Vísir - 27.03.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 27.03.1915, Blaðsíða 2
V I S 1 R Nefndarstörf neðri deildar. Því var lotað í Vísi á dögunum, að gera athugasemdir nokkrar við greinina: »Af hverju var það?« eflir nokkra kjósendur, og skal eg nu verða til þess. Það er satt, að ýmsir, bæði þing- menn og aðrir, hafa kvartað um það, að neðri deild skilaði seint af sér máium í sumar sem leið. Einkum má nefna bækling Guðm. Björnss. landlæknis, » Vanrækt vanda- mál þings og þjóðar.« Við þetta er nú þegar það að athuga, að slíkt er ekki ný bóla, eins og ein- mitt sést líka á nýnefndum bæk- lingi. Það er auðvelt að sanna, þótt eg nenni eigi aö draga til þess dæmi nú, að síðasta þing var ekki syndugra í þessu efni, en áður hef- ir gengið og gerst. Málin gengu einmitt eðlilrgan gang í neðri deild yfirleitt, svo að enginn tiltakanleg- ur dráttur varð á þeim, n e m a s t j ó r n a r s k r á r m á I i n u og dilkum þess, og til dráttarins á þeim málum lágu eðlilegar or- sakir: utanför ráðherraefnis á miðj- um þingtíma. Með þessu er eg nú samt alls ekki að segja það, að ekki hefði verið æskilegt, að málin hefðu geng- ið miklu fljótar gegnum deildina. Að sjálfsögðu er oft bagi að því, hve mjög þau tefjast. f Þenna baga kenna nú höfundar greinarinnar aðeins einni orsök, sem sé þeirri, að nefndarstörfum hafi verið hlaðið á einstaka menn í deildinni. Þetta er að taka alt of djúpt í árinni. Málin tefjast af ótal fleiri ástæðum, eins og þegar hefir verið nefnt dæmi til frá síðasta þingi. Þau bíða hvort eftir öðru, bíða eftir upp- lýsingum og hentugleikum utan þings og innan, sem ef til viil eiga ekkert skylt við verkaskiftinguna meðal þingmanna sjálfra. — Engu að síður er ástæða til þess, að h'ta á það, sem er mergurinn málsins, ; í grein kjósendanna, aðfinslurnar að ójafnri verkaskiftingu við nefnda- störf í neðri deild. Höf. byggja athuganir sínar á töflu, er þeir hafa samið, og sýna á nefndastörf hvers einstaks ,bm. í neðri deild. Taflan er sýnilega soðin upp úr yfirlitinu yfir nefnda- mál og nefndamenn í þingtíðind- unum, og er sjálfsagt rétt farið með tölurnar, svo langt sem það yfirlit nær, en þess ber aÓ gæta, að stund- um hverfa fleiri mál en eitt undir sömu nefnd, og stafar af þessu nokkur ónákvæmni í töflunni. Ein- ar Arnórsson sat t. d. ekki í 26 nefndum, en hann fékst við 26 mál í þeim 22 nefndum, er hann átti \ sæti í. Þetta er alt nákvæmar tekið ’ fram í skrá yfir nefndastörfin, er ‘ birtist í ísaf. 9. jan. s.l. eftir hr. j Einar Þorkelsson skrifstofustjóra. Þess ber að gæta, að misprent- ast hefir nefndatalan í greininni, hún á að vera 49. En sleppum nú því, og tökum töfluna eins og hun er og sjáum, hver mæiikvarði tölurnar í henni eru á nefndastörf þingmanna. Fyrst er þá talið upp í hve marg- ar nefndir hver þm. hefir verið kos- inn. Á peirri tölu út af fyrir sig er lítt eða ekkert aö græða. Þing- maður getur haft meira að gera í einni nefnd, sem fjallar um stórmál, en í 4—5 öðrum, sem hafa smærri mál meö höndum. Þetta skiija allir. Þá er tahð í hve mörgum nernd- um hver hafi verið formaður, og gera höf. þar við þá athugasemd, að »formann staðan geti varla tai- ist rr.ikið nefndarstarf*. Þefta er ekki rétt. Það er oft og tíðum alls ekki lítill áböggull ofan á önnur nefndarstörf, að eiga að hóa nefnd- armönnum saman á hvern fund og stjórna þeim og verkinu yfirleitt. Einkum geta oft orðið úr því flók- in reikningsdæmi, að gæta þess, að , rekast ekki á starfstíma annara