Vísir - 30.01.1915, Page 3

Vísir - 30.01.1915, Page 3
 ^fti oJrÆtxuwv. Hver á tundurduflln ? Mikmn skaöa hafa tundurduflin þegar unniö í ófriöi þessum, bæöi í mannskððurn og eignatjóni, eink- ■'m þau, er upp hefir slitið og rekið á víö og dreif út um öll höf. Og því er miður, að ekki hafa ó- friðarþjóðirnar einar átt um sárt að binda af þessum orsökum, heldur og ekki síður þær, sem hlutlausar eru. Bretar hafa sífelt sakaö Þjóðverja um það, að þeir hafi stráð þessum vítisvélum í vitleysu og skeytingar- leysi út um allan Norðursjó, þvert j ofan í guðs og manna lög. Nú birta þýsk blöð skýrslu frá flota- málaráðherra Hollands eftir ölaðinu Nieuwe Rotterdamsche Courant*, og eftir þeirrí skýrslu horfir málið nokkuð á annan veg við, en Bretar hafa sagt. Hún hljóðar svo : »Á tímabilinu frá 1. ág. til 5. des., að báðum þeim dögum með- töliium, htfir alls rekið að vonim ströndum 83 tundurdufl. Eftir ein- kennum | eim að dæma, sem á dufl- unum sáust, voru 70 af þeim tv-p=k og 4 frönsk, en um eitt var ek!*' hæg' að sevja. 8 voru hollensk. Á ö lum þ ssum duflum var útbún- aður td þ“ss að gera þau ónýt,, ef bau 'o-nuðu af stjóra. Að eins fá ein <f h n .m útlendu voru ekki hætt> Itus. Þa< að auk hafa á þessu saiTM limabili ýms skip, er teljast ti' ‘1"is konunglega herflota, eða tei-in hafa verið í hans þjónustu, skot ð í, kaf um 20 dufl, er veriö hafa á reki nálægt ströndum vor- um, en eins og aö líkindum ræö- ur, hefir eigi verið unt að segja neitt með vissu um það, hvaðan þau dufl hafi stafað*. Tlrpitz hótar. Karl H. v. Wiegand, fulltrúi Vcsturheimsblaðanna í Berlín, hefir það eftir v. Tirpitz, flotaforingjan- um þýska, að þýski flotinn muni leggja til orustu þegar honum þyki tími til kominn og hann fái færi á því. Enn fremur átti hann að hafa sagt: »Hví skyldum vér ekki taka upp þá aðferð, að elta á kafbátum hvert einasta verslunarskip Englend- inga og bandamanna þeirra, sem reynir að koma nærri ströndum Englands eða Skotlands og skjóta það í kaf ? Þeir ætla sér að svelta oss, svo að þetta er ekki annað en að mæla þeim í sama mæli og þeir mæla öðrum, og vér eigum fleiri stóra kafbáta en þeir*. Ráðherraskifti. Ráðherrar vilja verða valtir í sessi meðal sumra ófriöarþjóðanna, og er það reyndar síst furða. Einna mesta eftirtekt hefir það vak ð, er utan- rikisráðherra Austurríkis, Berchtold greifi, dró sig í hlé núna um miðj- an mánuðinn. Hann var sá maö- ur, er mestan þáttinn hafði átt í öllum aðdraganda styrjaldarinnar miklu, að svo miklu leyti, sem þann aðdraganda er að finna í viðskiftum stjórnmálamannanna. Þýsk blöð hæla honum mjög og segjast sjá eftir honutn, en segja, að hann hafi verið óvinsæll af Rúmenum frá fornu fari, og því orðið að fara nú, er mikiö liggur við, að friðmælast við þá og ítali, sem annars gera sig líklega til fjandskapar. Eftir- maður hans verður Burian v. Rajecz fríherra, ungverskur maður, en svo er sagt, að það sé að eins til bráða- birgða gert, því að Tisza greifi hinn ungverski þurfi að komast að, og séu honum ætluð mest ráð fram- •vegis. Yfirleitt gera nú Austurrík- ismenn alt til þess, að hugnast Ung- verjum, auðvitað til þess, að draga úr sundurlyndinu milli ríkjanna meðan á ófriðinum stendur. Þá hefir »The Scotsman« það eftir holiensku blaði, að fjármála- ráðherrann