Vísir - 16.03.1915, Blaðsíða 1
1359
V I S I R
Stærsta, hssta og ódýrasta
blaS á íslenska tungu.
Um 5tX> tölublöð um árið..
Verð innanlands: Einstök
blöö 3 au. Mánuður 60 au.
Arsfj.kr. 1.75, Arg. kr.7,00.
Erl. kr. 900 eða 21/, doU.
m , « V 1 S 1 R
¥I§IR kemur úl kl. 12 á hádegi j hvern dag. Skrifstofa og afgreiðsla cr i jj Austurstræti 14. Opin kl. 7 árd. tíl kl. 8 síðd, Sími 400. jj
Þriðjudaginn 16. mars I9l5s Ritstjóri: Gunnar Signrðsson . (frá Selalæk). Til viðt. 2—3. | * ra
JSvefoWB sSatvttas’ sílvotv fcampa\)\t\. $\tt\v V$ö.
-o--o- Gamla Bíó. -o--o-
Þegar
sjónin hvarf.
Fagur og áhrifamikill sjónleikur í
2 þátturn. Samið að tilhlutun Oyld-
endals bókaversl. í Khöfn.
Leikið af frægustu leikurum
NOREGS,
1-1 INN 12. þ. m. andaðist
* * á Akureyri ungfrú Pór-
unn Ólafsdóttir, dóttir sr. Ólafs
sál. Ólafssonar.
Rvík, 16/s ’15.
F. h. ættingja hinnar látnu.
Oddur Gíslason.
Fisksalan í Rvík
og
Olafur ,Bæjarbúi’.
í gær ritar Ólafur »Bæjarbúi« um
»fisksöluna í Rvík«. Kveðst hann
hafe farið að spyrja hr. Gísla Hjálm-
arsson, hvernig á þvf stæði, að hann
seldi fiskinn nú fyrir 3 og lOaura
pundið og hefir víst ekki þótst
koma að tómum kofunum, — svo
er hann hróðugur af svörum kaup-
mannsins.
Hann tilgreinir þrjár ásfæður til
hækkunarinnar, og ætla eg að Ieyfa
mér að minnast fyrst á hina síð-
ustu, af því að þar er beinst að
mér með óverðskulduðum brigsl-
~um, þótt eg sé ekki nafngreindur.
Gísli Hjálmarsson kveðst (að því
er Ólafur segir) þurfa að »borga
gífurlega leigu fyrir þennan blett«,
sem hann selur fiskinn á — »kr.
"2 á dag, þegar fiskur er*. Kveðst
hann hafa vonaet til, að bæjarstjórn-
in mundi lótta af sér »þessari ok-
urlejgu*, en sé nú farinn að van-
treysta því, og sé »því neyddur til
að hækka verð á fiskinum*, þótt
sig taki sárt. Segir hann að verðið
mundi lækka og hann geta selt fyrir
7 — 8 aura, »ef þetta Iagaðist«.
Öll þessi þvæla er í raun réttri
tónmr uppspuni, eins og menn sjá,
þegar þeir vita sanna málavexti.
Svo stendur hér á, að við Elías
Stefánsson fisksali fengum leyfi bæj-
arstjórnar í haust til notkunar á
Skemtisamkoma
EVEIFÉL&GS FRIKIKKJTISAPIABAEIIS
verður endurtekin í kveld
b
í Good-Templarahúsinu, dálítið breytt.
Aðgöngumiðar kosta 75 aura og 35 aura fyrir börn.
Dans á efiir.
bletti niður á mölinni til fisksölu,
með þeim skilyrðum, að við kost-
uðum þangað vatnsveitu og írá-
rensli, svo að þrifalegra gæti verið
á sölustaðnum en áður. Við byrj-
uðum á verkinu, en hættum við að
fullgera það, fyrr en með vorinu,
þegar aðstaða verður betri. — Nú
kom Gísli Hjálmarsson og mæltist
til þess við okkur, að mega nota
þenna blett til fisksölu í vetur, og
þar sem við höfðum ekki með blett-
inn að gera í bráð, þá urðum við
við bón hans. Hann bauð leigu
fyrir blettinn, en við kváðumst
hvorki mega leigja hann né vildum
það. Sögðum við honum þetta, en
þar sem hann bauð leigu gátum
við þess, að hann gæti þá látiö
okkur hafa fiskkind í soðið, þegar
við óskuðum eftir og hann hefði
fisk til sölu. Eg hefi síðan fengið
hjá honum fisk í soðið við og við,
þó víst sjaldan svo mikið í senn,
að söluverð næmi einni krónu. —
Þetta ér nú »þessi okurleiga«(!)
sem »neyðir« Gísla Hjálmarsson
til að hækka fiskpundið hjá sér un:
tvo aura eða svo, »þótt liann talci
það sárt«(!). — Þetta er sú grimmi-
lega meðferð á Gísla, sem knýr
Ólaf »Bæjarbúa« til að skrifa í
blöðin og heita á bæjarstjórnina að
»vinda bráðan bug að því«(!), að
útvega honum »nægi!egan fisksölu-
stað fyrir sanngjarna borgun*.
