Vísir - 04.12.1914, Blaðsíða 3
V ISJR
Ljósmyndastofa
r
CarSs OSafssonar
Laugaveg 46 Talsími 291
stækkar ljósmyndir i öllum stærðum.
Verðið er sanngjarnt. Vinna og verkefni hið vandaðasta. Avalt
kærkomin jólagjöf.
uj x 6^ e\&u*.
i.
Þjóðsagnir.
Öxarárhólmi. ''
Sögn Guðm. bóndá Ögmunds-
sonar á Efri-Brú.
Á móts við Efri-Brú í Grímsnesi
er hólmi í Soginu sem Öxarhólmi
nefnist. írufoss er spölkorn fyrir
ofan hólmann. Reynir, viöur og
birki vaxa í hólmanum. Enginn
kemst út í hólmann nema fuglinn
fljúgandi, þvt' hávaðar eru í ánni
beggja megin.
Einu sinni bar svo við, að ána
lagði í frosthörkum miklum, fór þá
bóndinn frá Efri-Brú út í hólmann
til að höggva skóg, en er hann
byrjaöi að höggva, sýndist honum
bær sinn standa í björtu báli.
Hleypur hann þá heim en skilur
öxina eftir í fátinu.
Síðan hefir enginn í hólmann
komið; öxin liggur þar og reynir
og birkið klæöir hóimann óáreitt
af mönnum og skepnum.
Hólminn er kendur við þessa
sögu og nefndur Öxarhóimi.
II.
Lausavísur.
Hestavísur.
Bræðurnir Magnús, Eggert og
Matthías Jochumssynir voru einu
sinni að reka lömb á afrétt. Þeir
voru allir unglingar, en Matthías þó
yngstur (fyrir innan fermingu).
Magnús reið rauðri hryssu góðri,
Matthías fola ótömdum, en Eggert
gamalli hryssu skjóttri.
t>eir ortu sína vísuna hver um
reiðskjóta sína, og er sýnilegt á
þeim aö Matthías hefir best tök á
Ijóðagerðinni þó yngstur værl.
Vísa Magnúsar:
Rauðka illa unir sér
eg má tilla að henni,
altaf dillar undir mér
uns eg stilla nenni.
Vísa Matth.:
Varla þolir höggin hörö
hraustur folinn Jarpur;
fótum holur jafna jörð,
járnin molar skarpur.
Vísa Eggers:
Skjóna er lúin, löt og körg
lemstruð, snúin, skökk og örg
krafta rúin berst við björg,
beinin fúin sundur mörg.
(jaslampanet
af öllum stærðum eru seld
í verslun
Gruðmundar Olsen.
s>-
x\ó«\\t\r\ . V'' \
fæst eins og annað gott í
Matarverslun
Tómasar Jónssonar.
Sími 212,
Kartöflur
góðar og ódýrar í smá- og
stórsölu hjá
• •
Jóh.Ogm. Oddssyni
Laugaveg 63.
gkrautritun
tek eg,—svo sem nöfn á bækur
og kort, allskonar heillaóskir og
ávörp. — Einnig dreg eg letur
i borða á likkransa.
(Nöfn og iölur, sem eiga að skraut-
ritast, sé greinilega ritað á blað, er
fylgi hverju stykki).
a>ít-u& Sátssow.
Grettisgötu 22 B. (uppi).
Hvítt og mislitt
Vefjargarn
og
efnlltir stumpar
nýkomnir í verslun.
Kr. Sigurðardóttir
Laugaveg 20 A.
(STENOGRAFI) —
H H.T,Sloan-Duployan-
ennir Helgi Tómasson, Hverfis-
götu46.Talsími 177, heima 6-7e.m.
Bæði kend „Kontora- & „De-
bat“ Stenografi.
Mynda-
bækur
handa börnum, fallegar og ódýrar;
mikið úrval.
Pappírs & ritfangaversl.
Laugaveg 19,
Opinber
tikynning
frá skóvinnustofunni í Bröttugötu 5,
að lang best verður að láta sóla
skóna sína þar.
Virðingarfylst,
Guðjón Jónsson.
Myndablöð
hermenn, dýr ofl. rejög ódýr.
Pappfrs & ritfangaversl.
Laugaveg 19.
Det kgl. octr.
Brandassurance Comp.
Vátryggir: Hús, húsgögn, vðrur
alskonar o. fl.
Skrifstofutími 12-1 og4-5. Austurstr.I
N. B. Nielsen
Fallegi hvíti
púkinn.
Eftir
Guy Boothby.
[ Frh.