þýski hafi verið í þann veginn að segja af sér, sökum heilsubrests, og að í stað hans eigi að kon.a prófessor Helfferich, banka- stjóri við »Deutsche Bank«. Höfðingjar í hernaði. »The Scotsman® frá 18. þ. m. telur upp 178 enska »Peers« (há- aðalsmenn), sem eru í hernum, eða 'iafa verið, í þessum ófriði, svo að eiri eru nú í breska hernum, en leiguþý ein, eins og Þjóðverjum hættir við að segja. Gátu Þjóðverjar náð Calais ? Ensk blöö segja, að Þjóðverjum hafi verið innan handar að komast til Calais, snemma í nóvember, er þeir stóðu sem best að vígi við La Bassée. Þá hafi ekki verið ann- ar tálmi á leið þeirra þar, en fá- menn liðsveit Breta, er skákað hafi verið í flýti í veg fyrir þá í Bet- hune. En þetta hafi Þjóðverjar ekki vilað, og hafi þeir því slitið sér út á því, að reyna að brjótast gegn- um fylkingarnar við Ypres, en ekkí unnið á. Hafi þá Bretum unnist tími til þess á meðan, að efla fylk- ingar sínar og bæta aðstöðuna. Sprengidufl á reki. í sögunum »Þúsund og ein nótt* kemur það fyrir, að dráttur varð þungur hjá fiskimanni og stöfuðu þaðan stórir og merkilegir atburðir, sem þeim eru kunnugir, er lesið hafa. Á þessum síðustu tfmum er það farið að tíðkast, að net fiski- manna verða þung í drætti, einkum þeirra, sem róa fyrir ströndum Norðursjávar og Eystrasalts. Málm- hólkar koma upp í netjum þeirra, en ekki eru í þeim »þénustusam- legir andar«, heldur sprengiefni, og þykir fiskikörlum súrt í broti, að hafa sára bakraun af drættinum, og þegar þeir eru búnir að roga þung- anum upp undir borö, þá reynist hann að vera lífshættulegt sprengi- iufl. Slík rekur víða við strendur Hollands, Belgíu og Danmerkur. Fiskimaöur nokkur á suðurodda Sjálands fékk nýJega þunga mikinn í net sitt, en grunaði hvað vera mundi og tók stjórann og reri netið í land, enda var skamt að fara; þegar karl var fjörufastur, sendi hann eftir næsta hreppstjóra og sagði netjanökkvann til sveitar, og heimt- aði að hreppstjórinn losaði sig við hann. Hreppstjórinn var deigur og skaut málinu til sýslumanns; sýslu- maður var ekki öruggur og bað amtmann skerast í vandann; amt- maður þóttist ekki einhlítur aö því máli og leitaði tafarlaust til stift- amtmanns, en stiftamtmaður kvaddi innanríkisráöherra til ráöa og íhlut- unar. Innanríkisráðherra sagði flota- málaráðgjafanum hvar komið var. Flotamálaráðgjafinn brá við og sendi verkfræðing til Sjálandsodda, er þekti vel á náttúru og útlit sprengidufla, og varð hreppstjórinn feginn hans komu; hann hatði haldið vörð í fjörumáli með miklum mannsöfnuði meðan erindi hans fór rétta boð- leið til yfirvaldanna; allir strákar drógu dár að honum, en fiskikarlar veittu honum ámæli og orðaskak fyrir seinlæti og hugleysi. Verk- fræðingur leit á hólkinn í netinu og kvað skjótt upp þann úrskurð, að hér væri um sprengidufl að ræða, og samdi þegar ítarlega skýrslu um sína ferð og sannaði með glögg- um og gildum rökum þá niður- stöðu, er hann hefði komist að, og sendi hana til flotamálaráðuneytisins. Flotamálaráðgjafinn tók nýjan sprett og sendi rakleitt tundurbát á fjör- una, er losaði sprengiduflið úrnet- inu, flutti það úr augsýn hins sam- ansafnaða mannfjölda og fékk það í hendur reglulegum sprengidufla- meistara, er flutti það á sínum far- kosti á þar til vaiinn stað