Vísir - 11.01.1915, Síða 3
V l S I R
Valla.
(Qamankvæði þetta var Vísi sent fyrir jól, og var sagt, að það
væri ættað af Austfjörðum, sé svo, virðist höfundur hafa
heyrt Nikkolínu Ingimundar, og vera verfeðrungur.)
Hun Valla komst í kaupstaöinn, hún kom þá onúr sveit,
hún kunni sig ei fyrst í staö, þeim þótti ’hún undirleit,
þeim fanst hún hvorki »bólfimlegt né bragðleg á að sjá,
en böggulsleg og persónulaus helst þó aftan á.
Hún verður betri hún Valla,
varö honum að orði honum Kalla.
Vesalings Valla
hún verður betri vonandi í haust —
vafalaust.
Hún kunni ekki að dansa rélt á dönskan nýjan móð.
Hún dágóð var á polka, en valsinn skakt hún tróð.
Hún »Two steps* ekki tiplað gat, hún tíndi sporinu,
en hann Tryggvi sagðj, að þetta kæmi alt með [vorinu.
Vesalings Valla,
hún varla kunni skammlaust vals að tralla.
Vesalings Valla,
voöalega átti’ hún annars bágt —
á allan hátt.
Hún eignaðist þó vinu, sem að Imba kölluð var.
hún ættuð var úr Reykjavfk og »dannast< hafði þar,
Hún kunni að dansa, daman sú, við drengja prúöan fans,
hún dansmn hafði lært hjá henni nöfnu sinni Brands.
Já, það var gaman,
er Qunsi og Imba fóru að dansa saman.
Já, það var gaman,
þau liðu en ekki gengu um gólfið slétt,
greitt á sprett.
Þau þutu, liðu, þeyttust, snerust, þau voru undur »pen«,
og í þriðja hverju »Two step«-spori kiknuðu á þeim hnén,
það var eins og sligait hefðu stálvöðvanna bönd,
eða slitnað sundur hásinin, sem áður var svo þönd,
en alt stæltist aftur.
Ótrúlegur er sá töfrakraftur.
Ó ! undrakraftur,
er fóta- i allar -laugar teygir sig —
ég tigna þig.
Hún Völlu kendi kúnstirnar, hún komst á lagiö fljótt.
Hún kendi henni að dansa bæði hart og títt og ótt.
Hún snotraði ’ana útvortis, þær æfðu á næturnar,
en æfingin var helst í því að menta fæturnar,
Nú vals kunni Valla,
voðalega flink varð í að tralla,
hún söng la lalla,
svo laglega, að Imbu af hún bar —
einmitt þar.
Nú er Valia orðin æfð í öllum kúnstunum
og oft er það hún stýrir alein »dömumörsunum«,
hún »inclinerar« einna best af öllum »dömunum«,
í »útbyrðis- og innbyrðis«-dans fyrir herrunum.
Já, það má nú segja,
að sú kann sig nú »pent« og »nett« að hneigja,
það má nú segja,
yndisleg er »holdning« hennar þá,—
hýr á brá.
Peysu’ og slifsi fleygði hún í fataskápinn sinn;
henni fanst hann »punta« betur nýji haftkjóllinn,
og þó hann væri þröngur neðan, það gerði ekkert til,
hún þurfti að æfa dömulega og netta sporabil.
Þá komst hún í »stelling«,
en stikaði ekki eins og sveitakelling.
Þá komst hún í »stelling«,
sem þótti móöins bæði og yndisleg —
það held jeg.
Að kotna sér við hana allir keppast piltar nú,
Hún kann nú líka að gefa undir fótinn, stúlkan sú;
en búðatsveinar hjá henni eru í mestu metum þó,
þeir moka í hana »confect«, ja og einn gaf henni skó,
Þeir um hana keppa,
því allir vilja Völlu litlu hreppa;
þeir um hana keppa,
en allir hafa í þeim »conkurense«
orðið »lens«.
En talsvert sagt er, logiö er þó litlu Völlu á,
og Ijótt er margt sem kerlingarnar segja til og frá;
þeim leiðist ei þeim öldruöu að liggja í gluggunum
og líta eftir því er skeður úti á götunum.
Kaffi þær kneifa
og kófsveittar í næsta hús svo keifa,
og lsaffi þar kneifa,
en kjaftasaga í laun hjá þeim er alt —
sem er falt.
Já, þær eru natnar. Þarna sitja þær á bðllunum,
og þó þær ekki dansi, leikur glatt á vörunum,
en eftir á þær halda saman kýmin kaffiþing
og koma varla’ upp orði fyrir siöavandlæting.
