Vísir - 03.03.1915, Blaðsíða 4
XI111
Allskonar olíuföt
fyrir kvenfólk
pils, treyjur, ermar
og svuntur
er nýkotnið með sama verði o& áður
í Austurstræti 1.
Asg. G. Gunnlaugsson & Co.
Hf Eimskipafélag Islands
Fargjöld með ,Gullfoss‘ til Vesturheims
og þaðan til Reykjavíkur verða þessi:
Milli Reykjavíkur og New York:
Fyrsta farrými 250 kr. aðra leið, 350 kr. báðar leiðir
Annað — 150 — — — 250 — — —
\
Frá Halifax til Reykjavíkur:
Fyrsta farrými 200 kr. Annað farrými 100 kr.
%
Notið tækifærið!
i. O. G. T.
St. tvt. W.
Fundur í kveld kl.
Frú Stefanía Guðmundsdóttir
og Guðm. skáld Guðmundsson
lesa upp.
FJÖLMENNIÐ!
Lesið auglýsingarnar í Vísi og
versliö við þá sem í honum auglýsa.
Þar fáiö þið bestu kaupin.
Dagbókarhlöð
knatttaðssYeinsins
eftir Leó Tolstoj.
----- Fih.
Hvert sinn er hann slær, lítur
hann í kringum sig og roðnar.
Furstanum ferst nokkuð öðruvísi,
hann kann á þessu tökin, krítar
stangarendann og lófa sinn, strýkur
upp ermar og þegar hann fer að
slá, brestur í borði og stöng, enda
þótt hann sé miklu minni að vall-
arsýn.
Þeir léku tvo eða þrjá leiki, eg
man ekki hvernig fór, en þá lagði
furstinn frá sér stöngina ogsagði:
»Hvað heitið þér, ef eg má spyrja?«
»NeckIjudow«, sagði hinn, Faðir
yðar sálugi var herforingi?«
»Já.« —
Þá töluðu þeir eitthvað saman á
frönsku, sern eg ekki skildi, en það
hugði eg vera um ættmenni hans.
»Au revoir**), sagði furstinn að
síðustu, mjög ísmeygilega, »þér
hefðuð getað gengið mentabraut-
ina.«
Síðan fór hann út og tók sér
áður mundlaug, en ókunni maður-
inn stóð hjá borðinu og sló kúl-
unum hingað og þangað eftir því.
Svo er því farið, að því mynd-
uglegar sem við knattborðssveinar
látum, því betur fer okkur.
Eg tók nú kúlurnar og skipaði
þeim saman. Hann roðnaði og
sagði:
»Verður ekki leikið lengur?«
»Jú, sjálfsagt«, segi eg »til þess
er borðið, að leikið sé.« Og eg
lít ekki við honum, en læt steng-
urnar á sinn stað.
»Viltu ekki leika við mig?«
mælti hann.
*) Kveðja: Við sjáumst afíur.
»Jú, jú, herra minn«, sagöi eg
og undirbjó borðið.
»Líst yður að leika um að ganga
undir borðið?«
»Hvað er það, „að ganga undir
borð?“ spúrði hann.
»Það er svo«, sagði eg, »þér
greiðið mér hálfa rúblu, ef þér tap-
ið, en eg beygi mig og skríð á
fjórum fótum undir knattborðið, ef
eg tapa.«
I iann hafði aldrei séð þetta fyrr,
undraðist það og kýmdi.
»Látum svo vera«, sagði hann.
»En, hvað leggið þér undir?«
mælti eg.
»Leikur þú ver en eg?« spurði
hann.
»Miklu verr«, mælti eg, »ogsjálf-
sagt munu fáir, hér um slóöir, standa
yður á sporði.
Svo hófum við sláttinn. Honum
þótti lofið gott og ímyndaði sér
víst fastlega, aö hann væri ágætur
knattsláttarmaður í raun og veru
Hann sló líka svo hrottalega, að
raun var að, hefir víst hugsað til,
að stæla furstann. »Pan« sat þar
hjá, hafði orð á því og sagði:
»Þetta var atrenna, þetta var
bylmingshögg.«
En slátturinn var samt happa-
högg, þó hann skildi ekki hót í
reikningunum. Eg tapaði eins og
til var ætlast og gekk undir borðið.