og lagði það eftir kunstarinnar réttu reglum, að því er haldið er. Hreppstjórinn og hans djarfa vöku- lið fékk enga umbun og litla þökk fyrir sitt starf, því að það kom upp úr kafinu, að þetla sprengiduf! var hættulaust fyrir skip og skepnur undir eins og það var slitnað upp af botnfestu sinni. Lb. Fuglafriðun. Þingið 1913 bjó út ogsamþykti fuglafriðunarlög, en af því eg býst við að fáir hafi þau í höndum, þá væri ekki úr vegi að þau kæmu fyrir almenningssjónir. Lög þessi þyrftu helst aliir fuglavinir að eiga í fórum sínum —og þau lög þyrftu allir Dýraverndunarfélagsmenn um fram alt að eiga, því að til hvers ættum við að vera að hugsa um að fá lög um verndun dýra, ef við ekki kyntum okkur þau, eða stuðl- uðum að því, að þeim lögum væri hlýtt, sem stefna í þá átt að vernda dýrin eða bjarga fuglunum frá ger- eyðingu. Lögin líta þá þannig út: 1. gr. Þessar fuglategundir skulu friðaðar vera árið um kring: 1. erlur, 2. steindeplar, 3. þrestir, 4. músarrindlar, 5. þúfutitlingar (grátitlingar), 6. auðnutitlingar, 7. sólskríkjur (snjótitlingar), 8. svölur, 9. starrar, 10. óðinshanar, 11. þórs hanar, 12. rauðbrystingar, 13. send- lingar, 14. lóuþrælar, 15. hrossa- gaukar, 16. tildrur, 17. sandlóur, 18. jaðralíön, 19. keldusvín, 20. heiðlóur, 21. tjaldar, 22. stelkar, 23. vepjur, 24. hegrar, 25. svanir, 26. æðarkongar, 27. krím, 28. hettu- rnáfar, 29. haftyrðlar, 30. snæuglur. 2. gr. Þessar fuglategundir skulu ekki friðaðar á neinum tíma árs: Valir, smyrlar, hrafnar, kjóar, skúmar, svartbakar, hvítmáfar, grá- máfar, helsingjar, skarfar, súlur, svartfuglar, ritur, álkur, sefandir, toppandir, himbrimar og hrotgæsir. 3. gr. Aðrar fuglátegundir skulu friðaðar svo sem hér segir: a. Rjúpur alfriðaðar á tímabilinu frá 1. f e b r ú a r t i I 2 0. s e p t- ember, og auk þess alt árið 1915 og u r þ v í 7. h v e r t á r. b. Sýslunefndum veitist heimild til að ákveða friðunartímann fyrir fýl, hverri í sínu héraði, þó má friðunartíminn ekki vera síðar en 20. inars og ekki enda fyr en 10. ágúst. c. Lundi frá 10. maí til 20. júní. Skot og net, nema háfa, má ekki hafa við lunda- eða fýla- veiði. Þó getur ráðherra íslands eftir tillögum sýslunefnda veitt leyfi til aö veiða lunda með netjum í eyjunt, þar sem lunda- gröftur stendur æðarvarpi fyrir þrifum, enda sé það sannað, að lundanum verði ekki útrýmt með háfaveiði. Fyrir slíku leyfi skal það þó ávalt gert að skil- yröi, að netjaveiði þessi fari fram á þann hátt, að verið sé yfir netjunum og fuglinn hirtur úr þeim jafnóðum. Skal sýslumað- ur annast um, aö stöðugt eftir- lit sé haft með veiðinni, og greiða varpeigendur allan kostn- að við eftirlitið. Brot gegn þessum ákvæðum varöa 10—15 kr. sektum. d. Allar fuglategundir, sem hér hafa ekki verið taldar, nema friðaðar séu með sérstökum lög- um, skulu friðaðar vera frá 1. apríl til 1. ágúst. e. Ernir skulu f r i ð a ð i r 5 á r frá því lög þessi koma f gildi, en sfðan ófriðaöir og telj- ast undir 2. gr. 4. Fyrir hvern fugl, sem friö- týstur er í lögum þessum, skal sá, er brotlegur veröur, gjalda 2 kr. sekt, er tvöfaldast viö ítrekun brots- ins, alt að 32 kr. Brot gegn 3. gr. e., varðar 25 króna sektum. 5. gr. Egg þeirra fugla, sem tald- ir eru í 1. gr., skulu friðuð vera, nema kríu egg. Enn fremur skulu rjúpnaegg og arnaregg vera friðuð. 