Vísir - 27.11.1914, Qupperneq 3

Vísir - 27.11.1914, Qupperneq 3
 Weiss eftir aö hafa heyrt e i 11 1 a g (!) og feguröartilfinningu getur hann naumast haft heldur, því þá mundi greinin hafa verið öðruvísi rituð. Eg hefi lesið mjög marga listdóma, en eg hefi aldrei séð talað um »fábjánaskap* og »móðg- anir« í þesskonar ritgerðum. Og því síður hefi eg séð það tekið fram í niðurlagi slíkra greina, að höfund- urinn »ætti ekki listamönnunum neitt grátt aö gja!da«. Öll greinin er því misskilningur frá upphafi til enda og leitt að Vísir skyldi taka hana. Thora Friðriksson. Skrlfstofa Elmskipafjelags íslands, tí i Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. m&J; ""tKK zxu feomw \ Timbur ogkolaverslunina Reykjavik, 3 S fáið þér bestar Vefnaðarvörur. Prjónavörur. Smávörur. Bráðlega verður opnaður j ólabasar hjá verslunni. Jjów ^yórtissotv & C,o. . 5)\XUS kaupir ennþá velverkaðar sauðargærur fyrir kr 140 pr kíló og góða haustull fyrir kr 2,20 pr kíló (STENOORAFI) — H H.T,Sloan-Duployan- kennir Helgi Tómasson, Hverfis- götu46. TaUími 177, heima 6-7e.m. Bæði kend „Kortíor“- & „De- bata Stenografi. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæð; heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugaveg 31, uppf. Tennur dregnar út af iækni dag- lega kl. 11—T2með eða án deyf- ingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnason. mmm sem nú er opnuð á Laugaveg 5 (áður vefnaðarvörubúð ,Víkings‘), þar er úrvalið stærst, fallegast og ódýrast. Aðeins ný kort, þar á meðal ýmsar tegundir írá ófriðnum. Eftir 6. des. n. k. verður á sama stað selt mikið af ódýrum Höllin í Kar patafj öl I u n u m Eftir Julos Verne. Frn. »Eg held að það sé fjarri öllum sanni, skögarvörður.* En þó — þrátt fyrir að hann neitaði þessu — festi þessi hugs un æ dýpri rætur í huga Franz v. T elek. Hversvegna var það óhugs- andi, að Rudolf barón, sem alt af haföi verið sérvitur, ef ekki sinnis- veikur, hefði horfið heim til hallar sinnar eftir dauða Stellu? Par gat hann sökum hjátrúar þjóðarinnar, lifað og látið eins og hann vildi. Engum af fornvinum hans mundi detta í hug að leita hans í þessari gömlu höll, sem að allra dómi lá í eyði. Franz áleit alveg gagnslaust að birta þorpsbúum hugsanir sínar; því vel gat verið aö hann yrði þá aö segja frá hvaö Rudolf og hon- um hafði farið á milli, og því mundi enginn trúa. Hann endaði samræðuna með því að ráða skógarverðinum frá að endurtaka þessa tilraun sína, það væri hlutverk lögreglunnar, og hún mundi brátt fá að vita alla mála- vöxtu. Með þessum orðum kvaddi hann skógarvörðinn, sem að vissu leyti var glaður að losna við gest sinn; hann var nefnilega hræddur um að hann tæki of nærri sér, og nú var um að gera, að hressast sem fyrst til að geta gengið að eiga nina fögrn Miriotu. í þungum hugsunum, sneri Franz greifi aftur til veitingahússins, og fór þegar inn í herbergi sitt. Klukk- an sex hafði Jónas reitt fram kvöld- verð, og greifanum til mikiliar gleði, var Koltz hreppstjóri og aðrir heldri menn þorpsins nægilega kurteisir til að láta hann í friði. Dálitlu seinna kom Rotzko inn til húsbónda síns, og spurði hvort hann óskaði nokkurs. »Nei, þakka yður, Rotzko.c »Eg mætti þá ef til vill ganga út á hæðina, og reykja mér eina pípu ?< »VeIkomið, Rotzko.c Franz sem lá út af í hæginda- stól, rifjaði nú upp fyrir sér alt sem á daga hans hafði drifið und- anfarið. Hann var kominn í San Carlo leikhúsið . . . á síöustu sýn- itrguna . . . hann sá barón Gortz fyrir sér eins og hann var þá . . . hann sá hvernig hann teygði höf- uðið fram úr sætinu, og starði með eldheitu augnaráði á hina ungu söngmey, rétt eins og hann ætiaöi að þröngva henni með valdi . . . Svo sneri hugur hans að bréf- inu sem Rudolf hafði skrifað hon- um, þar sem hann bar á hann að hann, — Franz v. Telek — væri morðingi Stellu . . . Þannig niðursokkinn í endur- minningar sínar, fann Franz greifi hvernig svefninn náði æ meiri tök- um á honum. Hann var í því ein- kennilega ástandi, milli svefns og vöku, þegar maður sér og heyrir alt sem fram fer, þegar merkilegt atvik kom fyrir. Það var rétt eins og mjúk og hljómfögur söngrödd hljómaði inni í stofunni, þar sem enginn var nema Franz sjálfur. Áu þess að spyrja sjálfan sig hvort h3nn vekli eða svæfi, stóö greifinn þegar upp og hlustaði. Það. var enginn hugarburður. Osýnileg rödd náigaðisí eyra hans, og ósýriilegar verur sungu hinn á- hriíamikla söng Stefanos. Hann heyrði svo greinilega orðaskil. »Nel giardino de’mille fiori Andiamo, mio cuore . . .« Þetta kvæöi . . . Franz þekti það aftur . . . þetta yndislega og við- kvæma kvæði . . . var einmitt það sein Stella hafði sungið kvöidið þegar hún kvaddi tilheyrendur sína . Franz gaf sig nú alveg á vald þeirri nautn sem honum var í, að hlusta enn einu sinni á hina und- urfögru röddu unnustu sinuar, án þess að gera sér á nokkurn hátt grein fyrir hvernig á þessu gæti staðið. Kvæðið var nú á enda, og söng- urinn smá dvínaði, þangað til hann að lokum þagnaði alveg.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.