Vísir - 15.01.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 15.01.1915, Blaðsíða 4
S^tvtvcju-wiUtv, Úr þœtti Gísla Konráðssonar. --- Niðurl. Pétur sýslumaður þorsteinsson hafði nú sótt svo mál Sunnefu, að Sveini lögmanni Sölvasyni var boðið að þinga í Sunnefumáli af amtmanni. Stefndi hann nú Wí- um til lögþingis að Ljósavatni, (voru þau þing kölluð aukalög- þing), að hlýða á vitni í máli þessu (svo) mörg, er leidd yrði, og svo að heyra dóm um sök Sunnefu. Kom þar Wíum; voru þar mörg vitni leidd og málið síðan sótt og varið. En hvað harðlega sem Wíum mótmælti þv;, dæmdi Sveinn lögmaður ekki að síður Sunnefu fríunareið fyrir hina síðari barneign sína með Jóni bróður sínum og mundi hún þegar, þar á þinginu, svarið hafa nema hún krenktist, er hún skyldi til þings fara; sýktist síðan meira og meira og dó áður hún fengi eið- inn unnið. Var margrætfum og sögðu sumir, að hún væri drep- in úr hor eða ófeiti. Töldu þó aðrir að freisa ætti hana með því frá aftöku. Hefir sagt verið, að um þessar mundir hefði Wíum verið fluttur að Skriðuklaustri. En það var nú ári síðar, en Sunnefu var dæmdur fríunareiður sinn og hún andaðist, að bréf kom frá Magnúsi amtmanniGíslasyni(1757) og bauð að halda enn aukarétt í Sunnefumáli þeim Birni lögmanni og þórarni sýslumanni á Grund. Riðu þeir austur í Múlaþing, þing- uðu og stefndu þangað vitnum. Sótti Pétur sýslumaður Sunnefu- málið á hendur Wíum með kænsku og kappi miklu, en all- óhaglegt var sókn við að koma, þá Sunnefa var áður látin, áðut þún fengi svarið fríunareiðinn, einkum er Wíum varði sig með Fallegi hvíti púkinn. Eftir Ouy Boothby. Frh. Milli nóns og miöaítans fór eitt- hvað að draga úr veðurofsanum, Mesta ósjóinn lægði og Ioftvogin varð nokkurn veginn stöðug aftur. Það virtist ótrúlegt, að »Reikistjarn- an< skyldi geta komist svo vel af; sem hún gerði, því að ekki höfðum vér orðið fyrir neinu tjóni, sem vert var um að ræða, nema því, að einnm manni hafði skolaö út og brotnað þrjú rif í öðrum í einum brotsjónum, og svo hafði brotnað af borðstokknum á bakborða og báti skolað út, eins og áður er sagt, en annar hafði brotnað í spón á bátsgálgunum. Um það leyti er rðkkva tók, var sjórinn oröinn nær því eins sléttur og kyrr og áöur hafði verið, svo snögglega skella þessir voðalegu fel'ibyljir á og hætta aftur. Þegar mælsku mikilli, og urðu þær lyktir, að þeir Björn og Þórarinn dæmdu Wíum eið fyrir Sunnefu er hann vann þar á þinginu. það var ári síðar 1758, en Wí- um sór fyrir Sunnefu, að Pétur sýslumaður hélt enn fram meina- málinu og er sagt hann hygði á fríunareið Jóns Sunnefu bróður fyrir seinna brotið (með Sunnefu) en Jón mætti lífi halda og stefndi nú málinu fyrir yfirrétt á alþingi og hugðu margir, að tek- ist hefði nema Jón væri orðinn geðveikur og vildi deyja sem fyrst ella fara sér. Og er sagt, að sök- um þess játaði hann á sig brot- inu hinu síðara á alþingi ogvildi stytta með þvi sem fyrst eymdar- stundir sínar. Kom þá málið fyrir yfirrétt. Sótti Wíum það á hendur Jóni og færði til meðkenningu hans, en Jón sýslumaður Skag- firðinga Snorrason varði. En svo kom, að Jon var þar til dauða dæmdur, varð ekki öðru við kom- ið, er hann játaði á sig brotinu sjálfur*). En er af þingi var riðið, var þetta kveðið á beinakerlingu á Kaldadal, og eignuðu menn Sveini lögmanni Sölvasyni: Týnd er æra, töpuð er sál, tunglið veður í skýjum, Sunnefunnar sýpur skál sýslumaðurinn Wíum**). *) Þá er Jón var spurður, hvers vegna hann hefði neitað þessu svo oft og fyrir ýmsum réttum, kvaðst hann hafa gert það af heimsku og einfeldni (sbr, Acta yfirréttarins, 1756 —62. Leirárg. 