Vísir - 20.11.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 20.11.1914, Blaðsíða 3
ylfli r voöabillegur — miklu billegri en hinir. Ja — well — já, þó þaö sé ekki nema ein tomma, en svíktu mig þá ekki. — Adiö, old chap!& Afhringing. — Vér grípum tækifæriö. »Nokkur ný tíðindi?* spyrjum vér. »Ekki kvæk, góði«. »»Cabletelegrams« ekki komin?« spyrjum vér. »Enginn til að þýða þau á ís- lensku, góði. Maðurinn kemur ekki fyr en í eftirmiðdag*. »Ja, svo. — Eii hvað er þá að frétta af seðlafölsuninni? »— Hef séð einn af þeim föls- uðu, — helvíii vel gerður. Naum- ast hægt að þekkja hann frá ekta seðli, en eg þekti hann nú samt strax*. »Hver sýndi yður seðilinn?« spyrjum vér meö hægð. »Kunningi úr Hafnarfirði, sem keypti hann fyrir 15 krónur um borð í »FIóru«.« »Var hann harður?* »Nei, blautur, selvfölgelig, svo að hann brotnaði ekki«. »Hm — kunningi úr Hafnar- firði. — Það hefir þó aldrei verið sá, sem vætti einn af nýju National- banka-seðlunum inni í kökubúð hjá Thedór með bakarakústi, til þess aö leika á auðtrúa fólk?« Ritstjórinn fölnaði, kipti að sér fótunum og tókst á loft í stólnum. Þegar hann kemur niður aftursnýr andlitið að blaðanianninum. »Finnurðu nokkuð í blöðunum?« rpyr hann. »Nei«. »B!essaður farðu þá í dagbók- ina, og hérna er almanakið og veðrið á morgun«. í þessu er barið að dyrum og inn kemur stráknr með fult fangið af blöðum. »No — hvernig gengur að selja ?« spyr ritstjórinn. »Eg er búinn að selja sjö«, svar- ar strákur hróðugur. »Þaðerágætt! Fréttiröu nokkuð?« »Ne-e, ekki nima hún mamma fékk sirnskeite frá hinne töntu í Hilleröð«. »HiIleröd! All right!« segir rit- stjórinn og tekst allur á loft, »Það þurfum við að fá lánað. — Veistu, hvað var i því ?« »0 — ekki nima, að það líður öllum vil«. »Bien. — Þá verðum viö að drífa upp fregnmiða —«. Ritstjórinn þrífur pennann frá eyranu og fer að skrifa og tautar jafnframt: »Frá ófriðnum ! — Yfirfyrirsögn með stóru letri. — Alt rólegt í Hilleröd. '— Tvíundirstrikað. — Hér er alt með kyrrum kjörum.— Er kyrrum með ypsilon?* hvíslar hann að blaðamanninum. — »Vit- 1 anlega, maður«. — »Einu eða tveimur errum?« »Tveimur, — stundum«. Nú er ritstjórinn búinn að skrifa, og sprettur upp með blaðið í hend- inni. »Þetta gerir sig! Ha! Sensa- tion, old boy! Excuse, eittaugna- blik«. Síðan opnar hann handrita- gatið og kallar: »Prenta þetla fljótt á rauða fregnmiða og líma þá upp«. Oss er nú tekið að hitna í pels- inum og stöndum upp, en ritstjór- inn vísar oss aftur til sætis í sóf- anum og segir: »Nei, hvað er þetta! Ætlið þér að fara strax? Nei, verið þér svo lítiö lengur. — Segið þér okkur eitthvað í fréttum«. Vér hefjum samtalið á ný. »Nú, svo þér vissuð ekki, að það voru gömlu Nationalbanka-seðlarnir, sem falsaðir voru, en ekki þeir nýju brúnu ?« >Jú-jú-jú, selvfölgelig vissi eg það, en —-----------« í því hringir símabjallan. Rit- stjórinn grípur heyrnartólið með áfergju. »Halló!« Sæll og bless, doktor! — Ha — segja unp blaðinu? — > Það er ómögulegt! — Skilur ekki | málið á því? — Ekki íslenska! — Ha, hvað segirðu? — HrognamálU Ritstjórinn ætlar að segja meira, en þá er hringt af. Eitl augnablik situr hann sem þrumulostinn og segir við sjálfan sig: »Þetta er Ijóta reiðarslagið«. — Svo tekur hann ógurlegt viðbragð. »Pakk, ekkert annað en p a k k«, öskrar hann, og um ieið sjáum vér í í iljar honum út um handritagatið. Nú er oss nóg boðið. Einhvern veginn náum vér í loðhúfuna og komumst út. Elendínus Staff. Reynið brenda og malaða affið úr versl. BEEIÐ ABIIK. Tóbaks-og sælgsetisbúðin á Laugaveg 5 selur allskonar tóbak og sælgæti, best og ódýrast í bænum. hjá Eyv. Árnasyni, Laufásveg 2 Til sölu birkihrís í 40 punda böggum á 1 kr. Hverfisgötu 71. Skógræktarstjórinn. B Skrifstofa P Elmsklpafjelags íslands, J i Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. Journalistik’. i. Viðtal við »sensations«- ritstjórann. Kl. var um 1, er vér höfðum lokið við að ydda blýantinn, stung- ið á oss minnisblöðunum og að öðru ieyti búiö oss til að ganga út og hafa tal af ritstjóranum. — Ja — hvað segja veðurskeytin ? »Veörið í dag« — Rvík — 4 stiga frost. Gott er, að vér eigum pels og loðhúfu. Vér snörumst í pelsinn, þrívefj- um sfrútnum um hálsinn og skálm- um út á götuna. Veðrið er með hlýjasta móti, en hellirigning, Það vill til allrar lukku, að ekki er steinsnar heim til ritstjórans. Vér flýjum undan dembunni — eins og kólfi sé skotið inn um dymar — megum alls ekki vera að bíða svars, er vér knýjum á dyrnar. Ritstjórinn situr á amerískan hátt við skrifborð sitt, með fæturna krosslagða uppi á borðinu, og hall- ar sér aftur á bak í stólnum, sem vegur salt á afturfótunum. Ritstjór- inn er önnum kafinn að skafa negl- ur sínar. Við næsta borð situr blaðamaður, les gömul blöð og er hugsi. »Góðan daginn, herra ritstjóri!