»Þér haldið ef til vill að viö
Béum geðbetri«, sagði Alie. »En
eg er nú samt hrædd um það, að
það sé stundum fullóviturlegt af
okkur, að Jeyfa mönnum að víkja
kunnuglega að okkur eftir þriggja
daga kunningsskap. Það er mjög
heimskulega gert.«
»Ó, heyrið þér nú hérna, Miss
Sanderson*, sagði veitandi vor, um
leið og hann dró upp tappann úr
annari kampavínsflöskunni, og helti
í glasið hjá Alie og síðan hjá
sjálfum sér. »Þetta held eg sé nú
nokkuð strangt, er ekki svo? Og
það er eg viss um, að yður er
þttta ekki alvara, ha?«
»Ekki er nú víst nema svo sé,
svaraöi hún. Þaö gæti hugsast að
eg yröí neydd til þess. En nú
skhlUni vfö talá um eiihvaö áhháð.
En það blessað veður í kvöld! Eg
held aö þessi höfn sé sérlega gull-
falleg í tunglskini. Heyrið þér, Mr.
Ebbington! Gætum við ekki farið
snöggvast annað kvöld um ellefu-
leytið? Haldið þér ekki að þér
gætuð komið því til leiðar, bara
til að gera mér greiða?«
Eg vissi að hann átti einmitt að
hitta flotaforingjann um það leyti,
og beið því eftir því, að heyra
hverju hann myndi svara. Það mátti
glögt sjá, að hann komst í dálít-
inn bobba, því að hann lét í Ijósi
sorg sína ‘yfir því, að sér væri al-
veg ógerningur að verða við bón
hennar, vegna mikilvægra og bráð-
nauðsynlegra anna, og sat hann
svo um hríð með óiund og þagði.
En rétt í því, er hann ætlaði að
rjúfa þögnina aftur, sáum við bát,
er róiö var yfir um til okkar frá
skipabryggjunni þar gagnvart okkur.
Þegar hann nálgaðist land, gaf Alie
mér bendingu, Gat eg mér til hvað
hún vildi og gekk ofan eftir, til
þess að grenslast eftir hvað í efni
væri. Þegar báturinn kendi gruns,
óö inntendur maður í land og af-
bdrti ntér stóráó böfcfettt otjPbfé^
og fór eg óðar með það og rétti
Alie. Hún tók við og sneri sér
svo að Ebbington, er hafði horft
steinhissa á aðfarirnar, og sagði:
»Eg er hrædd um það, Mr. Eb-
bington, að þetta verði til þess, að
við verðum að snúa heim aftur til
gistihússins þegar í stað. Þykir yð-
ur mikið fyrir því?«
»Ekki vitund«, svaraði hann skjótt,
og síðan bætti hann við, eins og
hann hygðist mundu geta snúið
þessu til hróss: »Þér vitið vel að
mín eina löngun er að þjóna yður.«
Þessum kurteisisorðum fylgdu
þær augnagotur, að nng klæjaði
hendurnar af ílöngun í að mega
góma hann. En Alie skeytti þessu
alls ekki og gekk á undan okkur
út í snekkjuna aftur. Var henni svo
ýtt frá, og tók hún til skriðar. Þá
gaf Alie mér bendingu, og studdi
eg þá hendi á öxl vélstjórans og
gaf honum merki um að stöðva
bátinn. Hann virtist furða sig á
þessu, en hlýddi þó. En Mr. Eb-
bington geðjaðist ekki að þessari
íhlutunarsemi í mér og sfökk hann
á fátúr.
‘Hversyé^fta sð^ðÖð þócjxsatAH
manni að stansa?« kallaði hann
reiðulega. »Eg verð að minna yður
á, að eg —«
»En eg verð að minna yðurá,
að setjast niður og halda yður sam-
an, Mr. Ebbington,* sagði Alie.
Hún hafði nú alveg týnt Vestur-
heims-mállýskunni og brá skamm-
byssu undan kápunni. »Nú er öllu
lokið, að því er yður snertir, svo
að það er eins gott fyrir yður að
gefast upp og hlíta þeim kostum,
sem bestir bjóðast.«
»Hvað á þetta að þýða, Miss
Sanderson?« kallaði hann í mik-
illi geöshræringu.
»Setjist þér niður, eÍHS og eg
sagði yðnr«, svaraði hún, »og haf-
ið þér engan hávaða, annars skuluð
þér eiga mig á fæti. Eg á hér
eugum spurningum að svara, ee
ef þér reynið að hreyfa yður, þá
skýt eg yður þegar í stað.«
Hann sagði ekkert eftir þetta,
heldur sat skjálfandí á milli okkar,
bleyðan sú arna.