Vísir - 16.03.1915, Page 2

Vísir - 16.03.1915, Page 2
V tSIR Til frú Önnu Pétursson. Sungið í heiðurssamsæti í Reykjavík á sjöiugsafmæli hennar. Lag: Hvað er svo glatt. Kom heil og sæl með svipinn hreina, bjarta og sumarþýðan, mjúkan hugarblæ! Hve fögur ítök áttu’ í mörgu hjarta vors ættariands, en flest í þessum þæ! Hér lagði yl af hjartans hlýju þinni um hjörtun ungu, fjölmörg liðin ár, — þú bæltir hvern, sem komst við þig í kynni, með kærleik þeim, er ljómar þér um brár. Með þökk og lotning, heiðursgestur góður, á gæfustund þér heilsar vinafjöld, — sem góðu börnin góðri fagni móður, vér gleðjumst með þér hjartanlega’ í kvöld. Þig virða landsins eldri’ og yngri dætur og erlend fósturbörn þess nær og fjær, — oss verður öllum hlýtt um hjartarætur, er hjá þér einhver dagstund liðið fær. í helgidóminn hljómsins töfrasala við hönd þér fyrst þú leiddir börnin ung, f brjóstum vaktir vorsins tóna’ úr dvala, þótt vœru stundum æfikjörin þung, — já, stundum fyrir lífi þínu’ og þinna á þunga strengi lékstu nótt og dag, — þú hlýtur sæla sigurgleði’ að finna, er sól þér skín við bættan æfihag. Af þínum ómblæ inni hlýtt er víða og yndissælla, vetrarkvöldin löng, — frá góðum sálum hreinir hljómar líða og hugum vekja ljúfan strengja-söng. Guð blessi þig og þína fjærri’ og nærri, — á þínum vegum glitri sól og blóm, — hann sendi hreima, svanakliði skærri, í sálar þinnar bjartan helgidóm! @w3m. §u3mu-H3jso«. Utlendar fréttir. Vinur Belga. í býsku blaði nokkru er birt bréf frá belgiskum bankastjóra til enska blaösins »Times«. Þar segir svo: Þiö Englendingar segist ekki geta njalpað oss, því að þér hjálpið með því óvinum ykkar, þýsku þjóðinni. Þið segist verða að loka höfninni í Antwerpen, því annars hefðu ó- vinirnir þar góða höfn á hentugum stað. Þið segist ekki geta sent okk- ur peninga, því þeir geti lent í höndum óvinanna. Þannig hafa Þjóðverjar, Frakkar og Englending- ar lagt járnhlekki á oss. Enginn Belgíumaður getur yfirgefið land sitt eða komist heim til sín, án þess að hernaðarþjóðirnar leyfi það. Á þennan hátt hefir 7 miljónum manna verið steypt í voðalega ör- birgð. Fyrir forgöngu ameríska og spánska sendiherrans hefir fengist hjálp, sern hefir orðið til að varna þjóðinni frá yfirvofandi hungurs- dauða. Við fáum matvæli, sem keypt hafa verið fyrir samskotafé og flutt til okkar undir vernd ameríska flaggsins. Það eru Bandaríkjamenn, sem áttu hugmyndina um, að stofna til samskota til að ná saman nógu miklum peningum og matvælum. Þið Englendingar hafið ekkert annað gert en samþykt það í nafni mannúöarinnar, að þessi hjálp yrði leyfð. Holland hefir Ieyft umferð um land sitt til þess að hægt væri aö koma vörunum til hlutaðeigenda, og belgiskir embættismenn hafa úthlut- að gjöfunum. Þýskaland hefir gefið drengskaparorð sitt um, að ekkert korn né hveiti skuli tekið hernámi þetta ár, og það hefir haldið það loforð. Þýsku foringjarnir hafa í raun og sannleika skipað, að ekk- ert af matvælum skuli tekið til hers- ins í þeim héruðum, þar sem íbú- arnir þurfa matarins með. Á þennan hátt hefir þjóðin verið frelsuð frá hungurdauða. Margir óvinir. Þjóðverjar segjast hafa í mörg horn að líta á þessum tímum og »sumu er Iogið meira*. Meðal annars, sem þeir þurfi að vinna, segja þeir vera það, að verja land sitt fyrir 32 þjóðflokkum, og telja þeir þá Indverja, Rússa og Afríku- svertingjana sem margar þjóðir. Er það ekki smáræðis landfræðis- viska sem þarf til að finna heiti þeirra allra. Kartöflugarðar. Þjóðverjar láta sér nú mjög um- hugað um að rækta kartöflur. Hafa stór landflæmi verið tekin til rækt- unar, og jafnvel í sjálfri Berlín hafa byggingarlóðir verið plægðar upp og undirbúnir þar kartöflugarðar. Berlínarbúar eru farnir að stæla Reykvikinga. Heimssýningln mikla í San Fransisco var opnuð 22. f. m. Wilson forseti gaf merki frá Washington, um að opna sýning- una, með því að þrýsta á rafmagns- hnapp á skrifstofu sinni. 