Vísir - 12.02.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 12.02.1915, Blaðsíða 1
»1 V I S I R Stærsta, besta og ódýrasta blaö á íslenska tungu. Um 500 tölublöö um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. Mánuður 60 au. Ársfj. kr. 1,75, Árg.kr.7,00. Erl. kr. 9 00 eða 21/, doll. Föstudaginn 12. febrúar 1915. -æ V I S I R kemur út kl. 12 á hádegi hvern dag. Skrifstofa og afgreiSsla cr í Austurstræti 14. Opin kl. 7 árd. tíl ki 8 síðd, Sími 400. Ritstjóri GunnarSignrðsson (fráSelalæk). Tilviðt.2—3. JDvefiktö tyxSJensa sUvow o$ fcatwpavuv. $vm\ £\ómawd\ \aUe^av nýtísku ttUav-ve^ttfeápuv fyrir karlmenn, einnig fvvenvecyvfeápur nýkomnar í verslun $uím. $a*vtssotiav, Laugaveg 42, D. M C. Rjóminn er hvergi ódýrari en í Liverpool. Sjófatnaður hvergi betri né ódýrari en f verslun Guðm. Egilssonar. Laugaveg 42. Aðkomumenn í bænum. Andrés Jónsson kaupm. frá Eyr- arbakka og Guðmundur Sigurðsson verslunarm. frá Eyrarbakka með dóttur sína. Fara þau til Kaupmanna- hafnar með Botniu 14. þ. m. Sig- urður Runóltsson kaupfélagsstjóri og Jónarnir Björnssynir, allir þrír frá Borgarnesi, og Ingvar Vigfússon Blikksmiður frá ísafirði. Vinir Vísis gerðu vel í að láta hann vita um fréttir, sem þeim skyldu berast bæði utan af landi og eins úr bænum. Fréttunum tná koma í prentsmiðj- una eða afgreiðslu blaðsins. Esbjerg. Vísi barst svohljóðandi símskeyti frá Kristiansand: »Kristiansand 11. febr. 1915. Heilir á húfi. Farþegar á Esbjerg*. f Sigurður Þoríáksson söðlasmiður dó 10. þ. m. á Landakotssjúkrahúsinu. Hann var bróðir Þórarins Þor- lákssonar málara og þeirra bræðra. Afarmikill afli hefir borist á land undanfarna daga i Sandgerði, frá 15—20 þús. á dag, og það mest þorskur. Rúm 300 manns hafa nú atvinuu á fiskiskipum H. P. Duus verslunar, yfir vertíðína. »Vesta« kom til Leith í gær. Simon J. Þórðarson (frá Hól) fór til Spánar í gær- kvöld með s/s »Stralsund«. Hann hefir lofað að senda Vísi iínu við tækifæri. Símon bað Vísi að flytja öllum kunningjum sínum hér alúðarkveðju. i'Mai* kom frá útlöndum í gæt. Með- ei farþega voru: Jóei Jónsson skipstjóri, frk, Dóra Þórhailsdóttir ttiskups og Guðrún Guðm.dóttir frá Nesi. Einnig kom skipið með mikinn póst. Matthías Ólafsson, sem er nú ný kominn vestan af Snæfelisnesi, segir góðan fiskafla alstaðar þar vestra. S/s Stralsund fór til útlanda í gær og tók póst. Theodór Árnason fiðluleikari, kom með j>Botniu«, eins og getið var um í gær í Vísi. f erð hans var aðaliega heitið til Hafnar lii að fulikomna sig þar í list sinni, en hann skrapp heim um ieið, til að finna vandamenn sína og kunningja. Hann býst við að dvelja hér fram á sumar. Fréttir segir hann engar markvetðar vestan að. Stríðið, segir hann, að hafi haft mikil áhrif þar á verslun og viö- skifti. Atvinnuleysi er þar og deyfð yfir öllu. — Nýja Bíó — Erlend tíðindí Frá orustuvellinum. Amerískur kvikmyndasjón- leikur í 2 þáttum (50 atr). Mynd þessi, sem er frá þræla- stríði Norður-Ameríkumanna, er einhver besta hernaðar- myndin, sem sýnd hefir verið hér á landi. E23 ía: Leikfélag Eeykjankur Syndir annara Laugardaginn 13. febrúar, kl. 81/.. Aðgöngumiða má panta í bókaverslun ísafoldar. frá kl. 10 árd. Pantaðra aðg.m. sé vitjað fyr- ir kl. 3, leikdaginn. i er nú fLvergi betra að kaupa en verslun 1 BÆJARFRETTIR i Rejnslan hefir sýnt að Guðm. Egiíssonar, Laugaveg 42. Afmæli á morgun. Þórarinn B. Guðmundss; verslm, Sigríður Siggeirsdóttir bæjarf.skr. Mikið af nýjum fiski kom liingaö til bæjarins í gær, og var hann seldur á fisksölutorginu og á götunum. Jóhann kaupm. Daníelsson frá Eyrarbakka er staddur hér í bænum. Hefir hann keypt hús og vöruieifar »Ingólfs«-félagsins þar og verslar nú fyrir eigin reikning. Láðst hefir að geta þess, að fyrir nokkru var á »Hótel Reykjavík* hafin kaffi-og matsala. Hafa herbergin verið fág- uð og prýdd, og má þar líta meðal annara skrautmynda, sem prýða veggina, Oddeyri, Þórsmörk og Lómagnúp, málaðar af Einari Jóns- syni. Fer þar vel um gestina og gengur fljótt með afgreiðslu. »Esther« »kútter« P. J. Thorsteinssons, fór til fiskveiða í gær. Fyrsti »kútter- inn« sem byrjar vetrarvert'ðina hér frá Reykjavík í ár. »Kronprinsessa Viktoria« mun fara til Bíldudals, Þingeyr- ar og ísafjarðar í kvöld, >Steriing« kom til Leith í gær. Trúlofuð eru frk. Guðrún Jónsdóttir, fóst- urdóttir Guðm. Hannessonar pró- fessors, og kaupm. Hans Petersen. P. J. Thorsteinsson kaupmaður gerir út tvo kúttera nú á vertíðinni, »Esther« og »Skarp- héðinn«. »Resolute« kútter H. P. Duus verslunar, á að stunda síldveiðar í ár. okkar eru þau ----= langbestu —— er 111 landsins fiytjast. Slitfötin alþektu eru einnig komin í Austursræti 1. / Jlscy S» £uuwtau$ssow & Co.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.