6. gr. Fyrir hvert friðað egg, er tekið er, skal sá, er brotlegur verður greiða 1 kr. sek', en fyrir arnaregg skal greiða 10 kr. sekt. 7. gr. Undanþágu frá ákvæð- um laga þessara getur ráðherra ís- lands veitt vfsindalega mentuðum fuglafræðingum, og náttúrufræðis- kennurum, sem safna fyrir skólana og náttúrufróðum mönuum, er safna fyrir Náttúrugripasafnið í Reykjavík. 8. gr. Mál þau, er rísa út af lögum þessum, skal farið með sem opinber lögreglumál. Sektirna renna að i/s hluta í sveitar- eða bæjar- sjóð, þar sem brotið er framið, en en að 2/s hl uppljóstanda. 9. gr. Lög þessi öölast gildi 1. janúar 1914, og eru um leið úr gildi numin lög um friðun fugla frá 27. nóvember 1903. Samkvæmt lögum þessum má °ú enginn ræna eða drepa rjúpuna a*t yfirstandandi ár, þann fuglinn, sem llfd marga tugi ára hefir einna harðast verið leikinn hér á landi. Þess ve£na, vildi •JÖÖÍt svo djarfur, að skora.á alla Súða rfíénh, "Bæði karla og konur; álla hina mörgu fuglavini — °g Dýraverndunarfélagsmenn, að ef þeir verða varir við — og hafa Sannanir fyrir að lögum þessum sé ? ki hlýtt, — þá að kæra slíkt fyr- j “ viðkoinandi yfirvaldi, svo að raPgjÖrnum mönnum haldist ekki uPpi að virða lögin að vettugi. Enn fremur vildi eg mæiast til Þess við hin blöðin, að þau geröu ýraverndunarfélagi Rvíkur þann Sreiða, að birta lög þessi. Vírðingarfylst. Reykjavík 23. janúar 1915. Jóh. Ögm. Oddsson (rit Dýraverndunarfél.). Smeklcljœíisliiíöin -o- Hverfisgötu 34. -0- Margar teg. af: EEXI «„ KAFFIBRAUÐI með lægsta verði í bænum. Saumavélar 'i''UaVe*rmó'ekUt Und‘rri“' Qrettisgötu 22 D. Erlingur Filippusson. te$steina frá J. Schannong. Qmboð fyrir ísland : Gunhíld Thorsieinsson, Reykjavík. MIL h Jtu^vx* \ evtvu tvoggv slá menn með því, að kaupa sér eina af liinum ágætu UllarWaierproofskápum mínum, því að þær eru alt í senn: Regnfrakkar, haustfrakk- ar, vetrarfrakkar og vorfrakkar. Hver sparsamur maður eða kona kaupir aðeins mínar uilar-water- proofskápur. Nýkomnar í miklu* úrvali. ^tautvs *\)evstutv. Reykjavik. Þeir sem kaupa Kápu- eBa Kjólatau f Nýju verslunlnni Hverfisgötu 34 | geta fengið sniöiö BÆJARGJÖLD Öll ógoldin bæjargjöld frá 1914 og frá árunum þar á und- an þurfa að vera borguð fyrir 31. þ. m. Sömuleiðis ber öllum þeim, sem hafa kröfu á bæjarsjóð, að hafa sent reikning til borgarstjóra fyrir 31. þ. m. ÖU þau gjöld til bæjarsjóðs, sem ekki verða gold- in 31. þ. m. verða tafarlau t tekin lögtaki. Bæjargjaldkerinn Það sem Þé*- megið missa til Samverjans. Hann er VJCHV-F kunnugastur fátæklingum og þörfum þeirra í þessum bæ. Sjálfir getið þér sannfærst um þarfirnar með því að heimsækja Samverjann á matmálstímanum kl. 11 til 2 á daginn. GUÐM. ÓLAFSSON yfirdómslögmaður. Miöstræti 8 Sími 488. Heima kl. 6—8. ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómslðgm. Pósthússtr. 19. Sími 215.Venjulega heimakl.il —12 og 4—5 Bogi B.ynjólfsson yfirrjettarmálaflutmngsmaður. Skrifstofa Aöalstiæti 6 (uppi) Venjul heima kl. 12-1 og 4-6 síðd. Talsíml 250. Bjarni P. Johnson yfirdómslögmaður, Sími 263. Lækjargötu 6A. Fallegi hvíti púkinn. Eftir Guy Boothby. Frh. Einn morgun, þegar eg ætlaði að fara að klæða mig, var komiö með btéfmiða ii| mfn með rakstursvatn- ,nn rnínu. Hann var frá systur m’nni, og hafði auðsjáanlega verið sl<rifaður kvöldinu áður, og hljóð- aði SVO; kvð!