1803, bls. 11 —15). Dómur yfirréttarins var uppkveð nn 11. júlí 1758 og lauk með því Sunn- efumáli, er það hafði staðið yfir hartnær 20 ár, frá því þau systkm urðu fyrst brotleg, **) Aðrir segja, að vísa þessi hafi verið kveðin á glugga yfir Wíum (sbr. Esp. Árb. X. 53. o. f).), en þetta, sem hér segir, er eflaust réit- ara, því að séra Eggert mátti vera það kunnugt, og hann hefir líklega það sagði Eggert prestur, að Sveinn lögmaður feldi tár, er hann heyrði dauðadóm Jóns. En það varð þrem vikum eftir þing, að Jón tók sótt og andaðist og lauk við það Sunnefumáli. En það var 1 7 vetrum síðar, að Níels son Wíums fór á leið til kenslu til Jóns prests Högnasonar undir Ási og drukknaði í Lagarfljóti með fylgdarmanni sínum. Félst Wíum mjög um missi hans og svo Guð- rúnu móður hans. Þrem vetrum síðar var Jón eldri son Arnórs sýslumanns í Belgsholti fenginn Wíum til aðstoðar i Múlaþingi. G J A F I R 3 m á n a ð a gamalt sveinbarn óskírt, fæst vegna fátæktar gefins eða til uppfósturs. Bamið er mjög efnilegt og hetir aldrei kent nokk- urs meins. Afgr. v. á. m HU5NÆÐI m S t ú I k a getur fengið I e i g t með annari. Uppi. á Hverfisg. 73. í Austurstræti 10 fást 2 herbergi til leigu, sérstaklega hentug fyrir skrifstofur. H e r b e r g i til leigu í aust- urbænum. Afgr. v. á. % KAUPSKAPUR í Mjólkurhúsið á Qrett isgötu 38 hefir al an daginn hina ágætu nýmjólk frá Görðum. Mjólk frá deginuni áður er seld á 20 s aura lítr. B r ú k u ð íslensK f r í m e r k i eru keypt hæsta verði á Hverf- isgötu 40. \ sjálfur sagt Gísla frá þessu ' 'já E^pó ín er vísan orðuð dálitið á annan veg en hér. V I N N A Sendisveinar fást ávalt f Söluturninum. Opinn kl. I—11. Sími 444. N o k k r i r duglegir sjómenn geta fengið skiprúm á þilskipi með góðum sjörum. — Menn snúi sér til Andresar Kristjáns- sonar, Stýrimannastíg 7, (heima kl. 3 6 síðd). S t ú I k a sem er I i ð I e g að sauma, óskar eftir að sauma f húsum. Tilboð merkt »Atvinna< sendist á afgr. Vfsis. H v e r g i eins ódýrt og gott að iáta sauma eins og á Berg- staðastræti 11 A, þar er líka föt- um vent og gerð sem ný. Á Bergstaðastræti 20 eru saumuð alskonar föt. FÆCI *** | F æ ð i fæst á Laugaveg 17. L E 1 G A Org e 1 óskast til leigu nokkra mánuði. Afgr. Org e 1 vandað og vel útlít- andi óskast leigt. Afgr. v. á. | TAP AÐ — PUNDIÐ | T a p a s t hefir síðastliðinn föstudag vfravirkisnál f bama- skólahúsinu í Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi. Skilist ú VesturgÖtu 18. Karlmannsmynd (kort) töpuð. Skilist á afgr. Vísis. Skæri o. fl. fundin. Vitjist á Laugaveg 48B. Tóbaksdósir fundnar. Vitjist á Gumdarstíg i5 Silfurtóbaksdósir litl- ar töpuðust í gær. Skilist á