Þá spruttu þeir Oliver og »Pan«
upp úr sætum sínum ng æptu:
»Bravó! Annan leik til, — einn
enn«. Á þessu klifuðu þeir í sí-
fellu, og einkum mundi »Pan« eigi
að eins hafa viljað vinna það fyrir
skemtunina, að skríða undir boröið,
heldur eitthvað miklu lítilmóllegra.
»Bravó!« sagði hann, »haldið þið
áfram. Hann hefir ekki enn þurk-
að allan skítinn af gólfinu, knatt-
borðssveinninn*.
Eg hafði lítt hug á leiknum og
tapaði því þessum líka.
»Eg get hreint ekki leikið gegn
yður, herra minn«, mælti eg.
Hann hló.
En þegar hann hafði unnið 3 Ieika
í röð, lagði eg slöngina á borðið
og sagði: »Er yður nokkuð á
móti skapi, að keppa um »almenn-
ing« ?« Frh.
Massage-læknir
(juðm. Pétursson
Garðastræti 4.
Heimakl.ó—7e. h. Sími 394.
Með síðustu skipum kom úrval af
myndum & rammalistum
í trésmíðastofuna Laugaveg 1.
fMBT Þar er innrömmun ódýrust að vanda.
Kotnið og sjáið.
FÆÐI
Fæð' fæst á Laugveg 17.
TAPAЗFUNDIÐ
ÍÆS
H ÚSNÆÐI
T a p a s t hefir minnispening-
ingur, með áletran, frá Hverfis-
götu upp á Laugaveg. Skilist á
Laugaveg 57.
Peningabudda fanst á
Tjörninni í gær. Vitja má í Sápu-
búðina á Laugaveg 40.
2 tíu-króna seðlar hafa
tapast. Skilist í Pingholtsstræti
27, gegn fundarlaunum.
T v ö herbergi samliggjandi og
mót sólu, til leigu á Laufásv.42.
T v ö herbergi og eldhús ósk-
ast til leigu 14. maí. Uppl. á
Vesturgötu 37 (uppi).
|| S ó 1 r í ka stofu með samligg-
I jandi svefnherbergi í eða nálægt
miðbænum, vantar einhleypan
mann frá 14. maí. Afgr. v. á.
E g óska að fá litla, snotra íbúð.
Ársæll Árnason,
Safnahúsinu. — Sími 47.
VI N N A
KAUPSKAPUR
»0pfindel sernes Bog«
j ný, til sölu með afslætti. Einnig
| margar fleiri útlendar bœkur. Af-
| gr. v. á.
| »0 b j e k t i v Retlinier
A p 1 a n a t f. 8« — hentugt fyr-
ir »amatör«, — ijósmyndara —
er tii söiu fyrir lítið verð. Afgr.v.á
LEIGA
afta
F a H e g u r kvengrímubún-
ingur til leigu. Afgr. v. á.
Atvinna.
Stúlka, sem kann vel til allra
algengra verka í sveit, getur feng-
ið vist á ágætu heimili nálægt
Reykjavík. Gott kaup í boði.—
Afgr. gefur upplýsingar.
FaHegur kvengrímur
túningur til sölu á
Bjargarstíg 15#
Ungiingsstúlka óskast
í vist frá 14. maí til kaupm. Árna
Eiríkssonar, Vesturg- 18.
Sendisveinar fást ávalt í
Söluturninum. Opinn kl. 8—11.
Sími 444.
Skósmíðavinnustofan
Bröttugötu 5. Allar skóviðgerð-
ir fljótt og vel af hendi leystar.
O ó ð stúika getur fengið góða
vist nú þegar eða frá 14. maí. Af-
gr. v. á.
U n g u r maður óskar ettir at-
vinnu í vetur. Uppl. á Hverfis-
götu 84.
S t ú 1 k a vön húsverkum, ósk-
ast eftir atvinnu nú þegar. Af-
gr. v. á.
S t ú 1 k a getur fengið vinnu
við létt heimilisstörf nú þegar. Af-
gr. v. á.
Stúlka óskar eftir morgun-
verkum. Uppi. á Klapparst. 1.
S t ú 1 k a óskar eftir gólfþvotti
og tauþvotti. Uppl. á Smiðjust. 1.
D u g 1 e g u r og vel vanur sjó-
maður óskast til sjóróðra suður
í Garð. Uppi. í Smiðjuhúsi við
Sellandsstíg í dag kl. 4—6 e. m.
Prentsiniðja Sveins Oddssonar.
h