hreppstjóri, Friðrik fjárhirðir og Jónas veitinga- maður voru kjarkmestir allra. Her- móður kennari var aftur á móti svo óheppinn, að fá skyndilega gigtarkast í annan fótinn, svo hann var nauð- beygður til að hörfa til skólastofu sinnar, til að teygja úr sínum veiku limum. Laust fyrir klukkan níu, lögðu þetr Koltz hreppstjári og félagar lians af stað — þeir höfðu verið svo forsjálir að vopna sig vel til fararinnar — áleiðis til Eldfjallsihs. Þeir lögöu upp frá bænum, frá sama stað eins og þeir Nick Deck og læknirinn höfðu gert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.