afgr. Vísis. ______________ S t ú I k a rretur fengið vist á góðu sveitaheirrili. Hátt kaup. Uppl. á Njálsgðtu 15, uppi. er vér vorum vissir um það, að vér vorum úr allri hættu, var skip- inu snúið í rétta stefnu og haldið áfram. Ekki gátum við um það sagt, hvað orðið hafði af herskip- inu, eða hvernig það heföi staðist ofviðrið. Um dagsetursbil sást ekk- ert til þess, og við vorum farin aö halda að við værum sloppin við það fyrir fult og alt, En hve hið víða haf er undur- samlegt og órannsakanlegt! Daginn eftir var veðrið orðið svo blítt, að eg man varla annað eins, glaða sólskin, mjúkur andvari og sjórinn eins og fágaður silfurskjöldur. Eftir skaltinn var sóltjaldið sett upp aft- ur, það hafði verið tekið niður daginn áður, vegna óveðursins, og dró eg nú þilfarsstól afturá og sett- ist niður til þess að lesa í forsæl- unni. Eftir nokkrar mínútur kom Alie og lagskona hennar til mín. Eg sótti sæti handa þeim og þá sá eg í fyrsta sinn fallega hvíta púk- ann — eg verö stundum að kalla hana þessu skáldlega, kínverska upp- nefni — setjast við hannyrðir. Ekki get eg sagt hvers vegna mér hefði átt að finnast nokkuð undarlegt í því, en ef til vill hefir það komið af þvf, að eg hafði aldrei búist v>ð því, að henni gætu gefist nægar tómstundir til þessháttar heimavinnu. En hvað sem pví líður þá veit eg það, að þegar eg sá hana lúta sínu hárprúða höfði, sá þessa fallegu, hvítu fingur, sem eigi voru skreytt ir neinum hringum, iða og fitla við silkið, og þegar eg sá lítinn fót gægjast tindan snjóhvítum faldi fata hennar, þá brá mér svo við, að eg titraði eins og þaninn hörpu- strengur frá hvirfli til ilja. Alt í einu heyrðist einn af há- setunum, sem var eitthvað að gera uppi í framreiðanum, hrópa eitt- hvað á móðurmáli stmt. Alie og konan, sem með henni var, sprutlu á fætur, og þótt eg skildí ekki hvað um var að vera, fór eg samt að dæmi þeirra, Við hlupum út að boröstokknum á stjórnborða, en þar var ekkert að sjá, og spurði eg hvað á gengi, með því að eg gat ekki gert mér grem fyrir þvf sjálfur. »Einn af hásetunum segir að bátur sjáist á s*jórnborða«, sagði Alie. Hún sneri sér nú að einum af yngri yfirmðnnunum, sem varnær- staddur, og skipaði honum að fara upo f reiðann og taka eftir stefnu bátsins. Þegar því var lokið, var skútunni beint i þá stefnu, að vér skyldum koma fast að honum, og var þá eigi annað eftir, en að bfða þolinmóðlega eftir úrsl'titnum. Fyrst gátum við ekkert séð, en svo kom í Ijós dálftill dökkur dill hér um bil tveim str:kum stjórn borðs megin við okkttr, og skýrð- isl hann smátt og smátt. »Haldið stefnunnióbreyttri*, «agð; Alie v‘ð manninn sem stýrð', um leið og við hvestum augtm á þen 'a ðrsmáa dppil. Smám sanian varð hann greini- legri, uns vér vorum komnir sv' nærri honum, að vér sáum f sjón- auka aö þetta var herskipsnátur, og reru homtm tveir menn, og auk þess voru þrfr aðrir á. Ttu mínút- um seinna var skútan stöðvuð og Patterson gekk út að borðstokknum. >Haldið þið að þið haf'ð mátt f ykkur til þess að koma honum að skipshliðinni ?< æpti hann, »eða eigum við að senda til ykkar bát ?«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.