^Ur ^ens^nSíon> ó. mánudags- Qóði, þes<j QeorgJ r hefi ^ngið Alie og Mrs. ar er til þess, að yera kyrrar hjá mer þangað til á laugardag. Á m,óvikudagskvöld ið ætlum við að sJa nýja leikinn í Drury Lane. Þú manst aö Atie hefir aldrei séð leik- buT811 all,arIe8s efnis- Auðvitað fy,:r viö aö hafa karlmann til þetta ^ VÍð. 0kkur* Vilt þÚ nú taka |eita fað. Þer. eða eigum við að yrir °kkur annarsstaðar ? Við ætlum aö borða kl. hálf-sjö þenna dag, og hugsa eg mér að hafa til sæti handa þér, nema þú gerir mér orð um annað. Skrifað í flýti. Þín elskandi systir., Janet. Þarf að eyða orðum að því, að eg tókst fylgdina á hendur? Eða þá hinu, að eg var upp með mér af hlutverki mínu á miðvikudags- kvöldið, þegar þær settust í stúk- una, sem Janet hafði haft þó nokk- uð fyrir að útvega okkur? Húsið var troðfult neðan af gólfi OS upp á efstu svalir, og eg tók eftir því, að mörgum sjónauka var beint að fallegu stúlkunni, sem settist við hliðina á Janet frman til í stúkunni. Alie virtist þó sjálf vera alls ófróð um aðdáun þá, er hún vakti, og allan þann tíma, sem Ieikurinn stóð yfir, var hún alvar- leg og hafði ekki augun af leik- sviðinu. En ekki man eg nokkra vitund eftir leiknum. Þegar fyrsti þáttur var hálfnað- ur, tók eg eftir því, að þrír menn komu inn í stúkuna beint á móti okkur, og réð eg af því, hve há- væran róm þeir gerðu að leikn- um, að þeir myndu hafa fengið sér 'fullmikið neðan í því meö kvöld- matnum. Eftir nokkra stund tóku þeir að glápa svo stöðugt á stúk- una okkar, að mér fór að verða þetta til hinnar mestu skapraunar, þótt heimskulegt væri. Eg þóltist kannast við andlit eins þeirra, og þegar næst varð hlé á milli þátta og eg sá að þeir votu farnir úr stúku sinni, þá afsakaði eg mig og fór út, til þess að reyna að komast að því, hver þessi maður væri og hvar eg hefði séð hann áður. Fyrst leitaði eg árangurslaust litla stund, en síðan, rétt þegar 2. þáttur var að byrja, sneri eg við og kom þá alveg beint í flasið á þeim. Maður- inn, sem eg hafði verið að reyna að koma fyrir mig, var fjærst mér. en þó þekti eg hann á augabragði. Það var Barkmansworth! Mér varð svo ílt við, að hjartað virtist hætta að slá, og þegar eg rankaði við mér aftur, var hann farinn. Hvað átti nú til bragðs að taka? Eg þorði ekki að gera Alie aðvart, vegna systur minnar og Mrs. Barker, og þó vissi eg það, að ef Bark- mansworth hefði þekt hana, þá reið lífið á að forða henni þegar í stað. Eg stóð eitt augnablik kyrr í forstoíunni, og hefi eg aldrei verið eins veikur og sturlaður, fyrr né síðar, eins og þá, og altaf var eg árangurslaust að reyna að koma mér niður á það, hvaö eg ætti að gera. En þegar eg svo fór til sætis míns aftur og sá að þeir sem sátu í stúkunni gegnt okkur voru farn- ir þaðan, þá réð eg af að hrista af mér öll heilabrot um þetta efni það kvöldið, en koma til Alie og segja henni það þegar með morgn- inum. En að eg skyldi vera á báð- um áttum aðeins þetta eina augna- blik! Það átti eftir að hefna sín grimmilega! s Þegar eg haföi fylgt mínum fríðu förunautum heim, þóttist eg hafa vondan höfuðverk, kvaddi þaer og hélt af stað heimleiðis fótgangandi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.