41 þjóð tekur þátt í sýningunni. Virðingarverð er j einurðin. — f Eg veit varla, hvort eg á að vera að skrifa meira um skrifin hans Péturs og sálminn hans Sveinbjarn- ar um Bakkus heitinn. — Það sann- færir þar hvorugur annan, eða hvor- ugir aðra. — Það er svo skamt síð- an að Bakkus var ráðinn af dög- um hér á landi, að það er meir en von að þeir, sem töldu sér virð- ingu að vináttu við hann, séu enn- þá svo utan við sig af söknuði, að þeir taki ekki og finnist það »stálvarðar sálir«, sem geta verið að því, að beita blá- kaldri skynsemi á slíkum harma- stundum. Hr. P. P. fer einnig í grein sinni, 5. þ. m., miklu lengra í að lofa Bakkusarbraginn en fyr, og reynir ekki að færa neinar ástæður að stóryrðunum, og þá er tilgangi mín- um náð að miklu leyti. Eg skil það vel, að hann þyrfti æðimörg orð, ef hann færi að reyna að sanna, að það sé rétt t. d. að kalla þjóð sína »þjóðskrímsli af- skræmt og ilt, sem asnast glötunar- veginn«, eða kveða annað eins last, um algóðan guð og það, að hann verði »nálf-feginn að losast við« íslensku þjóöina, — vegna bann- laganna. — Það er líklega hyggi- legast fyrir P. P. að sleppa alveg að fara frekar út í þá sálma. Hr. P. P. finst það vera »venjulegur templaramisskilningur* aö eg tal- aði um »Bakkus heitinn«, og virð- ist hafa gramist að eg nefndi lík- ræðuskjall, en sér maöurinn ekki, sem Sv. B. lætur Bakkus »Iíða upp til himins skýja?« Annars er þessi síðari grein P. P. mestöll ýmsar almennar staöhæfing- ar — ekki alveg spónnýjar - gegn bannlögunum. — Honum virðast þær líklega alveg óhrekjandi, en eg tel þær þrautræddar og marghrakt- ar fyrir löngu; býst eg við að allir hugsandi menn kunni þær utan að og svörin gegn þeim. Það er ekki alveg laust við að mörgu fólki sé almennum rökum, að bragurinn gaf mér tilefnið, þar farið að leiðast að Iesa alt það stagl, um ófrelsi o. s. frv. sem bannlögln eiga að valda, enda hafa kjósendur og löggjafar sýnt greiniiega, hvað eftir annað, hvernig þeir meta það. P. P. verður því að fyrirgefa, að eg tel ekki ómaks vert, að svara almennu staðhæfingunum hans ööru en þessu, sem nú segir: Fyrir 14 árum heyrði eg ungan jiðsforingja norskan flytja erindi við lýðháskólann í Askov um »bless- un styrjalda«. Eg vissi ekki annað, en öllum áheyrendunum fyndist erindið svipað fyrirsögninni, fult af fjarstæðum og öfgum, og margír bjuggust við, þegar Appel (núverandi skólastjóri) fór í ræðu- stólinn á eftir, að hann mundi taka ómjúkt á ræðumanni. En hann mælti hér urn bil á þessa leið: »Það er virðingarvert, þegar ungir menn hafa einurð á, aö segja skoðanir sínar í heyranda hljóði, er þeir vita fyrirfram, að þessar skoð- anir eru alveg andstæðar skoðun- um allra áheyrandanna. Þess vegna þakka eg ræðumanni. — En hins vegar býst eg ekki við, að ástæða sé til að fara að hrekja staðhæfing- ar hans um blessun styrjatda, því að áheyrendurnir munu hafa gert það jafnóðum í kyrþey*. Eitthvað svipað mætti segja í öllu bróðerni við P. P. nú, er hann t. d. fullyrðir, að »fjármunalegir hags- munii þjóðarinnar skerðist stórum* við bannlögin eða við það, aö þjóðin hættir að kaupa áfengi fyrir nokkur hundruð þúsund krónur ár- lega af erlendum vínsölum. — Ja, fyr má nú vera fjárhagshnekkir(!!). Aumt er og að vera svo fátæk- ur að sannri gleði, að manni finn- ist að samkvæmisgleði sé á förum þegar áfengið hverfur, en þar finn- ur hver sjálfur best hvar skórinn kreppir, og ekki duga blaðadeilur við þunglynda menn. Það eina i allri greininni, sem ef til vill væri ástæöa til að greiða úr, eru vafaspurningar P. P. út af brúðkaupinu í Kana, raunar naum- ast vegria P. P. sjálfs, þvf eg hélt að honum stæði á sama um það, heldur vegna annara, sem kunna að koma með þær í alvöru. — En mætti eg ekki benda þeim mönnum á, til bráðabyrgða, að lesa ræðu síra Björns Jónssonar kirkju- félagsforseta í síðasta janúarblaði Sameiningarinnar. Veröi einhver samt í alvöru í vandræðum rneð að samrýma vínbindindi við biblí- una, er honum velkomið að spyrja Hjalta í einhverju blaðinu, hann mun þá reyna að greiða frekar úr þeim efnum. — Um langlífi bannlaganna er á hinn bóginn til lítils að deila. Þar verður reynslan að skera úr hvort meira má sín í löggjöf og löggæslu, heill og sómi þjóðarinnar, eða á- fengislöngun einstakra manna. Hjalti. Aths. Nú ætti þessu orðaskaki að vera lokið. — Annars mun það satt, að skamt muni síðan Bakkus var ráðinn af dögum hér á landi, ef þaö hefir þá verið gert ennþá, því að hann var bráðlifandi seinost þegar vér vissum til. RitstJ.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.