Vísir - 11.01.1915, Page 2

Vísir - 11.01.1915, Page 2
V I S.L R ‘Jvá vl'Stwxnv. Manntjón Rússa. Samkvæmt opinberum tilkynning- um blaðsins »Ruski Invalid« höfðu Rússar verið búnir að missa rúm 33 þús. hermenn þ. 20. nóv. síöastl. Þar af höfðu 9702 fallið í orust- um, 19511 lágu í sárum og 3679 vantaði alveg og var með öllu ó- kunnugt um afdrif þeirra. Kuldi og hungur — verstu féndur Rússa. í »Neue Wiener Tagebl.« er birt samtal við yfirlæknirinn Bielka á sjúkralest Mölturiddaranna, sem flytur særða menn frá norðurvíg- stöðvunum til Vínarborgar. Yfir- læknirinn nefndi sem heimild fyrir frásögn sinni sáran rússneskan liðs- foringja, sem hann hafði veitt lækn- ishjálp og átt tal við um ástandið og afleiðingarnar af vetrarhörkunni. Liðsforingi þessi hafði sérstaklega kvartað yfir kuldanum, sem Rússar ættu erfitt með að verja sig fyrir, þótt þeir væru honum vanir, þar eð þá vantaði ýmsar nauðsynjar, sem þeir væru vanir að hafa heima fyrir. Kvað hann Rússa hafa kalið hrönnum saman og hefðu fæt r kalið af mörgum upp fyrír hné. Að Rússar hefðu æskt vetrarhörku væri vitleysa, eina ósk rússnesku hermannanna væri, að ófriðnum yrði sem fyrst lokið, þeir gengi hálfnauðugir í orustu og að þeir leggi niður vopnin hópum saman, er Austurríkismenn geri áhlaup á þá, og gangi þeini ánægðir á vald, þar eð þeir viti, að þá fái þeir fylli sína að éta og sæmilega aðbúð, en hún sé mjög af skornum skamti í rússneska hernum. Ensk varkárnl. Asquit á að ''afa sagt í svarræðu til Chamberlains í parlamentinu breska, að verið væri að safna sam- an öllum gögnum, um máhleitan- irnar milli Fnglands og Þýskalands áöur ófriðurinn hófst, en að utan- ríkisráðheira Edvard Grey þyrfti að rannsaka þau og skera úr, hvort heppilegt væri, að þau kæmu fyrir almenningssjónir. Hagenbeck og bresku blöðin. Bresku blöðin hafa fengist tals- vert um hungrið, sem ríkja ætti í Hamborg, og sagt um það ýmsar sögur. En fregnir þær, sem amerík- ánskt blað flytur um þetta (eftir enskum skrifum), eru þó hvað hroðalegastar: Hungursneyð átti að ríkja í Hamborg, brjóstmylkingar deyja þúsundum saman af mjólkurskorti, Til ritstjðrnar > Hamb. Fremdenbl.c áttu að koma daglega tugir þúsunda af beiönum um brauðbita, og það kæmi út með sorgarrönd til þess aö vekja heldur meöaumkun hinna efnuðu. Breska blaðið »Standard« hefir sérstaklega skýrt frá ástandinu í dýragarðinum í Stellingen Segir blaðið, að breskur maður, sem unnið hafi í dýragarðinum, hafi sloppiö til Lundúna og hafi blaðið X eUaav xv. Wr Q Með s/s Ceres um miðjan Janúar kemur liklega prima ítalskt netagarn, sem eg sel nú þega þó með því skilyrði, að s/s Ceres komi við í Leith og garnið koml* með þeirri ferð. Ennfremur er «on á með sömu ferð stórri sendingu af linum línum brúntjörguðum 3Vs Ibs. og nokkuð af 5 lbs. icngd ca. 57 faðmar. Þessi Iínutegund er sérlega góð. Bæði netagarnið og línurnar verða seldar með gamla verðinu þrátt fyrir það, að þessar vörutegundir hafa hækkað um 5°/«. Aðeins selt til kaupmanna. Menn snúi sér til A. OBENHAUPT Templarasundi 5 Reykjavík. þær upplýiingar frá honum, að bræðurnir Heinrich og Lorenz Hagenbeck séu báðir fallnir í ó- friðnum, og dýragarðurinn sé nú sqm auðn ein. Flest dýrin séu ann aðhvort dauð úr hungri eða hafi verið slátrað, og að í þeim sárfáu ljónum og tígrisdýrum, sem enn séu lifandi, sé lífinu haldið með því að gefa þeim til átu mjög sjald- gæfar og dýrar antilóputegundir, og slöngur og höggormar æti hvað annað. Nú hafa bræðurnir Hagenbeck lýst yfir því, að þeir séu enn í tö!u lifandi manna og dvelji í Stellingen eins og áður við bestu heilsu og vellíðan. Andmæla þcir því harð- lega, að nokkur svelta sé í dýra- garði þeirra, heldur hafi þvert á rnoti verð á æti handa rándýrunum lækkað síðan ófriðurinn hófst|Jog miklu hægra að afla þess, og hafi þeir getað trygt sér fóðurbirgðir, svo að svclta sé alveg útilokuð, Dýrin fái daglega sitt vetrjulega fóð- ur. Eina breytingin, sem á sé orð- in sé, að aðsóknin að garðinum sé minni. Gerlarannsóknarstofa Oísla Guðmundssonar Lækjargötu 14 B (uppi á loftl) ei Venjulcga opin 11-3 virka daga A t v i n n a . Nokkra hásela vantar á fiskiskip. Upplýsingar gefur Ólafur Sveinsson, Laufásvegl2. |||J £6$meti?i |||| GUÐM. ÓLAFSSON yfirdómslögmaður. Miðstræti 8 Sími 488, Heima kl. 6'—8. ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómslögm. Pósthúslr. 19. Sími 215. Vcnjulega heimakl.il— 12 og 4—5 Bogi B ynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðahtiæti 6 (uppi) Venjul heima kl. 12-1 og 4-6 síðd. Talsfmi 250. Biarni P. Johnson yfirdómslögmaður, Sími 263. Lækjargötu 6A. Heima 12—1 og 4—5. 3 vexstuw Suexvðtsen verður selt imkið af ábyrjuðum dúkum frá fyrra ári með 15-25 °|. afslætti “®a Sömuleiðis mikið af ullar- og baðmullartauum. Massage-læknir Gfuðm. Pétursson Garðastrætl 4. Heima kl. ó—7e. h. Sími 39-» Skrlfstofa Elmsklpafjelags íslands, i Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. Miðar íslenskri meniun og menningu aftur á bak eða áfram ? ----- Frh. Eins og íekið hefir verið fram, eru það einkum mál, sem fólk lærir í tímakenslu þessari. En hvaða mál lærir það? Ekki sitt e'gið móöurmál, sem þó aetti að standa því næst, Nei, það lærir eins og páfagaukar nokkrur orð ogsetning- ar úr útlendum málum, án þess að hafa hugmynd um grundvallaratriði málfræðinnar. Oftast hafa nemend- urnir fleiri eri eitt mál undir í einu,eða fá leið á einu máli oghlaupa í annað, og langvenjulegast lýkur náminu svo, að þeir hætta því, þegar þeir fara að komast dálítið niður í málunum, halda því svo ekki við, og tína því, sem þeir hafa lært. Það eru víst fá dæmi þess, að menn hafi náð fullkomnun í máli, sem þeir hafa fengið umrædda kensiu í. Hins i eru aftur á móti fjölmörg dæmi, að ! fólk befir á þennan hátt lært graut í | ýmsum erlendum tungumálum, cn er ekki sendibréfsfært á sínu eigin móðurmáli. »Því skyldi eg fara að læra íslensku ? Eg held eg kunni bana.« Þessi og þvílík svör kveða ekki ósjaldan við hjá ýrnsum fáfræð- ingum, og flestir breyta eftir þessu, þótt þeir ekk' segi það. Það fara að verða alvarlet>ri afleiðingar af mála- grautarlærdómi þesjum en margan ugg‘r. þar sem ómentað fólk á í hlut og hrærir því al- og hálf-er- lendum orðskrípum innan um móð- urmál sitt, án þess að botna í því hvað heyrir því til og hvað ekki. Það gæti svo farið, að tunga vor yrði illa leikin af skrípyrðum þess- um og ambögum. Merin verða að gá að því, að hætlan vex að mun, þegar, eins og jafnvel nú er farið að tíðkast, að unglingar í sveitum fari að dæmi kaupstaðarbúa og fara til kaupstað- anna til að »læra«. í sveitunum hafði, eins og áður er tekið fram, málið varðveitst á lestri íslenskra sagna- og skáldrita, Nú er slíkum lestri að mestu hætt, en ef eitthvað er lesið, þá eru það helst eldhús- reyfarar, þýddir á hrognamál. Skáldskaparrit núlíðarrithöfunda vorra, þeirra sem ekki eru enn úr landi hlaupnir, eru hlutfallslega miklu minna keypt, en þó tinkum minna lesin, en rit vorra fyrri skálda. Fólk les ekki orðið með eins miklum áhuga og umhugsun Og fyr. I Þegar kvæðabók Kristjáns skálds 10 og 20 stúlkur vilskertar af lestri ljóðanna. Aö vísu eru þetta ekki heppilegar afleiöingar, en sýnir þó áhuga og umhugsun. Fátt er svo öllu ilt, aö ekki boði nokkuð gott. Við gætum sannarlega verið öruggir um það, að slíkt hendi ekki nú- tímakonurnar okkar kjólheftu, jafn- vel þótl um þunglyndara tilfinninga- skáld en Kristján væri að ræða. Munum við ekki flestir, sem eig- um því láni að fagna, að eiga ís- lenska sjálfmentaða móður og eftir nútíðarmálvenju mundi vera kölluð ómentuö, þakka forsjóninni fyrir það? Móður sem fyrst og fremst hefir k e n t okkur, hverrar þjóðar við værum, sem hefir kent okkur móðurmálið hreint og ómeng- að, sem hefir leitt okkur inn í huliðsheima íslenskrar náttúru með sögum, kvæðum og æfintýrum, sem hefir lagt fyrir okkur hreysti, dáö og drenglyndi forfeðra okkar til eftirbreytni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.