« »Morning, Sir. How do? A little interview, ay?« Vér ætlum að svara, en í því hringir síminn. Ritstjórinn grípur heyrnartóliö. »Halló! Ert það þú, Ásgeir? — Sæli nú! Heyrðu! Eg er búinn að hringja til þín sautján sinnum í dag — þú aldrei við — ha, ha, ha! — borða rikling —ha — og freðýsu — er það mögu- legí ?! Well, heyrðu vinur ! Hef- urðu ekki auglýsingu handa okkur? Mikið í blaðinu, ágætt að auglýsa. — Ha — hvað — Vísir? (Dam- ued!) Góði Geiri, eg skal vera Höilin í Karpatafjöllunum, Eftir Jules Verne. Frh. Þó hún væri föl og óstyrk að sjá, náði hún sér þó brátt og gleymdi alveg áheyrendum sínum. Aldrei haföi hún sungiö eins vel og þetta kvöld! Þaö var eins og sái hennar rynni saman við sönginn og þetta væri ekki mannleg rödd, er framleiddi þessa unaðsfögiu tóna. Magnaðar ástrföur hlutu að búa f brjósti þessarar konu, sem gat lýst svo dásamlega öllum tvannlegum tiifinnirgum. Röddin breiddi sig ýmist djúp og hljómmikil eins og orgeltónar, eða hún smádvínaði og dó loksins út og rann saman viö dauöaþögnina í salnum. Eftir því sem áleið kvöldið, jókst hrifningá- heyrendanna og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna eftir hvert at- r>öi, sem hún söng. Meðan á þessu stóð beiö v. Telek greifi bak við tjöldin og var svo æstur, að svo var að sjá, sem hann hefði hitasótt. Hann var hræddur um, og var það ekki að ástæöu- lausu, að listakonan mundi ekki þola þessi fagnaðarlæti og það, að vera kölluð fram hvað eftir annað, sérstaklega þar sem hún hafði verið dálítið lasin frá því um morguii- inn. Hann þráði heitt að geta farið með hana út úr leikhúsinu — út úr þessu heita, eitraða lofti — langt í burt til þess staöar, þar sem þau gætu lifað óáreitt saman og notið ríkulega ástarinnar. Hann vissi að þá mundi heilbrigður roöi aftur færast yfir kinnar hennar og kætis- Ijóminn lýsa úr augum hennar, seni voru allajafna svo þreytuleg, Loksins kom sú áhrifamikla stund þégar kvenhetjan átti að deyja. Aldrei hafði þessi dýrlegi söng- ur Arconatis náð sér eins vel niðri, og aldrei hafði Stella sungið dauða- sönginn eins guðdómlega. Svo var sem öll sál hennar rynni saman við sönginn, og þó — þó stóðu menn á nálum eins og þeir findu, að röddin gæti brostið — þessi rödd, sem nú átti að þagna fyrir fult og alt. Á sama augnabliki opnuðust grindurnar á stúku v. Gortz baróns, og hæruskotið höfuð, með úfnu hári og leiftrandi augum, kom í ljós. Franz v. Telek sá nú í fyrsta sinni, þennan kynlega mann í fullri birtu, og þó það færi fjærri, að hann væri óstyrkur í taugunum, þá gat hann ekki að því gert, að hann fann til óljósrar hræðslutil- finningar, þegar hann sá þetta ná- föla andlit og þessi tindrandi augn langt inn í höfði. Stella sem sjálf var alveg gagn- tekin af söngnum, var einmitt að syngja síðust hendingarnar: »Innamorata, mio cuore tremante Voglio morire . . . .« Alt í einu þagnaði hún . . . hún hafði komiö auga á afmyndað andlitið á barón v. Gortz, og það virtist gersamlega lama hana . . . hún stóð eins og steingervingur og starði á stúkuna . . . færði hendina upp að munninum og blóðstraumur kom upp úr henni . . . hún horfði hrædd umhverfis sig, hrasaði og féll til jarðar. Feikna óró greip áheyrendurna; flestir stóðu upp, margir fóru, aðr- ir voru kyrrir, en sorgin gagntók hngi allra. Hræðilegt angistaróp heyrðist frá stúku von Gortz baróns, Franz hljóp inn á leiksviðið, tók Stellu í fang sér, kysti hana, hvísl- aði ástarorðum í eyra hennar . . . ait árangurslaust. Unga konan var dáin . . . dáin af hjartaslagi . . . um leið og hún, án þess að vita af því, söng sinn eigin svanasöng. Franz von Telek greifi var bor- inn á gistihúsið þar sem hann bjó, og var svo veikur að læknarnir voru alvarlega hræddir um að hann mundi missa vitið, og margar vik- ur sveif hann milli lífs og dauöa. Að lokum sigraöi þó meöfædd hreysti hans, en hann varð aldrei sami fjörfuglinn framar, eins og hann hafði verið áður en þessi sorgaratburður bar við. Eins og menn geta skilið gat hann ekki verið viðstaddur jarðarför Stellu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.