Annars mætti nú benda á það,
að þ ó 11 Gísli Hjálmarsson borg-
aði tvær krónur í Ióðarleigu þá
daga, sem hann selur, þá þyrfti hann
ekki að selja nema e i n h u n d r-
a ð pund tveim aurum dýrara tii
þess að vinna upp þá »okurleigu«.
— En nú selur hann oft — ekki
100 pund — heldur kanskc
1 0.000 p u n d , og mun mönn-
um reynast torskilið, að hann þurfi
þá að hækka verð á hverju pundi
um tvo aura til þess að vinna upp
þessar ímynduðu tvær krónur. Sorg-
Iegt, aö hann skuli vera að leggja
slíkar pindingar á sig, úr því að
j hann »tekur það svo sárt«, sem
hann segir.
Eg get trúað því, að G. H. »sárni
ipjög, að sjá fólk kaupa af öðrum
fisk jafnt eftir sem áður«, — hann
vildi auðvitað helst vera aleinn um
söluna, en það eru margir, sem
verða að sætta sig við samkepnina
nú á dögum.
Þar sem G. H. barmar sér yfir
því, að fiskur hafi skemst hjá hon-
um síðustu dagana, þá gæti þetta
verið sjálfskaparvíti, af því að hann
hafi keypt óþarflega mikið afódýr-
um fiski í veiðistöðunum syðra, en
seit hann heldur dýru verði hér til
þess að Reykvíkingar væri ákafir
aö kaupa.
Að endingu skal eg geta þess,
að eg er fús til að gefa upp frá
þessum tíma þær fiskkindur, sem
eg hefði ella kunnað að fá hjá
Gi'sla Hjálmarssyni, svo að hann
, geti þess vegna fært aftur niður
verðið á fiski þeim, sem hann sel-
ur Reykvíkingum.
Jón Zoega.
AUat\ aj latidv.
(Símfréttir).
ísafirði.
Hafís all mikill er kominn fyrir
utan ísafjarðardjúp, og er hann að
byrja að berast inn á fjörðinn.
Súgandafjörður, Önundarfjörð-
ur og Dýrafjörður eru allr fullir
af íshroða, sömuleiðis er allmikill
ís á Jökultjörðum.
BÆJARFRETTIR
Afruæli í dag
Ragnheiður S. Guðmundsd. frú
Aftnæli á morgun.
Páll þorvaldsson steinsm.
Afmæliskort fást hjá Helga
Arnasyni í Safnahúsinu.
NYJA B8Q
Erlend tíðindi.
Skemtilegar og fræöandi myndir.
Sjóvígin í New York.
Þessi mynd sýnir m. a. hvernig
skotið er úr hinum risavöxnu fall-
byssum, sem eiga sér marga líka í
heimsstyrjöldinni, er nú geysar.
Óþægilegu- misskilingur.
Afar hlægileg gamanmynd, þar
sem Carl Alstrup leikur aðalhlutv.
Leikfélag Reykjavíkur
Syndir annara
Aiþýðusýning í kveid
kl. 8 /2.
AÐGONGUMIÐAR eru seldir
allan daginn og við innganginn og
kosta:
65, 50, 40 og 25 aura.
SSSÍS
Plægingar
tek eg að mér á næsta vori, í
og umhverfis Reykjavík.
Umsóknir séu komnar fyrir
aprílmán. lok þ. á.
iGruðm. Þorláksson,
Korpúlfsstöðum.
„Snorri Sturluson"
kom inn í gær, fullur af fiski
L. Bruun
á „Skjaldbreið", er í þann veg
að láta breyta húsi sínu, áþarað
verða sem áður kaffi og matar-
sala. Hefir hann ráðið þá bræð-
urna, Eggert og þórarinn Guð-
mundssyni til að skemta gestum
sínum. Uppdrátt af breytingu
þessari höfum vér séð og getist
vel að.
Kvöídskemtun
Kvenfélags Fríkírkjusafnaðarins
var sæmilega sótt í gærkveldi og
fór vel fram. þar voru meðal
annars sungnar skopvísur tvenn-
ar, sínar um hvorn pólitíska flokk-
inn. Skemtunin verður endur-
tekin í kveld dálítið breytt fyrir
lægra verð.
^avipvS öl ]xí §l%zx%\xiTi\ SfcaWa§t\tt\ssot\.