Höllin
í
Karpatafjöllunum
Eftir
lules Verne.
Frh.
Með úfið hárið, og knýtta hnel
sast hann æoa fram og aftur
SVnÖ“"Um’ °8 endurtaka í sífellu
vRoddin hennar . . . röddi|1 hen
ar! . . . Þeir hafa rænl mig rft(
hennar . . . Dauði og bölvun hv
yfir þeim!*
Með blótsyrði á vörunum, hvi
hann inn um dyrnar á sama aUgr
bliki, og Nick Deck og Rotzl
sem ekki vildu bíða komu lö
reglumannanha, sveifluðu sér j
hallarmúrinn.
Rétt á eftir heyrðist brak
brestir, eins og himin og jörð va
að farast. Stór reykjarstrókur g<
UPP I loftið, og grjóti Og ös
r'gndi yfir fjallshlíðina.
Karpathahöllin var horfin. t
Sem hún hafði staðið, var nú el
snnað, en stór öskuhaugur.
17. kapítuli.
A fleiöingar sprengingarinnar.
Eins og okkur er kunnugt, þá
átti ekki að sprengja höllina í loft
UPP, fyr en Rudolf barón væri
kominn út. En sprengingin hafði
orðið undir eins og hann hafði
farið, svo ólíklegt var, að honum
hefði tekist að komast inn í jarð-
göngin.
í sorgarofsanum hafði Rudnlf v.
Qortz orðið valdur að því verki,
sem að Itkindum hafði riðið h*n-
um að fullu.
Eftir hans æðisgengna látæði að
dæma, þegar Rotzko hafði skotið
sundur kassann, var ekki ólíklegt
að hann hefði gengið í dauðann
af,,frjálsum vilja,
Til allrar hamingju var lögreglu-
hðið of iar<at frá höllinni, til þess
aö Þeir særöust að mun. En luafta-
verk var þaö að þeir RotzKo og
N'ck Deck skyldu ekki farast eða
særast hættulega, þegar þeir voru,
eins og sagt hefir verið frá, að
klifrast yfir múrinn, og sprenging-
in varð.
Þeir köstuðust tíu álnir í burtu,
en risu brát aftur á fætur. Þeir
voru dálítið ruglaðir, en lítt meiddir.
Undir forystu þeirra Nick Deck’s
og Rotzko’s, ruddist lögregluliðið
yfir kastalagryfjuna, sem nú varal-
veg full af grjótinu úr múrveggn-
um. Varðturninn var nú orðinn að
einum haug, þar sem eldtungurnar
gægðust upp á stöku stað. Nokk-
ur hluti af stiganum var óskadd-
aður og á neðsta þrepinu fanst
likami Rudolfs baróns, sem Koltz
hreppstjóri og nokkrir aðrir þorps-
búar þektu þegar.
Rotzko var framar öllu öðru ant
um, aö finna húsbónda sinn. Franz
hafði ekki komið til Eldþorpsinsá
réttum tínia, og þess vegna bjóst
hann við, sem vonlegt var, að greif-
inn væri einhverstaðar í höllinni.
Þjónninn gamli þorði ekki að
vona, að Franz væri enn á lífi, og
tárin streymdu niður eftir kinnum
Rotzko’s meðan hann var að leita
á öllum hugsanlegum stööum aö
húsbónda sínum.
Loksins, efiir margra tíma leit,
fanst greifinn undir steinsúlu, sem
á einhvern dásamlegan hátt hafði
fatlið svo, að hún varöi hann fyrir
því að merjast sundur.
»Herra minn . . . veslings hús-
bóndi minn!«
»Herra greifi!«
Þetta vortt fyrstu órðin semþeir
Nick Deck og Rotzko mæltu, þeg-
ar þeir næstum samtímis beygðu
'sig yfir Franz, sem þeir héldu að
væri dáinn.
En hann var einungis meðvit-
undarlaus og eftir nokkra klukku-
tíma, leit hann upp og mælti ein-
hver óskiljanleg orð.
Árangurslaust strauk Rotzko og
kysti hinar köldu hendur húsbónda
síns og grátbændi hann að segja
frá, hvað komið hefði fyrir.
Franz hlustaöi með óbifanlegri
ró á bænir trygga þjónsins síns,
en virtist annars varla taka eftir
neinu. En nú tóku varir hans aö
bærast og hann mælti stöðugt fyrir
munni sér síðustu hendínguna, sem
unnusta hans hafði sungið:
»Innamorata . . . Voglis morire.*
Franz von Telek var orðinn brjál-
aður.