nefnda, ; er sömu mennirnir eiga sæti í mörg- um og mikið er að gera. Það er og alkunnugt, æð helstu virðinga- menn þingsins eru valdir til þess öðrum fremur, að vera formenn n.efnda. Svo kemur nú að því, sem höf. i leggja mesta áhersiuna á, skrifara- j og framsögumannsstörfin, sem oft- j ast fylgast að, þótt svo þurfi ekki að vera og sé ekki ætíó. Satt er j það að vísu, að oft fer svo í fram- • kvæmdinni, að sá, er gegnir þess- um störfum, hefir hið þyngsta af verkum nefndarinnar, en svo þarf þó alls eigi að vera. Það er eðli- legt, enda altítt, að þeim nefndar- manni sé helst falið að stíla nefnd- arálit, er pennafærastur þykir, og þeim að verja það í deildinni, er ræðufærastur þykir, þótt hinir aðrir nefndar.nenn kunni að hafa unníð j sinn hluta óskertan að undirbún- ! ingi málsins, og meira að segja búið þeim alt í hendurnar ef íil vill. Dæmin eru ótal, sem þeir vita, er nokkuð þekkja til þingsin . Eg skal nefna eitt. Eg ætla að það hafi verið 1911, að einn mað- ur hét að vera skrifari í nefnd, en kom aldrei frá sér nefndaráliti, fyrr en annar þingmaður fekk pilta sína til pess, að snara því á pappírinn. Á síðasta þingi flutti einn þing- maður frumvarp og var gerður að skrifara í nefnd um það, en allir vissu að annar nefndarmaður, al- ! kunnur eljumaður, vann hér um bil alt að nefndarálitinu og tók að sér framsöguna. Þeir vita það, seni nokkuð gægjast á bak við tjöidin á þinginu, hve mikið er að marki það, sem á pappírnum sésí, svona stundum. Og þetta kemur mérútíalmenn , ar athugasemdir um það, hvernig f oft og einatt er kosið í nefndir og j embætti innan nefnda. Það er vit- anlega alveg satt, að þær kosningar koma mjög misjafnt niður á þing- menn. En er pað svo óeðlilegt? Fyrst og fremst er það svo og verður alla tíð, meðan heimur er bygður, að sumir menn eru meiri starfsmenn, en aðrir, Það væri ekk- ert vit í því, að ætla öllum þing- mönnum jafnt verk. Það yrði tií | þess, að dugnaðarmennirnir gengju auðum höndum, en aðrir kæmusi eigi yfir sín störf. Það væri lítd , hagsýni, að nota sér það ekki, þeg- í ar aðrar eins hamhleypur og t. d. Einar Arnórsson berast þinginu upp í hendurnar. Og það er alveg sama, hvort slikir menn eru á þingi aða annars staðar, þeir myndu alstaðar vinna margra manna verk. Þar næst er að gæta þess, að menn, sem sérþekkingu hafa eða eiga að hafa á einhverjum þeim flokkum mála, er þingið fæst við, þykja oft- ast sjálfsagðir eins og prestslambið í nefndir um þau mál, er snerta fræðigrein þeirra. Eg skal t. d. benda á Matthías Ólafsson og út- vegsmálin og Sigurð Sigurðsson og búnaðarmálin. — Að öðru jöfnu er það eðlilegt, að meiri nefndastörf hlaðist á lögfræðinga, en aðra þlng- menn. Þegar verið er að smíða lög, væri það ekki nema nokkurn veginn sjálfsagt, að hafa einn fram- bærilegan lögfræðing í hverri nefnd, ef þess er kostur. En svo geta og Iegið aðrar á- sfæður, og eigi jafn eðlilegar, til þess, að nefndastærf hlaðist á einn öðrum fremur. •Þingmönnum er eins háttað og öðrum í því, að þeir eru misjafnlega framgjarnir. Samir trana sér vel mikið fram, en aðrir diaga sig helst uni of í hlé, og við hvorttveggja þetta er sam- þingismönnum þeirra erfitt að ráða sð þeim nauðugum. Og síðast en ecki síst á flokkaskiftingin á þirrgi sirin þátt í því, hvernig nefndastörf- um er skift á menn. Það eru ekki a 11 i r kosnir í nefndir og látnir skarta í skrifara og framsögumanns slöðu af því, að þeir séu færari eða duglegri til þess. en aðrir. Það getur stundum viljað til af því, að sá flokkur, eða flokksbrot, er þeir teljast til, þykist þurfa að »hlaða undir« þá, eða nota þá til þess, að vita hverju fram vindur í nefnd- unum. Höf. játa það, að þeir séu ekki vel heima r nefndastörfum, og cr svo að sjá, sem það sé rétt. Sá mælikvarði, sem þeir hafa lagt á starísemi þingmanna er alt of óná- kvæmur, og stundum mjög vili- andi. Eg get ekki stilt mig um að minnast á einn gamlan og góðan vinnnmann á þingi, Sigurð Gunn- arsson, sem er einn af þeim, sem verst verður úti eftir þeirra »kokka- bók«, Sökum raddfærabilunar varð hann að fá aðra þm. til þess, að tala fyrir áhugamálum sínum og búa þeim í hendurnar. Þá má nærri geta, hvers vegna hann var aldrei framsögumaður. Þetta og annað eins vita höf. ekki, og þótt ekki kunni að vera svo ástatt um fleiri þm., þá má vara sig á því, að virða nokkurn þeirra eftir töfl- uin þeim og tölum, sem draga má út úr dálkum Þingtíðindanna. R e x. Ef iið viljið kaupa hús eða jarðir, jaá finnið GUÐM. FELIXSON. Heima frá 10—12 og 6—8 e. h. Vatnsstíg 10 A. Lambhrutar. Ekki þarft þú, Vísir sæll, að vonast eftir fullorðnum hrútum frá mér, eins og frá vini voruin »D e r- s e 1 b e«, en lambhrútar eru betri en ekki neitt í þessari harðindatíð, og því sendi eg þér nokkra. Þess má líka geta, að fullorðnir hrútar eru oft holdgrannir á þessum tima árs, sem ekki er ónáttúrlegt heltíur. Þá merkilegu uppgötvun hefir blað eitt gert, nú í þessum mán- uði, að Kyros Persakonungur hafi látið flengja Hellespont. Öðruvísi kvað Steingrímur um þessa atburði, en sagnafróðleik fer fram eins og öðru. Nú er Skúli kominn vestan úr Dufausdal og hefir hann komist að raun um, að ekki muni öll þau kol, er á Ve tfjörðum finnast, vera með öllu eldtraust. Þá er það sprengiefnið. Nú get- um við orðið hernaðarþjóð, því púðrið er fundið. Guðmundur fann það í einhverjum skáp, þarna vest- urfrá. Fram til orustu o. s. frv. »AIt orkar tvímælis, þá er gert er«, sagði Njáll, og svo er með fisksöluna hans Gfsla. Þótt flestum beri saman um það, að hún séeitt hiö mesta mannkærleika- og mann- úðarverk, þá kveður samt J. Z. við annan tón og hefir hann nú haslað Gísla völl í Vísi, og þykir óvíst mjög, hvor grjóti hleður aö höfði öðrum í þeim viðskiftum. Margir lenda á Landi og svelgja stórum kaffi og aðra vökvun, er þar fæst, en Teódór kveður þar rammaslag með fiðlu sinni. Fljót mikið og straumhart rennur þar undan vegg og vökvar götuna, én næfurþunn fjalabrú hylur hyldýpið og fer engin skepnan ótíalaus yfir þessa bæjarprýði. Nú er fljót þe.ta orðið sandorpið og þó til prýði, En þrátt fyrir alla þessa dýrð, þyk- ir þó sumum langminnugum Bakk- usarvinum, sem Snorrabúó þessi sé stekkur einn, í samanburði við Land það, er Halberg stýrði. Nú hefir þú fengið al!a mína Iambhrúta nema lambakonginn, en hann er undan forustuánni minni og verður ekki af hendi látkin, held- ur en föðurlandssikinn okkar. En vita skaltu það, Vísir sæll, að takir þú ekki grein þessa, eða hreyt- ir þú í mig ónotum nokkrum, pá mun eg taka auglýsingarnar mínar úr blaðinu, og aldrei framar hjá þér augiýsa, hvorki þessa heims né annars, því eg læt ekki misbjóða mér heldur en önnur stórmenni þessa bæjar. Með virðingu á meðan. Geirmundur. Hægan, hægan,' Geirm. minn! Lambhrútatnir eru eftir öllum von- um, en höf. þyrfti að æfa sig í fegurðarskrift við barnaskólann. Sími 497 te&steuia frá J. Schannong. Umboð fyrir ísland: Gunhild Thorsteinsson f Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.